Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 23
SAMSTEYPA þriggja verktakafyr-
irtækja, Háfells ehf., Jarðvéla ehf.
og Eyktar ehf., átti lægsta tilboðið í
fyrsta áfanga tvöföldunar Reykja-
nesbrautar, frá Hvassahrauni og
upp á Strandarheiði. Tilboð fyrir-
tækjanna var 377 milljónum undir
kostnaðaráætlun. Í ljósi þessa
leggja fulltrúar áhugahóps áherslu
á að flýtt verði framkvæmdum við
breikkunina og henni lokið.
Í þessum fyrsta áfanga felst að
Reykjanesbrautin verður tvöfölduð
úr Hvassahrauni, um Kúagerði og
upp á Strandarheiði, alls um 8,6
km. Jafnframt verða byggð tvenn
mislæg gatnamót, á vegamót
Vatnsleysustrandarvegar og við
Hvassahraun, og tilheyrandi tengi-
vegir.
Sex verktakar buðu í verkið og
ríkti nokkur spenna þegar tilboðin
voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær.
Stór og virt verktakafyrirtæki voru
með hagstæð tilboð, að því er virt-
ist, Ístak bauðst til að vinna verkið
fyrir 637 milljónir, Suðurverk bauð
626 milljónir og Íslenskir aðalverk-
takar buðu 622 milljónir. Lægsta
tilboðið kom svo upp úr síðasta um-
slaginu sem opnað var, litlu lægra
en næstu tilboð. Það var frá sam-
steypu Háfells ehf., Jarðvéla ehf.
og Eyktar ehf. sem sameiginlega
buðu 616 milljónir, miðað við mal-
bikað slitlag. Vegagerðin hafði
áætlað að kostnaður yrði 993 millj-
ónir þannig að tilboð fyrirtækjanna
er um 62% af áætlun.
Íslenskir aðalverktakar áttu hins
vegar lægsta tilboð, miðað við
steypt slitlag, 673 milljónir kr. Er
það tæplega 62% af kostnaðaráætl-
un Vegagerðarinnar sem hljóðaði
upp á 1090 milljónir kr.
Ekki sérstaklega spennandi
Fulltrúum lægstbjóðendanna
létti þegar ekki komu fram fleiri til-
boð. Ingi Guðmundsson og Eiður
Haraldsson hjá Háfelli sögðu þó að
opnun tilboðanna hefði ekki verið
neitt sérstaklega spennuþrungin
stund fyrir þá, þeir hafi verið alveg
rólegir. Sögðu þeir gott að sjá
næstu tilboð svona stutt undan.
Félögin skipta þannig með sér
verkum að byggingafélagið Eykt
mun byggja mislægu gatnamótin
en Háfell og Jarðvélar annast jarð-
vinnuna.
Starfsmenn Vegagerðarinnar
munu nú yfirfara tilboðin og taka
síðan upp viðræður við lægstbjóð-
endur. Jónas Snæbjörnsson um-
dæmisstjóri telur að það geti tekið
tvær til fjórar vikur. Hann segir
gert ráð fyrir að framkvæmdir
hefjist upp úr áramótum en verk-
takinn á að skila verkinu fullklár-
uðu eftir tvö ár, 1. nóvember 2004.
Vegagerðin hefur ekki fengið fram-
kvæmdaleyfi hjá Vatnsleysustrand-
arhreppi og á eftir að ganga frá
samningum við landeigendur. Segir
Jónas að unnið sé að þeim málum
en framkvæmdaleyfið sé háð nauð-
synlegum breytingum á aðalskipu-
lagi hreppsins.
Jónas kveðst ánægður með til-
boðin. Þau séu heldur lægri en
hann hafi átt von á. Spurður um
skýringar á því segir Jónas að
áreiðanlega sé gott ástand á mark-
aðnum núna. Þá sé þetta óvenju-
stórt verk á þessu svæði. Verktakar
geri sjálfsagt ráð fyrir því að geta
unnið við vegagerðina mestan hluta
ársins og þeir geti unnið án trufl-
unar af umferð um brautina.
Fulltrúar áhugahóps um tvöföld-
un Reykjanesbrautar voru við-
staddir opnunina. Lýsti Steinþór
Jónsson, forsvarsmaður hópsins,
ánægju með tilboðin og í tilefni
dagsins afhenti hann verktökum og
Vegagerðarmönnum pakka af Suð-
urnesjakaffi frá Kaffitári.
Vilja flýta framkvæmdum
Steinþór segir að miðað við það
verð sem verktakar bjóði í fyrsta
áfanga geti sparnaður við heildar-
verkið numið allt að milljarði, mið-
að við kostnaðaráætlun. Hann segir
að í ljósi þessa telji áhugahópurinn
mikilvæt að flýta framkvæmdum
sem kostur er og bjóða lægstbjóð-
anda að ljúka verkinu á sömu ein-
ingaverðum.
Áhugahópurinn mun beita sér
fyrir því að þingmenn kjördæmis-
ins sjái til þess að á næstu vega-
áætlun verði veitt fé til að ljúk
breikkun Reykjanesbrautarinnar,
úr Hvassahrauni í Reykjanesbæ.
Steinþór segir að hópurinn muni
einnig minna á loforð sem þing-
menn og fleiri gáfu um að raunhæft
væri að ljúka verkinu á árinu 2004,
ef tilboð yrðu hagstæð. Niðurstaða
dagsins gæfi vissulega tilefni til
þess að loforðin geti ræst.
Tilboð 377 milljón-
um undir áætlun
Morgunblaðið/Jim Smart
Vegamálastjóri og aðstoðarmenn hans fylgjast með opnun tilboða, f.v.: Jón
Rögnvaldsson, Helgi Hallgrímsson og Jóhann Bergmann deildarstjóri.
Reykjanesbraut
SÁ skemmtilegi atburður átti sér
stað á fimmtugasta starfsári Holta-
skóla í Keflavík að fjölga varð
nefndarmönnum í foreldrafélagi
skólans vegna áhuga foreldra á að
starfa í félaginu. Þetta er að öllum
líkindum einsdæmi.
„Á fyrsta fundinum sem ég sat
kom fram að alltaf hafi þurft að
biðja fólk um að starfa í félaginu en
nú gáfu svo margir sig fram,“ sagði
Albert Eðvaldsson, nýskipaður for-
maður félagsins, í samtali við Morg-
unblaðið. Albert taldi ástæðuna þá
að aukinn áhugi væri hjá foreldrum
á foreldrastarfi í skólunum. „For-
eldrar vilja fylgjast betur með og
taka meiri þátt í starfi skólanna.“
Holtaskóli fagnaði 50 ára afmæli
sl. laugardag við hátíðlega athöfn í
íþróttahúsinu við Sunnubraut. Í til-
efni þessa merka áfanga var nýtt
skólamerki afhjúpað og í lok hátíð-
arinnar sungu allir nemendur og
starfslið skólans nýjan skólasöng.
Einnig var saga skólans rakin, en
hann hét upphaflega Gagn-
fræðaskólinn í Keflavík. Það var
ekki fyrr en með einsetningu
grunnskólanna sem farið var að
kenna á öllum stigum. Fram kom í
máli Jónínu Guðmundsdóttur að-
stoðarskólastjóra að foreldrafélag
skólans væri sérstaklega öflugt og
sá einstaki atburður gerðist í haust-
byrjun að fjölga þurfti í félaginu
sökum áhuga foreldra á að starfa í
því. Blaðamaður leitaði skýringa
hjá formanninum, Albert Eðvalds-
syni.
„Þegar fráfarandi formaður
hafði samband við mig í september
og fór þess á leit að ég tæki við for-
mennskunni sagðist ég taka það að
mér ef ég mætti taka með mér tvo
aðila sem ég vildi starfa með. Síðan
kom á daginn að þeir sem höfðu
verið í stjórn vildu starfa áfram og
einnig gáfu nýir sig fram. Við
ákváðum að nýta allt þetta viljuga
fólk og stækka stjórnina úr 7 í 10.
Nú höfum við 5 aðalmenn og 5
varamenn en allir mæta á fundi
einu sinni í mánuði.“
Albert segir þessa þróun mjög
ánægjulega og markvisst sé unnið
að því að bæta samband heimila og
skóla. „Í hverri bekkjadeild skólans
eru þrír bekkjafulltrúar sem eru
tengiliðir bæði við foreldrafélagið
og starfslið skólans. Þetta er í anda
stefnu samtakanna „Heimili og
skóli“. Þá er starfandi félag í
Reykjanesbæ sem er samstarfs-
félag foreldraráðs bæjarins og allra
foreldrafélaganna í grunnskólanna
í Reykjanesbæ (FFGÍR) og þar er
fundað einu sinni í mánuði, þar sem
áhersla er lögð á samvinnu. Einnig
eru hugmyndir uppi um að gefa út
handbók fyrir foreldrafélögin svo
félögin hafi nægjar upplýsingar í
höndunum þegar nýir félagsmenn
taka til starfa. Stundum á algjör
endurnýjun sér stað í félögunum og
þá er gott að geta gripið til slíkrar
handbókar,“ sagði Albert.
Foreldrafélagið afhenti Holta-
skóla fána með nýja skólamerkinu á
afmælishátíðinni á laugardag. Nýja
merkið er hannað af Jóni Ágústi
Pálmasyni. Það sýnir holtasóley
vaxa í skjóli húss og táknar nem-
endur Holtaskóla sem vaxa og
dafna í skjóli skólans. Fáninn var
dreginn að húni að skátasið á lóð
skólans að afmælishátíð lokinni.
Nýtt merki og nýr skólasöngur á hálfrar aldar afmæli Holtaskóla
Urðu að fjölga í
foreldrafélaginu
Keflavík
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Nemendur í 1-C taka undir í nýjum skólasöng. Lagið er eftir Guðmund
Hermannsson, fv. kennara við skólann, og Ásgeir Árnason kennara.
Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sími 533 2020 Fax 533 2022
www.vatnsvirkinn.is
70 mm og 100 mm
þakniðurföll í miklu
úrvali, með og án
sjálvirks hitaþráðar.
Áfastur PVC- eða
tjörudúkur.
Fleiri stærðir fáanlegar.
ÞAKNIÐURFÖLL