Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur fyrirskipað rannsókn á „óafsakanlegri yfirsjón“ bandaríska innflytjendaeftirlitsins, INS, eftir að flugskóli í Flórída fékk síðbúna til- kynningu um að dvalarleyfi tveggja af flugræningjunum nítján, sem tóku þátt í hryðjuverkunum 11. septem- ber, hefði verið framlengt. Flugskól- inn fékk tilkynninguna á mánudag, hálfu ári eftir hryðjuverkin. Flugskólinn Huffman Aviation International fékk tilkynningu um að Mohamed Atta, sem er álitinn hafa verið foringi hryðjuverkamann- anna, og félagi hans, Marwan Alsh- ehhi, hefðu fengið heimild til að dvelja í landinu sem námsmenn. Til- kynningin var aðeins staðfesting á ákvörðun sem tekin var sl. sumar, þ.e. nokkrum mánuðum áður en þeir flugu farþegaþotum á turna World Trade Center í New York. Er þetta mikið vandræðamál fyrir bandaríska innflytjendaeftirlitið, sem sendi einn af embættismönnum sínum í flugskólann á miðvikudag til að gera skjalið upptækt, að sögn eig- anda skólans, Rudis Dekkers. Mistökin fordæmd í Washington Málið olli miklu uppnámi í Wash- ington þar sem þingmenn og emb- ættismenn Bush-stjórnarinnar for- dæmdu mistökin og lýstu þeim sem enn einu dæminu um brota- lamirnar á bandaríska innflytjendaeftirlitinu. „Ég varð dolfallinn og ekki ánægður,“ sagði Bush á blaða- mannafundi í fyrradag. „Ég vil orða þetta öðru- vísi: ég varð mjög æst- ur. Við verðum að koma á umbótum í INS og leggja mikið kapp á það.“ INS heyrir undir dómsmálaráðuneytið og John Ashcroft dómsmálaráðherra fól aðaleftirlits- manni ráðuneytisins, Glenn Fine, að rannsaka hvers vegna stofnunin sendi tilkynninguna svo seint. As- hcroft gaf til kynna að þeim sem bæru ábyrgð á mistökunum yrði vik- ið frá. Yfirmaður INS, James Ziglar, sem Bush hafði skipað, vildi ekkert segja um málið. Hann er að vinna að áætlun um umbætur á stofnuninni sem Ashcroft kynnti í nóvember. Meðal annars á að að- greina eftirlits- og þjónustuhlutverk stofnunarinnar og tölvuvæða gagnakerfi hennar til að tryggja að ekki hlaðist upp óaf- greidd mál eins og gerst hefur á síðustu árum. Nýja gagnakerf- ið var fyrst samþykkt á Bandaríkjaþingi árið 1996. Atta og Alshehhi komu í Huffman-flug- skólann í júlí 2000 til að sækja um inngöngu. Atta var þá með vega- bréfsáritun vegna viðskiptaerinda en Alshehhi með áritun sem ferða- maður. Flugskólinn lagði fram um- sóknir í ágúst 2000 um að þeir fengju dvalarleyfi sem námsmenn, eins og reglur INS kveða á um. Beiðnin var hins vegar ekki sam- þykkt fyrr en um ári síðar, nokkrum mánuðum eftir að Atta og Alshehhi luku námi í flugskólanum. Embætt- ismenn INS segja að líklega hafi Atta og Alshehhi fengið tilkynningu um samþykktina á þessum tíma en flugskólinn hafi ekki fengið afrit af henni fyrr en á mánudag. Slíkar tafir regla fremur en undantekning Embættismenn INS lögðu áherslu á að hvorki Atta né Alsehhi hefðu verið grunaðir um hryðjuverk fyrir 11. september og einn þeirra lýsti málinu sem „misskilningi“. Þeir sögðu að ekki væri talið að slíkar síð- búnar tilkynningar yrðu sendar út vegna hinna flugræningjanna sautján en viðurkenndu að þeir væru ekki vissir um það. Brenda Keene, deildarstjóri Airman-flugskólans í Norman í Oklahoma, sagði að tafir á afgreiðslu umsókna væru regla fremur en und- antekning hjá INS. Hún hefði til að mynda fengið tilkynningar á mið- vikudag um vegabréfsáritanir tveggja námsmanna sem innrituðu sig í skólann fyrir tæpu ári. Annar þeirra hefði lokið náminu í septem- ber. Airman-flugskólinn sótti einnig um dvalarleyfi fyrir Zacarias Mouss- aoui, sem var seinna handtekinn í Minnesota og ákærður fyrir aðild að hryðjuverkunum 11. september. „Ef til vill fáum tilkynningu um dvalar- leyfi hans í pósti á næstu dögum,“ sagði Keene. Dvalarleyfi Atta staðfest hálfu ári eftir árásirnar Washington. The Washington Post. Bush fyrirskipar rannsókn á mistökum innflytjendaeftirlitsins Mohamed Atta KVENNAFANGELSI númer 15 er þyrping húsa en eitt þeirra sker sig úr: það er málað skærbleikt og þaðan heyrist hjal og hlátur smá- barna og blíðar raddir mæðra. Barnaheimilið er verustaður 37 barna sem eiga mæður í fangelsinu en það er í Samara, um 900 kíló- metra sunnan við Moskvu. Svo gæti farið að flest börnin hverfi á brott vegna þess að stjórn Vladímírs Pútíns forseta ráðgerir nú umfangsmikla sakaruppgjöf til handa mæðrum. Um 45.000 konur eru í rússneskum fangelsum og alls eru um 500 börn á heimilum í tengslum við fangelsin. Konurnar fá að heimsækja börn sín tvisvar á dag og séu þau mjög lítil eru heim- sóknirnar fjórar vegna brjóstagjaf- ar. Þegar börnin verða þriggja ára eru þau flutt á heimili fyrir mun- aðarlausa ef enn er ár eða lengri tími eftir af fangelsisvistinni. Inna Kartseva er 23 ára og á eft- ir að afplána sex ár af sjö ára dómi fyrir brot á fíkniefnalögum, dóm sem hún fékk um leið og eiginmað- urinn. Svartir taumar af maskara renna niður kinnarnar á Innu þeg- ar hún segir frá reynslu sinni og Viktor, þriggja mánaða syni sín- um. Hann er fæddur í fangelsinu og hefur aldrei séð föðurinn. Kartseva segist vera saklaus. „Þegar þeir settu okkur í fang- elsi var eins og lífinu væri lokið. Guði sé lof fyrir þetta barn,“ segir hún. Kartseva leggur allt sitt traust á vonina um sakaruppgjöf. „Þau bíða eftir mér heima.“ Pútín forseti lagði í janúar til að mæðrunum yrðu gefnar upp sakir og er gert ráð fyrir að það verði gert á næstu mánuðum. Sumir af vörðunum óttast að eitt verði látið yfir alla ganga og þess vegna geti farið svo að algerlega óhæfar mæður fái einnig að fara og taka börnin með sér. Yfirmaður barna- heimilisins, Tatjana Skvortsova, segir að flestar konurnar séu góð- ar við börnin sín „en sumar þarf að draga af stað til að fá þær til að leika við þau“. Einnig séu mörg dæmi um að mæður geti ekki séð um börnin vegna skorts á stuðn- ingi heima fyrir eða húsnæð- isleysis. Nær engin úrræði eru til í Rúss- landi handa fjölskyldum sem berj- ast við afleiðingar fátæktar, drykkjusýki og misþyrminga og er sagt að það skýri hve mikið er um götubörn í reiðileysi í borgunum. „Ég get ekki tryggt að þessi börn endi ekki í kjöllurum og á lest- arstöðvum,“ segir Valerí Jakovlev, starfandi yfirmaður fangelsismála í Samara-héraði, um börn um- ræddra mæðra. Fangelsuðum mæðrum í Rússlandi veitt sakaruppgjöf Samara í Rússlandi. AP. AP Inna Kartseva kyssir þriggja mánaða son sinn, Viktor, en þau eru bæði í kvennafangelsi númer 15 í Samara. JAMES Tobin, hinn kunni nób- elsverðlaunahafi í hagfræði, lést sl. mánudag 84 ára að aldri. Við hann er kenndur svokall- aður „Tobin-skattur“, sem hugsaður er til að halda aftur af spákaupmennsku með gjald- eyri og hefur verið haldið mjög á loft af andstæðingum alþjóða- væðingar. Tobin voru veitt Nóbelsverð- launin 1981 fyrir athuganir sín- ar á tengslunum milli fjármála- markaða og fjárfestingarákvarða heimila og fyrirtækja en kunnastur er hann fyrir hugmyndir sínar um að skattleggja alþjóðlegar gjaldeyrishreyfingar í því skyni að draga úr spákaupmennsku með gjaldeyri og tryggja meiri gengisstöðugleika. Kynnti hann hugmyndina 1971 en nú á síðari árum hefur hún orðið að eins konar herópi þeirra, sem berjast gegn alþjóðavæðing- unni. Tobin sjálfur var þó aldrei í þeim hópi og var alla tíð mikill boðberi frjálsra viðskipta. James Tob- in látinn Washington. AFP. PADDY Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, bar vitni fyrir stríðs- glæpadómstólnum í Haag í gær. Sagði hann að Slobodan Milosevic, þáverandi leiðtogi Serba, hefði þeg- ar snemma á tíunda áratugnum gert áætlanir um að búa til júgó- slavneskt stórríki þar sem ekki yrðu neinir múslímar. Saksóknarar við dómstólinn segja að Milosevic og Franjo Tudjman, þáverandi for- seti Króatíu, hafi gert leynilegt samkomulag um að skipta Bosníu upp á milli sín en þar er hátt í helmingur íbúa múslímar. Ashdown tekur í maí við stöðu æðsta fulltrúa Evrópusambandsins og annarra stofnana sem nú hafa síðasta orðið í málefnum Bosníu. Hann hefur um margra ára skeið sinnt málefnum Balkanskaga og heimsótti oft Tudjman. Ashdown sagðist eitt sinn hafa snætt með honum kvöldverð og hafa beðið for- setann um að lýsa því hvernig hann teldi að framtíð Júgóslavíu yrði. Tudjman svaraði með því að teikna kort á matseðil og var þar sýnd „Stór-Króatía“ og „Stór-Serbía“ en engin sjálfstæð Bosnía. Carla Del Ponte aðalsaksóknari segir að ef Tudjman hefði ekki látist 1999 myndi hann hafa verið ákærður og sakaður um að veita Bosníu-Króöt- um hernaðaraðstoð 1993–1994. Auk afbrota í stríði Serba gegn Króötum og síðar í átökunum í Bosníu er Milosevic einnig sakaður um að hafa skipulagt aðgerðir er miðuðust að því að annaðhvort myrða Kosovo-Albana eða hrekja þá á brott. Bandaríski fræðimað- urinn Patrick Ball segir að Milos- evic sé sekur um stríðsglæpi og hann noti „tilbúin gögn“ í málsvörn sinni. Ball var yfirheyrður af Milosevic í gær en Milosevic segir að Ball hafi „einfaldað með öfgafullum hætti það flókna fyrirbæri sem stríð er“. Ball hefur meðal annars safnað gögnum meðal landflótta Kosovo-Albana og albanskra landa- mæravarða til stuðnings fullyrðing- um sínum um glæpi Milosevics. Ashdown ber vitni í Haag Segir Tudjman og Milosevic hafa ætlað að skipta Bosníu milli sín Haag. AFP. ÞÝSKI heimspeking- urinn Hans-Georg Gadamer lést í Heidel- berg í Þýskalandi í gær. Hann var 102 ára. Gadamer var einn af þekktustu heimspek- ingum Þjóðverja á þessari öld og helsti málsvari svonefndrar túlkunarfræði í heim- speki. Eftir Gadamer ligg- ur fjöldi bóka og rit- gerða, þar á meðal Sannleikur og aðferð (Wahrheit und Meth- ode), sem kom fyrst út 1960 og er grundvall- arrit í túlkunarfræði en hefur einnig haft áhrif í fagurfræði og hefðbundinni þekking- arfræði. Hans-Georg Gadamer allur Gadamer
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.