Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 31 „ÉG var mjög hissa, en fannst þetta ótrúlega spennandi kostur,“ sagði Guðmunda Krist- jánsdóttir, nemandi í viðskiptadeild við Há- skólann í Reykjavík, um yfirlýsingu rektora HR og Listaháskóla Íslands í gær þess efnis að sameina ætti skólana 1. janúar, en yfirlýsingin var reyndar tilbúningur og aðeins til þess gerð að vekja athygli á nýju samstarfsverkefni skólanna. Fyrsti tíminn í sameiginlegu námskeiði skólanna um auglýs- ingafræði var í gær og kynntu Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Hjálmar H. Ragn- arsson, rektor Listahá- skóla Íslands, nám- skeiðið með óvenjulegum hætti og brugðu á leik. Þau byrj- uðu á því að greina stúdentunum frá því að sameining skólanna tæki gildi um næstu áramót og við þá yf- irlýsingu hefði mátt heyra saumnál detta, en um 40 nemendur úr hvorum skóla eru á námskeiðinu. Hjálmar gat þess að við sameininguna fengju skólarnir styrk hvor frá öðrum og tækifæri gæfist til að samnýta kraftana. Guð- finna benti á að hún hefði alltaf haft mikinn áhuga á því að skoða heilahvelin og gerði grein fyrir mismunandi starfsemi þeirra en í kjölfarið yfirfærði hún vitneskjuna á samstarf þessara ólíku skóla. Þróunin víða erlendis væri á þann veg að skólakerfið byði upp á það að næra bæði hvelin og það væri hugmyndin hér, en á námskeiðinu væri unnið út frá bæði skipulagi og sköpun enda yrði unniðt út frá því við stofnun nýs skóla. Guðmunda sagði að rektorarnir hefðu verið mjög sannfærandi. „Ég trúði hverju einasta orði og hreifst af eldmóði rektoranna.“ Spuni stjórnendanna hélt áfram og Hjálmar sagði m.a. að við breytinguna yrðu núverandi skólagjöld hreinlega lögð saman. Guðmunda sagðist hafa skilið hann þannig að gjöldin yrðu lögð saman og svo deilt í með tveimur og hugs- aði sér gott til glóð- arinnar. En gleðin var skammvinn. „Ég var ekki strax viss um hvort þau væru að grínast eða ekki en þegar sannleik- urinn kom í ljós var ég frekar sár, því ég hafði séð samein- inguna skemmtilega fyrir mér.“ Stúdentarnir vinna í fjögurra manna hópum á nám- skeiðinu og reynir verkefnið á sköpun, hönnun og við- skiptavit, en nemendurnir eiga að koma fram með nýja eða endurbætta vöru sem er ætluð fyrir tiltekinn erlendan markað og þarf að liggja fyrir áætlun um markaðssetningu vör- unnar ásamt tilbúnum auglýsingum. Guð- munda sagði að framsetning rektoranna hefði verið mjög skemmtileg byrjun á námskeiðinu. „Það er ótrúlega spennandi kostur,“ sagði hún og bætti við að efnið væri á sínu áhuga- sviði. „Ég var örugglega fyrsta manneskjan til að skrá mig. Þetta eru ólíkir hópar og það verður spennandi að kynnast nýjum vinnu- brögðum.“ Morgunblaðið/Jim Smart Erla Björg Guðrúnardóttir, til vinstri, og Guðmunda Kristjánsdóttir eru saman í hópi og líst vel á námskeiðið. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, kynntu námskeiðið með óvenjulegum hætti. Sameiginlegt námskeið Háskólans í Reykjavík og Listaháskólans „Ótrúlega spennandi kostur“ MAGNÚS Már Magnússon, jöklafræðingur á Veðurstofu Ís- lands, hefur verið ráðinn að- alritari Alþjóðlega jöklarann- sóknafélagsins en aðalstöðvar þess eru á Englandi. Magnús hættir störfum á Veðurstofunni og heldur utan til Englands í apríl. „Þetta er um þúsund manna félagsskapur sem stofnaður var á öndverðri síðustu öld og er með aðalstöðvar í Cambridge á Englandi og þar vinna þrír til fjórir fastir starfsmenn auk fimm eða sex manna í hluta- starfi. Alþjóðlega jöklarann- sóknafélagið gefur út tímaritið Glaciology, sem er eitt fremsta fagtímaritið á sínu sviði og kemur út nokkrum sinnum á ári. Þá heldur félagið vísindaráðstefnur um allan heim, yfirleitt tvær á ári. Þetta er ekki félag sem rekið er út frá hagnaðarsjónarmiðum. En það er nokkuð stöndugt samt og á nokkur pund á bankabókum.“ Magnús segist ætla að reyna að vinna út veturinn á Veðurstofunni og hann vonist til þess hann verði snjóléttur. „Nei, þetta er ekki tímabundin staða. Sá sem ég tek við af hefur stýrt félaginu í tíu ár og sá sem var á undan honum stýrði því í 40 ár. Það verður bara að koma í ljós hvað ég verð lengi.“ Magnús og kona hans eiga tvö börn á skólaldri, 9 og 11 ára. „Við förum öll til Englands, ég fer hugsanlega tveimur til þrem- ur mánuðum á undan en þau koma síðan væntanlega þegar skólinn er úti. Ég þekki til í Cambridge og þetta er góður og þægilegur staður. Þetta er vissulega staða sem ég hef mikinn áhuga á og að mörgu leyti er þetta óskastaða. Þarna kynnist maður fagfólki í öllum geiranum og er á fleygiferð við undirbúning ráðstefna um heiminn og sem aðalritari ber ég ábyrgð á að tímaritin komi út og að þau séu faglega unnin og ráðstefnurnar einnig. Þetta verður vissu- lega skemmtilegt,“ segir Magnús. Magnús Már Magnússon, jöklafræðingur á Veðurstofunni Stýrir Alþjóðajökla- rannsóknafélaginu ingum varðandi Norðlingaölduveitu væri ósvarað. „Hvers vegna Þjórsárver? Hvers vegna núna? Hvers vegna liggur svona mikið á?“ Steingrímur vitnaði í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma þar sem fram kæmi að margar aðrar virkj- unarhugmyndir væru hentugri. Nefndi hann sem dæmi Skaftá. Sagði hann Þjórsárver viðkvæmt landsvæði og ef af virkjun yrði myndi það verða reiðarslag fyrir náttúruvernd í landinu. Líkti hann náttúrunni við fornhandritin sem Ís- lendingum eru kær og spurði: „Hver myndi fórna handrit- unum fyrir álbræðslu?“ órna handrit- ræðslu?“ er í Þjórsárver- Ellen. „Hvergi er sáhrif varnargarða sagði Þóra Ellen í nblaðið eftir blaða- Þessar rulegra virkj- nauð- ess að var í luta lýst í mats- tlónið feli í sér að ellskvísl og þeirri r sem enn rennur austan Arnarfells hins mikla. Lónið yrði grunnt og eft- ir u.þ.b. 10 ár þyrfti að dæla aurnum upp úr því og koma honum fyrir í nágrenninu. Þóra Ellen segir því fara víðs fjarri að umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu séu að fullu komin fram eftir að stíflan hafi verið byggð og vatni hleypt í lónið. „Framkvæmdin hefur sér- stöðu að því leyti því víð- tækustu umhverfisáhrifin koma ekki fram strax, framkvæmdin setur af stað atburðarás sem stig- magnar umhverfisáhrifin,“ segir Þóra Ellen. Aursöfnun efst í lóninu yrði hröð og miðlunargeta þess orðin verulega skert eftir innan við 100 ár. Mikill aur mun einnig falla út á eyr- unum ofan lónsins og samkvæmt við- bótargögnum Landsvirkjunar er gert ráð fyrir að eftir 60 ár myndi land ofan lónsins hafa hækkað um 2–3 metra og landhækkunar gæta að Biskupsþúfu, um 5 km upp frá lón- inu. Áhrifin eru því mun víðtækari en kemur fram í matsskýrslu Lands- virkjunar, að sögn Þóru Ellenar. Segir að varnargarðar myndu ná inn í friðlandið Þóra Ellen segir framkvæmdina ekki ganga upp án mótvægisað- gerða, hvorki út frá náttúruverndar- né efnahagslegum sjónarmiðum, þar sem líftími lónsins er svo stuttur. „Í matsskýrslunni segir að öll mann- virki séu utan friðlands Þjórsárvera, en varnargarðarnir munu ná tíu kíló- metra inn í friðlandið.“ Þóra Ellen sendi inn athugasemd- ir við matsskýrsluna þegar hún var fyrst lögð fram og fékk viðbótar- gögnin síðar til skoðunar. „Það er ýmislegt athugavert við þetta ferli. Í fyrsta lagi eru mótvæg- isaðgerðirnar ekki kynntar í mats- skýrslunni en þær hafa veruleg um- hverfisáhrif. Þau áhrif eru ekki kynnt almenningi, það er yfir höfuð ekkert fjallað um þau, þannig að al- menningi er í raun gefin röng mynd af umfangi framkvæmdarinnar. Það er engin tilraun gerð til að meta áhrif grunnvatnshækkunar og lítið gert úr fokhættunni af þessu seti sem kemur til með að hlaðast upp í farveginum fyrir ofan lónið en það er ekki stutt neinum rannsóknum. Svo er ekki tekið á því hvað gerist þegar lónið er orðið fullt. Það hefur alltaf verið mikil tíma- pressa á þessu máli og það kemur greinilega fram í matsskýrslunni að ástæðan fyrir því að Landsvirkjun fer í þessa framkvæmd er sú að þetta er ódýr orka sem hægt er að útvega á stuttum tíma. Þá spyr mað- ur sig, er það nógu góð ástæða til að leggja þetta svæði undir? Ríkis- stjórnin er búin að skuldbinda sig til verndunar þessu svæði. Það má ekki raska svæðinu nema brýna þjóðar- hagsmuni beri til. Telst stækkun Norðuráls í Hvalfirði varða brýna þjóðarhagsmuni?“ segir hún. rbæjarbíói til varnar Þjórsárverum n verða að nýrra tíma“ Morgunblaðið/Kristinn inni má sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Við hlið hennar eru Baldvin Hall- Þórhallsdóttir prófessor og Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands. Morgunblaðið/RAX annsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Sigþrúður Jónsdóttir og rir svörum á blaðamannafundi um verndun Þjórsárvera í gær. „Næstu kyn- slóðir eiga sinn rétt til auðæfanna“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.