Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rúmteppi frá kr. 5.600 Z-brautir og gluggatjöld Faxafen 14 108 Reykjavík sími 525 8200 Fax 525 8201 Veffang www.z.is Netfang z@z.is Starfsdagar þroskaþjálfafélagsins Að bæta lífs- kjör fatlaðra Þroskaþjálfafélag Ís-lands gengst fyrirstarfsdögum nk. fimmtudag og föstudag í Hótel Borgarnesi. Salóme Þórisdóttir er formaður fé- lagsins og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Segðu okkur aðeins frá þessum starfsdögum. „Þroskaþjálfafélag Ís- lands heldur starfsdaga annað hvert ár og hitt árið efnum við til málþings. Við tökum fyrir þau mál sem brenna hvað heitast á okk- ur, bæði faglega og starfs- lega, hverju sinni. Að þessu sinni er yfirskrift starfs- daganna „Lagaleg og sið- ferðileg viðmið í nútíma- samfélagi – starfsrammar þroskaþjálfunar“. Formið er vissu- lega líkt, en það er grundvallar- munur á efnistökum. Starfsdagar eru aðeins opnir þroskaþjálfum en málþingin eru öllum opin. Það má því segja að á starfsdögum skoðum við okkur meira inn á við. Þessar uppákomur eru því ólíks eðlis.“ Hver er yfirskrift starfsdag- anna? „Það hefur margt verið að breytast í þjóðfélaginu í áranna rás og hefur starf þroskaþjálfans ekki farið varhluta af því. Við stöndum t.d. frammi fyrir því í dag að ríki og sveitarfélög, Félagsþjón- ustan er að gangast fyrir mikilli rekstrarlegri hagræðingu sem miðar öll að því að veita meiri þjón- ustu með minna fjármagni. Þetta setur okkur í mikinn vanda því eft- irspurn fólks með fötlun og að- standenda þess eftir þjónustu okk- ar er miklu meiri heldur en það fjármagn og mannafli, sem við höf- um yfir að ráða, gefur færi á. Það er sama hvar litið er á þjónustuna, alls staðar eru langir biðlistar. Ástandið er þó betra úti á landi en hér á suðvesturhorninu, en heild- armyndin er ekki góð. Starfsumhverfið er með þeim hætti að uppi eru spurningar um það hvort þroskaþjálfar séu að starfa í samræmi við eigin siða- reglur, en fyrsta reglan í starfslýs- ingu okkar og reglum er í þá veru að við eigum að bæta lífskjör skjól- stæðinga okkar. Krafan um aukna hagræðingu í framkvæmd þjón- ustunnar leiðir til að færri hendur eiga að vinna meira verk. Það gef- ur augaleið að slíkt hlýtur að koma niður á gæðum þjónustunnar sem fólki með fötlun er veitt. Ef við eig- um að draga úr launakostnaði þá er hætta á að það bitni á fötluðum. Fólk með fötlun á sömu kröfur til mannréttinda og aðrir. Til að svo megi verða þarf að ryðja burtu ýmsum samfélagslegum hindrun- um sem oft kallar á aukið fjár- magn. Svör stjórnvalda við þess- um kröfum hafa oft verið ófullnægjandi, en vegna aðstæðna þeirra er það bæði dýrt og erfitt að veita þeim þau réttindi. Því er spurt hvort við stöndumst kröfur og siðareglur og sumir segja nei. Þið ætlið sum sé að taka þetta mál fyrir? „Já, og það er fleira sem þarf að skoða. Um- ræða um þvingun í þjónustu við fólk með þroskahömlun hefur ver- ið mikil meðal þroskaþjálfa og hagsmunasamtaka fatlaðra, m.a. Þroskahjálpar, á síðustu árum. Í starfi sínu þurfa þroskaþjálfar oft að nota aðgerðir og starfa í að- stæðum sem flokkast undir þving- un. Þetta á ekki einungis við astæður þar sem verið er að vernda fólk frá því að skaða sjálft sig og aðra heldur einnig í aðstæð- um daglegs lífs þegar fólk þarf m.a. að búa við aðstæður sem það kýs ekki sjálft og þiggja þjónustu sem er ekki samkvæmt þörfum þess og væntingum. Við þurfum líka að taka fyrir það sem við lend- um iðulega í í starfi okkar en það eru þvinganir og valdbeitingar. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að í starfi okkar þarf aðkoma oft að vera röggsöm og inngrip að vera sterkt. Það getur þurft að halda fólki hverju frá öðru og koma í veg fyrir að það skaði sig sjálft. Það er staðreynd að í þjón- ustunni getum við verið að þvinga fólk til að gera hluti sem það vill ekki gera. Þetta kemur t.d. fram á sambýl- um, sem er eina úrræði sem þeim sem hafa mikla þjónustuþörf er búið. Hið opinbera hefur sett regl- ur um sambýlin, á þeim skulu allt að sex búa og auk þeirra er tals- vert starfsmannahald. Það þýðir að það er orðið býsna margt í heimili og staðreyndin er sú, að margir sem þurfa að búa við þess- ar kringumstæður hreinlega þola ekki áreitið. Þá vaknar spurningin hvort við séum að þvinga fólk til lífs sem fullnægir ekki þörfum þess og væntingum. Svona gæti ég haldið áfram.“ Ætlið þið að finna úrræði? „Það er til lagarammi og þar á ég við Lög um málefni fatlaðra auk allrar almennrar lagaumgjarðar og það eru til tillögur, það er bara ekki til fjármagn til að setja í mála- flokkinn. Þetta stendur því og fell- ur með fjárlögunum hverju sinni. Það er vert að geta þess að Norð- menn hafa sett lög sem draga mjög úr þvingun- um í þjónustu við fatl- aða og auka og treysta frelsi þeirra og réttindi. Á starfsdögum ætlum við einmitt að skoða áhrif þessara laga á þjónustuna í Noregi og at- huga hvort við getum eitthvað lært af reynslu Norðmanna og komið með tillögur að úrbótum hér á landi. Endurskoðun á málaflokkin- um í Noregi leiddi í ljós óþægileg- ar spurningar um hvort lög sem leyfðu þvinganir leiddu ekki til þess að lög væru brotin á fötluð- um.“ Salóme Þórisdóttir  Salóme Þórisdóttir er fædd á Ísafirði árið 1956. Hún útskrif- aðist úr Þroskaþjálfaskóla Ís- lands 1981 og lauk MA-námi í sömu grein frá háskóla í Kansas 1993. Samhliða námi hefur hún unnið að málefnum fatlaðra vítt og breitt frá 1978. Frá apríl 2002 hefur aðalstarf Salóme verið for- mennska í Þroskaþjálfafélagi Ís- lands. Salóme er gift og þriggja stráka móðir. Alls staðar eru langir biðlistar Það er nú lítið orðið um aðra þjónustu en að nudda af þér, Nonni minn, svo þú verðir ekki þjóðinni til skammar fyrir sóðaskap, þegar þú bankar uppá hjá Lykla-Pétri, góði. NÍTJÁN ára ölvaður piltur sem hafði leitað skjóls í lögreglubíl frá reiðum félögum sínum, launaði lög- reglunni greiðann með því að stela lögreglubílnum, aka honum á brunahana og síðan á grindverk þar sem bíltúrnum lauk. Lögreglu- bíllinn var óökufær á eftir og varð að draga hann burtu með drátt- arbíl. Egill Bjarnason, yfirlögreglu- þjónn lögreglunnar í Hafnarfirði, segir ljóst að lögreglumenn hafi gert mistök með því að skilja bíl- lykil eftir í bílnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði var lögreglan kölluð að húsi við Einiberg í Hafn- arfirði á sjötta tímanum á sunnu- dagsmorgun vegna deilna sem þar höfðu orðið milli vina. Eftir heift- úðlega rimmu fór pilturinn á heim- ili sitt sem er skammt frá og náði í hafnaboltakylfu og lét heimilis- hundinn fylgja sér. Hann lét síðan höggin dynja á bifreið sem í voru fjórir félagar hans, tveir piltar og tvær stúlkur. Þegar lögregla kom á vettvang var pilturinn búinn að brjóta allar rúður í bílnum en hundurinn hafði haft vit á að hafa sig á brott. Held- ur hafði æðið runnið af pilti því hann óskaði eftir því við lögreglu að hún veitti honum skjól fyrir reiðum félögum sínum og var honum leyft að setjast upp í lögreglubílinn. Á meðan lögreglan reyndi að stilla til friðar á staðnum, klifraði hann fram í ökumannssætið, ræsti bílinn og bakkaði honum frá hús- inu. Hann ók síðan á brunahana og loks á grindverk þar sem bíllinn stöðvaðist. Pilturinn var handtek- inn og færður í fangageymslur þar sem hann gisti yfir nótt. Lögreglunni í Reykjavík var falin rannsókn málsins. Lyklarnir gleymd- ust í lögreglubílnum Piltur stal bílnum og stórskemmdiSÍÐUSTU daga hafa sex ein-staklingar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna auðgun- arbrota að kröfu lögreglunnar í Reykjavík, að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoð- aryfirlögregluþjóns. Tveir menn voru úrskurðaðir í níu daga gæsluvarðhald í gær grunaðir um að hafa brotist inn í fyrirtæki á Teigunum um helgina. Mennirnir voru hand- teknir í gær og í fórum þeirra fannst hluti þess, sem stolið var í innbrotinu. Á laugardag voru tveir menn úrskurðaðir í 10 daga gæsluvarðhald en þeir voru handteknir með þýfi úr íbúðarhúsi í Vesturbænum. Við húsleit fannst þýfi úr öðrum innbrotum. Loks voru maður og kona úrskurðuð sl. þriðju- dag í vikugæsluvarðhald eftir innbrot á Grundarfirði, Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu. Sex manns í gæslu- varðhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.