Morgunblaðið - 08.03.2002, Page 62

Morgunblaðið - 08.03.2002, Page 62
Þórunn er menntaður tónlist- arkennari og kennir söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur verið virkur þátttakandi í Hugleik um árabil. Kolrassa er fyrsta leikverk hennar í fullri lengd en áður hefur Hugleikur flutt eftir hana nokkra leikþætti. Hugleikur er elsta áhugaleik- félag í Reykjavík og á þeim 17 árum sem það hefur verið starf- rækt hefur hann sýnt 37 verk sem merkilegt nokk hafa öll ver- ið frumsamin sérstaklega fyrir þetta atorkusama leikfélag. Frumsýning er sem fyrr segir í kvöld. Önnur sýning er á sunnudag og þriðja sýning fimmtudaginn 14. mars. Miðapantanir eru í síma 551 2525 eða með tölvupósti á hug- leik@mi.is. LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsýnir nýjan íslenska söng- leik í Tjarnarbíói í kvöld sem nefnist Kolrassa. Söngleikurinn er eftir Þórunni Guðmunds- dóttur söngkonu og leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Þórunn byggir söngleikinn á þjóðsögunni Kolrassa krók- ríðandi og fjallar hann um syst- urnar Ásu, Signýju og Helgu sem lenda í mannraunum í helli þríhöfða þurs. Reynir þá á hug- rekki og kænsku Helgu til að ráða fram úr vandanum. Þótt framvindan sé æsileg er hér á ferð gamanleikur þar sem fram fer barátta milli flónsku og speki, illsku og gæsku, hofmóðs og hóg- værðar. Alls taka 17 leikarar og söngvarar þátt í sýningunni, flestir með mikla reynslu og sprenglærðir í tónlist. Þórunn Guðmundsdóttir samdi alla tónlist við verkið og er tónlistar- stjóri sýningarinnar en hljómsveitin Fermöturnar sér um undirleik. Þursar, skessur, álfar og menn Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórunn Guðmundsdóttir, höfundur Kol- rassa, fer jafnframt með hlutverk álfa- drottningarinnar. Hugleikur frumsýnir söngleikinn Kolrassa í kvöld FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BSG Vesturgötu 2, sími 551 8900 í k v ö l d Lord of the Rings: The Fellow- ship of the Rings / Hringadróttinssaga Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Christopher Lee, Cate Blanchett. Fyrsti hluti kvikmyndalögunar Ný-Sjálendingsins Peters Jackson á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens er hrein völundarsmíð. Aðrar ævintýra- og tæknibrellumyndir fölna í samanburði. (H.J.) Laugarásbíó, Smárabíó. Amélie Frönsk. 2001. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Aðalleikendur: Audrey Tautou, Mathieu Kasso- vitz, Yolande Moreau, Dominique Pinon. Ynd- islega hjartahlý og falleg kvikmynd um það að þora að njóta lífsins. Stórkostlegur leikur, frá- bær kvikmyndataka og sterk leikstjórn Jeunet gera myndina að góðri og öðruvísi skemmtun en við flest erum vön.(H.L.) Háskólabíó. A Beautiful Mind / Fegurð hugsunarinnar Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Ron Howard. Að- alleikendur: Russell Crowe, Jennifer Connally, Ed Harris. Hugvekjandi kvikmynd, þar sem margar áhugaverðar spurningar um eðli mannshugans eru dregnar fram, en rígskorðun hins staðlaða hetjuforms Hollywood-smiðj- unnar felur víða í sér einföldun sem dregur úr ánægjunni.(H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Elling Noregur. 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal- leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nordin, Pia Jacobsen. Norsk mynd um tvo létt geðfatl- aða náunga sem fá íbúð saman og þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir aðalpersónun- um.(H.L.)  Háskólabíó. Gosford Park Bresk. 2001. Leikstjóri: Robert Altman. Aðal- leikarar: Michael Gambon, Kristin Scott-Thom- as, Maggie Smith. Altman stýrir bestu leik- urum Englands af snilld í kvikmynd sem fjallar um samskipti húsbænda og hjúa á óðalssetri árið 1932. Mannleg mynd um virðingu og vin- skap, niðurlægingu og hatur. Aðeins of löng í byrjun, en verður síðan mjög átakanleg.(H.L.)  Laugarásbíó. Mávahlátur Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmundsson- ar byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leikstjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi og hefur náð sterkum tökum á kvikmyndalegum frá- sagnarmáta. Frammistaða Margrétar Vil- hjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er frábær. (S.V.)  Háskólabíó. Monsters Inc / Skrímsli hf. Bandarísk. 2001. Leikstjóri Peter Docter. Raddsett teiknimyynd. Tölvuteiknuð barna- og fjölskyldumynd um skrímslin í skápnum. Sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. Létt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna. (S.V.)  Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Akureyri. Háskólabíó. Regína Íslensk. 2001. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Aðalleikendur: Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kormákur, Hall- dóra Geirharðsdóttir. Fyrsta íslenska dans- og söngvamyndin. Bráðskemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, vel skrifuð og uppfull af fersk- um listrænum víddum.(H.J.)  Háskólabíó. Shallow Hal / Grunnhyggni Hallur Bandarísk. 2001. Leikstjórar: Bobby og Peter Farrelly. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltrow, Jack Black, Jason Alexander. Hlýlegri og róman- tískari en áhorfendur eiga að venjast frá bræðrum í dæmisögu um að oft býr flagð und- ir fögru skinni – og öfugt. Black og Paltrow fara á kostum í bestu mynd Farrellyanna um hríð. (S.V.)  Smárabíó. Training Day / Reynd þolrifin Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Antonie Fuqua. Aðalleikendur: Denzel Washington, Ethan Hawke, Glenn Scott. Washington tekur mót- leikarana í nefið og drottnar yfir harðsoðnum trylli í Óskarstilnefningarstuði í hlutverki ómennis.(S.V.)  Sambíóin. The Last Castle / Síðasti kastalinn Bandarísk. 2001. Leikstjóri Rod Lurie. Aðal- leikendur: Robert Redford, James Gandolfini, Mark Ruffalo. Frá athyglisverðum nýliða í leik- stjórastétt kemur vel leikin, forvitnileg mynd um miskunnarlaust valdatafl tveggja ólíkra leiðtoga innan fangelsismúranna. Stríðshetju sem orðið hefur á og fangelsisstjóra, ómennis sem haldið er kvalalosta, sem stjórnar „kast- alanum“ sínum með ofbeldi og harðfylgi. Yf- irborðskennd en ágæt afþreying. (S.V.) Laugarásbíó. Atlantis: Týnda borgin / Atlantis: The Lost Empire Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John McHarris. Teiknimynd með enskri og íslenskri talsetn- ingu. Af þessari teiknimynd um týndu borgina Atlantis má sjá að Disney-risinn færist sífellt nær hinni stöðluðu Hollywood-spennumynd í teiknimyndagerð sinni. Myndin er víða bráð- fyndin en í heildina er hún óttaleg samsuða. (H.J.) Sambíóin. Collateral Damage / Óhjákvæmilegt tjón Bandarísk. 2001. Leikstjóri Andrew Davis. Að- alleikendur: Arnold Schwarzenegger, Elias Koteas, Francesca Neri. Nafnið er nánast það eina sem skilur myndina frá flestum fyrri myndum hnignandi stjörnu Arnolds sem held- ur í þetta skiptið til Kólumbíu og Washington til að hefna fjölskyldunnar. Margtugginn sögu- þráður lagður til grundvallar linnulausum slagsmálum, sprengingum og blóðsúthelling- um.(S.V.) Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Made / Á uppleið Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Jon Favreau. Að- alleikendur: Jon Favreau, Vince Vaughn, Famke Jansen. Bráðskemmtilegur gamanút- úrsnúningur á kunnulegri glæpamyndaform- úlu, þar sem tvíeykið úr Swingers, þeir Favreau og Vaughn, koma saman á ný.(H.J.)  Sambíóin. Vanilla Sky / Opnaðu augu þín Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Christopher Crowe. Aðalleikendur: Tom Cruise, Penélope Cruz, Cameron Diaz. Áferðarfalleg Hollywood- útgáfa hinnar spönsku Abre Los Ojos, hefur litlu við að bæta nema hvað helst myndugum leik Diaz. Fjöldaframleidd eftirlíking.(S.V.)  Háskólabíó. Behind Enemy Lines / Handan víglínunnar Leikstjóri John Moore. Aðalleikendur: Owen Wilson, Gene Hackman, Gabriel Macht. Bandarískur orrustuflugmaður er skotinn niður handan víglínunnar í Bosníu. Vel útlítandi, klisjukennd hetjudýrkun um flótta undan ofur- efli óvinanna og björgunarafrek.(S.V.) Smárabíó. The Count of Monte Cristo / Greifinn af Monte Cristo Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Kevin Reynolds. Aðalleikendur: Jim Caviezel, Guy Pierce, Rich- ard Harris. Ævintýri sem stendur alltaf fyrir sínu, en hér klikkar leikstjórnin, því ágætustu leikarar standa sig ekki nógu vel, og er aðal- leikarinn, Caviezel, alls ekki nógu sterkur. Gamaldags mynd og oft smekklaus, en margir virtust skemmta sér hið besta.(H.L.) Sambíóin. Not Another Teen Movie Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joel Gallen. Aðal- leikendur: Heidi Adrol, Chyler Leigh, Jaime Dressly. Unglingamyndaformúlan er tekin í karphúsið, húmorinn ruddalegur og mörg at- riði myndarinnar bara ansi fyndin, sérstaklega fyrir þá sem sjá allar þessar myndir.(H.L.) Smárabíó, Regnboginn. Spy Game Bandarísk. Leikstjóri: Tony Scott. Aðalleikend- ur: Robert Redford, Brad Pitt. Njósnamynd í Tony-stíl, semsagt pottþétt útlit en innihald rýrt og sundurlaust. Maður bíður eftir að eitthvað fari að gerast í Berlín, Kína, Beirút og í höf- uðstöðvum CIA en til lítils og flest heimsku- legt. Bærileg afþreying, aum rómantík og und- arleg plott.(S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.