Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 24
Atvinnu- og jafnréttisfulltrúi ráðinn í Norðausturkjördæmi OPNUÐ hefur verið á Egilsstöðum skrifstofa atvinnu- og jafnréttis- ráðgjafa Norðausturkjördæmis og hefur Helga Björg Ragnarsdóttir verið ráðin til að sinna starfinu. Ráðning atvinnu- og jafnréttis- ráðgjafa er liður í sameiginlegu verkefni félagsmálaráðuneytis og Byggðastofnunar um að bæta stöðu kvenna á landsbyggðinni og hefur áður verið ráðinn slíkur starfskraftur á Norðurlandi vestra, með aðsetur á Blönduósi. Þótti það skila svo góðum árangri að ástæða var talin til að blása til sóknar í norðausturhluta landsins. Helga Björg Ragnars- dóttir er Reykvíkingur. Hún hefur lokið BA-námi í félagsfræði frá HÍ og er einnig að ljúka masters- námi í viðskiptafræði. Meginhlutverk nýja at- vinnu- og jafnréttisráð- gjafans verður að starfa, í samvinnu við atvinnuráðgjafa svæðisins, að ýmsum átaksverkefn- um. Þau eiga að miða að því að fjölga atvinnutækifærum kvenna verulega og stuðla að auknu jafnrétti. Helga Björg segir væntingar sínar til starfsins fyrst og fremst þær að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu. „Ég mun byrja á tengslamyndun og að átta mig á aðstæðum. Eitt af fyrstu verkefnunum verð- ur svo að vinna yfirgrips- mikla úttekt á stöðu kvenna í Norðausturkjördæmi. Þá mun starfið fela í sér m.a. almenna ráð- gjöf og námskeiðshald.“ Egilsstaðir Helga Björg Ragnarsdóttir LANDIÐ 24 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLAN í Borgarnesi lét í gær urða fimm folalda- skrokka, fimm lambaskrokka og yfir 100 kindalappir af heimaslátruðum skepnum. Kjötið var í sendiferðabíl sem var stöðvaður á Vest- urlandsvegi á sunnudags- kvöld. Bílstjórinn sagðist vera á leið með kjötið á höf- uðborgarsvæðið en lögreglan í Borganesi hafði fengið ábendingu um ferðir bílsins frá starfsfélögum sínum á Blönduósi. Að sögn lögreglu er með öllu óheimilt að flytja kjöt af heimaslátruðum skepnum af lögbýlum auk þess sem flutn- ingarnir brutu í bága við lög um varnir gegn dýrasjúkdóm- um. Kjötinu var því eytt. 100 lappir af heima- slátruðu Borgarnes HINN 24. október hófst árleg fjögurra kvölda fyrirlestraröð í Húsinu á Eyrarbakka. Fyrsti fyrirlesari var Árni Daníel Júlíusson sagnfræð- ingur og fjallaði hann um að- dragandann að stofnun Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og fyrstu ár starfseminnar. Fimmtudaginn 31. október fjölluðu tveir fyrrverandi skólastjórar um breytingar í skólastarfi á liðinni öld, eink- um síðari hluta þeirrar aldar. Næstkomandi fimmtudag, 7. nóvember, mun Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur fjalla um Jón Sigurðsson forseta og viðhorf hans til skólamála. Fyrir- lestraröð í Húsinu Eyrarbakki HAUSTÞING ungs fólks á Austur- Héraði var nýlega haldið undir yf- irskriftinni „Lífið er eins og kon- fektkassi – eða félagsaðstaða ungs fólks á aldrinum 16–25 ára á Hér- aði. Hvar viljum við vera og hvað viljum við gera?“ Er þar vísað til þess að í lífsins konfektkassa bragðist molarnir misjafnlega vel og þó vel sé meint að rétta ungu fólki ákveðna mola, henti þeir því ef til vill ekki og það vilji heldur fá að velja sjálft. Þingið sátu rúmlega 60 manns á ýmsum aldri, en auk unga fólksins og annarra áhugasamra, komu til skrafs og ráðagerða bæjarfulltrúar og embættismenn á Austur-Héraði. Sérstakir gestir þingsins voru Ásta Möller þingmaður, en hún er for- maður starfshóps mennta- málaráðuneytis um félags- og tóm- stundastarf ungs fólks og Jón Gunnar Bernburg, starfsmaður hópsins. Molarnir í lífsins konfektkassa bragð- ast misjafnlega Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Haustþing ungs fólks á Austur-Héraði hvatti bæjarstjórnina til dáða. Eiríkur B. Björgvinsson bæj- arstjóri setti þingið og kvað hann það einstakt framtak í málefnum ungs fólks á Íslandi. Hann sagði stefnu sveitarfélagsins í málefnum ungs fólks ljósa; stefnt væri að virku og fjölbreyttu starfi og þátt- töku þess innan sveitarfélagsins á vettvangi skólastarfs, menningar, íþrótta- og atvinnustarfsemi. Mark- miðið væri að Austur-Hérað væri áhugaverður staður fyrir ungt fólk í starfi og leik og unglingar ættu að eiga þátt í ákvörðunum er lytu að sameiginlegum málefnum þeirra. Eiríkur sagði fyrrgreindum starfshópi menntamálaráðuneyt- isins ætlað að vinna vandaðar til- lögur að fjölmörgum þáttum er rennt geta styrkari stoðum undir félags- og tómstundamál ungs fólks í dag. Ungt fólk hafi bein áhrif á það samfélag sem það býr við. Þá fluttu ávörp m.a. framhalds- skólanemar á Austur-Héraði og Fá- skrúðsfirði og forstöðumaður Gamla Apóteksins á Ísafirði, en sá síðastnefndi bauð fulltrúum á þinginu að koma og kanna ísfirska félagsaðstöðu. Sigríður Eir Zophoníasardóttir benti í ávarpi sínu á að á Austur- Héraði ríktu þær sérstöku að- stæður að yfir vetrarmánuðina safnaðist þorri ungs fólks á Austur- landi í einn stað. Fólk á aldurs- bilinu sextán til tuttugu og fimm ára yrði á þessum tíu mánuðum mjög stór hluti samfélagsins. Þann- ig sköpuðust kjöraðstæður til að nýta krafta unga fólksins og láta það hafa bein áhrif á samfélagið sem það byggi í. Í hópastarfi voru dregnar saman tillögur að úrbótum. Þær eru nokk- urs konar samþykktir þingsins og fara fyrir fund fræðslu- og menn- ingarráðs Austur-Héraðs og þaðan til afgreiðslu í bæjarstjórn í lok nóvembermánaðar. Það sem allra mest brann á þingheimi var skort- ur á fjölnota húsnæði fyrir ung- menni á svæðinu. Félagslífið væri í raun gott, en alltaf vantaði hentugt húsnæði, einhvern miðpunkt til að vinna út frá. Fjölmörg önnur atriði voru nefnd til sögunnar, en í flest- um þeirra stóð húsnæðisskortur mönnum fyrir þrifum. Þinginu lauk með pallborðs- umræðum, þar sem fulltrúar unga fólksins og sveitarstjórnar Austur- Héraðs sátu fyrir svörum. Tillögur haustþings ungs fólks á Austur- Héraði fara til afgreiðslu í bæjarstjórn ÞEGAR Anton Gunnarsson frá Deildarfelli fór að svipast um eftir kindum inni í Sauðafelli, sem er inn af Vopnafirði, fann hann tvö Morgunblaðið/Jón Sigurðarson lömb sem tófa hafði leikið grátt. Annað lambið hafði tófan drepið en hitt var alblóðugt og illa til reika. Hann fann svo fjórar kindur til viðbótar sem tófan hafði drepið síðustu daga. Í svokallaðri Egils- staðaafrétt fann hann 10 kindur á lífi og fóru fjórir menn á tveim vélsleðum og sóttu þær og komu með þær að bænum Háteigi í Vopnafirði. Dýrbítur við Sauðafell Vopnafjörður EKKI urðu teljandi meiðsl á fólki í hörðum árekstri á gatna- mótum Fagradalsbrautar og Kaupvangs á Egilsstöðum á sunnudagskvöld. Að sögn lögreglunnar á Eg- ilsstöðum skullu þar saman jeppi og fólksbíll og valt jepp- inn við áreksturinn. Báðir bíl- arnir skemmdust mikið og varð að draga þá af vettvangi með kranabíl. Jeppi valt í hörðum árekstri Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.