Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 1
Beckham býst til varnar Komið upp um áform um að ræna Victoriu Erlent ZHU Rongji, forsætisráðherra Kína, og leiðtogar Samtaka Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN) undirrituðu í gær sögulegan samning um að koma á stærsta frí- verslunarsvæði heims. Íbúar landanna eru 1,7 millj- arðar og viðskiptin milli þeirra nema 1,2 billjónum dollara á ári. Afnema á nær alla tolla á vörur og höft á þjónustu og fjárfesting- ar. Stefnt er að því að svæðið nái til Kína og sex ASEAN-ríkja – Brún- ei, Malasíu, Indónesíu, Filippseyja, Singapúr og Taílands – árið 2010. Fátækustu ríkin í samtökunum – Kambódía, Laos, Burma og Víet- nam – bætast við árið 2015. Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu sam- þykktu í gær að kanna möguleikann á fríverslun milli ríkjanna þriggja. Á leiðtogafundinum var einnig sam- þykkt tillaga um að kanna hvort ríkin þrjú ættu að mynda fríverslunarsvæði með ASEAN-löndunum tíu. Fríverslun fyrir 1,7 millj- arða manna Kína og tíu önnur Asíuríki semja um afnám tolla Zhu Rongji Phnom Penh. AFP, AP. SEX meintir félagar í hryðjuverkasamtökunum al- Qaeda biðu bana þegar sprenging varð í bíl þeirra í austurhluta Jemens í gær. Bandaríska sjónvarpið CNN hafði eftir embættismönnum í Washington að Bandaríkjamenn hefðu gert flugskeytaárás á bílinn. CNN segir þetta fyrstu árás Bandaríkjamanna á liðsmenn al-Qaeda utan Afganistans. Einn mannanna sex er sagður hafa skipulagt sprengjuárás á banda- ríska herskipið Cole í Jemen árið 2000. Heimildarmennirnir sögðu að ómönnuð flugvél leyniþjónustunnar CIA hefði skotið flugskeyti á bílinn. Meintir al-Qaeda- liðar vegnir í Jemen ♦ ♦ ♦ PALESTÍNUMAÐUR varð tveimur Ísraelum og sjálf- um sér að bana í sprengjutilræði í verslanamiðstöð í ísraelska bænum Kfar Saba í gær. Um 30 manns særðust, þar af nokkrir alvarlega. Talsmaður lögreglunnar sagði að öryggisvörður, sem stöðvaði tilræðismanninn við inngang verslanamið- stöðvarinnar, hefði látið lífið. Átta Palestínumenn biðu bana í árásum ísraelskra hermanna í gær og fyrrakvöld. Einn þeirra, Hamed Sadr, var á meðal forystumanna Hamas-samtakanna. Sadr lét lífið þegar sprenging varð í bíl hans í bæn- um Nablus. Palestínumenn segja að í bílnum hafi verið sprengja sem ísraelskir hermenn hafi sprengt með fjarstýringu. AP Særð kona flutt á sjúkrahús eftir sprengjutilræði Palestínumanns í verslanamiðstöð í Ísrael í gær. Mannskæð sprengjutilræði Kfar Saba. AFP. Ævintýri á Abbey Road Emilíana tók upp hringadróttins- lagið í hljóðveri Bítlanna Fólk Úr fiskinum í fótbolta Magnús Gylfason þjálfar Eyjamenn í knattspyrnu Íþróttir STOFNAÐ 1913 259. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 mbl.is MARGIR þurftu frá að hverfa á fjölmennum baráttufundi til varnar Þjórsárverum, sem hald- inn var í Austurbæjarbíói í gær- kvöldi. Forsvarsmenn Áhuga- hóps um verndun Þjórsárvera telja að um 900 manns hafi mætt á staðinn en þar af hafi á milli 150 og 200 manns ekki komist að. Hvert sæti var skipað auk þess sem gestir settust þar sem rými og hugarflug leyfðu. Tilfinningahiti var í mörgum fundargestum, sem luku fund- inum á því að syngja „Ísland ögrum skorið“ undir forystu Árnesingakórsins. Heiðursgestur fundarins var Falcon Scott en á fundinum var sýnt úr kvikmynd föður hans, Sir Peters Scott, er var tekin í Þjórsárverum árið 1951. Scott sagðist ætla að faðir sinn myndi vera skelfingu lostinn ef hann vissi af þessum fyrirætlunum. „Við höfum verið gæslumenn Þjórsárvera vestan ár og þekkj- um töfra og gjafir þessa af- skekkta svæðis og sækjum enn þangað styrk, frið og ævintýri,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, ein af forsvarsmönnum áhugahóps- ins, sem ættuð er úr Gnúpverja- hreppi. „Þjórsárver eru ein af nátt- úruperlum Íslendinga en þau eru einnig hluti af menningar- arfleifð okkar heimamanna.“ Morgunblaðið/Kristinn Húsfyllir og tilfinningahiti Upp undir þúsund manns á bar- áttufundi til varnar Þjórsárverum  Ráðamenn/30 SÆNSKI byggingarrisinn Skanska AS hef- ur hætt við þátttöku í útboði vegna virkj- unarframkvæmda á Austurlandi. Til stóð að Ístak, Skanska, Phil & Søn og norska fyr- irtækið Veidekke legðu sameiginlega fram tilboð í stíflugerðina en Ístak, Skanska, Phil & Søn og Vinci Construction Grands Proj- ects frá Frakklandi í aðrennslisgöngin en opna á tilboðin í þessar framkvæmdir 29. nóvember. Skanska, sem velti um 1.570 milljörðum ís- lenskra króna í fyrra, var ábyrgðaraðili vegna sameiginlegs tilboðs hópanna en tals- menn Skanska vilja alls ekkert gefa upp um ástæður þess að fyrirtækið hefur hætt við þátttöku. Skanska hefur komið að fjölmörg- um verkefnum hér á landi og þá oft í sam- vinnu við Ístak, s.s. Hrauneyjarfossvirkjun, Sultartangavirkjun, Blönduvirkjun, Hval- fjarðar- og Vestfjarðagöngum. Íslenskir aðalverktakar bjóða í verkið með NCC International AS frá Svíþjóð og Hoch- tief Construction AG frá Þýskalandi. Upp- haflega voru fimm fyrirtæki/fyrirtækjahópar valin í forvali Landsvirkjunar en þýskt verk- takafyrirtæki hefur áður dregið sig til baka. Talið er að kostnaður vegna virkjunar og ganga nemi gróflega um 60% af kostnaði Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun sem er áætlaður 95 milljarðar þannig að útboðið er hugsanlega upp á 50 til 70 milljarða. Peter Gimbe, yfirmaður upplýsingasviðs Skanska í Svíþjóð, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Skanska yrði ekki með: „Jú, það er rétt að við höfum ákveðið að taka ekki þátt í tilboðs- gerð vegna fyrirhugaðra virkjanafram- kvæmda á Íslandi. Það liggur nú fyrir að Skanska mun ekki leggja fram tilboð í þær framkvæmdir,“ segir Gimbe. Aðspurður hvort umhverfissjónarmið hafi ráðið úrslitum um þessa ákvörðun, segir Gimbe að Skanska vilji ekki tjá sig um ástæð- ur þess að það hættir við. „Við bjóðum í mörg verk á hverjum tíma en stundum bjóðum við ekki í verk og við gefum ekki upp ástæður þess þegar við ákveðum að bjóða ekki eða hætta við að bjóða.“ Páll Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Ís- taks, vill ekki tjá sig um brotthvarf Skanska, sem fór fyrir þeim fyrirtækjahópi sem Ístak var þáttakandi í og segir það reglu að stjórn- endur Ístaks tjái sig ekki um útboð sem standi yfir en hann staðfestir þó að Ístak sé enn að vinna að tilboðinu. Þorsteinn Hilmarsson hjá Landsvirkjun segir að þótt Skanska hafi hætt við þátttöku breyti það ekki afstöðu Landsvirkjunar til verktakahópsins sem Ístak er í. „Það væri t.d. ekki andstætt útboðsreglum ef þeir fengju annan aðila til liðs við sig í stað Skanska. Jafnvel þótt fram fari forval vita menn í raun ekki fyrr en á lokaskiladegi hvort allir þeir sem hugðust gera tilboð gera það svo þegar upp er staðið,“ segir Þor- steinn. Skanska hættir þátt- töku í Kárahnjúkum Fór fyrir tilboðshópi sem Ístak á aðild að ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.