Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert athugull og veltir hlutunum fyrir þér áður en þú lætur til skarar skríða. Þetta hjálpar þér að ná takmarki þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert hugsi þessa dagana og finnst eitthvað vanta í líf þitt. Vanmettu aldrei heil- unarmátt hlátursins. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nýtt upphaf mun færa þér nýja sýn á lífið en hvort sem þér líkar það betur eða verr þarftu að fara eftir lögum og reglum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft ekki að hafa minnimáttarkennd gagn- vart samstarfsmönnum þínum. Byggðu þig frekar upp fyrir framtíðina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur reynst fyrirhafn- arsamt að láta drauminn rætast en þó er engin ástæða til þess að leggja árar í bát. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Taktu ekki neinar meiri- háttar ákvarðanir í fjár- málum í dag; þær geta beð- ið til morguns. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er ekki nóg að fá hug- myndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Þú sérð að þú hefur tækifæri til að fara inn á nýjar brautir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einkalíf þitt og allt sem tengist heimili þínu krefst athygli þinnar í dag. Þá sérðu hverjir eru vinir og hverjir ekki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu þú sjálfur og settu persónulegt mark þitt á það sem þú gerir. Þannig öðlast þú sjálfstætt líf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það ekki angra þig þótt ekki séu allir á sömu bylgjulengd og þú. Þú hef- ur nóg með þitt og ættir í raun að sinna ýmsu betur á þeim vettvangi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Raðaðu verkefnum eftir forgangsröð því þá verður eftirleikurinn auðveldari. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú færð tilboð sem vekja með þér bæði undrun og ánægju. Láttu ekki vinnu- félagana hafa nein áhrif á slíka ákvörðun þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú reynir á þolinmæðina og þú skalt reyna að láta á engu bera, þótt þér líki ekki allt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÝLUSTRÁIN Veslings stráin veik og mjó veina’ á glugga mínum, kvíða fyrir kulda’ og snjó, kvíða dauða sínum. Kvíði’ eg lífsins kulda’ og snjó, kvíði dauðans vetri. En ég skal ætíð þegja þó, þetta’ er ég nú betri. Að öðru leyti er ég strá, eins og reynslan sýnir, en það skal enginn á mér sjá og ekki vinir mínir. Páll Ólafsson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 5. nóv- ember, er fimmtug Hrönn Jónsdóttir, kennari, Skarðsbraut 15, Akranesi. Eiginmaður hennar er Hall- dór Sigurjónsson, vélvirki. Í tilefni þessa taka þau á móti gestum laugardaginn 16. nóvember kl. 18–21 í Jónsbúð, Akursbraut 13, Akranesi. Í UPPHAFI spils er ekki að sjá að spaðaslemma suðurs gefi tilefni til mikilla heila- brota. En í öðrum slag ger- ast tíðindi sem nauðsynlegt er að taka afstöðu til: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 10842 ♥ Á42 ♦ K53 ♣KD9 Suður ♠ ÁK63 ♥ K3 ♦ ÁD65 ♣ÁG10 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil vesturs er hjarta- drottning. Sagnhafi tekur slaginn heima og býr sig undir að taka ÁK í trompi og leggja síðan upp. Ef trompið er 3–2 þarf ekki að spila frekar. En þegar suður tek- ur á spaðaásinn fylgir vestur með gosanum. Við það hæg- ist á sagnhafa og hann íhug- ar sinn gang. Hvernig myndi lesandinn halda áfram? Gosinn gæti verið frá DG eða blekkispil frá Gx. En því miður er líklegast að gosinn sé blankur. Sé svo, er eina vinningsvonin að hreinsa upp hliðarlitina og neyða austur til að spila trompi frá drottningunni í endastöð- unni. Austur verður alltént að eiga þrjá tígla og því er eðlilegt að spila fyrst þrem- ur efstu í tígli: Norður ♠ 10842 ♥ Á42 ♦ K53 ♣KD9 Vestur Austur ♠ G ♠ D975 ♥ DG10987 ♥ 65 ♦ 82 ♦ G1094 ♣7542 ♣863 Suður ♠ ÁK63 ♥ K3 ♦ ÁD76 ♣ÁG10 Þegar í ljós kemur að austur á fjórlit er síðasti tíg- ullinn trompaður í borði. Síðan eru slagirnir teknir í hliðarlitunum og þriðja hjartað undirtrompað heima! Í tveggja spila enda- stöðu þarf austur að spila frá D9 í trompi, en blindur á 108 og heima er sagnhafi með K6. E.S. Sagnhafi þarf að lesa skiptingu austurs rétt, því ef vestur er með þrjú hjörtu og tvö lauf, verður að trompa þriðja hjartað áður en síð- asta laufinu er spilað. Góð viðleitni í þá átt væri að spila laufinu snemma til að leita eftir heiðarlegri talningu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Bc4 Bg7 5. Rf3 c5 6. dxc5 Da5 7. Rg5 0-0 8. cxd6 exd6 9. Dxd6 Rc6 10. 0-0 h6. Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fór fram í húsa- kynnum B&L. Tveir forsetar Skáksambands Íslands áttust við. Sitjandi forseta, Hrannari Birni Arnarssyni (1.960), hvítt, tókst að snúa á Guðmund G. Þór- arinsson (1.870). 11. Rxf7! Hxf7 12. Bxh6! De5 13. Dxe5 Rxe5 14. Bxf7+ Rxf7 15. Bxg7 Kxg7 16. f4 Be6 17. e5 Rg4 18. h3 Re3 19. Hf2 Hc8 20. He2 Rc4 21. Rd1 b5 22. c3 Rb6 23. Re3 Rd8 24. g4 Rc4 25. Rxc4 Hxc4 26. Hd2 Rf7 27. Hd4 Hc7 28. a4 a6 29. axb5 axb5 30. Ha6 Bc4 31. e6 Bxe6 32. Hxe6 Ha7 33. Hb6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Garðakirkju 10. ágúst sl. af sr. Guðlaugu Helgu Ágústsdóttur þau Fífa Konráðsdóttir og Pét- ur Þorsteinsson. Morgunblaðið/Sigga Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 6.657. Þær heita Bylgja B. Pálsdóttir, Birta Baldursdóttir, Ágústa D. Oddsdóttir, Ásdís Heiðarsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir, Margrét Kristjánsdóttir og Eva Sigríður Smáradóttir. Á myndina vantar Mörtu Katrínu Oddsdóttur. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 26 pör þriðjudaginn 29. október. Spilaðar voru 13 um- ferðir og meðalskor 312. Lokastaða efstu para í N/S: Jón Pálmason – Ólafur Ingimundars. 362 Friðrik Hermannss. – Kristján Ólafsson 359 Eysteinn Einarss. – Jón Stefánss. 354 Hæsta skor í A/V: Bragi Björnss. – Þórður Sigfússon 400 Ásta Erlingsd. – Lilja Kristjánsd. 355 Guðm. Magnússon – Magnús Guðmss. 338 Sl. föstudag mættu 28 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 410 Auðunn Guðmss. – Bragi Björnsson 396 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 357 Og hæsta skor í A/V: Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 380 Eysteinn Einarss. – Jón Stefánss. 378 Einar Einarss. – Óskar Karlsson 378 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Ingvar P. Jóhannsson og Jóhannes Tr. Jónsson sigruðu í hinum árlega þriggja kvölda Samherja tvímenningi hjá BDÓ sem lauk 21. október. Níu pör tóku þátt og var miðlungur 216. Röð efstu para varð annars þessi: Ingvar P. Jóhss. – Jóhannes Tr. Jónss. 288 Jón A. Jónsson – Eiríkur Helgason 272 Stefán Steinss. – Magnús G. Gunnarss. 223 Nú stendur yfir þriggja kvölda hraðsveitakeppni sem kennd er við Þormóð ramma–Sæberg og taka sex sveitir þátt í henni. Íslandsmót kvenna í tvímenningi Mótið verður haldað helgina 9.–10. nóvember í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37. Spilaður verður barómeter, allir við alla, og keppnisstjóri er Sigur- björn Haraldsson. Spilamennska hefst kl. 11 báða dagana. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is. Bridskvöld byrjenda Fyrsta bridskvöld byrjenda verð- ur fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20. Nú er tækifæri fyrir alla sem eru að taka sín fyrstu skref í bridgeíþrótt- inni. Alla fimmtudaga í nóvember verður létt spilamennska í Síðumúla 37, 3. hæð, spilamennska hefst kl. 20. Leiðbeinandi verður Sigurbjörn Haraldsson. Hann tekur vel á móti öllum og aðstoðar þá sem vilja við að finna spilafélaga. Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids-tvímenning í Hraunseli, Flata- hrauni 3, tvisvar í viku, á þriðjudög- um og föstudögum. Það vantar fleiri spilara. Mæting kl. 13.30. Spilað var 29. okt. Þá urðu úrslit þessi: Sigurlína Ágústsdóttir – Guðm. Guðm. 91 Ólafur Guðmundsson – Jón V. Sævaldss. 90 Sigtryggur Ellertsson – Þórarinn Árnas. 85 Jón Ó. Bjarnason – Jón R. Guðmundss. 82 1. nóv. Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 74 Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 72 Hans Linnet – Ragnar Jónsson 66 Jón V. Sævaldsson – Þorvarður Guðm. 65 Spariskór Bankastræti 11 • sími 551 3930 Loksins, loksins á netinu Elsta fyrirtækið á landinu sem eingöngu selur fyrirtæki er loksins komið á netið. Heimsækið okkur á fyrirtaeki.is Þarft þú að kaupa þér atvinnu? Vilt þú verða sjálfstæður án þess að eiga það á hættu að fá uppsagnarbréf fyrirvaralaust og eiga sjálfur það sem eftir verður? Þarft þú að selja? Skráðu fyrirtækið hjá okkur, það kostar þig ekkert en það gæti selst. Hafðu samband. Allar upplýsingar í fullum trúnaði. Þannig vinnum við. Erum með úrval fyrirtækja á skrá á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. Hlutavelta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.