Morgunblaðið - 08.09.2002, Side 1

Morgunblaðið - 08.09.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 8. SEPTEMBER 2002 210. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Dagurinn sem breytti öllu 10 26 Líður eins og á tískusýningu í París Íslensk orðabók er sjálf viðmiðunin 22 y Prentsmiðja Morgunblaðsins Mig langaði til að egja sögu um eitthvað em skipti Íslendinga máli,“ segir Baltasar Kormákur um kvik- mynd sína Hafið, sem rumsýnd verður á östudag. Árni Þórarinsson ræðir við Baltasar um fjöl- kyldudrama úr ís- ensku kvótaplássi og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir talar við Gunnar Eyjólfsson um ambúð sína við Þórð Ágústsson útgerð- rmann meðan á tök- um stóð í Neskaups- tað. 14 Hin óviðráðanlega sannleiksást Sunnudagur 8. september 2002 B ÞRIÐJUDAGINN 6. ágúst var að vanda fjöldi fólks við Gullfoss í blíðskaparveðri, rúmlega 18 gráða hita og hægum vindi. Höf- undur þessarar myndar var þarna á ferðinni og rak augun í eitthvað torkennilegt undir fossinum. Við nánari athugun sannfærðist hann um að þarna væri fugl, líklega álft, á klöpp þar sem fossinn slitnar og beindi myndavél sinni að honum og tók þá þessa mynd með nokkrum aðdrætti. Fuglaáhugamenn sem séð hafa myndina furða sig á því að álftin skuli hafa komið sér í þessar ógöngur, en hún mun hafa sést áður í gljúfrinu, þá á klöpp nokkru neðan við foss- inn og undir bergstálinu austan megin. Ekki er vitað hvort eitthvað amar að fuglinum eða hvort hann hafi misreiknað sig á flugi og orðið að lenda niðri í gljúfrinu. Hann gæti líka einfaldlega verið að kæla sig þarna í sól- arhitanum! Ljósmynd/Hálfdan Ómar Hálfdanarson Fuglinn undir fossinum GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hyggst lýsa því yfir á fundi alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag að Bandaríkjamenn muni ráðast einir gegn Írak nema leiðtogar annarra stórvelda ákveði einnig að láta til skarar skríða, að sögn The Washington Post í gær. Bush hugðist ræða við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í sum- ardvalarstaðnum Camp David í gær. Írakar ráku vopnaeftirlitsmenn SÞ úr landi 1998 en í gær sagði Amr Moussa, framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, að „miklar líkur“ væru á því að þeim yrði leyft að snúa aftur til landsins. Að sögn bandaríska dag- blaðsins er það nú ríkjandi skoðun í herbúðum Bush að tími vopnaeftir- litsins sé liðinn og beita verði her- valdi til að koma Saddam frá völdum. Ráðamenn hafi þó látið sannfærast um að hægt sé að fá SÞ til að sam- þykkja að sendir verði á ný eftirlits- menn til Íraks að skoða staði þar sem grunur leikur á að verið sé að gera tilraunir með sýkla- og efna- vopn eða önnur gereyðingarvopn. Neiti Írakar enn kröfu SÞ gætu lykt- ir málsins orðið að alþjóðlegar hern- aðaraðgerðir hæfust gegn Írökum. Bush og Blair hafa undanfarna daga rætt í síma við leiðtoga þeirra þriggja þjóða, Frakka, Rússa og Kínverja, sem einnig hafa neitunar- vald í öryggisráði SÞ. Hafa Frakkar og Rússar lagt áherslu á að aðgerðir gegn Írak án samþykkis ráðsins væru ólöglegar. The Washington Post segir Bush setja SÞ úrslitakosti Einhliða árás á Írak náist ekki samstaða Washington, Moskvu, London. AFP, AP. PÓLSKIR sérfræðingar sem annast undirbúning Póllands fyrir aðild að Evrópusambandinu (ESB) segja að viss hætta sé á því að Pólverjar – ein fátækasta þjóð Evrópu – lendi í því fyrst eftir inngönguna í sambandið að greiða jafnvel meira í sameigin- lega sjóði ESB en þeir fá úr þeim. Þetta helgist af því að pólska stjórnsýslan sé enn langt frá því að geta fullnægt kröfum sem gerðar eru til umsýsluaðila stuðningsáætl- ana sambandsins. Einnig sé enn langt í land með að bændur, sveit- arfélög og aðrir aðilar geti uppfyllt sett skilyrði fyrir styrkveitingum. Borga Pólverjar með sér?  Gengur misjafnlega/18 TVEIR bræður í Flórída, 13 og 14 ára gamlir, voru á föstudag dæmdir sekir um að hafa í fyrra myrt sofandi föður sinn með hafnaboltakylfu og síðan kveikt í húsinu. Fertugur karlmaður, Ricky Martin Chavis, er einnig hafði verið ákærður fyrir morð- ið, var sýknaður. Eldri drengurinn heitir Der- ek King en hinn Alex King. Í yf- irheyrslum sagðist Alex hafa átt hugmyndina en Derek hefði framið verknaðinn. Seinna drógu bræðurnir þann fram- burð til baka og kenndu Chavis um morðið. Sögðu þeir hann hafa fullyrt að þeir myndu fá vægan dóm. Talið er að drengirnir geti hlotið lífstíðarfangelsi en sam- tímis því sem réttað var í máli þeirra voru bræðurnir aðalvitni í málinu gegn Chavis, sem var kunningi fjölskyldunnar. Föðurmorð í Flórída Bræður dæmdir sekir Miami. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.