Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMÞYKKT var á Búnaðarþingi í gær að beina því til Alþingis að lækka búnaðargjald úr 2,55% í 2%. Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, segir að þessari lækkun verði mætt með þrennum hætti, þ.e. með hækkun vaxta Lánasjóðs landbúnað- arins, skerðingu á tryggingavernd Bjargráðasjóðs og með aðhaldi í rekstri Bændasamtakanna. Ari sagði að lækkunin þýddi að gjaldtaka af bændum lækkaði um 100 milljónir miðað við eitt ár. Búnaðargjald er í dag 2,55%, en það skiptist í fimm hluta, þ.e. til Bændasamtakanna, búnaðarsam- banda, búgreinafélaga, Bjargráða- sjóðs og Lánasjóðs landbúnaðarins. Skiptar skoðanir voru á Búnaðar- þingi um hvað ætti að ganga langt í því að lækka gjaldið. Meirihluti fé- lagsmálanefndar þingsins lagði til að gjaldið yrði 1,95%, en minnihlutinn lagði til að það yrði 2,05%. Í um- ræðum á þinginu kom fram tillaga um að gjaldið yrði 2% og var hún sam- þykkt með 34 atkvæðum gegn 6. Vextir Lánasjóðs landbúnaðarins hækka Þeir sem vildu ganga skemur bentu sérstaklega á að fjárhagur búnaðar- sambandanna, einkum minni sam- banda, væri slæmur. Fram kom á þinginu að héraðsráðunautar hefðu eins og fleiri fengið verulegar launa- hækkanir og lífeyrisskuldbindingar hvíldu þungt á fjárhag þeirra. Niður- staðan varð sú að gera minni breyt- ingar á framlögum til búnaðarsam- banda en upphaflega var ráðgert. „Við munum mæta þessari lækkun með þrennum hætti. Það verður að hækka eitthvað vexti hjá Lánasjóði landbúnaðarins á móti þeirri lækkun sem sjóðurinn tekur á sig. Það verður að minnka tryggingavernd hjá Bjarg- ráðasjóði hjá nokkrum búgreinum. Einnig er starfsfé Bændasamtakanna rýrt nokkuð þannig að annaðhvort verðum við að fara betur með peninga eða draga úr starfsemi, nema að ein- hverjar aðrar tekjur komi til,“ sagði Ari Teitsson þegar hann var spurður hvernig brugðist yrði við lækkun bún- aðargjalds. Stærstur hluti lækkunarinnar er tekinn af hlut Lánasjóðs landbúnað- arins, en 1,15 prósentustig af búnað- argjaldinu hefur verið varið til að nið- urgreiða vexti sjóðsins. Gerð var tillaga um að þetta hlutfall færi niður í 0,85% hjá kúabændum sem standa undir um 47% af öllum tekjum sem innheimtar eru með búnaðargjaldi. Ari sagði að líklega yrðu vextir á niðurgreiddum lánum Lánasjóðs landbúnaðarins hækkaðir um 0,6– 0,7%, en vextirnir eru 3,43% í dag. Þessi vaxtalækkun kæmi að öllum lík- indum ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári, að því gefnu að Alþingi féll- ist á að gera þær breytingar á lögum sem búnaðarþing færi fram á. Ari sagði að á síðustu árum væri búið að draga mikið saman á skrif- stofu Bændasamtakanna. M.a. hefði starfsfólki fækkað. Sú lækkun búnað- argjaldsins sem gerð hefði verið til- laga um þýddi að tekjur Bændasam- takanna rýrnuðu um 18 milljónir. Í erindi sem stjórn Bændasamtak- anna lagði fyrir Búnaðarþing um lækkun búnaðargjalds segir m.a. að eign Bændasamtakanna í Hótel Sögu geti á næstu árum skilað bændum einhverjum arði og það geti því komið á móti minni tekjum af búnaðargjaldi. „Þarna gætu komið tekjur á móti. Það veltur hins vegar á því að við náum að selja hótelið fyrir eitthvað verulega meira en skuldum. Það virð- ast ekki vera neitt tiltakanlega góðir tímar til að selja hótel núna. Aðstæð- ur breyttust mikið eftir 11. septem- ber. Það er eins spurning hvort að við getum tekið eitthvað út úr rekstri þess, en það er háð því hvernig geng- ur í ferðaþjónustunni á næstunni,“ sagði Ari. Ari sagði að Hótel Saga væri búið að vera til sölu í u.þ.b. hálft ár, en ekki hefði tekist að selja það. Skattkerfinu verði beitt til byggðajöfnunar Á Búnaðarþingi urðu einnig miklar umræður um byggðamál. Ari sagði að í ályktun Búnaðarþings væri að mörgu leyti verið að taka undir þær áherslur sem komið hefðu fram í byggðaáætlun sem ríkisstjórnin lagði nýlega fram. Í tillögunnni er m.a. lagt til að leitað verði leiða til að beita skattkerfinu þannig að það hvetji einstaklinga og fyrirtæki til að setjast að í dreifbýli. Hvatt er til þess að námskostnaður við framhaldsskóla verði jafnaður enn frekar með hækkun dreifbýlisstyrkja. Í tillögunni er talað um að Lánasjóði íslenskra námsmanna verði gert kleift að lækka endurgreiðsluhlutfall lána hjá því fólki sem hefur störf að námi loknu utan höfuðborgarsvæðis- ins. Skorað er á stjórnvöld að ganga enn lengra í því að jafna upphitunar- kostnað húsnæðis. Þá er hvatt til þess að gerðar verði úrbætur á gagna- flutningskerfi Landssímans þannig að möguleikar og kostnaður verði sambærilegur um allt land. Búnaðarþing samþykkti í gær að óska eftir því við Alþingi að búnaðargjald yrði lækkað Gjaldtaka á bændum lækkar um 100 milljónir Morgunblaðið/Ásdís Rögnvaldur Ólafsson, bóndi í Flugumýrarhvammi í Skagafirði, og Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í V-Húnavatnssýslu, fylgdust vel með umræðum á Búnaðarþingi, en því lauk í gær. Ríkið komi að uppbyggingu í Laugardal AÐ MATI Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur, borgarfulltrúa Reykjavík- urlistans, væri eðlilegt að ríkið kæmi að kostnaði við við gerð 50 metra yf- irbyggðrar sundlaugar í Laugardal þar sem um er að ræða mannvirki sem mun nýtast landsmönnum öllum. Kom þetta fram í máli borgarfulltrú- ans á borgarstjórnarfundi í gær. Steinunn sagði að í lok mars árið 1998 hafi borgarstjóri, forsvarsmenn ÍTR, ÍSÍ og Sundsambandsins ritað menntamálaráðherra bréf þar sem óskað var eftir viðræðum um að ráðu- neytið tæki þátt í kostnaði við bygg- ingu laugarinnar. Var í bréfinu vísað í íþróttalög þar sem kemur fram að sögn Steinunnar að menntamálaráðu- neyti sé heimilt að eiga aðild að samn- ingum um stofnun og starfsemi íþróttamiðstöðva í samvinnu við sveit- arfélög og íþróttasamtök enda miðist þjónusta stöðvanna við landið allt. Taldi Steinunn að fordæmi hafi verið gefið fyrir þessu samstarfi ríkis og sveitarfélaga þegar íþróttasjóður rík- isins tók þátt í uppbyggingu vetrar- íþróttamiðstöðvar á Akureyri. Steinunn segir að enn hafi ekkert svar borist við bréfinu. SAMKVÆMT drögum að nýrri samþykkt um friðun trjáa í Reykjavík sem lögð var fyrir borgarstjórn í gær, má ekki fella tré innan borg- armarkanna sem eru hærri en 8 metrar eða eldri en 60 ára nema með leyfi garð- yrkjustjóra. Eldri samþykkt kveður á um að bannað sé að fella tré sem eru hærri en 4–6 metrar og eldri en 40 ára. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, kom fram með þá hug- mynd að afnema reglurnar með öllu og fela borg- urunum sjálfum að velja þau tré sem skuli standa og hvernig þeirra eigin garðar líti út. Taldi hann að höfða ætti til fegurðarskyns og ábyrgðartilfinningar íbú- anna frekar en að hafa reglur sem þessar. Sagði hann að almennt færi fólk ekki eftir samþykktinni og að í langflestum tilvikum væri gefið grænt ljós á að fella tré þegar um slíkt leyfi væri sótt. „Það er ekki eins og allir myndu rjúka út í garð með hjólsagir og axir ef reglurnar yrðu afnumdar,“ sagði borgarfulltrúinn, en bætti við að hann fagnaði þeirri rýmkun reglnanna sem drög að nýrri samþykkt fælu í sér. Sagði hann borgina orðna mjög gróna og grisjunar væri orðið þörf víða í eldri hverfum. Benti hann á að vissulega væru til dýrgripir meðal trjáa í borginni, en garðyrkjustjóri ætti frekar að fá heimild til að friða sér- staklega þau tré. Ingibjörg Sólrún benti á að 8 metra hátt tré væri á stærð við þriggja hæða hús og lægri tré mætti fella samkvæmt drögunum að sam- þykktinni. Sagði hún að trjágróð- urinn skipti miklu máli fyrir borg- armyndina og að með því að afnema reglurnar væri sú hætta fyrir hendi að mistök myndu eiga sér stað sem ekki væri hægt að taka aftur. Málinu var vísað aftur til umfjöll- unar hjá borgarráði að tillögu borg- arstjóra. Vill afnema regl- ur um friðun trjáa Hér sést Jónas Freyr Harðarson garð- yrkjufræðingur grisja tré við Hring- braut. Þau eru öll innan friðunarmarka af myndinni að dæma. Trén hluti af borgarmynd- inni, segir borgarstjóri Morgunblaðið/Kristinn ÞRIGGJA herbergja íbúð í Yrsu- felli stórskemmdist í bruna í gær en engin meiðsl urðu á fólki. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um brunann kl. 14.07 og sendi fjölmennt lið á vett- vang. Talið er að kviknað hafi í út frá eldavél og ljóst að eldur hefur kraumað lengi. Enginn var í íbúð- inni þegar slökkviliðið kom á vett- vang. Gríðarlega mikill og svartur reykur fyllti íbúðina og urðu skemmdir einkum af völdum hans. Slökkviliðsmenn slökktu glóð í eld- húsinnréttingu og reykræstu íbúð- ina að því loknu. Varðstjóri slökkvi- liðsins sagði gríðarlega miklar skemmdir hafa hlotist af völdum reyksins. Íbúð stór- skemmdist í bruna Morgunblaðið/Golli FINNBOGI Sigurðsson var kjörinn formaður Félags grunnskólakenn- ara á aðalfundi félagsins í gær en hann tekur við formennsku af Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur sem ekki gaf kost á sér áfram. Finnbogi, sem áður var varaformaður, hlaut 48 atkvæði en hinn frambjóðandinn, Agla Ástbjörnsdóttir, fékk 42 atkvæði. Í aðalstjórn voru kjörin þau Björk Helle Lassen, Fjóla Höskuldsdóttir, Guðrún Snorradóttir og Sesselja G. Sigurðardóttir. Finnbogi segir að þetta sé í fyrsta sinn sem kosið er beint um formann enda félagið ungt. „Þetta starf leggst vel í mig en það er raunar fátt í starf- seminni sem ætti að koma mér á óvart enda starfaði ég fyrir hjá samtökunum.“ Að- spurður segist Finn- bogi hafa starfað í stjórn Félags grunn- skólakennara og átt þátt í að móta starfið og hann muni halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið. Félag grunnskólakennara Finnbogi Sigurðsson Finnbogi Sigurðsson kjörinn formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.