Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 2
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 34
Viðskipti 14/16 Hestar 39
Erlent 17/20 Minningar 40/43
Höfuðborgin 21 Bréf 48
Akureyri 22 Dagbók 50/51
Suðurnes 23 Kvikmyndir 52
Landið 24 Fólk 53/57
Neytendur 25 Bíó 54/57
Listir 26/29 Ljósvakar 58
Forystugrein 30 Veður 59
* * *
SKANSKA HÆTTIR VIÐ
Sænska stórfyrirtækið Skanska
hefur hætt við þátttöku í útboði
vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Skanska fór fyrir verktakahópi, sem
Ístak á aðild að, en forsvarsmenn Ís-
taks vilja ekki tjá sig um áhrif þessa.
Stærsta fríverzlunarsvæðið
Leiðtogar Kína og tíu annarra
ríkja í Suðaustur-Asíu undirrituðu í
gær samning um að koma á næstu
árum á fjölmennasta fríverzl-
unarsvæði heims, með 1,7 milljarða
íbúa.
Fáir skipta lífeyrisrétti
Lítið er um að hjón skipti ellilíf-
eyrisréttindum jafnt á milli sín þótt
heimild sé til þess í lögum. Fyrir Al-
þingi liggur tillaga um að tryggja
rétt maka til lífeyris við skilnað eða
andlát.
Umskipti í Tyrklandi
Stjórnarflokkarnir í Tyrklandi
þurrkuðust út í kosningum um
helgina og hófsamur íslamskur
flokkur fékk meirihluta. Herinn,
NATO og ESB fylgjast grannt með
þróuninni í landinu.
Elzti Íslendingurinn 107 ára
Elín Magnúsdóttir, elzti núlifandi
Íslendingurinn, varð 107 ára í gær.
Hún segist ekkert montin af titl-
inum.
Svigrúm til vaxtalækkunar
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir tímabært að bankarnir hugi að
lækkun verðtryggðra vaxta í kjölfar
vaxtalækkana Seðlabankans.
Bankastjóri Landsbankans segir
svigrúm til lækkunar og aðrir bank-
ar útiloka ekki lækkun.
Al-Qaeda-menn felldir
Sex menn, sem taldir voru félagar
í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda,
féllu í flugskeytaárás bandaríska
hersins í Jemen í gær. Bandaríkja-
menn hafa ekki áður ráðizt á liðs-
menn samtakanna utan Afganistans.
Norðmenn í aðgerð á Íslandi
Átta Norðmenn hafa gengizt und-
ir bæklunarskurðaðgerðir hér und-
anfarin tvö ár. Ekki er aðstaða í
Noregi til að gera aðgerðirnar sem
um ræðir.
Rætt við S-hópinn
Einkavæðingarnefnd hefur
ákveðið að ræða við S-hópinn svo-
kallaða um að hann kaupi stóran
hlut í Búnaðarbankanum.
002 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
VIÐTAL VIÐ MAGNÚS GYLFASON ÞJÁLFARA ÍBV / B2 B3
ÓHANNES Karl Guðjónsson,
ndsliðsmaður í knattspyrnu,
gir mjög líklegt að hann yf-
gefi herbúðir spænska 1. deild-
liðsins Real Betis þegar leik-
annamarkaðurinn verður
naður á nýjan leik í janúar.
eal Betis keypti Jóhannes frá
llenska liðinu Waalwijk fyrir
mu ári fyrir 350 milljónir
óna. Hann fékk að spreyta sig
luvert með liðinu á sínu fyrsta
ári en eftir að nýr þjálfari tók við
liðinu fyrir tímabilið hefur hann
ekkert komið við sögu á yfir-
standandi tímabili.
„Ég bjóst alveg við því að það
yrði hörð barátta að komast að en
mér finnst ég ekki njóta sann-
girni hjá þjálfaranum. Þetta væri
í lagi ef ég væri svona lélegur en
að mínu mati þá er ég það ekki
og finnst að ég eigi að fá að
spreyta mig. Ég er búinn að sýna
þjálfaranum allt sem ég get. Ég
hef æft mjög vel og lagt mig 100
prósent fram en það er greinilegt
að hann er búinn að bíta það í sig
að gefa mér enga möguleika. Ég
hef verið í hópnum í síðustu fjór-
um leikjum en hef ekki fengið að
koma inná í eina einustu mínútu
og ég sé það ekki breytast í nán-
ustu framtíð,“ sagði Jóhannes við
Morgunblaðið í gær.
Jóhannes segist verða að horf-
ast í augu við veruleikann. „Eins
og málin horfa í dag þá tel ég lík-
legt að ég hverfi á braut þegar
leikmannamarkaðurinn opnar.
Það eru komnir upp á borðið
möguleikar á að fara til Englands
eða Þýskalands og ég mun skoða
þessi mál á næstu vikum. Ég er á
þeim aldri að ég verð að fá að
spila og ég tel miklar líkur á að
ég verði kominn til annars félags
í janúar.“
Jóhannes vill fara frá Betis
LFREÐ Gíslason, þjálfari Magde-
rg í Þýskalandi, er á fullri ferð að
ta að arftaka Ólafs Stefánssonar
m gengur til liðs við Ciudad Real
Spáni á næsta sumri. Eftir því
m frá er greint í Expressen í gær
bendir margt til þess að Alfreð
fi fundið arftaka Ólafs í Svíanum
m Andersson, sem fór á kostum í
k Svía og Júgóslava um 5. sætið á
imsbikarmótinu í fjarveru Staff-
s Olssons. Andersson skoraði tíu
örk í leiknum og var hreint
töðvandi.
Andersson er 20 ára gamall, leik-
með IK Sävehof, og er örvhentur
ns og Ólafur. Hann hefur vakið
ikla athygli í Svíþjóð á leiktíðinni
segja Svíar að nú hafi þeir loks
gnast arftaka Olssons sem kominn
nærri fertugu og hefur leikið með
ndsliðinu í nærri tvo áratugi.
Andersson staðfestir í samtali við
xpressen að Alfreð hafi sýnt sér
uga og hyggist gera sér tilboð. Þá
gir blaðið ennfremur að Alfreð
tli ekki að láta þar við standa held-
einnig tryggja sér Jonas Lar-
lm félaga Anderssons hjá IK
ävehof.
„Ég er þolinmóðir og get vel beð-
eftir að þeir verði tilbúnir að
ytja til Þýskalands. En þegar að
í kemur þá vil ég gjarnan að þeir
lji Magdeburg,“ segir Alfreð í Ex-
essen en hann fylgdist með leikj-
m heimsbikarmótsins í Svíþjóð.
Alfreð
hefur
fundið
arftaka
Ólafs
Morgunblaðið/Gísli Hjaltason
Aron Kristjánsson sækir að marki Egypta á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. Allt um árangur Íslands,
væntingar og það sem þarf að skerpa á fyrir HM í Portúgal 2003 á B6, B7, B8, B9 og B10.
BRANN og Sandefjord skildu jöfn á
laugardag í markalausum leik um
laust sæti í úrvalsdeild á næstu leik-
tíð en Brann endaði í þriðja neðsta
sæti úrvalsdeildarinnar í haust en
Sandafjord í þriðja sæti 1. deildar.
Fyrri leikur liðanna fór fram á
heimavelli Sandefjord og var Ár-
mann Smári Björnsson á vara-
mannabekk Brann að þessu sinni,
en kom inn í liðið á 51. mínútu.
Brann-liðið var heppið að fá ekki á
sig mörk í leiknum og slapp með
skrekkinn að þessu sinni. Teitur
Þórðarson er sem kunnugt þjálfari
Brann og ríkir gríðarleg spenna í
heimabæ liðsins fyrir síðari leik lið-
anna sem fer fram í Bergen á morg-
un.
Teitur segir í viðtali við Verdens
Gang að honum þyki ekki ólíklegt að
einhverjir krefjist þess að hann fari
frá liðinu ef það falli í 1. deild, en
hins vegar verði hann ekki sá sem
muni segja af sér að fyrra bragði.
Orðrómur er á lofti þess efnis að
Benny Lennartsson, þjálfari Viking,
bíði eftir að starfið losni í Bergen.
„Ég mun halda mig við þann
samning sem gerður var á sínum
tíma og samkvæmt honum er ég
þjálfari liðsins út keppnistímabilið
2004. Í þessu starfi getur maður átt
von á hverju sem er. Félagið hefur
farið í gegnum erfiða tíma fjárhags-
lega, flestir af bestu leikmönnum
liðsins eru farnir og þetta er sá
raunveruleiki sem liðið býr við,“
sagði Teitur en verði honum sagt
upp störfum þarf Brann að greiða
honum laun næstu tvö árin, alls 33
milljónir ísl. kr.
Teitur valtur í sessi hjá Brann
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS
Þriðjudagur
5. nóvember 2002
Prentsmiðja
Morgunblaðsinsblað C
Kaupþing býður þér persónulega ráðgjöf um skipulag
lífeyrissparnaðar. Bankinn hefur í vörslu sinni fjölbreytt
úrval lífeyris- og séreignarjóða. Kaupþing er því sann-
kallaður stórmarkaður í lífeyrismálum. Þar færð þú allt
á einum stað: viðbótarlífeyrissparnað, fjölbreyttar fjár-
festingarleiðir, sérfræðiráðgjöf og persónulega þjónustu.
Hafðu samband í síma 515 1500 eða líttu við í Ármúla 13a
og kynntu þér víðtæka þjónustu okkar á sviði lífeyrismála.
Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar.
Stórmarkaður
í lífeyrismálum
– fyrir þína hönd
Óendanlegir
möguleikar
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Gróska í ný-
byggingum 26
Litlarverð-
hækkanir
Vatns-
stígur12
Fasteignamark-
aðurinn á
Akureyri 40
Gamalt hús
gert upp 46
ÍbúumHvera-
gerðisfjölgar
„ÉG tel frumkvæði skiptastjóra að því
að selja fasteignasöluna Holt svona
fljótt afar jákvætt,“ segir Magnús
Leópoldsson, fasteignasali í Fast-
eignamiðstöðinni, en hann keypti nú
um helgina þrotabú fasteignasölunn-
ar Holt, eftir að fyrri eigandi játaði á
sig stórfelld fjársvik í síðustu viku.
„Það skiptir höfuðmáli, að starf-
semi fasteignasölunnar hefjist sem
fyrst, því að á hennar vegum er auð-
vitað fullt af óleystum málum. Ef
þessi mál væru skilin eftir óleyst,
gæti það tekið langan tíma að greiða
úr þeim.“
Magnús yfirtekur hins vegar eng-
ar skuldbindingar fasteignasölunnar
Holts frá því áður og tekur ekki held-
ur neina ábyrgð í þeim tilfellum, þar
sem viðskiptavinir Holts hafa verið
sviknir um peninga af fyrri eiganda.
Hann sagði, að nú væri unnið að
því að fá fullkomið yfirlit yfir
greiðslustöðu allra þeirra kaupsamn-
inga, sem Holt hefði annazt en væru
enn óuppgerðir. Sjálfur myndi hann
einungis ljúka þeim málum, þar sem
hægt væri að ljúka kaupsamningum
og afsalsgerð hnökralaust, en hjá
þrotabúi Holts væri fjöldi mála, sem
allt væri í lagi með.
„Keppikeflið er að reyna að greiða
úr þessum málum sem fyrst og koma
í veg fyrir, að þau festist í einhverju
tímafreku ferli,“ sagði Magnús, sem
hyggst reka fasteignasölu áfram í
Hlíðasmára 17 í Kópavogi, þar sem
Holt hafði aðsetur, en undir nafni
Fasteignamiðstöðvarinnar, sem yrði
eftirleiðis með starfsemi á tveimur
stöðum.
„Starfsmenn Fasteignamiðstöð-
innar eru nú að undirbúa að setja sig
í samband við þá aðila, sem voru með
eignir í sölu hjá Holti,“ sagði Magn-
ús. Aðspurður kvaðst hann þegar
hafa rætt við flesta starfsmenn
Holts, en ómögulegt væri á þessari
stundu að segja hvað kæmi út úr því,
en þeim hefði strax verið sagt upp af
þrotabúi Holts.
Magnús vildi ekki greina frá kaup-
verðinu fyrir þrotabúið að svo
komnu, en kvaðst bjartsýnn á fram-
haldið. „Fólk hefur tekið þessu frum-
kvæði mínu og skiptastjóra mjög
vel,“ sagði hann. „Margir þeirra, sem
voru með eignir þarna í sölu, hafa
þegar haft samband við mig og óskað
eftir því að ég og starfsfólk mitt haldi
áfram sölutilraunum á eignum
þeirra.“
Tíminn lykilatriði
Að sögn Guðmundar Óla Björg-
vinssonar, skiptastjóra þrotabúsins,
eru í fyrsta lagi inni í sölunni á þrota-
búinu öll tæki og búnaður fasteigna
sölunnar Holts.
Í öðru lagi hefði Fasteignamið
stöðin tekið að sér að ljúka fyrir hön
þrotabúsins kaupsamningum á þeim
eignum, sem Holt var búið að selja.
Í þriðja lagi tæki Fasteignamið
stöðin að sér að ganga frá afsölum
fyrir alla þá viðskiptavini Holts fr
því áður sem það vilja.
„Í tengslum við þetta mál er tím
inn lykilaatriði,“ sagði Guðmundu
Óli. „Það þarf að koma þeim málum
sem áður voru á vegum fasteignasö
unnar Holts í einhvern farveg sem
fyrst.“
Nauðsynlegt að starfsemi fast-
eignasölunnar hefjist sem fyrst
Morgunblaðið/Sverrir
Magnús Leópoldsson, fasteignasali í Fasteignamiðstöðinni, og María Magnúsdóttir hdl., dóttir hans. Myndin er tekin í
Hlíðasmára 17 í Kópavogi, þar sem Holt hafði áður aðsetur.
! "# $ $ % % & % ' (
)
!% " && ' # % $ ( $ %
! " $ $ % %" & # % ' (
*
+
$
+
,-. /
,-. ) / )
% ' $ ( $ % % ! " & #
!
"#$
%&$
"''"
12+3+
" 3
$4
567
.
38
9
4
- :
"
; +
<
$ ; +
<
(
./ '
+
=
3 / >>>
)
)
= 3?
@
A
0
0
)*
3? @ A +'
&
&
"'
&"
#
'
&"+
&$,-"
&"./
0! 1
! $ "2$&'$
%$&&$"''"
9
+
,
'
)
$ $
Yf ir l i t
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„Þarna eru sögur
af gegndarlausu
fylliríi, ælum,
eiturlyfjum, ást,
ofbeldi, kynlífi,
framhjáhaldi og
sjálfsmorðs-
tilraunum og
bókin því hinn
besti
skemmtilestur.“
– Fréttablaðið
„Hinn besti skemmtilestur“
KÖLDU andar milli minni- og meirihluta í bæj-
arstjórn Blönduóss eftir að Ágústi Þór Bragasyni,
oddvita minnihlutans, var sagt upp störfum sem
umhverfis- og íþróttafulltrúi bæjarins, vegna
skipulagsbreytinga. Sjálfstæðisflokkur er í minni-
hluta en meirihluta mynda H-listi vinstri manna
og óháðra og Á-listi bæjarmálafélagsins Hnjúka.
Breytingarnar verða ræddar á bæjarstjórnar-
fundi í dag en Ágúst fékk hins vegar uppsagn-
arbréfið 31. október.
„Þetta er mjög einkennilegt allt saman. Mér er
sagt upp vegna boðaðra skipulagsbreytinga, án
þess að þær hafi verið lagðar fram eða kynntar í
bæjarstjórn. Þetta kemur verulega á óvart, ég
verð að skoða mín mál og mína stöðu,“ segir Ágúst
Þór sem hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 1994, á
síðasta kjörtímabili sem forseti bæjarstjórnar.
Aðspurður hvort hann telji að pólitík spili inn í
þessa ákvörðun meirihlutans segir Ágúst Þór að
hann hljóti að draga þá ályktun. „Mér er nátt-
úrulega ekki sagt upp með venjulegum hætti. Mér
er tilkynnt þetta af oddvitum meirihluta flokk-
anna.“
Ágúst Þór, sem er menntaður garðyrkjufræð-
ingur, segir að ekki séu önnur störf í boði á
Blönduósi þar sem menntun hans nýtist. „Það er
náttúrulega afskaplega lítill starfsgrundvöllur fyr-
ir mann með mína menntun í ekki stærra sam-
félagi. Ég vil ekki á þessu stigi leggja út af ein-
hverjum samsæriskenningum. Ég bara trúi ekki
slíku, en það verða aðrir að leggja mat sitt á það
sem blasir við.“
Aðspurð segir Þórdís Hjálmarsdóttir, oddviti
bæjarmálafélagsins Hnjúka, að það hafi mátt
reikna með því að fólk stillti uppsögninni upp sem
pólitísku samsæri. „Þessi tillaga verður tekin fyrir
í dag og ég vil afskaplega lítið tjá mig um málið að
svo stöddu.“
Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar og
oddviti H-listans, sagðist ekki vilja tjá sig um mál-
ið þar sem eftir væri að ræða það í bæjarstjórn í
dag.
Þórdís segir að Árna hafi borist uppsagnarbréf
31. október og í því hafi honum verið sagt upp með
þriggja mánaða fyrirvara.
Sigurður Jóhannesson, varabæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, segist harma uppsögn Ágústs Þórs.
„Maður hefði talið að áður en nýtt skipurit er tekið
í notkun þyrfti að samþykkja það. Það hlýtur að
vera ákaflega óheppilegt að svona sé staðið að
málum.“ Sigurður segir að skipulagsbreytingar
séu oft nauðsynlegar en það sé viðtekin venja að
menn reyni að ræða þær innan bæjarstjórnarinn-
ar allrar en ekki eingöngu innan meirihlutans.
Oddvita minnihlutans
var sagt upp störfum
Ágreiningur milli meiri-
hluta og minnihluta í
bæjarstjórn Blönduóss
ELÍN Magnúsdóttir, elsti núlifandi
Íslendingurinn, varð 107 ára í gær.
Elín hefur verið vistmaður á Dval-
arheimilinu Hlíð á Akureyri und-
anfarin ár. Hún er við sæmilega
heilsu, hlustar enn á útvarp og fylg-
ist með fréttum. Hún klæðir sig dag-
lega en ferðast um í hjólastól. Elín
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hún væri þakklát Guði fyrir
að geta talað, séð og heyrt. Hún
sagðist þó ekkert montin með þann
titil að vera elsti Íslendingurinn.
Elín fæddist á Gautsstöðum á
Svalbarðsströnd 4. nóvember 1895.
Hún var í sambúð með Jóni Stef-
ánssyni, lengst af á Gröf í Önguls-
staðahreppi, og eignuðust þau tvö
börn. Jón lést árið 1956 og dóttir
Elínar og Jóns, Anna Sigríður, lést
árið 1997.
Jón Laxdal, sonur Elínar, sagði
að móðir sín fylgdist enn vel með
því sem gerðist innan fjölskyld-
unnar. Hann sagði að hún hefði
ávallt verið mjög heilsuhraust. Jón
sagði að læknir sem skoðaði hana
rúmlega áttræða hefði sagt að hún
ætti eftir að verða mjög gömul.
Nánasta fjölskylda Elínar heimsótti
hana á þessum tímamótum í gær og
fékk sér tertu með afmælisbarninu.
Morgunblaðið/Kristján
Elst allra
VIÐRÆÐUR framkvæmdanefndar
um einkavæðingu við S-hópinn svo-
nefnda, auk einnar eða fleiri erlendra
fjármálastofnana, um kaup á umtals-
verðum hlut í Búnaðarbanka Íslands
hf. hefjast í dag.
Tilkynnt var í gær að ráðherra-
nefnd um einkavæðingu hefði ákveðið
að velja S-hópinn til viðræðna en
einnig hafði framkvæmdanefnd um
einkavæðingu rætt við Fjárfestinga-
félagið Kaldbak um kaup á hlutabréf-
um í bankanum. S-hópurinn saman-
stendur af Eignarhaldsfélaginu
Andvöku, Eignarhaldsfélaginu Sam-
vinnutryggingum, VÍS hf., Kaup-
félagi Skagfirðinga svf., Keri hf. og
Samvinnulífeyrissjóðnum.
Kristinn Hallgrímsson, lögfræð-
ingur og talsmaður S-hópsins, segir
þetta ánægjuleg tíðindi. Nú taki hins
vegar hinar eiginlegu samningavið-
ræður við og því sé rétt að spyrja að
leikslokum.
Eiríkur S. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks hf., segir að
niðurstöðurnar komi ekki á óvart.
Hann vilji hins vegar ekki tjá sig frek-
ar um málið fyrr en hann hafi fengið
að sjá rökstuðning fyrir þessu vali.
Ólafur Davíðsson, formaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
segir að breski bankinn HSBC hafi
lagt til að rætt verði við þann hóp
fjárfesta sem nú hefur verið tekin
ákvörðun um. Unnið hafi verið eftir
sömu aðferðum og gert hafi verið
varðandi söluna á hlut ríkisins í
Landsbankanum. Sú reynsla auð-
veldi þá vinnu sem framundan sé og
því verði vonandi hægt að vinna hratt.
Í tilkynningu framkvæmdanefndar
um einkavæðingu segir að áform um
að ljúka sölu á hlutabréfum í Bún-
aðarbankanum á þessu ári séu
óbreytt.
S-hópurinn
valinn að til-
lögu HSBC
Viðræður/14
Landsbankasalan sögð nýtast í
viðræðunum sem hefjast í dag
Í helgarútgáfu
breska dagblaðs-
ins Financial
Times fjallar
Christopher
Brown-Humes
allítarlega um
Jón Ásgeir og
Baug. Hann er
sagður líkari rokkstjörnu en við-
skiptajöfri, eins og klipptur út úr
tískublaði.
Rakin er saga viðskipta Baugs
með hlutabréf í Arcadia, sem skil-
uðu fyrirtækinu um 7,5 milljarða
króna hagnaði á dögunum. Þá er
fjallað um kaup Baugs á hlutnum í
Big Food Group og sagt að áhættan
sé mikil. Því séu flestir sérfræð-
ingar hissa á viðskiptunum.
Eins og rokkstjarnaGENGI bréfa í Big Food Group,breska félaginu sem Baugur keypti
15% hlut í fyrir skömmu, hækkaði
um rúmlega 11% í gær og endaði í 47
pensum á hlut. Deutsche Bank
reyndi á föstudaginn að kaupa 5% í
samstæðunni, 17 milljónir hluta, á 40
pens, en fáir vildu selja á því verði.
Ekki urðu eigendaskipti nema að 3,5
milljónum hluta á föstudaginn og
svipuðum fjölda í gær.
Fjármálasérfræðingar í London
gátu sér þess til að Baugur ID væri á
bak við tilboð Deutsche Bank, enda
hafði bankinn milligöngu þegar
Baugur keypti fyrst bréf í Big Food.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður Baugs, vildi ekki staðfesta
það í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Ég get hins vegar sagt að við höfum
mikinn áhuga á fyrirtækinu,“ sagði
hann.
Gengi Big Food
hækkar um 11%
„Höfum áhuga á fyrirtækinu,“ segir
Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi