Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 29 HLJÓMBURÐUR Nýja sviðs Borgarleikhússins er að vonum að- allega miðaður við þarfir mælts máls, enda hefði manni varla að fyrra bragði þótt staðurinn hinn heppilegasti fyrir strengjakvartett. En í staðinn fyrir takmarkaðan enduróm fæst hins vegar skýrleiki, sem oft verður útundan í „renn- blautustu“ salarkynnum. Þá verkar staðsetning flytjenda undir ljósa- keilu inni á miðju stóru gólfi í bik- svörtu umhverfi óneitanlega örv- andi fyrir einbeitingu meðtakenda og minnir dálítið á uppljómaða helgistund í dimmum dal. Skýrleik- inn er flytjendum um leið verulegt aðhald, því aðstæður þar sem minnstu feilspor heyrast miskunn- arlaust útheimta vitanlega ýtrustu nákvæmni. Skv. vetrarskrá „15:15“-tónleika- raðarinnar átti m.a. að leika nánar ótilgreindan kvartett eftir Jón Leifs, en af óvissum ástæðum komu tveir þættir eftir Sjostakovistj í hans stað. Byrjað var á Strengja- kvartett nr. 2 eftir Jón Ásgeirsson sem undirritaður heyrði hópinn frumflytja í Siglufjarðarkirkju 13. júlí s.l., ásamt nr. 1 og 3 eftir sama höfund. Í samanburði við örlátari ómvist kirkjunnar hlauzt að vísu ekki alveg sama nautn af safaríkum samhljómi strengjanna í Borgar- leikhúsinu, en hrynskerpan og hraðasta víravirkið skilaði sér aftur á móti betur. Aukin reynsla flytj- enda af endurteknum flutningi síð- an þá kom einnig fram í þéttari samleik og öruggari og tilþrifameiri túlkun, enda ekki laust við að hröðu þættirnir hefðu nú verið leiknir ívið örar. Sömuleiðis bar tónmyndun þeirra félaga nú minni vott um eft- irreigingu – talandi tákn um aukið öryggi og sjálfstæðari nálgun, jafn- vel þótt frumflutningurinn hefði verið mjög góður. En umfram allt batnaði verkið sjálft við endur- heyrn. Þrátt fyrir hlutfallslega hefðbundinn og aðgengilegan stíl lumaði kvartettinn enn á ýmsu und- ir yfirborðinu sem hvatti til frekari kynna; eitt af tiltölulega fáum ís- lenzkum kammerverkum seinni ára sem vænlegt virðist til tíðrar og notalegrar heimahlustunar af hljómdiski. Sama var síður hægt að segja um Kvartett nr. 2 eftir Þórð Magn- ússon, og kannski ekki nema von um smíð eftir tveim kynslóðum yngri og að sama skapi reynslu- minni höfund sem enn hlýtur að vera að þreifa fyrir sér um stíl og tónmál. Ósagt skal látið hvort frum- leikakvöð framsækinnar nútímatón- listar örvar frekar en sligar unga tónhöfunda í dag þegar hreinrækt- unarárátta fyrri ára er fyrir bí og frjálslegri fjölstílahyggja tekin við, enda eflaust einstaklingsbundið. Það fór þó ekki hjá því framan af í sex þátta verkinu að verið væri að leita fyrir sér og prófa hitt og þetta í oft brotakenndri mósaík, sem í al- úðlegum flutningi Eþosinga gat minnt á fágað „rifrildi“ ungra menntamanna í stuttum fullyrðing- um. Smám saman færðist þó meiri festa yfir skoðanaskiptin, og í seinni hluta – frá og með n.k. hvössu scherzói og ekki sízt þökk sé greinanlegri púlshrynjandi – jókst tónskáldinu mælskan og verkið komst á þónokkuð flug, sem að vísu fataðist svolítið með frekar bragð- daufu og endasleppu niðurlagi. Samt gáfu hápunktar hins undan- gengna tilefni til eftirvæntingar eft- ir næsta kvartetti Þórðar, þ.e.a.s. ef honum endist áfram áhugi í garð þessarar mjög svo virtu en kröfu- hörðu tóngreinar. Að lokum léku þeir fjórmenning- ar áðurgetna tvo þætti eftir Sjost- akovitsj sem fyrst voru gefnir út 1984, níu árum eftir andlát sovézka snillingsins. Það fylgdi ekki sögu hvort þættirnir hefðu verið hugs- aðir sem hlutar af ófullgerðum strengjakvartett. En e.t.v. fólst partur af skýringunni á útgáfu- drættinum í því að Adagióið var unnið upp úr aríu Katarínu í óp- erunni „Lafði Macbeth frá Mstensk“ er Stalín lét banna sem frægt er orðið. Sá þáttur var að mestu leikinn með dempara, dún- mjúkt en af djúpum ástríðuhita í bráðfallegri túlkun. Ásamt mein- hæðnum Allegretto-þættinum, sem soðinn var upp úr Sirkuspolka höf- undar frá æskuárum úr ádeiluball- ettinum „Gullöldin“, undirstrikuðu þessar litlu perlur í frábærri með- ferð Eþosliða á fjölsóttum tónleik- um þeirra á sunnudaginn svo ekki varð um villzt að Íslendingar hafa loks eignazt skapmikinn strengja- kvartett sem stendur undir nafni og vert er að hlúa að. Strengjakvart- ett sem stendur undir nafni TÓNLIST Borgarleikhúsið Strengjakvartettar nr. 2 eftir Jón Ás- geirsson og Þórð Magnússon; Adagio – Allegretto eftir Sjostakovitsj. Eþos- kvartettinn: Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Greta Guðnadóttir fiðla, Guðmundur Kristmundsson víóla, Bryndís Halla Gylfa- dóttir selló. Laugardaginn 2. nóvember kl. 15:15. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Þórður Magnússon Ríkarður Ö. Pálsson Heimis Jóns Bergssonar) við því að hann sé falur fyrir aðeins fjög- urhundruð krónur. Mýgrútur slíkra skemmtilegra hugmynda fylla sýninguna, gefa henni stærð og uppskera ófáar hláturrokur. Af öðrum leikurum er rétt að nefna fyrsta ræningjana, þá Berg- stein Ingólfsson, Sölva Rafn Sverr- isson og Óskar Ingimar Gunnars- son og þeirra óvenju atkvæðamikla ljón, Margréti Andersdóttur. Þau standa sig öll með mikilli prýði. Þá er Bastían í öruggum höndum hjá Valdimar Mássyni, sem er bestur þegar honum tekst með herkjum að halda virðingu sinni við vand- ræðalegar aðstæður í ræningja- bælinu þegar bjarga á ungfrú Soffíu. Skarexin sú er ágætlega leikin og sungin af Tinnu Hrönn Smára- dóttur. Fleiri mætti nefna til sög- unnar en einhversstaðar verður að láta staðar numið. Tónlist er veiga- mikill hluti verksins, og áttu marg- ir leikaranna í nokkrum erfiðleik- um við að fylgja undirleiknum, sem var af bandi og því lítið svigrúm til að stilla saman strengi. Annað sem gerði leikurum erfitt fyrir var sú sviðslausn að láta ræningjana búa í gryfju fremst á sviðinu sem varð til þess að lítið sást af aftari bekkj- um til heimilislífsins þar á bæ. Að öðru leyti var sviðið vel nýtt og góð hugmynd að stækka það með palli til hliðar við áhorfendur. Að lokum er rétt að hvetja Fá- skrúðsfirðinga og nágranna þeirra til að bregða sér í bæjarferð í Kardemommu. Þar er ósvikin og smitandi kátína á boðstólum fyrir börn á öllum aldri. Þorgeir Tryggvason NOKKRAR breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan á sýningu Þjóðleik- hússins á Veislunni; Nanna Kristín Magnúsdóttir tekur við hlutverki Evu og Þórunn Lárusdóttir leikur Michelle. Brynhildur Guðjónsdóttir, sem leikið hefur Evu, verður frá að hverfa um sinn vegna anna í öðrum sýningum og mun Nanna Kristín Magnúsdóttir leysa hana af hólmi. Þá mun Þórunn Lárusdóttir taka við hlutverki Michelle. Frumraun Nönnu Kristínar og Þórunnar í þess- um nýju hlutverkum verður á fimmtudagskvöld. Þórunn Lárusdóttir í Veislunni ♦ ♦ ♦ TAXI-101 saga úr heimi leigubíl- stjóra hefur að geyma 101 sögu úr sagnabrunni 31 leigubílstjóra. Ævar Örn Jós- epsson tók sam- an. Hér segir meðal annars af dópsölum með borvél, manni sem vildi leggja sig fyrir fimmþúsundkall, nakinni konu við blokk í Breiðholti, laumufarþega sem dvaldi heila viku í bílnum, þremur Hollywoodleikkonum í feluleik og leigubílstjóra sem spark- aði reglulega í gamlan mann. Ævar Örn sat tímunum saman með leigubílstjórum af öllu tagi og á öllum aldri sem voru sammála um eitt: Það gerist allur andskotinn í leigubílum. Það eru engin takmörk. Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafsson. Bókin er 239 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Verð: 4.490 kr. Leigubílasögur Þóra og Björn heitir ný geislaplata þar sem hjónin Þóra Einarsdóttir sópr- ansöngkona og Björn Jónsson ten- órsöngvari flytja 24 söngperlur. Undirleikari á pí- anó er Helga Bryndís Magn- úsdóttir. M.a. eru lög eftir Schu- mann, Richard Strauss, Grieg og Sibelius. Eftir ferða- lag um Þýskaland, Frakkland og Norð- urlöndin enda þau á Íslandi með lög- um eftir tónskáldin Sigfús Einarsson, Pál Ísólfsson og Bjarna Böðvarsson. Þau Þóra og Björn eru lærðir óp- erusöngvarar. Undanfarin ár hafa þau m.a. sungið í óperuhúsum á Norð- urlöndum, í Englandi og á meginlandi Evrópu. Þau eru nú búsett í Wiesbad- en í Þýskalandi. Þóra hefur meðal annars sungið á geisladiskum með verkum Jórunnar Viðar og Jóns Nordals. Bæði sungu þau á diskunum Íslenska einsöngs- lagið. Útgefandi er Útgáfufélagið Heimur. Hljóðritun fór fram í Salnum í nóv- ember 2001. Upptökustjóri og hljóð- vinnsla: Halldór Víkingsson, Fermata hljóðritun. Sönglög Í JAPIS á Laugavegi stendur nú yfir sýning Jóns Sæmundar Auðarsonar á handmáluðum kindakjálkum. Kjálkarnir eru málaðir vinnuvéla- lakki og höfundur kallar verkin „Ís- lensk málbein“. Jón útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Glas- gow School of Art á síðastliðnu ári. Í texta með sýningunni segir lista- maðurinn m.a.: „Hér eru á ferðinni handmálaðir kindakjálkar sem ég byrjaði að safna fyrir nokkrum miss- erum. Titillinn vísar bæði í hin fjöl- breyttu blæbrigði kindajarmsins en líka í þá þjóðtrú að eina nótt á hverju ári mæli íslensku dýrin á mannamáli. Þetta er eins konar óður eða hljóm- kviða í leikfangalitum æskunnar.“ Kindakjálkar í Japis ♦ ♦ ♦ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Þessi fagra eyja á sér fjölmarga að- dáendur enda ríkir hér andrúmsloft sem er einstakt í heiminum og náttúrufegurð sem á engan sinn líka. Glæsileg hótel við ströndina eða í hjarta Havana og hér getur þú valið um spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða sem eru hér á heimavelli. Val um: - Dvöl í Varadero 7 nætur - Varadero og Havana - Havana 7 nætur Sérflug Heimsferða Verð kr. 98.650 M.v. MasterCardávísun að upphæð kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar kr. 103.650. Hótel Arenas Doradas **** Glæsilegt 4 stjörnu hótel við ströndina með frábærum aðbúnaði. Verð kr. 94.750 M.v. MasterCardávísun að upphæð kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar kr. 99.750. Hótel Villa Tortuga *** Fallegt 3ja stjörnu hótel við ströndina með góðum aðbúnaði. Kúba 25. febrúar frá kr. 94.750 7 nætur Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862 10 ÁR Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.