Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST BENEDIKT Þorsteinsson knatt- spyrnumaður var valinn íþróttamað- ur Siglufjarðar árið 2001. Þetta var í 26. sinn sem þessi verðlaun voru veitt, en það er Kiwanisklúbburinn Skjöldur sem hefur staðið fyrir kjöri íþróttamanns Siglufjarðar frá upp- hafi. Benedikt, sem er 25 ára, hefur verið markvörður KS í knattspyrnu undanfarin ár. Hann þótti standa sig vel og vera yfirburðamaður í liðinu á Íslandsmótinu síðastliðið sumar þó svo að lið KS hafi ekki átt góðu gengi að fagna, en liðið féll úr 1 deild. Samhliða kjöri íþróttamanns Siglufjarðar eru veitt verðlaun fyrir árangur í hinum ýmsu greinum ung- linga og fullorðinna. Að þessu sinni voru veitt 12 verðlaun. Mark Duf- field, leikmanni KS í knattspyrnu, var veitt sérstök viðurkenning í til- efni þess að hann náði þeim ein- stæða árangri að leika sinn 350. leik í meistaraflokki á Íslandsmóti í knattspyrnu. Þessi leikjafjöldi er Ís- landsmet, en þá eru ótaldir aðrir leikir í bikarkeppnum og öðrum mótum. Mark hóf að leika með meistaraflokki 17 ára gamall og hef- ur mestan hluta ferils síns leikið með KS, en hann hefur leikið með liðum í öllum deildum Íslandsmótsins. Benedikt Þorsteinsson, íþróttamaður Siglufjarðar, og Mark Duffield sem fékk viðurkenningu fyrir að leika sinn 350. leik í meistaraflokki á Íslandsmóti í knattspyrnu, en það afrek mun vera Íslandsmet. Markvörður valinn íþróttamaður ársins Siglufjörður FJÓRÐA WSA-Snocross móta- raðarinnar stendur nú yfir í Mý- vatnssveit. Fyrri umferðir fóru fram á Dalvík, Húsavík og Ak- ureyri. Bræðurnir Steinþór Guðni og Reynir Hrafn Stefánssynir mynda, ásamt Árna Þór Bjarna- syni, Stefáni Vignissyni og Svein- birni Val Jóhannssyni, keppnis- hóp frá Egilsstöðum. Þeir hafa sameiginlega safnað styrktarað- ilum, en það gerir þeim kleift að taka þátt í mótum af fullum krafti og stendur undir kostnaði við rekstur flutningabíls og snjó- sleða, auk annars útbúnaðar. Keppt er í fjórum flokkum á mótinu og fer skipting í flokka eftir stærð sleðanna. ProStock- flokkur er fyrir 440cc sleða, en stórir, breyttir fara í ProOpen, báðir flokkar eru fyrir vana öku- menn. Í SportOpen-flokk fara stórir, breyttir sleðar og Sport500 minni, og er hvoru tveggja flokkurinn fyrir óvana ökumenn. Árni Þór er nú annar í Pro- Open-flokknum en Reynir Hrafn fjórði. Steinþór Guðni í 5. sæti og Stefán keppa báðir í ProStock- flokki, þar sem sá fyrrnefndi er í 5. sæti og Sveinbjörn Valur er nú efstur í Sport500-flokknum. Þeir félagar keppa á Polaris-, Skidoo- og ArtiCat-sleðum. Um páskahelgina verður snjó- sleðamót á Akureyri og árlegt al- þjóðlegt mót á Ólafsfirði 12.–14. apríl. Lokamót í keppni til Íslandsmeistara verður haldið á Egilsstöðum 26.–28. apríl. Morgunblaðið/Steinunn Snjósleðakappar frá Egilsstöðum. F.v. Reynir Hrafn Stefánsson, Sveinbjörn Valur Jóhannsson, Stefán Vignisson, Steinþór Guðni Stefánsson og Árni Þór Bjarnason. Þeir taka þátt í WSA-Snocross-mótinu. Fjórða umferð WSA-Snocross-mótsins hefst í dag Ískaldir snjósleðakapp- ar frá Egilsstöðum Egilsstaðir FRUMRAUN trúbadorsins Sigur- björns Daða Dagbjartssonar sem er Grímseyingur að hálfu, fæddur og uppalinn í Grindavík, var haldin í þéttskipuðu félagsheimilinu Múla á dögunum. Sigurbjörn Daði sagði að hann væri meðlimur hljómsveitarinnar Stóri Björn í Grindavík en þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi fram opinberlega sem trúbador. Sigurbjörn Daði var bæði með mik- ið og fjölbreytt lagaval, þannig að allir fengu eitthvað við sitt hæfi. Eins bauð Sigurbjörn söngfugl- um Grímseyjar að stíga á svið og syngja með og setti það skemmti- legan blæ á tónleikana. Áheyrend- urnir voru frá hálfs árs og upp úr og skemmtu sér konunglega þessa kvöldstund. Frumraun trúbadors Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Trúbadorinn Sigurbjörn Daði skemmti Grímseyingum. SAMINGUR um rekstur tóm- stunda- og menningarhúss fyrir ungt fólk á Akranesi hefur verið undirritaður milli Akraneskaup- staðar og Rauða krossins, en bæj- arráð Akraness samþykkti á fundi sínum 7. febrúar sl. stofnsamning um rekstur slíks húss. Tilgangur þessa er rekstur húss fyrir ungt fólk á aldrinum frá 16 til 25 ára. Í húsinu, sem er á Skóla- braut 9 (gamli iðnskólinn), verður aðstaða fyrir ungt fólk til að vinna að hugðarefnum sínum, hvort held- ur það er í félagsstarfi, listum eða leik. Megináhersla og skilyrði fyrir þátttöku aðila er vímulaus starf- semi, þ.e. menningarhúsið verður vímuefna-, tóbaks- og reyklaust að öllu leyti. Hægt verður að kaupa kaffi, gosdrykki og meðlæti ýmiss konar. Veittur verður aðgangur að nettengdum tölvum, fundarað- stöðu, skipulagðir menningarvið- burðir og hvað eina sem aðilar og aðrir sem að rekstri hússins koma vilja gera til að auka félagsþroska og færni ungs fólks. Rauði kross- inn rekur húsið á árinu 2002 og 2003, en frá áramótum 2003/2004 tekur Akraneskaupstaður yfir reksturinn. Auglýst verður eftir forstöðumanni fyrir húsið á næstu dögum. Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Fulltrúar Rauða kross Íslands, þau Arinbjörn Kúld og Helga G. Hall- dórsdóttir, ásamt formanni bæjarráðs, Guðmundi Páli Jónssyni, og Gísla Gíslasyni bæjarstjóra að lokinni undirritun samningsins. Samningur um rekstur tómstunda- og menningarhúss Akranes LEIKHÓPURINN Vera á Fá- skrúðsfirði hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt í Félagsheimilinu Skrúð nýlega. Sýnd voru atriði úr hinum ýmsu verkum sem hóp- urinn hefur sýnt á þessu tímabili. Húsfyllir var í afmælishófinu og sýningunum var vel tekið. Hóp- urinn hefur staðið að sýningum í samvinnu við grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar, ásamt sínum eigin sýningum. Hópurinn kom upp götuleikhúsi sem starfað hefur í nokkur ár og hefur tekið þátt í bæjarhátíðum víða um Austurland og á Akureyri. Eftir dagskrána í Skrúði var boðið uppá veitingar, sem slysa- varnadeildin Hafdís sá um fyrir Veru. Kveðjur bárust frá Banda- lagi Íslenskra leikfélaga og Leik- félagi Reyðarfjarðar. Formaður Veru er Brynhildur Guðmunds- dóttir. Hún þakkaði gestum fyrir komuna og afhenti grunnskóla Fáskrúðsfjarðar ávísun að upphæð 131 þúsund krónur, sem var hlutur grunn- skólans í sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi síðastliðinn vetur. Morgunblaðið/Albert Kemp Leikhópurinn Vera Fáskrúðsfjörður Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.