Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 49
INGVAR Ásmundsson náði af-
ar góðum árangri á heimsmeist-
aramóti skákmanna 60 ára og
eldri sem lauk í
Naumburg í Þýska-
landi um helgina.
Hann varð hálfum
vinningi á eftir
heimsmeistaranum
og allt bendir til þess
að í leiðinni hafi
hann tryggt sér
áfanga að alþjóðleg-
um meistaratitli. Það
er sjaldgæft að skák-
menn á þessum aldri
nái sínum fyrsta
AM-áfanga og ljóst
að Ingvar er í hópi
þeirra elstu. Ingvar
lauk mótinu með
tveimur jafnteflum. Í
áttundu umferð gerði hann jafn-
tefli við hinn fræga rússneska
stórmeistara Mark Taimanov og í
lokaumferðinni gerði hann jafn-
tefli við þýska alþjóðlega meist-
arann Klaus Klundt. Ingvar fékk
8 vinninga á mótinu og lenti í 5.–
15. sæti ásamt mörgum þekktum
meisturum. Fjórir skákmenn
deildu fyrsta sæti á mótinu með
8½ vinning. Stigahæstur þeirra
varð lettneski alþjóðlegi meistar-
inn Josef Petkevitch, sem er því
heimsmeistari öldunga 2002.
Hann sigraði einnig á heims-
meistaramótinu í hraðskák í þess-
um aldursflokki, en það var haldið
meðan á aðalmótinu stóð. Heims-
meistari kvenna 60 ára og eldri
varð Marta Litinskaja.
Ólympíuskákmótið
hálfnað
Átta umferðum af 14 er nú lok-
ið á Ólympíumótinu í skák. Í sjö-
undu umferð gerði íslenska karla-
liðið jafntefli við Portúgal, en
kvennaliðið vann góðan sigur á
sterku liði Makedóníu með tveim-
ur vinningum gegn einum. Átt-
unda umferðin gekk hins vegar
ekki eins vel og kvennaliðið tap-
aði 0-3 fyrir Mongólíu. Í sjálfu sér
ekki óeðlileg úrslit þar sem
Mongólarnir voru mun stigahærri
en íslensku konurnar. Það munaði
þó litlu að Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir sigraði í sinni skák með
kóngssókn eftir meistaralega
skiptamunsfórn. Hún hélt betri
stöðu alveg fram í síðustu leikina
þegar hún lék ónákvæmt og tap-
aði. Karlaliðið gerði jafntefli við
Tajikistan í sömu umferð.
Eftir átta umferðir er karlaliðið
í 40.–51. sæti með 17½ vinning og
í kvennaflokki er íslenska liðið í
52.–60. sæti með 11½ vinning. Ár-
angur karlasveitarinnar er því
nokkurn veginn í takt við styrk-
leikann, en konurnar hafa náð
betri árangri en búist var við.
Eins og svo oft áður má þó reikna
með að lokaumferðirnar reynist
afdrifaríkar fyrir heildarárangur-
inn.
Þeir Hannes Hlífar Stefánsson
og Helgi Ólafsson hafa staðið sig
best íslensku keppendanna og
Hannes er meðal þeirra 10 sem
bestum árangri hafa náð á
mótinu. Frammistaða hans svarar
til 2.808 stiga, þannig að hann er
að tefla af heimsmeistarastyrk-
leika.
Rússarnir virðast ætla að sigra
á mótinu, en þeir eru nú efstir
með 24 vinning og hafa 1½ vinn-
ing í forskot á Ungverja og Kín-
verja sem eru í öðru sæti. Í
kvennaflokki er
Georgía efst með 19
vinninga og hefur
tveggja vinninga for-
skot á Bandaríkin
sem eru ein í öðru
sæti.
Eftirfarandi skák
Hannesar Hlífars
gegn fjórða sterk-
asta skákmanni
heims vakti verð-
skuldaða athygli.
Hvítt: Hannes
Hlífar Stefánsson
Svart: Adams
(Englandi)
Spænski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3
Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0
Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. a4 –
Hannes hefur ekki áhuga á að
tefla uppáhaldsafbrigði Adams,
Marshall-árásina, sem kemur upp
eftir 8. c3 d5 o.s.frv.
8. – Bb7 9. d3 He8 10. Rbd2
Bf8 11. Rf1 Ra5 12. Ba2 h6 13.
Re3 c5 14. Rh4 d5 15. exd5 Rxd5
16. Dh5 –
Til greina kemur 16. Dg4 og
ekki er ljóst, hvor leikurinn er
betri.
16. – c4 17. dxc4 Rf4 18. Dg4
h5 19. Dg3 bxc4 20. Rf3 –
Auðvitað ekki 20. Rxc4? Re2+
21. Hxe2 Dd1+ og mátar.
20. – h4 21. Dxh4 –
21. – Bxf3
Líklega hefur það runnið upp
fyrir Adams, þegar hér var kom-
ið, að staða hans er ekki góð.
Hann hefur ef til vill ætlað að
leika 21. – Rxg2, en eftir 22. Dxd8
Rxe1 23. Dxa5 Rxf3+ 24. Kf1
ráða liðsyfirburðir hvíts úrslitum.
22. Dxd8 Hexd8 23. gxf3 Hac8
24. Rg2 Rh3+ 25. Kf1 c3
Hvítur á peð yfir, en peðastað-
an er veik. Svörtu mennirnir
standa illa, riddararnir á h3 og a5
og peðin á e5 og c4, svo að vörnin
er erfið hjá honum.
26. bxc3 Hxc3 27. Re3 Rc6 28.
Hb1! –
Hvítur hótar 29. Hb7 og vinnur
þannig tíma til að skipta upp á
hrókum.
28. – d7 29. Hb3 Hxb3 30.
Bxb3 Rd4 31. Hd1 Hc7?
Eftir 31. – d6 er vinningurinn
ekki eins auðveldur fyrir hvít.
32. Rd5 Hb7
Sjá stöðumynd
33. Hxd4! exd4 34. Kg2 –
Nú fellur riddarinn á h3 og
Hannes er ekki í vandræðum með
að innbyrða vinninginn eftir það.
34. – Rxf2 35. Kxf2 d3 36. Ke3
dxc2 37. Bxc2 Bc5+ 38. Ke2 Hd7
39. Bb3 Hd6 40. Bc4 Kf8 41. Bd2
Hc6 42. Kd3 Hd6 43. a5 Hc6 44.
h3 Hg6 45. Rc7 Hg3 46. Bd5
Hxh3 47. Rxa6 Bg1 48. Rb4 Hh4
49. a6 Ke7
Mér sýndist, að Adams léki
þennan leik viljandi til að losna úr
þjáningunum.
50. Bg5+ og svartur gafst upp.
Kjartan Maack sigraði
á U-2000-mótinu
Kjartan Maack bar sigur úr
býtum á U-2000-móti TR eftir
æsispennandi lokaumferð. Undir
lok setunnar voru aðeins tvær
skákir eftir, en það voru skákir
þeirra Kristjáns Halldórssonar
(með 4½ vinning) og Kjartans
Maack (5½) annars vegar og Stef-
áns Freys Guðmundssonar (4½)
og Rafns Jónssonar (5) hins veg-
ar. Aðrir keppendur gátu ekki
blandað sér í baráttuna um fyrsta
sætið.
Svo fór að lokum að Kjartan
þrálék á móti Kristjáni þegar
hann sá að Rafn var kominn með
tapaða stöðu. Með þessu varð
Kjartan einn efstur með 6 vinn-
inga. Lokastaðan:
1. Kjartan Maack 6 v.
2. Stefán Freyr Guðmunds-
son 5½ v.
3.–8. Rafn Jónsson, Guðni Stef-
án Pétursson, Kristján
Halldórsson, Daníel Pét-
ursson, Sigurjón Frið-
þjófsson, Andrés Kol-
beinsson 5 v.
9.–11. Rúnar Gunnarsson, Hjört-
ur Jóhannsson, Helgi
Hauksson 4½ v.
12.–18. Árni Þorvaldsson, Óskar
Haraldsson, Grímur Dan-
íelsson, Aðalsteinn Thor-
arensen, Páll Sigurðsson,
Valdimar Leifsson, Ingi
Tandri Traustason 4½ v.
19.–24. Þorsteinn Magnússon, Atli
Freyr Kristjánsson, Ægir
Óskar Hallgrímsson, Þór-
arinn Björnsson, Sigurður
Sverrisson, Fannar Örn
Hákonarson 3½ v.
Vert er að benda sérstaklega á
frammistöðu Sigurjóns Friðþjófs-
sonar, en hann náði mun betri ár-
angri en stigin (1.350) segja til
um. Hann vann m.a. Pál Sigurðs-
son (1.825) og Óskar Haraldsson
(1.685), en einu töpin voru á móti
Kjartani Maack og Daníel Péturs-
syni (1.570). Hinn ungi og efni-
lega Atli Freyr Kristjánsson (12
ára, 1.370 stig) náði einnig góðum
árangri og vann m.a. Sigurð
Sverrisson (1.915).
Ingvar Ásmundsson
með AM-áfanga?
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Ingvar Ásmundsson
SKÁK
Naumburg, Þýskalandi
HEIMSMEISTARAMÓT ÖLDUNGA
20. okt.–3. nóv. 2002
RAFHLÖÐUBÚÐIN Rafborg ehf.
hefur flutt í stærra húsnæði í Sunda-
borg 3.
Þar eru á boðstólum rafhlöður fyr-
ir flestöll tæki og tól. Ef þær eru ekki
til á lager er hægt að panta þær.
Einnig er hægt að láta sérsmíða raf-
hlöður ef þörf er á. Helsta vörumerk-
ið er sem áður Panasonic.
Rafborg var stofnuð árið 1967.
Starfsmenn eru þrír og er opið frá kl.
9–18 alla virka daga yfir vetrarmán-
uðina en yfir sumarið er lokað kl. 17,
segir í fréttatilkynningu.
Rafhlöðubúðin
Rafborg flytur
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Jólamyndatökur
Hverfisgötu 50,
sími 552 2690
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
G
æ
ð
i
á
N
e
tt
o
v
e
rð
i.
..
ELBA gerð 21-623 stál:
4-kerfa ofn með
blæstri og digitalklukku
Nú 44.900,- stgr.
Ofnar 10 gerðir frá 29.900,-
ELBA gerð 17-400 stál:
4 gasbrennarar, þ.a. 1 tvöfaldur,
elektrónísk kveiking.
Nú 27.900,- stgr.
Gasborð 8 gerðir frá 13.900,-
Gas+raf 2 gerðir frá 24.900,-
Rafborð 12 gerðir frá 9.990,-
ELBA gerð HMC-614 stál:
60cm breiður, 3ja hraða,
afköst 250/400/500 m3
Nú 23.900,- stgr.
kolsíur innif. í verði
Viftur 9 gerðir frá 6.900,-
SUPER
TILBOÐ
OFNAR – HELLUBORÐ – VIFTUR
ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500
E
L
B
A
e
ld
a
vé
la
r
—
o
fn
a
r
—
h
e
ll
u
b
o
rð
—
v
if
tu
r
g
æ
ð
in
ó
tv
ír
æ
ð
ve
rð
ið
f
rá
b
æ
rt
…