Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Daníel SigurðurLárusson fædd- ist á Akranesi 22. desember 1947. Hann lést á sjúkra- húsi í Búdapest 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Þjóðbjörnsson húsasmíðameistari, f. 1908, d. 1991, og Margrét Jóhanns- dóttir Björnsson, f. 1911, d. 1983. Þau bjuggu lengst af á Akranesi. Systkini Daníels eru Jóhann, starfsmaður á Skattstofu Vestur- lands, f. 1937, d. 1991, Halldóra, húsmóðir á Akranesi, f. 1938, d. 2001, Margrét, húsmóðir í Reykja- vík, f. 1941, Sigurður, starfsmað- ur Cargolux í Luxemborg, f. 1945, Björn Sigurður, f. 1949, d. 1951, og Björn Sigurður, viðskiptafræð- 1986. b) Brynja, starfsmaður PharmaNors, f. 2.5.1973. Sambýliskona Daníels er Dóró- thea Magnúsdóttur, f. 12.10. 1950. Sonur Dórotheu er Knútur Rafn Ármann, f. 14.9. 1970. Eiginkona hans er Helena Hermundardóttir, f. 5.6. 1970, dætur þeirra eru Dóróthea og Karítas. Daníel nam við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í rafvélavirkjun 1. mars 1969. Síðar stundaði Daníel nám í viðskipta- og rekstrarfræðum við Endur- menntunarstofnun Háskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi vorið 1998. Daníel hóf störf hjá IBM á Íslandi 1. apríl 1969 þar sem hann starfaði við tölvuþjónustu fyrir- tækisins. Því starfi gegndi hann þar til hann réðst til Morgun- blaðsins 1. mars 1985. Þar veitti hann forstöðu bókhaldsdeild blaðsins til dánardags. Daníel var mikill náttúruunnandi, félagi í Útivist og vann mikið að upp- byggingu félagsins í Þórsmörk og víðar. Útför Daníels verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ingur á Akranesi, f. 1955. Daníel kvæntist Kolbrúnu Hilmars- dóttur 1. maí 1968, þau slitu hjúskap 1993. Foreldar henn- ar eru Hilmar B. Jónsson, útgerðar- maður og fram- kvæmdastjóri, f. 1925, d. 1995, og Árný S. Þorsteinsdóttir bók- menntafræðingur, f. 1928. Dætur Daníels og Kolbrúnar eru: a) Árný Sigríður hjúkr- unarfræðingur, f. 25.12. 1968, eig- inmaður hennar er Hörður Harð- arson arkitekt, f. 30.5. 1949. Synir þeirra eru Tómas Atli, f. 2000, og tvíburarnir Orri og Darri, f. 2001. Sonur Árnýjar og fyrri eigin- manns, Eðvalds Sveinbjörnssonar flugvirkja, er Daníel Sigurður, f. Aldrei hefði okkur dottið í hug að Búdapest ætti eftir að verða örlaga- staður í lífi okkar fjölskyldu. Er mamma og Daníel kvöddu okkur og fóru til vikudvalar þar hvarflaði aldr- ei að okkur að við ættum ekki eftir að hitta Daníel aftur. Daníel hafði verið síðustu helgar að smíða fjallaskála með félögum sínum í Útivist og alltaf hefur hann hugsað vel um líkamlega heilsu sína og verið okkur fyrirmynd að heilbrigðu líferni. Hann synti og skokkaði reglulega og því hvarflaði ekki að okkur að andlát hans myndi bera svo skjótt að, maður á besta aldri. Engan þekktum við eins bóngóðan og greiðvikinn sem Daníel, hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa manni ef eitthvað stóð til, enda var hann fjölhæfur handverksmaður, og honum fannst ekkert ómögulegt. Alltaf var gaman að fá hann í heim- sókn því hann tók mikinn þátt í fram- tíðaráformum okkar heima í Frið- heimum og vorum við farin að hlakka mikið til þegar hann kæmi heim frá Búdapest til að sýna honum okkar nýjustu framkvæmdir, sem við Daníel vorum heilmikið búin að velta fyrir okkur. Daníel lifði lífinu lifandi og kenndi manni að með góðu skipulagi er hægt að sinna öllum sínum hugðar- efnum og hafa gaman af lífinu. Hann skilur víða eftir sig stórt skarð, á Morgunblaðinu, hjá skokk-, sund- og bridgefélögum sínum og félögum sínum í Útivist, og ekki síst hjá okk- ur í fjölskyldunni, en hann var mikill og góður fjölskyldumaður. Strax í upphafi kynna hans og mömmu var eins og hann hefði alltaf verið með okkur. Dætur okkar voru farnar að kalla hann afa Daníel, en sárast þyk- ir manni hversu stuttur tími okkur var gefinn með honum. En því verð- ur víst ekki breytt og það sem situr eftir er innilegt þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum að eiga með Daníel. Elsku Addý, Hörður, Daníel, Tómas Atli, Orri, Darri, Brynja og mamma, megi guð styrkja okkur í þessari djúpu sorg. Orð fá ekki lýst því hve söknuður- inn er mikill. En eftir stendur minn- ingin um góðan og mætan mann, okkar elskulega Daníel. Knútur og Helena, Friðheimum. Hann Daníel bróðir er látinn. Hann var fagurkeri, náttúruunn- andi, kurteis og fágaður í framkomu og hvers manns hugljúfi. Fámáll um eigin hag, en lét sér annt um hag annarra. Undir rólegu fasi bjó við- kvæm og tilfinningarík sál sem ef til vill of fáir kynntust því hann var líka stríðinn, glaðlyndur og hafði hár- beittan húmor. Hann hafði sterka réttlætiskennd og mikinn áhuga á þjóðmálum án þess að tengjast stjórnmálasamtök- um. Þegar ég bauð mig fram í bæj- arstjórnarkosningum sl. vor gaf hann mér það heilræði að taka alltaf afstöðu, byggða á eigin sannfæringu, hvað sem flokkslínum liði. Hann virti mikils yfirmenn sína þá Styrmi og Matthías á Mogganum þar sem hann vann síðustu 17 árin, og skýrði skil- merkilega skrif blaðsins þegar ég gagnrýndi þau af einhverju tilefni sem ég man ekki lengur. Hann var fyrstur til varnar þegar vegið var að heiðri og æru manna að ósekju. Hin síðari ár tengdumst við Dalli nánar og samband okkar varð meira, nánast eins og á milli föður og sonar enda átta ár á milli okkar – og þó vorum við yngstir í stórum hópi systkina sem stór skörð hafa verið höggvin í. „Hvernig hefurðu það“ eða „hvernig ertu“ spurði hann til að forvitnast um mína hagi. Hann var stoð og stytta okkar Önnu þegar á reyndi í lífinu og ég, litli bróðir, var óþægur. Þá stappaði hann í okkur stálinu og samgladdist okkur inni- lega þegar vel gekk og hvatti okkur áfram. Hann vandaði um fyrir mér með rökum þegar honum mislíkaði – en aldrei með hávaða – alltaf rökfast- ur, skynsamur og ráðagóður. Við eigum öll minningu um góðan dreng sem lést langt fyrir aldur fram. Við söknum bróður, vinar, trúnaðarmanns og ljúfmennis. Inni- legar samúðarkveðjur til Dórótheu, Addýjar, Brynju og fjölskyldna þeirra. Björn S. Lárusson og fjölskylda, Akranesi. Daníel kom inn í líf systur minnar, Dórótheu, á þeim tíma sem hún þurfti hvað mest á umhyggju og styrk að halda. Með nærveru sinni, ástúð og þroska, gaf hann henni meir en nokkur orð fá lýst. Við fjölskyldan og vinir hennar fundum það. Sam- band þeirra virtist styrkjast og verða fallegra dag frá degi og bjartir tímar voru framundan. En þegar kemur að leikslokum, er hvorki spurt um stund né stað. Ekki óraði mig fyrir, að ég væri að kveðja Daníel í hinsta sinn 6. október sl. fyr- ir utan Leifsstöð á leið minni til Grikklands. Fjórum dögum seinna fóru þau sjálf til útlanda – í skemmti- ferð – sem á sekúndubroti breyttist í harmleik – kall Daníels kom skyndi- lega og sárt. Kæra systir mín. Ég mun tendra ljós til minningar um yndislegan mann og þakka fyrir þann tíma sem fjölskyldan okkar naut nærveru hans. Einnig mun ég biðja almættið um að styrkja þig í sorginni og hjálpa þér að hlúa að góðu minning- unum ykkar Daníels í hjarta þínu. Innilegar samúðarkveðjur til dætra hans og annara aðstandenda. Hvíl í friði. Sifnos 22. október, Helga Magnúsdóttir. Við, fyrrverandi tengdafólk, vilj- um kveðja genginn góðan dreng. Enginn veit hvenær kallið kemur, en það er víst að Daníel Lárusson var kallaður alltof snemma. Þegar hugurinn hvarflar til baka eftir þriggja áratuga samskipti manna í millum kemur að sjálfsögðu ýmislegt upp, en á samskiptin við Daníel féll hins vegar aldrei skuggi. Þau okkar, sem kynntust kerfis- fræðingnum Daníel í starfi, urðum vitni að fagmannlegum og skipulögð- um vinnubrögðum hans. Yfirvegun og fagmennska var hans aðalsmerki. Sama hvað á gekk, alltaf hélt Daníel ró sinni og var ætíð ráðhollur og já- kvæður. Ef leita þurfti fulltingis Daníels þá lagði hann sig ávallt í framkróka til aðstoðar hver sem bónin var og hver sem í hlut átti. Okkur finnst sem við höfum misst bróður jafnt sem góðan félaga og vin. Við vottum dætrum hans Árnýju Sigríði og Brynju innilega samúð okkar. Árný, Jón, Sigrún, Katrín, Þórey, Steinunn, Þorsteinn og Hilmar. Þegar ég loka augunum sé ég svarthvíta mynd úr albúmi pabba. Tveir peyjar í stuttbuxum og ullar- sokkum draga á eftir sér vörubíla sem afi hafði smíðað. Sá stærri er þybbinn og geislar af honum ró og öryggi. Sá minni, sem er grannur og langleitur, brosir svo breitt að þar er á ferð lítill kátur trítill eða fló á skinni. Myndin segir „Við erum einn!“ Myndin hefur líklega verið tekin á Akranesi 1952. Sá eldri er sjö ára og sá yngri er fimm ára. Peyj- arnir eru Sigurður pabbi minn og Daníel bróðir hans, eða Siggi og Dalli. Þessi mynd er meira en vitni síns tíma og segir allt sem þarf að segja um samband bræðranna. Þeir ólust upp eins og tvíburar og það samband breyttist ekki. Þegar annar gifti sig leið ekki á löngu þar til hinn gerði slíkt hið sama. Ég fæddist í október 1968 og tveimur mánuðum seinna kom Addý frænka í heiminn. Ekkert af þessu var skipulagt né gert af ásettu ráði. Það er bara þetta ósýnilega og óskiljanlega afl sem hefur tengt þá bræðurna í gegnum tíðina. Þegar ég var sex ára fluttu pabbi og mamma til Lúxemborgar og hafa búið þar síðan. Við systkinin vorum auðvitað flutt út líka eins og annað hafurtask. Árin liðu og Daníel var eins og hver annar frændi í mínum augum. Það var ekki fyrr en ég fór í Menntaskólann á Akureyri að ég skildi að hann var mér meira en frændi. Ég fór heim til Lúxemborg- ar í öllum fríum og ávallt fór ég um heimili þeirra hjónanna. Þar var ekki aðeins bækistöð, heldur var Daníel eins og annar faðir minn, því ég var sonur hans Sigga og það gerði okkar samband örlítið sérstakt. Daníel hafði alltaf tíma til að hlusta á mín vandamál, hvort sem þau voru út af stelpum, peningaleysi eða ágreiningi heima. Þeir sem til þekkja vita að það er meira en sjálfsagt, því ég tala mjög mikið. En alltaf gat hann gefið ráð á þann hátt að líðanin var betri á eftir, þó ráðið væri kannski ekki það sem ég helst vildi heyra. Svo gerðist það í þriðja bekk að það skall á verk- fall, eins og gengur og gerist í ís- lensku menntakerfi. Heimavistin var lokuð og pabbi og mamma langt í burtu. Daníel tók mig strax upp á sína arma og þar sem ég var mikill áhugamaður um ljósmyndun kynnti hann mig fyrir Ljósmyndadeild Morgunblaðsins. Það var mikið og skemmtilegt ævintýri. Daníel var meira en bara frændi – hann var vinur minn. Við áttum mik- ið sameiginlegt, svo sem óstöðvandi tölvudellu og áhuga á öllum mögu- legum eða ómögulegum tækjum og tólum. Hann átti alltaf það nýjasta og besta og mikil upplifun að fá dótið hans lánað til að fikta með – sem allt- af var sjálfsagt mál. Honum var eðl- islægt að deila með sér og gera vel við aðra án þess að ætlast til að fá það endurgoldið. Þó vegalengdin milli Íslands og Sviss hafi orðið til þess að við hittumst sjaldnar sein- ustu árin, þá var aldrei fjarlægð í okkar vináttu. Fjölskyldan hefur misst góðan dreng sem ávallt var öðrum til stuðn- ings. Við munum sakna hans. Ólafur Jóhann Sigurðsson. Zürich, Sviss. Daníel Lárusson er fallinn frá. Fráfall hans kom mjög á óvart. Þótt við vissum að hann væri ekki alheill var kraftur hans það mikil að ekki var hugsað til kveðjustundar. Kynni okkar af Daníel náðu til nokkurra ára eftir að hann og Dóró- thea kynntust. Þau kynni sýndu fljótt hvaða mann Daníel hafði að geyma. Hann var þroskaður maður, traustur og hlýr og gott að vera í ná- vist hans. Drögum við ekki í efa að hann hafi verið sanngjarn og vel lið- inn yfirmaður á vinnustað. Hann var glaðlyndur maður sem hafði málin á hreinu og gerði ekki óþarfa vand- ræði úr hlutunum. Hann gekk beint og ákveðið til verks, hvort sem um var að ræða hina hversdagslegu hluti hins daglega lífs, að aðstoða vini og vandamenn eða byggja fjallaskála með félögum sínum til þess að aðrir útivistarmenn gætu notið góðs af. Ekki naut hann þess síður að eiga notalega kvöldstund með Dórótheu og vel var tekið á móti gestum á Óð- insgötunni. Þar var um margt að spjalla, hvort sem það voru þjóð- félagsmálin, nýjustu framkvæmdir við lagfæringu hússins eða þá að rætt var um fyrirhugaðar göngu- ferðir um ótroðnar slóðir Íslands sem aldrei verður hægt að fara. Þeg- ar rætt var um aðaláhugamál Dan- íels, ferðalög og útivist, var af nógu að taka. Hinn 10. október lögðu þau Dóra og Daníel upp í ferðalag sem byrjaði sem skemmtiferð en breyttist í and- hverfu sína. Daníel lést á sjúkrahúsi í Búdapest 21. október. Daníel og Dóróthea nutu sín vel saman og þau áttu skilið að vera samvistum í mörg ár í viðbót við þau fáu sem þau fengu að njóta. Við vottum Dórótheu, Knúti og Helenu, dætrum Daníels og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Margrét og Reynir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Í dag kveðjum við samstarfsmann okkar og góðan félaga Daníel Lár- usson. Við kynntumst honum fyrst þegar hann kom sem starfsmaður IBM í sérverkefni fyrir Morgunblað- ið fyrir um það bil 20 árum. Í fram- haldi af því hóf hann fast starf við blaðið og sinnti því af mikilli alúð. Þar fengum við að kynnast góðum manni sem auk þess að vera yfirmað- ur var góður félagi, alltaf tilbúinn að ræða málin þegar eitthvað kom upp á. Hann var bóngóður, jafnlyndur og áhugasamur um hag okkar sam- starfsmanna sinna. Daníel var höfðingi heim að sækja og höfum við í gegnum tíðina átt margar gleðistundir með honum. Þar er síðast að minnast heimboðs fyrir síðustu árshátíð, en þá bauð hann okkur öllum á skrifstofunni heim til þeirra Dórótheu á Óðinsgöt- una. Það er sorglegt til þess að hugsa að þessar stundir verði ekki fleiri. Ekki óraði okkur fyrir því þegar við kvöddum Daníel, á leið í stutt frí til Búdapest, að það yrði í hinsta sinn. Við vottum Brynju, Árnýju, Dórótheu og öðrum aðstandendum samúð okkar. Með vináttu og virð- ingu í huga kveðjum við Daníel, hans er sárt saknað. Samstarfsfólk á skrifstofu Morgunblaðsins. Það var um svipað leyti sem við Daníel Lárusson hófum störf hjá Morgunblaðinu, og má segja að frá fyrsta degi hafi skapast með okkur mikil vinátta, bæði innan vinnustað- ar okkar sem utan. Daníel var bón- góður maður með afbrigðum og vildi hvers manns vanda leysa og var það gott að geta ráðgast við hann þegar ný og flókin verkefni biðu úrlausnar í hinum flókna tölvuheimi nútímans. Utan vinnustaðar átti Daníel sér mörg áhugamál, m.a. hafði hann mikið yndi af stangaveiði, tók í spil með gömlum vinnufélögum, en þess- ara stundir fann ég að hann mat mik- ils, var mikill ferðagarpur og naut þess að ferðast um landið og vinna þar hvort heldur var að byggingu nýrra gistiskála eða lagningu göngu- stíga með félögum í Útivist. Þessara stunda fann ég að hann naut vel, var fjölfróður um Ísland, svo að stundum fannst manni hann þekkja hvern lófastóran blett á landinu, tók marg- ar myndir sem hann hafði gaman af að prenta út og gefa samferðamönn- um sínum. Fljótlega eftir að við hófum störf saman kynnti Daníel mig fyrir góð- um hópi manna sem lögðu það í vana sinn að hlaupa annan hvern dag í há- deginu, allan ársins hring, hvernig sem viðraði. Samband þeirra sem þarna hafa hlaupið saman hefur styrkst mikið með árunum og er það ekki síst Daníel að þakka. Hann var maðurinn á bak við það. Hlaupa- félagarnir styrktu enn frekar vináttu sína, m.a. með ferðum hér innan- lands sem utan ásamt eiginkonum okkur. Við Hrefna sendum Dórótheu, dætrum Daníels og öðrum ættingj- um innilegar samúðarkveðjur í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minn- ing Daníels Lárussonar. Ólafur Brynjólfsson. Fallinn er frá vinur minn og félagi Daníel Lárusson. Það var létt yfir Daníel og Dórótheu er ég ók þeim til Keflavíkur og þau voru á leið í stutt frí í Ungverjalandi. Stemmningin var góð, léttur andi og húmor í bíln- um á leiðinni suður á völl. Ekki fór þó sem ætlað var og Daníel veiktist alvarlega strax á öðrum degi ferð- arinnar og átti ekki afturkvæmt. Margs er að minnast af áratuga löngum kynnum, hvergi bar skugga á og vináttan einstaklega góð og gef- andi. Upphaf okkar kynna voru hjá IBM þegar ég hóf þar störf, ungur og óreyndur, en hann reynslumikill. Þar vorum við herbergisfélagar um tíma og Daníel, af sinni alþekktu ró og yfirvegun, umbar mig, leiðrétti og leiðbeindi á allan hátt. Hann var með eindæmum greið- vikinn. Í starfi okkar hjá Útivist var Daníel einstakur dugnaðarforkur. Á þessu ári tók þó steininn úr því helg- arnar skiptu tugum sem hann vann í sjálfboðavinnu. Hann tók að sér að byggja risavaxinn pall við skála fé- lagsins í Básum, sem er eitthvert mesta og besta umhverfisverkefni sem félagið hefur ráðist í. „Þetta er ekkert mál,“ sagði hann í upphafi og dreif verkið áfram af atorku og dugnaði. Kappsemin var einstök og unun var fyrir okkur hin að fá að vera með. Verkgleðin var svo smit- andi að margir gestir sem hugðust dvelja á staðnum í rólegheitum buðu fram aðstoð og vildu vera með. Þær helgar og á stundum virkir dagar sem verkið tók voru einstakur tími sem seint mun líða úr minni. Í haust tók við bygging Útivistar á nýjum skála við Strút á Mælifells- sandi. Þar var sama sagan; helgi eft- ir helgi vann Daníel við skálabygg- DANÍEL S. LÁRUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.