Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, spurðist fyrir um það á Alþingi í gær til hvaða mótvægisaðgerða í efnahags- málum ríkis- stjórnin hygðist grípa ef til stór- iðjuframkvæmda á Austurlandi kæmi. Davíð Oddsson for- sætisráðherra svaraði því til að þegar sæi fyrir endann á því ákvörðunarferli sem varðaði stór- iðjuframkvæmdir fyrir austan hefðu menn tíma og tök til þess að stuðla að því að jafnvægi næðist með því m.a. að hafa áhrif á aðrar framkvæmdir ríkissjóðs. „En við skulum vera klár á því að þessar framkvæmdir fyrir austan eru enn ekki í hendi. Það hafa ekki verið undirritaðir neinir samningar ennþá. Fyrr en það er gert er ekki ástæða og efni til þess að grípa til mótvægisaðgerða,“ sagði hann. Í máli Jóhönnu, sem og annarra stjórnarandstæðinga sem til máls tóku, komu hins vegar fram áhyggjur af því að stóriðjufram- kvæmdir fyrir austan gætu haft miklar vaxtahækkanir í för með sér. Slíkar hækkanir hefðu óhagstæðar af- leiðingar fyrir atvinnulífið og heimilin í land- inu. Við þessu sagði Davíð: „Ég legg á það áherslu að um leið og menn sjá fyrir endann á því ákvörðunar- ferli sem varðar virkjun fyrir aust- an hafa menn tíma og tök til þess að stuðla að því að jafnvægi náist með því að hafa áhrif á aðrar fram- kvæmdir ríkissjóðs og einnig með því að beina því til einkaaðila, stórra fjárfestingaraðila og annarra slíkra aðila að þeir með sama hætti hefðu aðgát á þeim tíma sem slík framkvæmd stæði yfir.“ Bætti hann því við að það væri enda í þágu allra annarra að vera „ekki að spenna upp atvinnulífið meðan á slíkum stórframkvæmdum stæði“. Áhyggjur af vaxtahækkunum vegna stóriðju- framkvæmda ALLS greindust 196 einstaklingar með einhverfu eða skyldar raskanir á tímabilinu 1992 til 2001. Þar af 54 á tímabilinu 1992 til 1996 og 142 á tímabilinu 1997 til 2001. Þetta kemur fram í skriflegu svari félagsmálaráð- herra, Páls Péturssonar, við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Er í svarinu vísað í upplýsingar frá Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins. Þar segir ennfremur: „Hópur sá sem hér um ræðir [þ.e. hinir fyrrnefndu 196 einstaklingar] skiptist í fjóra mismunandi flokka, þ.e. þá sem eru ýmist með það sem kallað er dæmigerð einhverfa, ódæmigerð einhverfa, Asperger- heilkenni eða aðrar gagntækar þroskaraskanir. Í þessum hópi voru 100 (51%) með dæmigerða einhverfu sem er alvarlegasta stigið á svoköll- uðu einhverfuprófi ... Þeir sem voru ekki með dæmigerða einhverfu voru 42 (21,2%) ... Af þeim sem þá eru eft- ir voru 15 (7,1%) með Asperger-heil- kenni og 40 (20%) með svokallaðar aðrar gagntækar þroskaraskanir. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir fæddust á árunum 1981-2000. Aldur við greiningu var frá því að vera inn- an tveggja ára og fram á efri ung- lingsár. Drengir eru fleiri en stúlkur eða um fjórir á móti einni stúlku.“ 196 greindir frá 1992 Einhverfa eða skyldar raskanir SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, tekur við for- mennsku í utan- ríkismálanefnd Alþingis af Tóm- asi Inga Olrich mennta- málaráðherra. Gunnar I. Birg- isson tekur við formennsku í menntamálanefnd af Sigríði Önnu. Þetta var ákveðið á þingflokks- fundi sjálfstæðismanna á miðviku- dag. Greint var frá því í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að Sig- ríður Anna færi í utanríkis- málanefnd í stað Tómasar. Þá var greint frá því að Einar Oddur Kristjánsson tæki sæti Tómasar í heilbrigðis- og trygginganefnd þingsins og að Ásta Möller tæki sæti Tómasar í fjárlaganefnd þings- ins. Sigríður Anna, sem verið hefur formaður mennta- málanefndar þingsins, mun láta af þeim störfum. Í stað hennar verður Gunnar I. Birg- isson formaður nefndarinnar en skýrt var frá því í upphafi þing- fundar í gær að Gunnar I. Birgisson tæki sæti Sigríðar Önnu í mennta- málanefnd. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur auk þess ákveðið að Árni R. Árnason þingmaður verði aðal- maður í Íslandsdeild Nató-þings í stað Tómasar Inga en hann var áð- ur varamaður. Í stað hans sem varamanns verður Gunnar I. Birg- isson. Þá verður Kjartan Ólafsson þingmaður varamaður í Íslands- deild Evrópuráðsþingsins í stað Tómasar Inga. Sigríður Anna formaður utanríkismálanefndar Sigríður Anna Þórðardóttir Gunnar I. Birgisson ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag og m.a. mun iðnaðarráðherra kynna frumvarp um stofnun hluta- félags um Rafmagnsveitur ríkisins, félagsmálaráðherra flytja munn- lega skýrslu um stöðu jafnrétt- ismála. Þá verður og fyrsta um- ræða um frumvörp viðskipta- ráðherra um einkahlutafélög og hlutafélög. TALIÐ er að um 75 þúsund hestar séu til í landinu og er meirihluti þeirra aldrei tekinn á hús. Útigangs- hrossin eru því fóðruð úti, en samkvæmt reglugerð ber eigendum þeirra að sjá til þess að þau fái nægt fóður og hafi skjól í vondum veðrum. Þessir tveir sunnlensku hestar létu hvorki kulda né ljósmyndara trufla sig. Þeir kepptust við að éta tugguna sem hent var til þeirra. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kalt hjá útigangshrossunum AÐ undirlagi BHM og SÍNE hefur verið settur á fót samráðshópur 15 samtaka með það að markmiði að leita leiða til þess að létta endur- greiðslubyrði námslána frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Í fréttatilkynningu BHM segir að dæmigerður lánþegi í dag endur- greiði námslán hraðar en gert var ráð fyrir þegar gildandi lög um LÍN voru sett. Árleg endurgreiðslubyrði skjólstæðinga LÍN nemur að jafnaði ráðstöfunartekjum eins mánaðar. Telja samtökin það mikið áhyggju- efni hvað endurgreiðslan er hröð og íþyngjandi fyrir lántakendur, sem eru gjarnan að byggja upp fjöl- skyldu, eignast börn og koma sér upp húsnæði á sama tíma og endur- greiðslubyrðin er hvað þyngst. Ætl- unin er að meta hvað það myndi kosta ríkið að ívilna endurgreiðend- um námslána og þá um leið hvaða áhrif ívilnun hefði fyrir endurgreið- endur sem eru um 26 þúsund talsins. Skjólstæðingar LÍN, þ.e. lánþegar og endurgreiðendur, eru hins vegar um 34 þúsund talsins. Fimm leiðir hafa komið til tals innan samráðshópsins: 1. Að greiðslur af námslánum yrðu frádráttarbærar frá skatt stofni. 2. Að tekjutengt hlutfall endur- greiðslu verði lækkað. 3. Að auka sveigjanleika í endur- greiðslum, t.d. hefja endur- greiðslur síðar. 4. Að miða hlutfall endurgreiðslu við nettótekjur í stað brúttótekna. 5. Að afnema verðtryggingu lánanna. Leitað leiða til að létta endurgreiðslu- byrði námslána Á ÖÐRU ÞINGI Kennarasambands Íslands sem fram fer í dag og á morgun verður spurningin „er kennsla aðlaðandi ævistarf?“ meðal annars tekin til umfjöllunar í pall- borðsumræðum. Starf kennarans verður því í brennidepli á þinginu, segir í frétt frá sambandinu, og yf- irskrift þess er einmitt „er kennsla aðlaðandi ævistarf“. Hefst þingið á því að Ólafur Proppé, rektor Kenn- araháskóla Íslands, flytur erindi um efni yfirskriftar þingsins. „Þetta málefni er tekið fyrir í þeim tilgangi að lyfta sér aðeins upp og fá nýja sýn á það sem við erum annars að fást við á þinginu, sem eru laga- breytingar og stefnumörkun næstu þriggja ára hvað varðar kjaramál, skólamál, innra starf og félagsmál,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Þá verð- ur einnig rætt um á þinginu hvaða leiðum megi beita til að laða ungt fólk í kennaranám og kennara með réttindi til starfa í skólunum. Þátttakendur í pallborðsumræð- um sem fram fara á laugardag, verða Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri, Hafdís Ingvarsdóttir, lektor við Háskóla Ís- lands, Ólafur Proppé, rektor Kenn- araháskóla Íslands, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak- ureyri. Þingið fer fram í Borgartúni 6 og hefst kl. 9. Kjörnir fulltrúar hafa atkvæðisrétt á þinginu sem er opið til áheyrnar öðrum félagsmönnum sambandsins. Þing Kennarasambands Íslands hefst í dag Ræða um hvort kennslan sé aðlaðandi ævistarf FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði, fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor, liggur nú fyrir. Tillaga kjörnefndar um framboðslistann var samþykkt ein- róma á fulltrúaráðsfundi sjálfstæð- isfélaganna 6. mars sl. Framboðslist- inn er þannig skipaður: Magnús Gunnarsson bæjarstjóri, Valgerður Sigurðardóttir forseti bæjarstjórnar, Haraldur Þór Ólason framkvæmdastjóri, Steinunn Guðna- dóttir bæjarfulltrúi, Gissur Guð- mundsson bæjarfulltrúi og rann- sóknarlögreglumaður, Leifur S. Garðarsson aðstoðarskólastjóri, Al- mar Grímsson lyfjafræðingur, Helga R. Stefánsdóttir húsmóðir, Vilborg Gunnarsdóttir tannsmíðameistari, Páll Pálsson framkvæmdastjóri, Sig- ríður Sigurðardóttir arkitekt, Ragn- hildur Guðmundsdóttir háskóla- nemi, Sigurlín Sveinbjarnardóttir aðstoðarskólastjóri, Magnús Sig- urðsson verktaki, Sigurður Freyr Árnason sölustjóri, Guðrún I. Gunn- laugsdóttir hjúkrunarfræðingur, Ragnar Sigurðsson nemi, Bergur Már Sigurðsson slökkviliðsmaður og ökukennari, Árni Sverrisson fram- kvæmdastjóri, Ágúst Sindri Karls- son lögmaður, Guðlaug Karlsdóttir húsmóðir, Þorgils Óttar Mathiesen framkvæmdastjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fimm menn af ellefu í bæjarstjórn og leiðir þar meirihlutasamstarf með Framsóknarflokki, segir í fréttatil- kynningu. Framboðs- listi Sjálf- stæðis- flokksins í Hafnarfirði HELMINGUR fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins hyggst fjár- festa minna í ár en á síðasta ári, en um 17% fyrirtækja hafa hug á að auka fjárfestingar sínar. Þriðjungur fyrir- tækja ætlar að fjárfesta álíka mikið og árið á undan. Þetta eru niðurstöð- ur skoðanakönnunar sem Samtök at- vinnulífsins gerðu í kringum mánaða- mótin febrúar/mars. Samdrátturinn er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og af einstökum greinum er hann mestur í ferðaþjón- ustu en minnstur í sjávarútvegi. Fram kemur í frétt frá SA að af einstökum atvinnugreinum er mest um að dregið sé úr fjárfestingum í ferðaþjónustu en einna minnstur virðist samdrátturinn vera í sjávar- útvegi. Afkoma hefur verið slæm í ferðaþjónustu undanfarin ár. Góð af- koma í sjávarútvegi vegna lágs gengis krónunnar virðist aftur á móti vera meginskýringin á því að menn hygg- ist síður halda að sér höndum í fjár- festingum þar en í öðrum greinum. Helmingur fyrirtækja hyggst draga úr fjárfestingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.