Morgunblaðið - 08.09.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.09.2002, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 8. SEPTEMBER 2002 210. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Dagurinn sem breytti öllu 10 26 Líður eins og á tískusýningu í París Íslensk orðabók er sjálf viðmiðunin 22 y Prentsmiðja Morgunblaðsins Mig langaði til að egja sögu um eitthvað em skipti Íslendinga máli,“ segir Baltasar Kormákur um kvik- mynd sína Hafið, sem rumsýnd verður á östudag. Árni Þórarinsson ræðir við Baltasar um fjöl- kyldudrama úr ís- ensku kvótaplássi og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir talar við Gunnar Eyjólfsson um ambúð sína við Þórð Ágústsson útgerð- rmann meðan á tök- um stóð í Neskaups- tað. 14 Hin óviðráðanlega sannleiksást Sunnudagur 8. september 2002 B ÞRIÐJUDAGINN 6. ágúst var að vanda fjöldi fólks við Gullfoss í blíðskaparveðri, rúmlega 18 gráða hita og hægum vindi. Höf- undur þessarar myndar var þarna á ferðinni og rak augun í eitthvað torkennilegt undir fossinum. Við nánari athugun sannfærðist hann um að þarna væri fugl, líklega álft, á klöpp þar sem fossinn slitnar og beindi myndavél sinni að honum og tók þá þessa mynd með nokkrum aðdrætti. Fuglaáhugamenn sem séð hafa myndina furða sig á því að álftin skuli hafa komið sér í þessar ógöngur, en hún mun hafa sést áður í gljúfrinu, þá á klöpp nokkru neðan við foss- inn og undir bergstálinu austan megin. Ekki er vitað hvort eitthvað amar að fuglinum eða hvort hann hafi misreiknað sig á flugi og orðið að lenda niðri í gljúfrinu. Hann gæti líka einfaldlega verið að kæla sig þarna í sól- arhitanum! Ljósmynd/Hálfdan Ómar Hálfdanarson Fuglinn undir fossinum GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hyggst lýsa því yfir á fundi alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag að Bandaríkjamenn muni ráðast einir gegn Írak nema leiðtogar annarra stórvelda ákveði einnig að láta til skarar skríða, að sögn The Washington Post í gær. Bush hugðist ræða við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í sum- ardvalarstaðnum Camp David í gær. Írakar ráku vopnaeftirlitsmenn SÞ úr landi 1998 en í gær sagði Amr Moussa, framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, að „miklar líkur“ væru á því að þeim yrði leyft að snúa aftur til landsins. Að sögn bandaríska dag- blaðsins er það nú ríkjandi skoðun í herbúðum Bush að tími vopnaeftir- litsins sé liðinn og beita verði her- valdi til að koma Saddam frá völdum. Ráðamenn hafi þó látið sannfærast um að hægt sé að fá SÞ til að sam- þykkja að sendir verði á ný eftirlits- menn til Íraks að skoða staði þar sem grunur leikur á að verið sé að gera tilraunir með sýkla- og efna- vopn eða önnur gereyðingarvopn. Neiti Írakar enn kröfu SÞ gætu lykt- ir málsins orðið að alþjóðlegar hern- aðaraðgerðir hæfust gegn Írökum. Bush og Blair hafa undanfarna daga rætt í síma við leiðtoga þeirra þriggja þjóða, Frakka, Rússa og Kínverja, sem einnig hafa neitunar- vald í öryggisráði SÞ. Hafa Frakkar og Rússar lagt áherslu á að aðgerðir gegn Írak án samþykkis ráðsins væru ólöglegar. The Washington Post segir Bush setja SÞ úrslitakosti Einhliða árás á Írak náist ekki samstaða Washington, Moskvu, London. AFP, AP. PÓLSKIR sérfræðingar sem annast undirbúning Póllands fyrir aðild að Evrópusambandinu (ESB) segja að viss hætta sé á því að Pólverjar – ein fátækasta þjóð Evrópu – lendi í því fyrst eftir inngönguna í sambandið að greiða jafnvel meira í sameigin- lega sjóði ESB en þeir fá úr þeim. Þetta helgist af því að pólska stjórnsýslan sé enn langt frá því að geta fullnægt kröfum sem gerðar eru til umsýsluaðila stuðningsáætl- ana sambandsins. Einnig sé enn langt í land með að bændur, sveit- arfélög og aðrir aðilar geti uppfyllt sett skilyrði fyrir styrkveitingum. Borga Pólverjar með sér?  Gengur misjafnlega/18 TVEIR bræður í Flórída, 13 og 14 ára gamlir, voru á föstudag dæmdir sekir um að hafa í fyrra myrt sofandi föður sinn með hafnaboltakylfu og síðan kveikt í húsinu. Fertugur karlmaður, Ricky Martin Chavis, er einnig hafði verið ákærður fyrir morð- ið, var sýknaður. Eldri drengurinn heitir Der- ek King en hinn Alex King. Í yf- irheyrslum sagðist Alex hafa átt hugmyndina en Derek hefði framið verknaðinn. Seinna drógu bræðurnir þann fram- burð til baka og kenndu Chavis um morðið. Sögðu þeir hann hafa fullyrt að þeir myndu fá vægan dóm. Talið er að drengirnir geti hlotið lífstíðarfangelsi en sam- tímis því sem réttað var í máli þeirra voru bræðurnir aðalvitni í málinu gegn Chavis, sem var kunningi fjölskyldunnar. Föðurmorð í Flórída Bræður dæmdir sekir Miami. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.