Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                      ! " " #$%              !" #  ! &'!  $%   % % (% )*+ * ,"  -#. /  %  " "  0$ % ( '0  !1  +  $  # $ "  (  2  3    #  # "   4   ( 1 3   # %  " "%  '0 1 # FIMM menn, sem voru handteknir í Lundúnum um helgina grunaðir um að leggja á ráðin um að ræna „kryddpíunni“ Vict- oriu Beckham, voru í gær ákærðir fyrir þjófnað og að und- irbúa rán hjá uppboðs- fyrirtækinu Sotheby’s, eftir því sem talsmenn brezku rannsóknarlög- reglunnar, Scotland Yard, greindu frá. Scotland Yard til- kynnti að rannsókn héldi áfram á meintum áformum um að ræna Victoriu Beckham, söngkonu úr popp- hljómsveitinni „Spice Girls“ og eig- inkonu ensku knattspyrnustjörn- unnar David Beckham, og krefjast 5 milljóna sterlingspunda, andvirði um 680 milljóna króna, í lausn- argjald. Níu manns voru handteknir í kjölfar þess að rannsóknarblaða- menn æsifréttablaðsins News of the World höfðu komizt á snoðir um mannránsáformin. Sjö karlar og tvær konur voru handtekin í tveimur áhlaupum lög- reglu síðla laugadags og snemma á sunnudag í kjölfar þess að blaða- menn News of the World létu lög- regluna vita. Önnur kvennanna tveggja var í gær látin laus án ákæru og tveir karlar og hin konan fengu lausn úr gæzluvarðhaldi gegn greiðslu tryggingar. Hinum fimm sem eftir eru í haldi voru í gær birtar ákær- ur. Þeir kváðu allir vera búsettir í Lundúnum en eiga rætur sínar að rekja til Rúmeníu og Kosovo. Þrír voru ákærðir fyrir þjófnað og við- skipti með þýfi, sem stolið hefði verið hjá Sotheby’s. Tveir voru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að ræna einn starfsmanna Sotheby’s. Áformuðu fyrirsát Samkvæmt uppsláttarfrétt sunnudagsútgáfu News of the World höfðu útsendarar blaðsins smyglað sér inn í hóp hinna meintu tilvonandi mannræningja, sem munu vera af rúmenskum og alb- önskum uppruna. Samkvæmt frá- sögn blaðsins ætluðu mennirnir sér að gera Victoriu Beckham fyrirsát fyrir utan heimili hennar norður af Lundúnum, úða svefnlyfi framan í hana og syni hennar, Brooklyn og Romeo, skyldu þeir vera með henni í bílnum, og nema á brott. „Það er ljóst að þessu fólki var dauðans alvara og það gerði mig auðvitað hrædda. ... Ég er sem löm- uð,“ var haft eftir Victoriu í brezk- um fjölmiðlum. David Beckham, sem leikur með enska knattspyrnulandsliðinu og Manchester United, er ein skærasta íþróttastjarna Bretlandseyja og Beckham-hjónin eru eitthvert vin- sælasta umfjöllunarefni slúðurdálka brezku pressunnar. David Beckham sagði á sunnudag að hann væri að endurskoða frá grunni öryggisráðstafanir fjölskyld- unnar. „Fyrsta skylda föður og eig- inmanns er að tryggja öryggi fjöl- skyldu sinnar,“ sagði hann í tilkynningu til fjölmiðla. Í gær sáust menn frá öryggisþjónustufyr- irtæki bera inn nýjan öryggisbúnað í stórhýsi Beckham-fjölskyldunnar í Hertford-skíri skammt norður af Lundúnum en þau eiga einnig heim- ili í Manchester. Hús þeirra hjóna í Hertford er oftlega nefnt „Beck- ingham-höll“ í breskum fjölmiðlum sökum glæsileikans, en það er í 18. aldar sveitasetursstíl. Starfsmenn fyrirtækisins sáust yfirfara stýri- búnað rafmagnshliðanna við inn- keyrsluna að því. Árið 1999 var gerð tilraun til að ræna eldri syni þeirra hjóna, Brooklyn, en Beckham-fjölskyldan er „vænlegt skotmark“ fyrir glæpa- menn. Í The Sunday Times kom fram nú um helgina, að David Beck- ham væri tekjuhæsti Bretinn undir þrítugu. Hann er 27 ára. Eru árs- tekjur hans áætlaðar um 15,5 millj- ónir punda, andvirði um 2,1 millj- arðs króna, sem kvað vera lítið eitt yfir tekjum Bretadrottningar. Mazher Mahmood, blaðamaður News of the World sem fletti ofan af meinta mannránsgenginu, sér- hæfir sig í rannsóknarblaða- mennsku þar sem hann grefur oft í málum í langan tíma m.a. með því að villa á sér heimildir í þeim til- gangi að komast í feitt. Hann hefur á ferli sínum flett ofan af marg- víslegu ólöglegu athæfi og hneyksl- ismálum. News of the World full- yrðir að sú rannsóknarblaða- mennska sem blaðið stundi hafi stuðlað að sakfellingu yfir 100 glæpamanna. Fullyrt er að Mahmood hafi verið hótað lífláti fyrr á þessu ári og að 100.000 pund, um 13,6 milljónir króna, hafi verið sett honum til höfuðs. Mahmood og nokkrum samstarfs- mönnum hans á vegum News of the World tókst að ávinna sér traust hinna meintu tilvonandi mannræn- ingja, að því marki að þeim var meira að segja boðið að gegna lyk- ilhlutverkum við framkvæmd mann- ránsins sem þeir áformuðu. Mahmood var sæmdur titlinum fréttamaður ársins í Bretlandi árið 1999 og News of the World er jafn- an stolt af að birta afrakstur vinnu hans. Beckham lætur endur- skoða örygg- isgæzluna Rannsóknarblaðamaður kom upp um áform um að ræna Victoriu Beckham AP Starfsmaður öryggisþjónustufyrirtækis flytur búnað úr sendibíl inn í hús Beckham-hjónanna í Hertfordshire norður af Lundúnum í gær. David Beckham Forsíða sunnudagsútgáfu News of the World, þar sem því er lýst hvernig blaðið kom upp um hin meintu mannránsáform. Victoria Beckham ’ Fyrsta skylda föð-ur og eiginmanns er að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar. ‘ AP BYRJAÐ var í gær að sprengja hús í heilum borg- arhverfum í Fengjie, 2.300 ára gamalli kínverskri borg á bakka Jangtze-fljóts, en öll borgin, þar sem um 100 þús- und manns búa, fer undir vatn þegar Þriggja gljúfra stíflan í Jangtze verður tekin í notkun. Forn stræti borgarinnar eru mörg hver ófær eftir spreng- ingarnar, þar á meðal var níu hæða fjölbýlishús jafnað við jörðu í einni sprengingunni. Borgarmúrar Fengjie standa þó enn en búið er að merkja steinana sem þeir eru byggðir úr og stendur til að flytja þá á nýjan stað, í um átta km fjar- lægð, þar sem borgin verður endurreist. Gömul borg kveður AP ÞING- og ríkisstjórakosningar verða í Bandaríkjunum í dag og benda kannanir til þess að mestar líkur séu á óbreyttri stöðu: repúblik- anar haldi meirihluta sínum í full- trúadeild þingsins og demókratar fái nauman meirihluta í öldungadeild- inni. Auk þingsætanna verður að þessu sinni kosið um alls 36 af 50 ríkis- stjóraembættum í landinu og er bróðir forsetans, Jeb Bush í Flórída, einn af þeim sem eiga í vök að verj- ast. Sætin í fulltrúadeildinni eru 435 en vegna sterkrar stöðu sitjandi þingmanna er ólíklegt að umskipti geti orðið í meira en 40 þeirra, ef marka má kannanir. Alls eru 100 sæti í öldungadeildinni en aðeins kosið um 34 þeirra núna. Hörð bar- átta er um átta sæti, í Colorado, Missouri, Arkansas, Minnesota, Suð- ur-Dakóta, New Hampshire, Norð- ur-Karólínu og Georgíu. Er búist við að sums staðar geti munurinn orðið örfá atkvæði og því gæti orðið nokk- urra daga bið á endanlegum niður- stöðum vegna endurtalningar. Helsta hitamálið síðustu vikurnar, hugsanleg árás á Írak, hefur þokað nokkuð fyrir efnahagsmálunum síð- ustu dagana og ætti það að gagnast demókrötum. Venjan er sú að Bandaríkjamenn þjappa sér saman um ríkjandi forseta þegar hætta er á að þjóðin lendi í vopnaviðskiptum við aðrar þjóðir. Sveiflurnar í efnahags- málum síðustu árin eru á hinn bóg- inn vatn á myllu demókrata sem benda á að átta ára stjórnartíð Bills Clintons á liðnum áratug hafi verið nær samfellt hagsældarskeið. Öldungadeildin í Bandaríkjunum Örfá atkvæði gætu víða ráðið úrslitum Washington. The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.