Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 60
STORKUR birtist við bæinn Ásunn- arstaði í Breiðdal í gærmorgun. Vappaði hann þar um túnið innan um fé í allan gærdag og var ekki að sjá að neitt fararsnið væri á honum, að sögn Rúnars Ás- geirssonar, bónda á Ásunnarstöðum. Allar líkur eru á að hér sé á ferð hvít- storkur sá er sást hefja sig til flugs frá Breiðdalsvík 22. október sl., eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu. „Ég sá hann fyrst 25. október en svo hef ég ekki séð hann fyrr en í morgun,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið í gær. ,,Það var snjór og gaddur þegar ég sá hann fyrst og því hélt ég að hann hefði drepist en svo birtist hann í morgun og hefur verið hér í allan dag. Hann heldur sig innan um féð og kemur alveg heim að húsi. Það er ekki hægt að segja að hann sé styggur, við komumst al- veg að honum í svona 15 til 20 metra færi. Hann var mjög blautur og hrakinn í morgun en mér sýnist hann vera farinn að hressast mikið núna, og hann tínir í sig upp úr jörðinni,“ segir Rúnar. Á vappi inn- an um féð og kemur heim að bæ Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Hvítstorkurinn kroppar í túninu á Ásunnarstöðum í Breiðdal.        *')*KLLKN @# &   5 *A 2*OP(N 1 #A' & *A *OP(N #B6!' &6 *O ON C%&%% ÁTTA Norðmenn hafa gengist undir bæklunar- skurðaðgerð hér á landi frá árinu 2000, en tækni- búnaður til þessara aðgerða er ekki til í Noregi. Norðmenn hafa til þessa þurft að greiða aðgerð- irnar algjörlega úr eigin vasa, en norska heilbrigð- isráðuneytið hefur nýlega ákveðið að styrkja þá sem hingað koma í framtíðinni að leita sér lækn- inga. Hver aðgerð kostar um 600 þúsund krónur, en auk þess þurfa sjúklingarnir að greiða flugfargjöld og hótelgistingu. Dr. Halldór Jónsson, yfirlæknir á bæklunar- skurðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að norskir bæklunarskurðlæknar skeri upp við hryggbrotum, en þeir hafi ekki aðstöðu til að gera aðgerðir þegar áverkar hafa komið í mjúkvef í hryggsúlu, liðbönd eða hryggþófa. Norðmenn hafi aflað sér þekkingar á þessu sviði, en ekki hrundið starfseminni af stað, enn sem komið er. Halldór játar því að þetta þyki nokkuð óvenju- legt. „Manni finnst eins og allt sé fljótandi í olíu og peningum hjá þeim og þá sé það svolítið skrýtið að þeir hafi ekki lagt sig eftir þeirri aðgerðartækni sem við erum með á Íslandi og á fleiri stöðum. Norskir bæklunarskurðlæknar eru mjög duglegir að öðru leyti, en á seinni árum hefur orðið mikil sér- hæfing innan bæklunarskurðlækninga og hafa þeir ekki lagt sig eftir þróuninni í þessum geira.“ Ávinningur fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi Halldór segir að engar aðgerðir hafi verið gerðar á Norðmönnum á eins árs tímabili, þegar bækl- unarskurðdeildin var flutt frá Hringbraut í Foss- voginn, þar sem starfsemi deildarinnar hafi raskast nokkuð við flutningana. En nú sé deildin að verða í stakk búin til að byrja að hjálpa Norðmönnum að nýju. Því hafi í raun átta aðgerðir verið gerðar á árstímabili, en fyrsta aðgerðin var gerð árið 2000. Halldór segir að biðlistar séu eftir að komast í að- gerð á bæklunarskurðdeild, en það sama gangi yfir Norðmenn og Íslendinga. Því þurfi þeir að bíða til jafns við Íslendinga. Nú séu fjórir Norðmenn að bíða eftir að komast hingað til lands í aðgerð. Hann segist telja það ávinning fyrir íslenskt heilbrigð- iskerfi að Norðmenn sæki sér lækningu hingað. „Við erum í raun að flytja út tæknikunnáttu og það hlýtur að vera af einhverjum ástæðum sem þeir koma hingað en ekki til Danmerkur eða Svíþjóðar, þar sem einnig er hægt að fara í aðgerðir af þessu tagi. Við getum í rauninni selt svona þjónustu áfram, það hefur verið mikið í umræðunni að selja læknisþjónustu til útlendinga, en það hefur kannski ekki gengið nógu hratt fyrir sig.“ Halldór segist þó vita til þess að sjúklingar hafi komið hingað erlendis frá í hjartaaðgerðir. Hann segir að á þennan hátt komi fjármunir inn í heilbrigðiskerfið, Landspítalinn – háskólasjúkra- hús, sem og sjúkrahótel Rauða krossins, þar sem sjúklingarnir dvelji að lokinni aðgerð, séu bæði á fjárlögum en fái með komum norsku sjúklinganna viðbótartekjur í reksturinn. Norskir sjúklingar leita til íslenskra skurðlækna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LÖGREGLUMENNIRNIR Jóhannes Viggósson, Guðlaugur Wium og Jóhann Eyvindsson sitja sigri hrósandi með væna peningafúlgu, sem kemst í hendur réttra eigenda eftir að lögreglan upplýsti innbrot og stórfelldan þjófnað í fyrirtæki í Grafarvogi. Í innbrotinu var stolið einni milljón króna í peningum. Fertugur maður var handtek- inn í gær, játaði á sig brotin við yfirheyrslur og vísaði á peningana. Ekki liggur fyrir hvernig þeir voru geymdir innan veggja fyrirtækisins. Manninum var sleppt, enda telst málið upplýst og þýfið komið í leitirnar. Lögreglumenn í Graf- arvogi og rannsóknarlögreglumenn á Breið- holtsstöð unnu saman að málinu. Morgunblaðið/Júlíus Milljónarþýfi endurheimt ÞRÁTT fyrir að lög hafi frá árinu 1997 heimilað hjónum að skipta ellilífeyrisréttindum jafnt á milli sín hafa sárafáir nýtt sér þennan möguleika. Ef hjón, sem gera með sér samkomulag um skiptingu lífeyrisréttar, skilja koma lífeyrisréttindin til skipta. Falli maki frá, sem áður hefur samið um sameiginlega eign lífeyrisréttinda, erfir eftirlif- andi maki hans hlut. Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út bækling um skiptingu ellilífeyrisréttinda milli hjóna árið 2000. Ákvæði um skiptingu lífeyrisréttinda tók gildi með breytingum á lögum um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda árið 1997. Ekki var samstaða um að gera þá breytingu að hjón ættu sameiginlega þau lífeyrisréttindi sem þau öfluðu sér. Hins vegar var sett í lögin ákvæði sem heimilaði hjónum og sam- búðarfólki að gera með sér samkomulag um skipt- ingu ellilífeyrisréttinda. Hjónin þurfa að tilkynna lífeyrissjóðum sínum um þetta samkomulag, en mjög fáir hafa nýtt sér þennan möguleika þrátt fyrir að þessi heimild hafi verið í lögum í fimm ár. Lögin heimila að bæði áunnum réttindum og framtíðarréttindum sé skipt. Skipting áunninna réttinda verður að eiga sér stað a.m.k. sjö árum áður en taka ellilífeyris getur fyrst hafist. Það skil- yrði er sett í lögunum að heilsa sjóðsfélagans dragi ekki úr lífslíkum. Lífeyrisréttindum skipt við skilnað Ef hjón, sem gert hafa samkomulag af þessum toga, skilja verður áunnum lífeyrisréttindum þeirra skipt jafnt á milli þeirra við skiptingu bús- ins. Ef hins vegar maki deyr heldur sá, sem eftir lifir, tilskildum hlut af lífeyrisréttindum hins látna. Auk þess fær hann greiddan makalífeyri eftir reglum lífeyrissjóðsins, en algengast er að hann sé greiddur í 3 ár. Í vor dæmdi Hæstaréttur í máli þar sem kona krafðist þess að fá hlutdeild í lífeyrisréttindum fyrrverandi maka, en konan hafði verið heima- vinnandi í 20 ár og ekki greitt í lífeyrissjóð á þeim tíma. Hæstiréttur dæmdi að við skilnaðinn bæri að taka tillit til lífeyrisréttinda við skiptingu búsins. Fyrir Alþingi liggur núna þingsályktunartillaga frá Guðmundi Hallvarðssyni, en hún gerir ráð fyr- ir að Alþingi skipi nefnd sem verði falið að kanna hvernig hægt sé að tryggja með lögum lífeyris- réttindi beggja hjóna. Heimilt að skipta lífeyr- isréttindum milli hjóna Sárafáir hafa nýtt sér möguleika sem staðið hafa til boða í fimm ár ÁSTAND ávaxta og grænmetis á Íslandi er gott að mati Holl- ustuverndar ríkisins. Greind- ust engin varnarefni í 62% af þeim 300 sýnum sem tekin voru til athugunar. Í rúmum þriðj- ungi sýna greindust varnarefni undir hámarksgildum. Aðeins greindust varnarefni í 9% sýna sem tekin voru af ís- lensku grænmeti og voru varn- arefnin undir hámarksgildum í öllum tilvikum, segir Hollustu- vernd ennfremur. Af ávöxtum voru tekin 163 sýni, flest af appelsínum, eplum og perum. Engin varnarefni greindust í 42% og í 54% greindust varnarefni undir há- marksgildum. Flest efni fund- ust í appelsínum. Hollustu- vernd segir ástand mat- jurta gott  Varnarefni/25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.