Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 21
NEFIÐ á honum er gríðarlega stórt og hann
hnusar út í loftið. Það er Gáttaþefur sem þarna
er á ferð eins og hann kemur fyrir sjónir manna
á jólasveinaskeiðinni í ár en hönnuður hennar er
Arna María Kristjánsdóttir, nemandi í 7. bekk
Melaskóla, sem tók við viðurkenningu fyrir
verkið í Melaskóla í gær.
Þetta er í áttunda skiptið sem efnt er til
samkeppni meðal 11–12 ára grunnskóla-
barna á Reykjavíkursvæðinu um hönnun
jólasveinaskeiðarinnar en það er Gull- og
silfursmiðjan Erna sem framleiðir skeiðina.
Áður hafði fyrirtækið útbúið þrjár skeiðar
eftir gömlum mótum sem fundust í fyr-
irtækinu. Verkefnið er unnið í samvinnu
við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Félag
íslenskra myndlistarmanna.
Reyndi að gera mjóa mynd
Um 220 hugmyndir bárust í samkeppn-
ina að þessu sinni en sem fyrr segir var
það Arna María í Melaskóla sem var hlut-
skörpust. „Ég teiknaði hann aftan frá
þannig að hann horfir upp og húfan lafir
niður,“ segir hún.
„Ég var að reyna að finna leið til að gera
mjóa mynd því ég hélt að hún ætti að vera
eins og skeiðin í laginu. Fyrst prófaði ég að
teikna hann þannig að maður horfði beint á
hann en þá sást ekki nógu vel að hann væri
með stórt nef.“
Hún segist teikna mikið alla jafna og hafa
gaman af myndlistartímunum í skólanum
auk þess sem hún sæki myndlistarnámskeið.
Þetta er þó í fyrst sinn sem hún tekur þátt í
samkeppni af þessu tagi og því hefur hún
ekki áður unnið til verðlauna fyrir list sína.
En hvernig tilfinning var það að hampa
verðlaununum. „Það var bara skemmti-
legt,“ segir Arna og bætir því við að
hún sé ánægð með hvernig til tókst
með skeiðina. Hún veit þó ekki
hvort hún muni borða jólagraut með
skeiðinni í ár. „Alla vega ætla ég að
borða eitthvað með henni,“ segir
hún svo ákveðin.
Morgunblaðið/Jim Smart
Arna María Kristjánsdóttir verðlaunahafi og Ragnhildur Sif Reynisdóttir,
gullsmiður hjá Gull- og silfursmiðjunni Ernu, við verðlaunaafhendinguna í
Melaskóla gær.
Vesturbær
Verðlaunateikning Örnu
Maríu af Gáttaþef.
Nefstór á jólaskeið
SKIPULAGSSTOFNUN ríkisins
gerir ekki athugasemdir við að
Garðabær taki um 13,5 hektara spildu
á Hraunsholti eignarnámi.
Eins og greint hefur verið frá hafa
viðræður bæjaryfirvalda og landeig-
enda um verð landsins ekki borið ár-
angur. Bærinn hefur ekki verið
reiðubúinn til að greiða nema hluta
þess verðs sem sölutilboð landeig-
enda hljóðaði upp á þar sem stærsti
hluti landsins nýtist ekki undir byggð.
Í umsögn Skipulagsstofnunar kem-
ur fram að í gildi sé deiliskipulag fyrir
svæðið sem geri ráð fyrir einbýlis-
húsalóðum við Brekkuás og Brúnás.
Á fundi bæjarráðs Garðabæjar var
bæjarstjóra falið að vinna að fram-
lagningu beiðnar um eignarnám
landsins eftir að umsögn Skipulags-
stofnunar var lögð fram.
Ekki á móti
eignarnámi
Hraunsholts
Garðabær
GATNAGERÐ er hafin í Hvarfi III
við Vatnsenda en hverfið er iðn-
aðarsvæði sem rísa á meðfram
Breiðholtsbraut. Í fyrsta áfanga
verða göturnar Ögurhvarf, Urðar-
hvarf og Vatnsendahvarf lagðar.
Að sögn Þórarins Hjaltasonar,
bæjarverkfræðings í Kópavogi, er
byrjað á götunni Ögurhvarfi sem er
austarlega í hverfinu. Verið sé að
bíða með að hefja framkvæmdir við
Urðarhvarf, sem sé stærri gata
vestar í hverfinu en enn eigi eftir
að hnýta lausa enda í skipulagi
þess svæðis. Þá sé reiknað með að
seinna verið ráðist í framkvæmdir
við Vatnsendahvarf en það er
tengibraut sem koma á milli Breið-
holtsbrautar og nýs Vatnsendaveg-
ar sem fyrirhugaður er ofan við nú-
verandi byggð.
Þórarinn segir standa til að
hverfið verði orðið byggingarhæft
næsta sumar og eru verklok gatn-
anna áætluð þá. Það er verktaka-
fyrirtækið Jarðvélar ehf. sem hefur
verkið með höndum en tilboð
þeirra hljóðaði upp á tæpa 41 millj-
ón króna.
Aðkoma að hverfinu breytist
Að sögn Stefáns L. Stefánssonar,
deildarstjóra framkvæmdadeildar
Kópavogsbæjar, munu þessar
vegaframkvæmdir breyta aðkomu
að Vatnsendahverfinu á þann hátt
að ekið verði inn í hverfið frá
Breiðholtsbraut um Vatnsenda-
hvarf og nýjan Vatnsendaveg í stað
eldri Vatnsendavegar sem nú er
notaður. Þeirri götu verði síðan
lokað fyrir bílaumferð og nafni
hennar breytt en líklegt sé að hún
verði áfram notuð sem reiðleið.
Ráðgert er að þessi breyting
verði komin um miðbik næsta árs.
Gatna-
gerð í
Hvarfi
III hafin
Vatnsendi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ögurhvarf heitir vegurinn sem þarna er verið að leggja en hann er ein-
ungis fyrsta skrefið í frekari gatnaframkvæmdum á svæðinu.
Reykjavíkur sem úrskurðaði því
í vil en málinu var áfrýjað til
Hæstaréttar sem staðfesti úr-
skurðinn á föstudag.
Að sögn Einars Arnar Stef-
ánssonar, framkvæmdastjóra
Þróunarfélagsins, hefur Mark-
aðstorgið ehf. ekki greitt leigu
frá því í janúar á þessu ári og
málareksturinn hefur staðið yfir
frá því í júní síðastliðinum. Að-
spurður hvort rekstur Kola-
portsins verði borinn út segir
hann engar ákvarðanir hafa ver-
ið teknar í þeim efnum. Hann
segir stjórn félagsins munu
koma saman í dag og ræða mál-
ið og búast megi við ákvörð-
unum um framhaldið í þessari
viku.
ÓLJÓST er um framtíð Kola-
portsins eftir dóm Hæstaréttar
síðastliðinn föstudag þar sem
úrskurðað var að heimilt væri
að bera reksturinn út af fyrstu
hæð Tollhússins við Tryggva-
götu vegna vangoldinnar leigu.
Búast má við að leigusalar kom-
ist að einhverri niðurstöðu í
þessari viku um til hvaða að-
gerða verði gripið.
Þróunarfélag miðborgarinnar
er með húsnæðið á leigu hjá
Fasteignum ríkissjóðs og áfram-
leigir það til Markaðstorgsins
ehf., rekstraraðila Kolaportsins.
Félagið kærði vanefndir á leigu-
samningi til Héraðsdóms
Kolaportið
borið út?
Miðborg