Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 39
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 39 UMHVERFI í spónamálum hefur tekið stakkaskiptum síðustu árin og mun nú senn heyra sögunni til að hestamenn geti keypt heilu gámana af lausum spónum sem þeir síðan pokuðu sjálfir eða blésu inn í spóna- geymslurnar. Nú stefnir í að einvörð- ungu verði hægt að kaupa pökkuðum spónum í 30 kílógramma neytenda- umbúðum ef svo má að orði komast. Það eru sjálfsagt blendnar tilfinning- ar sem fylgja þessum „búháttabreyt- ingum“ því spónamóttakan var ein- hver sóðalegasta vinna sem hægt var að hugsa sér. Hinsvegar hefur þessi breyting í för með verulega hækkun á verði spóna og því hægt að tala um „súrsæta“ breytingu. Tveir stórir framleiðendur eftir Nú eru aðeins tveir stórir spóna- framleiðendur á landinu, Húsasmiðj- an í Reykjavík og Límtré á Flúðum. BYKO hefur flutt lungann af sinni vinnslu til Lettlands og hafa þeir ver- ið að flytja inn spæni þaðan í pökk- uðum böllum. Fyritækið Hestalist hefur nú tryggt sér allan lausan spón frá Húsamiðjunni og munu þeir fé- lagar Páll Viktorsson og Jón Jónsson í Hestalist á næstu dögum hefja pökkun á spónum og selja þá í neyt- endapakkningum. Hjá Límtré eru spænir seldir í lausu en að sögn Reynis Guðmundssonar þar á bæ mun svo verða um sinn. Upplýsti hann að hugað hefði verið alvarlega að því að fá pökkunarvél og hefja sölu á þeim pökkuðum en eftir að vinnslan dróst saman var horfið frá því um sinn. Taldi hann að ef aftur muni lifna yfir vinnslunni verði slík vél keypt. Sagði Reynir að eftirspurnin eftir spónum væri langt umfram það sem þeir gætu annað. Fyrirspurnir bær- ust víða að en í dag fengju eingöngu þeir sem verið hafa til langstíma í við- skiptum við fyrirtækið. Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur verið í stórfelldum innflutningi á spónum síðustu árin og sagði Gunnar Már Gunnarsson verslunarstjóri að hann yxi stórlega með hverju árinu sem liði. Bjóst hann við enn frekari aukningu í vetur. Auk hestamanna þjónusta þeir hjá MR svína-, kjúk- linga- og kúabændum víða um land. Verslunin Ástund hefur einnig flutt inn spæni í smáum stíl undan- farið og sagði Guðmundur Arnarsson ekki ákveðið hvort þeir myndu flytja inn í vetur eins og undanfarin ár. Þetta hafi hingað til snúist fyrst og fremst um að tryggja eigendum verslunarinnar spæni í eigið hesthús en síðan hafi þeir selt það sem um- fram hafi verið. Þá hefur verslunin Hestar og menn ákveðið að hella sér í spónaslaginn og eins og Bjarni Þór Sigurðsson orðaði það að reyna að bjóða upp á bestu verðið. Heimsendingarþjónusta í boði Eins og áður sagði mun Hestalist hefja pökkun á spónum frá Húsa- smiðjunni og sagði Páll Viktorsson að verðið hjá þeim yrði í kringum 920 til 950 krónur fyrir 30 kílóa balla þetta væri ekki alveg ljóst á þessari stundu en hann gæti þó fullyrt að það færi aldrei yfir efri mörkin. Spænirnir yrðu ekki rykhreinsaðir til að byrja með en hann væri þó vongóður um að hægt verði að gera það á næsta ári og þá myndu þeir köggla rykið sem síð- an yrði notað til undirburðar. Stefn- an hjá þeim væri að vera alltaf með góða spæni á boðstólum og ef innan- landsframsleiðslan dygði ekki myndu þeir flytja inn það sem á vantaði. Þá upplýsti Páll að þeir myndu bjóða upp á heimkeyrslu þegar um mikið magn væri að ræða og eins yrðu þeir með gáma í hesthúsahverfunum á ákveðnum dögum þannig að hesta- menn geti alltaf gengið að þeim vís- um. Samhliða spónapökkun og -sölu bjóða þeir einnig upp á vélmokstur út úr hesthúsum þar sem eru safnstíur og svo að sjálfsögðu hreinsun á tað- þróm. 300% hækkun staðreynd Afleiðing þessara breytinga á spónaumhverfinu er mikil hækkun rekstrarkostnaðar. Ætla má að hækkun frá því að kaupa lausa spæni í gámi þegar gámurinn kostaði 25.000 krónur yfir í pakkaða spæni á 950 ballann sé um það bil 300%. Ef tekið er dæmi um 40 hesta hús, eins og gömlu Fákshúsin voru mörg, er þetta hækkun úr um það bil 125 þúsund krónur í 350 þúsund krónur yfir árið. Afleiðing þessara verðhækkana má meðal annars greina í því að nú leggja margir hestamenn höfuð í bleyti og reyna að finna út hvernig megi draga úr spónanotkun. Dæmi er um að minni húsum hafi verið breytt úr safnstíufyrirkomulagi yfir í daglegan mokstur. Þá hafa margir fjárfest í hinum margrómuðu dren- mottum þ.e. mottur sem hleypa vatni í gegnum sig. Þótt mottur þessar séu dýrar, fermetrinn frá rúmar 5 þús- und krónum upp í rúmar 8 þúsund krónur, telja menn þetta fjárfestingu því motturnar séu fljótar að borga sig upp. Með rykgrímu og skíðagleraugu Það hefur því mikið vatn til sjávar runnið frá því menn mættu með strigapoka niður í Húsasmiðjuport og drógu djúpt að sér andann áður en þeir stukku inn í spónahúsið búnir rykgrímum og skíðagleraugum þar sem spónum snjóaði yfir þá meðan menn kepptust við að moka í pokana sína. Oft var þar atgangurinn mikill og dæmi um að menn hafi látið hend- ur skipta þegar spænirnir voru af skornum skammti og einhver taldi á hlut sinn gengið og því reynt að verja „sitt“. Þetta var verðið sem spænirn- ir kostuðu þá en í dag þurfa menn ekki að vaða ryk og óloft og jafnvel að slást til að fá nokkur korn af spónum. Nú dugar að reiða fram litlar 30 krónur fyrir kílóið og menn geta líka komið í sínu fínasta pússi til að kaupa spænina. Já, svona breytast nú hlutirnir! Umhverfi í spónamálum hefur tekið stakkaskiptum Úr sóðaskap og verðparadís yfir í þriflegar neyt- endaumbúðir Morgunblaðið/Vakri Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, kvað skáldið, og víst er að slíkir hestar þurfa meira af spónum ef halda skal þeim hreinum. Sölvi Sigurðarson hefur greinilega ekki sparað undirburðinn undir Fannar frá Keldudal þrátt fyrir hækkandi verð á spónum. Eitt sinn var sú tíð að menn litu á spænina sem óþrjót- andi lind sem ekkert kostaði eins og kalda vatnið í krön- unum. Valdimar Kristinsson man tímana tvenna í þess- um efnum og ætlar eins og margir að draga stórlega úr spónanotkun í vetur. En hvers vegna? vakri@mbl.is LANDSLIÐSNEFND Lands- sambands hestamannafélaga mun á næstu dögum hleypa af stokkunum happdrætti til fjáröflunar á þátt- töku Íslands í heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Herning í Dan- mörku í júlí á næsta ári. Verður happdrættið kynnt sérstaklega á ársþingi LH um næstu helgi. Eins og áður hefur komið fram í Morg- unblaðinu er happdrætti þetta sér- staklega sniðið fyrir hestamenn því langflestir vinningar eru viðvíkj- andi áhugamáli þeirra. Marteinn Magnússon, einn lands- liðsnefndarmanna, segir að með því að kaupa miða í þessu happdrætti gefist hestamönnum kostur á taka höndum saman og styðja hraust- lega við bakið á landsliði Íslands því söluandvirði miðanna rennur að heita má óskipt til landsliðsins. „All- ir vinningar eru gefnir og sama má segja um hönnun og prentun miða. Einu útgjöldin voru leyfið fyrir happdrættinu frá dómsmálaráðu- neytinu sem eru að vísu smáaurar,“ sagði Marteinn glaður í bragði enda hafi undirtektir hjá þeim sem leitað var til með vinninga verið ein- staklega góðar. „Dæmi voru um að ýmsir aðilar leituðu til okkar að fyrra bragði og boðið fram vinning að gjöf,“ bætti hann við. Marteinn sagðist vonast til að happdrætti sem þetta geti orðið framtíðarfjáröflunarleið fyrir landsliðið. „Róðurinn hefur þyngst stöðugt með hverju móti, kostnaður hefur aukist jafnt og þétt samfara því sem örðugra verður að fá styrki frá fyrirtækjum. Heildarkostnaður við mótið í Austurríki var 6,6 millj- ónir króna og öruggt má telja að hann muni hækka á næsta móti. Við í landsliðsnefndinni gerum okkur vonir um að fá 6 til 7 milljóna króna nettóhagnað af happdrættinu og miðast það við að okkur takist að selja um 60 til 70% af útgefnum miðum. Rekstur landsliða á heims- meistaramótum hefur ávallt gengið vel og að jafnaði réttum megin við núllið og að sjálfsögðu stefnum við á að svo verði nú. Þess má geta að þátttaka í Norðurlandamótum hef- ur yfirleitt verið rekin með tapi en nú í sumar komum við út á sléttu svo útlitið er nokkuð gott. Það er ákaflega mikilvægt að þessi þáttur í starfsemi samtaka hestamanna sé rekinn réttum megin við strikið, því er mikilvægt fyrir okkur að fá góð- an stuðning allra hestamanna í þessu happdrætti og með því að kaupa miða geta menn átt von á góðum vinningi sem gæti gagnast vel í hestamennskunni,“ sagði Mar- teinn að lokum. Alls eru gefnir út 10 þúsund mið- ar og verður dregið úr þeim öllum 12. maí 2003 en heildarverðmæti vinninga er krónur 2.426.000 og er verðmætasti vinningurinn folatoll- ur undir Orra frá Þúfu að verðmæti 350 þúsund krónur. Happdrætti landsliðsnefndar LH kynnt á þingi samtakanna Framtíðarfjár- öflun hleypt af stokkunum Morgunblaðið/Vakri Folatollar undir marga af bestu stóðhestum landsins er meðal vinninga í hinu nýja happdrætti landsliðsnefndar og þar á meðal einn hjá Töfra frá Kjartansstöðum sem hér fer mikinn á landsmóti ásamt Jóhanni R. Skúlasyni. Á SÍÐASTA ársþingi Landssam- bands hestamannafélaga, sem haldið var á Ísafirði, gerðu þau Guðný Ív- arsdóttir og Marteinn Magnússon, bæði í Herði, ýmsar athugasemdir við fjármál og fjárhagsstöðu samtak- anna í máli og myndum við góðar undirtektir þingfulltrúa. Sýndu þau ýmsa fleti á fjármálunum með margskonar grafískum súluritum með góðum samanburði við undan- gengin ár. Nú hyggjast þau endur- taka leikinn á þinginu hjá Fáki og gera ýmsar athugasemdir við fjár- málastjórn samtakanna og draga fram ýmsar myndir með svipuðum hætti og þau gerðu fyrir ári. Eins fram hefur komið hér á hestasíðunni er fjárhagsstaða sam- takanna talsvert betri en hún hefur verið undanfarin ár en Marteinn sagði að eigi að síður væri hún ekki yfir gagnrýni hafin. Nefndi hann sem dæmi að rekstrarkostnaður skrifstofu að meðtöldum launakostn- aði væri nú um 10 milljónir króna og hefði hann farið hækkandi ár frá ári. „Við munum bregða frekara ljósi á þessa þróun og ýmislegt fleira sem okkur finnst að betur geti farið og það er ekkert launungarmál að við teljum að fjármálastjórn samtak- anna gæti verið í betri farvegi en hún hefur verið. Margt gott hefur verið gert en það er ekkert svo vel gert að það þoli ekki gagnrýni svo lengi sem hún er sanngjörn og málefnaleg,“ sagði Marteinn. Hann sagði að þetta framlag þeirra Guðnýjar væri nokkurs konar framhald á því sem þau voru með á Ísafirði og þetta væri síður en svo ábyrgðarlaust upphlaup hjá þeim því Guðný hefði ákveðið að gefa kost á sér í kosningu til aðalstjórnar sam- takanna og þá væntanlega með stöðu gjaldkera í huga. Framhaldsþáttur á árs- þingi LH í Reykjavík Fjármál samtakanna skýrð í máli og myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.