Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Draumar eru eftir Fiona Starr og Johnny Zucker í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Fjallað er um tengsl drauma við sálarlífið og bent er á leiðir til að nota drauma til að öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og veruleika sínum. Þá er merking fjöl- margra algengra draumtákna vand- lega útskýrð. Myndir tengdar draumum eftir marga helstu myndlistarmenn sög- unnar prýða bókina. Í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Í þessari bók er fjallað um hvað ligg- ur að baki draumförum okkar og hvaða skilaboð búa í draumum. Höf- undar bókarinnar leita víða fanga og skýra á aðgengilegan hátt ýmis fyr- irbæri í draumum út frá kenningum þekktra sálfræðinga. Þá er fjallað um hvernig hægt er að nýta drauma til að öðlast aukinn skilning á sjálfum sér.“ Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 224 bls., prentuð í Kína. Kápu hannaði Björg Vilhjálmsdóttir. Verð: 4.980 kr. Mannrækt Reiðtygi á Ísland um aldaraðir er skráð af Þórði Tómassyni. Hún var gefin út í tengslum við opn- un Samgöngu- safnsins í Skóg- um nú í sumar. Þar er fjallað um flest það sem lýtur að reiðtygjum hér á landi um aldir. Bókin er ríkulega myndskreytt og litprentuð. Um bók sína segir Þórður m.a.: „Orðið reiðtygi táknar í gömlu og nýju máli það sem lagt er á reiðhest þegar búist er til ferðar. Tygjaður hestur stóð úti á hlaði heyrði ég sagt. Hér kemur fleira við sögu en aðeins hnakkur eða söðull, einnig undirdekk, reiðskinn, söðuláklæði, reiðþófi, hamólar, reiðbeisli. Ég hef farið út fyr- ir þau skýru takmörk, lýst skeifum og skeifnasmíði, höftum, reiðfötum, reiðsvipum og fleiru sem tengist hest- um og hestaferðum.“ Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er 222 bls., prentuð í Odda. Verð: 4.960 kr. Fróðleikur Ritgerðir Sig- munds Freuds í þýðingu Sigurjóns Björnssonar er 10. bókin í flokki sálfræðirita. Sig- urjón ritar jafn- framt inngangs- greinar. Bók hefur að geyma sex ritgerðir, sem Freud birti á árunum 1914–1924 og fjalla allar um kenningar höfundarins. Verulegar breytingar verða á kenningum Freuds á þessu tímabili og gefa ritgerðirnar yfirsýn yfir þá þróun. Hér er að finna mikilvæga umfjöllun um narsisma, masókisma, samsömun og yfirsjálf, dauðahvöt og þrískiptingu sálarlífs- ins í það, sjálf og yfirsjálf. Á undan ritgerðunum fer inngangur þýðandans um fræðastörf Freuds á tímabilinu 1919–1926, auk þess sem hverri ritgerð fylgir sérstakur inn- gangur saminn af þýðanda. Í bók- arlok er „Lítil orðabók með skýr- ingum“. Sigurjón Björnsson er þjóðkunnur og mikilsvirtur sálfræðingur og pró- fessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann er fremsti sérfræðingur lands- ins í fræðum Freuds og hefur einn Ís- lendinga verið kjörfélagi í Int- ernational Psycho-Analytical Association, sem eru alþjóðasamtök sálkönnuða af skóla Freuds. Auk rita í þeim bókaflokki hefur hann þýtt og samið fjölda greina og nokkur rit á íslensku og ensku. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 349 bls., prentuð í Steinholti. Verð: 3.490 kr. Sálfræðirit SÖNGLAGAFLOKKURINN Gunn- ar á Hlíðarenda eftir Jón Laxdal við ljóð Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds er kominn út á geisla- diski í flutningi The Saga Singers sem annars heita því látlausa nafni Söng- og leikhópur Sögusetursins. Stjórnandi og undirleikari er Guð- jón Halldór Óskarsson. Einsöngv- arar eru Jón Smári Lárusson, Sig- urður Sigmundsson og Gísli Stefánsson. Upphaf þessarar útgáfu má rekja til þess er Guðjón Halldór og Arthúr Björgvin Bollason, for- stöðumaður Sögusetursins á Hvols- velli, fengu þá hugmynd að æfa upp þennan sjaldheyrða sönglagaflokk. „Mér vitanlega hefur þetta aldrei verið flutt í heild utan einu sinni að Karlakórinn Þrestir flutti þetta á tónleikum á 5. áratug síðustu aldar og síðar fluttu Fóstbræður ásamt Guðmundi Jónssyni valda kafla úr þessu á tón- leikum,“ segir Guðjón Halldór. Útgáfa geisladisksins er vegleg og á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku þar sem sungið er á íslensku en sögumaður greinir frá ævi Gunnars á þýsku eða ensku. Þar er einnig að finna upplýsingar um tilurð verksins og fornsögurnar og Njálu. Upptökustjórn geisla- disksins annaðist Sigurður Rúnar Jónsson en Svala Arnardóttir hefur haft umsjón með sviðsetningu söng- flokksins. Arthúr Björgvin segir að engan hafi órað fyrir hversu vinsælt þetta myndi verða og upphaflega hafi hugmyndin verið að lífga svolítið upp á sumardagskrá Sögusetursins á Hvolsvelli. „Eftir að hafa flutt þetta vikulega í allt sumar og fyrra- sumar, ýmist á ensku eða þýsku auk íslensku og farið í tvær söngferðir til útlanda á þessu ári, til Þýska- lands og Kanada, og nú í nóvember er ferð til Írlands framundan, þá var ljóst að þetta var orðið annað og meira en stundargaman. Okkur langaði því til að koma þessu á var- anlegt þrykk og nú er það orðið að veruleika með dyggum stuðningi einstaklinga úr okkar röðum. Allur kostnaður við útgáfu diskanna hef- ur verið greiddur af félögum í hópnum og með því að láta ágóða af söngskemmtunum renna til útgáf- unnar. Öðruvísi hefði þetta ekki verið hægt.“ Þeir segja ekkert launungarmál að viðtökur hafi far- ið fram úr öllum vonum og sér- staklega sé ánægjulegt hversu áhugasamir útlendingar eru um þetta. „Hingað komu eigendur sam- taka þýskra ferðaskrifstofa og hlýddu á og það skipti engum tog- um að þeir buðu okkur að koma til Þýskalands og eru nú að skipu- leggja þar tónleikahald í einum 10 borgum. Við höfum síðan notið stuðnings íslenskra yfirvalda og Flugleiða við ferðirnar en allt uppi- hald hafa gestgjafarnir borgað. Ferðin til Kanada í sumar var einnig ævintýri og hápunktur þeirrar ferðar var þegar við sung- um á sviðinu í lystigarði Gimlibúa fyrir 2.500 Vestur-Íslendinga. Það var ógleymanleg stund,“ segja þeir Arthúr Björgvin Bollason og Guð- jón Halldór Óskarsson. „Það sem virðist falla áhorf- endum best í geð er að flytjendur eru bændur héðan úr Rangárþingi. Þeir koma að þessu eins og þeim einum er lagið og það virðist eiga mjög vel við þennan sönglagaflokk. Diskurinn er þegar orðinn vinsæl gjöf fyrirtækja og einstaklinga til vina á erlendri grund. Þetta virðist því eiga góða framtíð fyrir sér,“ segir Arthúr Björgvin að lokum. Gunnar, Njáll og Kolskeggur á geisladiski Morgunblaðið/Kristinn Arthúr Björgvin Bollason og Guðjón Halldór Óskarsson. Mynd Ásgríms Jónssonar prýðir forsíðu disksins á þremur tungu- málum. ÓYGGJANDI könnunarniður- stöður eru manni að vísu ekki til- tækar frekar en um svo margt annað í íslenzkri tónlistarmenn- ingu, en vart hafa samt vinsældir þverflautunnar farið fram hjá tón- listarunnendum síðari áratuga, enda trúlega mest kennda sinfón- íska tréblásturshljóðfærið í tón- skólum landsins. Því hefði í fljótu bragði mátt ætla að tónleikar und- ir hinni freistandi fyrirsögn „Draumatónar flautunemandans“ næðu að ginna fleiri gesti í Salinn á miðvikudagskvöldið var en þá tæpa tvo tugi er raun bar vitni. Þar á ofan var dagskrárefnið af- ar hlustvæn og haldgóð kammer- tónlist, vel fallin til að saxa á þeim útbreidda misskilningi meðal skemur kominna klassíkunnenda að hlustvænleikinn hafi dáið út með Brahms. Vera kann að sá for- dómur hafi verið meðverkandi dragbítur á aðsókn, sem eins og kunnugt er fer ekki alltaf eftir gæðum þess sem á boðstólum er. Yfirskriftin var annars nánar skýrð í tónleikaskrá: „...fjögur vel þekkt tónverk sem flesta unga flautunámsmenn dreymir um að gera sér handleikin“ og má það vel vera, jafnvel þótt samleiksverk fyrir tréblásturshljóðfæri og píanó tilheyri varla algengustu viðfangs- efnum hins almenna kammerkera. Né heldur virtist fyrrnefndur námsmannahópur sem yfirskriftin höfðaði til skila sér á staðinn í æskilegum mæli, miðað við sýni- legan meðalaldur tónleikagesta. Allt um það var mikla ánægju að hafa úr vönduðum samleik Guð- rúnar Birgisdóttur og Peters Máté þetta kvöld; ánægju sem staðfesti enn og aftur hvað klassísku kamm- ergreinarnar eru í raun innsti kjarni músíkupplifunar, ekki sízt í hávaða- og skrummengaðri ómvist nútímans. Einnig urðu verkin til að útvíkka hina nokkuð einhæfu ímynd af flautunni sem blíðri og kvenlegri hjarðsælublístru. Þvert á móti gat hún annað slagið sýnt í sér vígtennurnar sem furðuhvasst og jafnvel herskátt tjáningaram- boð. Minnst bar þó á því í Fyrstu sónötu Tékkans Bohuslavs Mart- inus (1890–1959), samin á Þorsk- höfða á Nýja Englandi sumarið 1945, að sögn í gleðivímu vegna loka 2. heimsstyrjaldar. Martinu kvað oft semja hratt – 1. sónatan varð þannig til á aðeins einni viku – en hefur legið nokkuð í láginni eftir sinn dag, eða þar til fyrir rúmum áratug að stjarna hans tók loks að rísa meðal hlustenda. Þetta glampaspræka músíkantíska verk glitraði gáskafullt í meðförum þeirra tvímenninga sem vorfersk- ur fjallalækur, hæfilega mótvegn- um höfga og krafti hæga miðþátt- arins. Ungversk bændasvíta er þekkt og vinsælt píanólagasafn eftir Bela Bartók (1881–1945) sem umritað var að beiðni flautusnillingsins Jean-Pierres Rampals fyrir flautu og píanó 1964 af nemanda Bartóks Paul Arma. Þótt umritunin væri ekki nema í meðallagi eðlislæg fyr- ir flautu, jók hún á sinn hátt fók- usinn á ríkulegt þjóðlagaúrvalið sem Bartók hafði úr að spila – melódískt séð mun fjölbreyttara en það sem íslenzkur aðdáandi hans, Jón Leifs, átti aðgengt heima fyrir. Þau Guðrún sýndu gustmikla innlifun í seiðandi al- þýðutónmennt bænda á ungversku „púsztu“-gresjunni og léku af heitri tilfinningu og kristalstærri snerpu. Eftir hlé kom fyrst Sónata frá 1936 eftir meistara Hindemith, í hverjum toguðust á ósvikin pedagógísk uppeldisþörf („brúkun- artónlistar“-stefnan var í bland e.t.v. síðasta alvarlega viðleitni listtónskálda til að endurreisa þá ótrúlegu tónlistariðkun heimilanna sunnar í álfu sem var undirrót blómaskeiðs kammertónlistar á 19. öld) og leitandi afströkt sköpun framsækins nútímatónskálds. Þrí- þætt sónata hans var að vísu frá- leitt við hæfi viðvaninga hvað tæknikröfur varðar, en þrátt fyrir huglægt ferundaskotið tónmál hennar, sem ekki virtist alveg laust við þurra bletti, var bullandi ljóðræn stemmning yfir „Sehr langsam“ miðþættinum, og fínall- inn var nærri því eins leikandi léttur og vænta mætti frá frönsku millistríðsáratónskáldi, kannski að frátöldum dulúðugt krómatískum andstæðuköflum þar sem ísmeygi- legt tónferlið vatt sér líkt og áll í blautu grasi. Lokaverk kvöldsins var eftir Svisslendinginn Frank Martin (1890–1974) sem enn heyrist ekki oft hér um slóðir, þótt notið hafi uppsveiflu erlendis hin seinni ár á borð við aukið gengi Martinus. Ballaðan frá 1939 mun eitt af fimm verkum Martins undir því heiti; að sögn eitt þekktasta og mest leikna verk hans, bæði í frumútgáfunni fyrir alþjóðlegu flautusamkeppn- ina í Genf sama ár og í síðari ork- estrunum höfundar og Ansermets fyrir píanó og hljómsveit. Hér fór vissulega tilkomumikil smíð, frek- ar stutt (um 8’) en töluvert fram- sækin fyrir sinn tíma – t.d. miðað við hvernig tónferlið smokraði sér lævíslega fram hjá akkorðuheima- tónum – enda einbeitingarfrek í hlustun og því varla allra yndi. Guðrún Birgisdóttir blés verkið af auðheyrðri samúð með litríkum til- þrifum í litlu „kadenzunni“ og samhentur píanóleikur Peters Máté bar, hér sem í fyrri verkum, óumdeilanlegan vott um tandur- skýrt toppform í fullkomnu styrk- vægi. Seiðandi gust- ur af púsztunni Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Salurinn Martinu: Sónata nr. 1. Bartók/Arma: Ungversk bændasvíta. Hindemith: Són- ata. Martin: Ballaða. Guðrún Birgisdóttir flauta, Peter Máté, píanó. Miðvikudag- inn 30. október kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR BJÖRN Gunnlaugsson stýrir nú í þriðja sinn leiksýningu hjá Leik- hópnum Veru á Fáskrúðsfirði. Þetta hefur verið farsælt samstarf og skilað ágætum sýningum. Það sem er þó jafnvel meira um vert, þá hafa tvær þessara sýninga, Dýrin í Hálsaskógi í mars í fyrra og nú Karedmommubærinn, verið að stórum hluta fluttar af grunn- skólabörnum sem fá þannig tæki- færi til að kynnast leikhúsvinnu þar sem greinilega er unnið af alúð og alvöru. Þetta er frábært fram- tak hjá leikhópnum Veru, og það er svo gleðilegur bónus þegar út- koman er bráðskemmtileg sýning, eins og raunin var með Dýrin og aftur nú í Kardemommubænum. Varla þarf að fjölyrða um efn- isþráð Kardemommubæjarins, sem fyrir utan það að draga upp skemmtilegar smámyndir af ótrú- lega hamingjusömum og litríkum smábæ segir sögu af blíðlegri og átakalítilli betrun þriggja glæpa- manna og endurkomu þeirra inn í samfélagið. Sem leikverk stendur það Dýrunum í Hálsaskógi nokkuð að baki, en er á hinn bóginn laust við predikunartóninn sem einkenn- ir siðaboðskap þess verks. Karde- mommubærinn er fyrirmyndar- samfélag undir blíðlegri stjórn Bastíans bæjarfógeta, ólíkt Hálsa- skógi með sínum ónáttúrulegu og óframfylgjanlegu lögum. Það er mikill barnaskari í sýn- ingunni, enda þörf á mörgum leik- urum þegar draga á upp mynd af heilum smábæ. Um þrjátíu leik- arar standa á sviðinu og vissulega er greinilegt að fæstir hafa mikla leikreynslu að baki. Það breytir þó engu um það að sýningin er ágæt skemmtun, sem helgast bæði af frammistöðu leikara í burðarhlut- verkum og ferskri sýn leikstjórans á efnið, en hann játar það í leik- skránni að hafa aldrei séð Karde- mommubæinn á sviði. Fyrir vikið er öllum hefðum í út- liti, leiklausnum og túlkun persón- anna kastað fyrir borð og í staðinn koma óvæntir hlutir sem gleðja áhorfandann. Þetta birtist í ýmsum myndum, oft í allskyns snjöllum smáatriðum. Ætli eftirminnilegast þeirra verði ekki viðbrögð páfagauksins (í af- burðaskemmtilegum meðförum Ferskar Kardemommur á Fáskrúðsfirði LEIKLIST Leikhópurinn Vera Höfundur: Torbjörn Egner, þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpa- læk, leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Félagsheimilinu Skrúð. 26. október 2002. KARDEMOMMUBÆRINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.