Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 47 ✝ Sigurrós RósaEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eiri að morgni 6. mars síð- astliðins. Hún var einkabarn foreldra sinna, Önnu Katrínar Sigurðardóttur, f. 2.12. 1900, d. 30.6. 1991, og Einars Jóns- sonar, f. 27.5. 1890, d. 20.10. 1947. Rósa giftist í febr- úar 1944 Brandi Jónssyni, f. 21.11. 1911, d. 12.9. 1982, síðar skólastjóra Heyrnleys- ingjaskólans. Brandur var sonur hjónanna Jóns Brandssonar, prests á Kollafjarðarnesi á Ströndum, og Guðnýjar Magnús- dóttur. Dætur Brands og Rósu eru: 1) Anna Guðný, búsett í Sví- þjóð, gift Lennart Olsson. 2) Mar- grét, búsett í Vestmannaeyjum, gift Sigurði Högna Haukssyni, og á hún fjögur börn: a) Brandur, maki Ingunn Guðlaugsdóttir og eiga þau tvö börn, b) Einar Örn, unnusta Sylvía Oddný Einarsdótt- ir, c) Bergrún og d) Gísli. 3) Guð- rún, búsett í Reykjavík, gift Herði Þór Hafsteinssyni, og eiga þau þrjú börn: a) Hafsteinn Þór, unn- usta Hlín Ólafsdóttir og eiga þau eitt barn, b) Hinrik Þór og c) Anna Rósa. Rósa ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla ævi. Hún gekk í Barna- skólann í Reykjavík (Miðbæjar- skólann) og stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Árið 1939 fór hún til Kaupmannahafnar til náms við hús- mæðraskóla og þar kynntist hún manns- efni sínu, Brandi Jónssyni, síðar skólastjóra Heyrn- leysingjaskólans, en hann var þá við framhaldsnám í kennslu heyrnar- lausra. Drjúgan hluta hjónabands þeirra Rósu og Brands var heimili þeirra í sama húsi og skólinn og má nærri geta að oft hefur verið mikill erill á heimilinu þó að það ætti að heita aðskilið frá skólanum. Nemendur komu mjög ungir í skólann, sumir á heimavist, og kynntust dætur þeirra hjóna þeim því vel. Fyrir kom, á fyrstu búskaparárum þeirra, að börn utan af landi kæm- ust ekki heim um jól og voru þá jólin haldin með þeim. Rósa stóð sem klettur við hlið Brands í starfi hans á þessum árum. Jafnframt því og með heimilishaldi og upp- eldi dætranna vann Rósa löngum utan heimilis, við verslunarstörf. 15. mars 1993, orðin veik af Alz- heimer-sjúkdómnum, fluttist Rósa á Hjúkrunarheimilið Eiri, þá ný- opnað. Var hún með fyrstu vist- mönnum sem þangað fluttust og þar átti hún heimili æ síðan. Útför Rósu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Mamma var einkabarn foreldra sinna og var samband hennar og Önnu ömmu mjög náið alla tíð. Lengi vel, eftir að Einar afi dó, bjó amma heima hjá okkur. Ekki þótti okkur systrunum verra að eiga „tvær mömmur“ og notfærðum við okkur það óspart. Á unglingsárum mínum áttum við mamma ekki alltaf skap saman en það breyttist eftir því sem ég eltist og þroskaðist. Á erfiðum stundum í lífi mínu gat ég leitað til mömmu og pabba, sem tóku mér opnum örmum og stóðu með mér. Elsku mamma mín! Ég veit að nú líður þér vel og að pabbi og amma hafa tekið þér opnum örmum. Ég kveð þig með söknuði en minninguna um þig geymi ég í hjarta mér. Þín dóttir, Margrét. Elsku Rósa amma. Ég veit að þér líður betur á þeim stað sem þú ert núna og hefur sameinast Brandi afa og Önnu ömmu. Mig langar að kveðja þig með nokkrum minningabrotum um okkur. Mínar fyrstu minningar eru frá því að Brandur afi var enn á lífi og ég var í pössun hjá ykkur. Þá vöknuðum við afi snemma á sunnudagsmorgnum og fórum í bíltúr sem oftast bar okkur út að „Gömlu fjöru“, þar sem við geng- um um og skoðuðum fjörulífið. Stund- um fórum við líka upp í hesthús eða í heimsóknir til frændfólks. Þegar við komum úr þessum ferðum varst þú alltaf tilbúin með sunnudagsmatinn. Ég minnist þess líka þegar ég, þú og Anna amma sátum og horfðum á Heilsubælið í Gervahverfi og hlógum saman. Líka þegar við sátum saman í Skipholtinu og horfðum á leiki í HM í knattspyrnu árið 1990. Þá vildir þú sko sýna mér að þú gætir alveg gert eins og sumir markaskorararnir gerðu og farið handahlaup, enda hafðir þú æft „leikfimi“ á yngri árum. Ég man ekki betur en að það tækist bara bærilega hjá þér, þá sjötíu og tveggja ára gamalli. Ég man það líka að þegar ég heim- sótti þig á Eir fékk ég alltaf fallegt bros frá þér þó að þú gætir ekki tjáð þig með orðum. Þá vissi ég að þú þekktir mig. Þessar minningar geymi ég á góð- um stað í hjarta mér. Guð geymi þig amma mín. Þinn ömmustrákur, Hafsteinn Þór. Elsku amma mín. Það er með söknuði og þakklæti sem ég kveð þig nú. Undanfarin ár hafa verið þér erfið ég er viss um að þú ert hvíldinni fegin. Þú reyndist mér vel og alltaf var hægt að leita til þín og treysta á þig. Hugurinn reikar til baka til þess tíma sem þið afi bjugguð á Háaleit- isbrautinni. Alltaf var gaman að koma til ykkar og alltaf jafnvel tekið á móti manni. Notalegt var að sitja í eldhús- inu og maula kandís sem alltaf var hægt að ganga að vísum í eldhús- skápnum. Ég skildi það ekki þá en ég skil það núna af hverju þér fannst sódavatn alltaf svona gott. Einnig var alltaf gaman að koma til þín í búðina hvort sem það var í kjallaranum á Laugaveginum eða á horni Hverfis- götu og Klapparstígs. Þó að það sé sorglegt og söknuður fylgi því að kveðja þig nú þá fylgir því einnig ákveðinn léttir að þú sért laus úr þeirri baráttu sem þú hefur staðið í undanfarin misseri. Einnig er ég þess viss að þú nýtur þín vel núna í faðmi ástvina sem á undan eru gengnir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Brandur Sigurjónsson. Elsku Rósa amma. Nú, þegar ég veit að þér líður vel og þú ert komin í faðm Brands afa og Önnu ömmu, langar mig að kveðja þig með nokkr- um orðum. Ég man að þegar ég var lítil og kom í heimsókn til þín og Önnu ömmu var alltaf til kandís handa mér og við gerðum mikið af því að púsla og spila. Ég man líka að þegar ég fékk að gista hjá ykkur sátum við og horfðum á sjónvarpið og þegar var kominn háttatími lagðistu hjá mér og við sungum saman fyrir svefninn. Og þegar við vöknuðum fórum við fram í eldhús og fengum okkur apríkósu- graut í morgunmat. Árið 1993, þegar þú fluttist á Hjúkrunarheimilið Eir sem er hér í næsta húsi við okkur, heimsótti ég þig næstum daglega. Þá leið þér vel og þú undir hag þínum hið besta. En eftir því sem árin liðu og veikindi þín ágerðust fækkaði heimsóknunum þó að ég kæmi alltaf reglulega til þín. Síðast heimsótti ég þig daginn áður en þú kvaddir þennan heim. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt þig áður en þú veiktist og ég mun geyma í minningunni stundirnar sem við áttum saman. Þín nafna, Anna Rósa. SIGURRÓS RÓSA EINARSDÓTTIR &             31C= 3#44 &5 +07",8$    !      !   "#   "..%  80 E %F6+  C5++ E +8) 0-0 " !+0 E 9"+, "++ 0-00 E "&!+0 0 6     )"") +" --0)% >                 9  44  ($*" 0;;  $06/ '    #  4      ?  0!  )  "7   "..% 0' "   "++"9  #" " 8$ 09  0)*   9869  = '9 "  ""+"9  "&4/ ,"  "&")% ! 2    /    (  /     (             1  4 = 3#442 &5 ,85!+% +0      80 "++" 0"% -     /  (       0      2 32 3#442 &5  "+% 0'" ,","% "+ 600)* 60 *+6& B6 *8 *+6& = 6 *+6&% @  2   2   /    (  /     (  2#  )&,+",$*"-6"" /",6 ;< $06/% 6/*"0-0 #+"&0,"+"0  0-00%,"+"0   80% /  "+)* %,"+"0  " 6-"  )"")% @  2 0  /  (  /              2 4 3#   $06/% ' 2     )  +? 0' )* 6  )* 0)*  8 0" )"") +" "&"5$"% @  2    /    (  /     (              2   3  #   0"8 ;; "05$$% ' 2     !(      3          +-&80  !"+&" 0 +"6 0 -"+8" 0"  -000-0 )"") )"")"")%              4 = :#   9*$ E,",6 '        2 !  "3  4     6 0! !   "#   ".A.% "+ 6-"*5 +8*5 6+ *5 :!"++0*5 :080 6+ " !"$*5  0=" +  )"")%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.