Morgunblaðið - 15.03.2002, Side 18

Morgunblaðið - 15.03.2002, Side 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST BENEDIKT Þorsteinsson knatt- spyrnumaður var valinn íþróttamað- ur Siglufjarðar árið 2001. Þetta var í 26. sinn sem þessi verðlaun voru veitt, en það er Kiwanisklúbburinn Skjöldur sem hefur staðið fyrir kjöri íþróttamanns Siglufjarðar frá upp- hafi. Benedikt, sem er 25 ára, hefur verið markvörður KS í knattspyrnu undanfarin ár. Hann þótti standa sig vel og vera yfirburðamaður í liðinu á Íslandsmótinu síðastliðið sumar þó svo að lið KS hafi ekki átt góðu gengi að fagna, en liðið féll úr 1 deild. Samhliða kjöri íþróttamanns Siglufjarðar eru veitt verðlaun fyrir árangur í hinum ýmsu greinum ung- linga og fullorðinna. Að þessu sinni voru veitt 12 verðlaun. Mark Duf- field, leikmanni KS í knattspyrnu, var veitt sérstök viðurkenning í til- efni þess að hann náði þeim ein- stæða árangri að leika sinn 350. leik í meistaraflokki á Íslandsmóti í knattspyrnu. Þessi leikjafjöldi er Ís- landsmet, en þá eru ótaldir aðrir leikir í bikarkeppnum og öðrum mótum. Mark hóf að leika með meistaraflokki 17 ára gamall og hef- ur mestan hluta ferils síns leikið með KS, en hann hefur leikið með liðum í öllum deildum Íslandsmótsins. Benedikt Þorsteinsson, íþróttamaður Siglufjarðar, og Mark Duffield sem fékk viðurkenningu fyrir að leika sinn 350. leik í meistaraflokki á Íslandsmóti í knattspyrnu, en það afrek mun vera Íslandsmet. Markvörður valinn íþróttamaður ársins Siglufjörður FJÓRÐA WSA-Snocross móta- raðarinnar stendur nú yfir í Mý- vatnssveit. Fyrri umferðir fóru fram á Dalvík, Húsavík og Ak- ureyri. Bræðurnir Steinþór Guðni og Reynir Hrafn Stefánssynir mynda, ásamt Árna Þór Bjarna- syni, Stefáni Vignissyni og Svein- birni Val Jóhannssyni, keppnis- hóp frá Egilsstöðum. Þeir hafa sameiginlega safnað styrktarað- ilum, en það gerir þeim kleift að taka þátt í mótum af fullum krafti og stendur undir kostnaði við rekstur flutningabíls og snjó- sleða, auk annars útbúnaðar. Keppt er í fjórum flokkum á mótinu og fer skipting í flokka eftir stærð sleðanna. ProStock- flokkur er fyrir 440cc sleða, en stórir, breyttir fara í ProOpen, báðir flokkar eru fyrir vana öku- menn. Í SportOpen-flokk fara stórir, breyttir sleðar og Sport500 minni, og er hvoru tveggja flokkurinn fyrir óvana ökumenn. Árni Þór er nú annar í Pro- Open-flokknum en Reynir Hrafn fjórði. Steinþór Guðni í 5. sæti og Stefán keppa báðir í ProStock- flokki, þar sem sá fyrrnefndi er í 5. sæti og Sveinbjörn Valur er nú efstur í Sport500-flokknum. Þeir félagar keppa á Polaris-, Skidoo- og ArtiCat-sleðum. Um páskahelgina verður snjó- sleðamót á Akureyri og árlegt al- þjóðlegt mót á Ólafsfirði 12.–14. apríl. Lokamót í keppni til Íslandsmeistara verður haldið á Egilsstöðum 26.–28. apríl. Morgunblaðið/Steinunn Snjósleðakappar frá Egilsstöðum. F.v. Reynir Hrafn Stefánsson, Sveinbjörn Valur Jóhannsson, Stefán Vignisson, Steinþór Guðni Stefánsson og Árni Þór Bjarnason. Þeir taka þátt í WSA-Snocross-mótinu. Fjórða umferð WSA-Snocross-mótsins hefst í dag Ískaldir snjósleðakapp- ar frá Egilsstöðum Egilsstaðir FRUMRAUN trúbadorsins Sigur- björns Daða Dagbjartssonar sem er Grímseyingur að hálfu, fæddur og uppalinn í Grindavík, var haldin í þéttskipuðu félagsheimilinu Múla á dögunum. Sigurbjörn Daði sagði að hann væri meðlimur hljómsveitarinnar Stóri Björn í Grindavík en þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi fram opinberlega sem trúbador. Sigurbjörn Daði var bæði með mik- ið og fjölbreytt lagaval, þannig að allir fengu eitthvað við sitt hæfi. Eins bauð Sigurbjörn söngfugl- um Grímseyjar að stíga á svið og syngja með og setti það skemmti- legan blæ á tónleikana. Áheyrend- urnir voru frá hálfs árs og upp úr og skemmtu sér konunglega þessa kvöldstund. Frumraun trúbadors Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Trúbadorinn Sigurbjörn Daði skemmti Grímseyingum. SAMINGUR um rekstur tóm- stunda- og menningarhúss fyrir ungt fólk á Akranesi hefur verið undirritaður milli Akraneskaup- staðar og Rauða krossins, en bæj- arráð Akraness samþykkti á fundi sínum 7. febrúar sl. stofnsamning um rekstur slíks húss. Tilgangur þessa er rekstur húss fyrir ungt fólk á aldrinum frá 16 til 25 ára. Í húsinu, sem er á Skóla- braut 9 (gamli iðnskólinn), verður aðstaða fyrir ungt fólk til að vinna að hugðarefnum sínum, hvort held- ur það er í félagsstarfi, listum eða leik. Megináhersla og skilyrði fyrir þátttöku aðila er vímulaus starf- semi, þ.e. menningarhúsið verður vímuefna-, tóbaks- og reyklaust að öllu leyti. Hægt verður að kaupa kaffi, gosdrykki og meðlæti ýmiss konar. Veittur verður aðgangur að nettengdum tölvum, fundarað- stöðu, skipulagðir menningarvið- burðir og hvað eina sem aðilar og aðrir sem að rekstri hússins koma vilja gera til að auka félagsþroska og færni ungs fólks. Rauði kross- inn rekur húsið á árinu 2002 og 2003, en frá áramótum 2003/2004 tekur Akraneskaupstaður yfir reksturinn. Auglýst verður eftir forstöðumanni fyrir húsið á næstu dögum. Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Fulltrúar Rauða kross Íslands, þau Arinbjörn Kúld og Helga G. Hall- dórsdóttir, ásamt formanni bæjarráðs, Guðmundi Páli Jónssyni, og Gísla Gíslasyni bæjarstjóra að lokinni undirritun samningsins. Samningur um rekstur tómstunda- og menningarhúss Akranes LEIKHÓPURINN Vera á Fá- skrúðsfirði hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt í Félagsheimilinu Skrúð nýlega. Sýnd voru atriði úr hinum ýmsu verkum sem hóp- urinn hefur sýnt á þessu tímabili. Húsfyllir var í afmælishófinu og sýningunum var vel tekið. Hóp- urinn hefur staðið að sýningum í samvinnu við grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar, ásamt sínum eigin sýningum. Hópurinn kom upp götuleikhúsi sem starfað hefur í nokkur ár og hefur tekið þátt í bæjarhátíðum víða um Austurland og á Akureyri. Eftir dagskrána í Skrúði var boðið uppá veitingar, sem slysa- varnadeildin Hafdís sá um fyrir Veru. Kveðjur bárust frá Banda- lagi Íslenskra leikfélaga og Leik- félagi Reyðarfjarðar. Formaður Veru er Brynhildur Guðmunds- dóttir. Hún þakkaði gestum fyrir komuna og afhenti grunnskóla Fáskrúðsfjarðar ávísun að upphæð 131 þúsund krónur, sem var hlutur grunn- skólans í sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi síðastliðinn vetur. Morgunblaðið/Albert Kemp Leikhópurinn Vera Fáskrúðsfjörður Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.