Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 10
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæða- greiðslum eru eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Þróunarsjóður sjáv- arútvegsins. 2. Viðurkenning á menntun og prófskírteinum. 3. Grunngögn um náttúru landsins. 4. Ójafnvægi í byggðamálum. 5. Verðmyndun á innfluttu sementi. 6. Framtíðarhlutverk Sem- entsverksmiðjunnar. 7. Uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs. 8. Rannsóknir á þorskeldi. 9. Meðferð einkamála. 10. Greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN ræddu skattastefnu ríkisstjórnarinnar í umræðum ut- an dagskrár á Alþingi í gær. Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefj- andi umræðunnar en Geir H. Haarde fjármálaráðherra var til andsvara. Jóhanna sagði skatta- stefnu ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst byggjast á því að færa skattbyrði af efnameira fólki og stórfyrirtækjum yfir á lífeyris- þega, fólk með lágar og meðal- tekjur og lítil og meðalstór fyr- irtæki. „Þessi fyrirtæki og fólkið sem minnst hefur milli handanna hefur því greitt fyrir gífurlegar skattaívilnanir og skattalækkanir til efnamanna og stórfyrirtækja. Það gerir ríkisstjórnin með því að frysta skattleysismörkin, lækka barnabætur og hækka trygginga- gjöldin sem koma sér mjög illa fyrir lítil og meðalstjór fyrirtæki,“ sagði Jóhanna. Aðrir stjórnarand- stæðingar sem þátt tóku í um- ræðunni tóku í sama streng. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði hins vegar að ýmsir, þar á meðal Jóhanna Sigurðardótt- ir, hefðu tekið sér það fyrir hendur að reyna að villa mönnum sýn í skattamálum hér á landi. Hann sagði afleiðingu skattastefnu rík- isstjórnarinnar fyrst og fremst vera stóraukinn kaupmátt ráðstöf- unartekna. Í öðru lagi hefði skattastefna ríkisstjórnarinnar stórbætt umgjörð atvinnulífsins. Í þriðja lagi hefði skattastefna rík- isstjórnarinnar verið lykilþáttur í því að gerbreyta efnahagslífi þjóð- arinnar á undanförnum árum. Þeir stjórnarliðar sem til máls tóku í umræðunni töluðu á svipuðum nót- um. Í framsöguræðu sinni sagði Jó- hanna m.a. að skattbyrði verka- fólks hefði aukist gífurlega í tíð þessarar ríkisstjórnar eða fjórfalt meira en skattbyrði efnafólks. „Það er sama hvaða mælikvarði er notaður; skattbyrðin hefur aukist gífurlega; heildarskattar, þar á meðal tekjuskattar og neysluskatt- ar, hafa aukist úr 31,5% af lands- framleiðslu árið 1995, í 37,3% árið 2000. Neysluskattar eru langt frá því að vera helsta skýringin á þessari auknu skattbyrði eins og fjármálaráðherra hélt fram í sjón- varpi í gærkvöldi.“ Jóhanna sagði að það væri deg- inum ljósara að lækkun á tekju- skattshlutfalli einstaklinga úr 42% í um 38% hefði fyrst og fremst skilað sér til þeirra efnameiri vegna þess hve persónuafsláttur- inn væri skertur. „Hann er nú 26 þúsund í stað 40 þúsunda ef hann hefði haldið í við vísitöluþróun. Þeir sem hafa nú um 400 þúsund kr. í laun á mánuði eða meira hafa sloppið betur en þeir sem eru með undir 400 þúsund kr. á mánuði; þeir borga hærri skatta, þrátt fyr- ir lækkun á tekjuskattshlufallinu.“ Ítrekaði Jóhanna að þessi aukning á skattbyrði hefði ekki síst bitnað harkalega á lágtekjufólki, lífeyr- isþegum og atvinnulausum sem væru með tekjur undir lágmarks- launum. „Skattastefnan sem íhaldið er í forsvari fyrir og Framsóknarflokk- urinn virðist kokgleypa er stefna sérhagsmuna í skattamálum gegn almannahagsmunum. Samfylkingin hefur ítrekað varað við áhrifum af þessari stefnu og lagt fram val- kosti í skattamálum sem byggjast á sanngirni og réttlæti.“ Síðan sagði Jóhanna: „Það er rétt sem forystumenn Alþýðusambands Ís- lands segja að þessi ríkisstjórn er á góðri leið með að búa til stétt- skipt þjóðfélag.“ Tekjur hækkuðu ört Geir H. Haarde sagði að ýmsir, þar á meðal Jóhanna, hefðu tekið að sér að villa mönnum sýn í skattamálum. Hann sagði að dreg- inn hefði verið fram alþjóðlegur samanburður sem sýndi að heild- arskatttekjur ríkissjóðs hefðu hækkað t.d. milli áranna 1995 og 2000. „Síðan er fullyrt að skatt- byrði svokölluð hafi vaxið stór- kostlega vegna þessa,“ sagði hann. „Í raun eru þessar fullyrðingar fráleitar. Það sem þessar tölur sýna er auðvitað það að heildar- skatttekjur jukust og náðu há- marki á góðærisárunum 1999 og 2000. Í fyrra, árið 2001, lækkuðu þessar tölur síðan aftur, vegna minni umsvifa í efnahagslífinu.“ Síðan spurði ráðherra: „En sýna þessar tölur hærri skattbyrði eins og haldið er fram? Nei, auðvitað ekki. Þær sýna aðeins að tekjur hækkuðu ört sem og neyslan í landinu, í uppsveiflunni, þannig að flestir skattstofnar gefa meira af sér á meðan. Að auki bættist við nýr og býsna drjúgur skattstofn á þessu tímabili, þ.e. fjármagns- tekjuskatturinn sem áætlað er að skili ríkissjóði fimm milljörðum kr. á næsta ári. Þessar tölur um heild- arskatttekjur ríkisins hafa því ekkert með skattbyrði að gera, hvað þá skattbyrði einstaklinga.“ Ráðherra sagði að góð staða rík- isjóðs væri höfuðástæða þess að hægt hefði verið að ráðast í veiga- miklar skattkerfisbreytingar sem lögfestar hefðu verið á Alþingi í fyrra. „Það er fráleitt að halda því fram að með þeim hafi verið fluttir fleiri millarðar kr. í sköttum frá fyrirtækjum og hátekjufólki yfir á aðra eins og þingmaðurinn og fleiri hafa haldið fram.“ Að lokum sagði ráðherra: „Ég vil enda með því að segja að það er athyglisvert að flokkurinn sem gagnrýndi ríkisstjórnina mest á árunum 1999 fyrir að lækka tekju- skattinn um eitt prósentustig skuli tala með þeim hætti sem hátt- virtur þingmaður gerir.“ Hann sagði að það væri greinilega komið annað hljóð í strokkinn núna. „Er það vegna þess að Samfylkingin í Reykjavík er með prófkjör um næstu helgi?“ spurði Geir. Jóhanna Sigurðardóttir í utandagskrárumræðum um skattastefnu ríkisstjórnarinnar Skattbyrði verkafólks hefur aukist gífurlega Tölur um heildarskatttekjur ríkisins hafa ekkert með skattbyrði að gera, sagði fjármálaráðherra Geir H. Haarde Jóhanna Sigurðardóttir FRAM kom í máli Karls V. Matthíassonar, þingmanns Sam- fylkingarinnar, á Alþingi í gær að gerð hefðu verið 5.300 árang- urslaus fjárnám í eigur einstak- linga á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Á síðasta ári voru gerð 5.400 árangurslaus fjárnám í eigur einstaklinga. Þá kom fram í máli þingmannsins að bú- ið væri að gera 236 einstaklinga gjaldþrota það sem af er þessu ári. Á síðasta ári hefði sá fjöldi verið svipaður. „Þetta er að minni hyggju mjög slæm þróun í landi okkar,“ sagði þingmaðurinn. Hann benti jafnframt á að gjaldþrotum fyr- irtækja hefði fjölgað á þessu ári miðað við árið í fyrra. Um 400 fyrirtæki hefðu orðið gjaldþrota á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Í fyrra hefði alls 361 fyrirtæki orðið gjaldþrota. „Gjaldþrot stefna í það að verða tvöfalt fleiri þetta árið en árið 1998,“ sagði hann og kvaðst hafa fyrr- greindar tölur frá fyrirtækinu Lánstrausti. „Þessi þróun hlýtur að vekja ráðamönnum ugg og spurningar hljóta að vakna um það hvort allt þetta fólk sé svona óforsjált og vankunnandi í fjármálum. Einnig vakna spurningar um það hvort reglur um lánveiting- ar séu ekki nægjanlega góðar. Að minni hyggju er a.m.k. ástæða til þess að fara vel ofan í þessi mál og bregðast við þeim í þeim tilgangi að þessu linni.“ Þingmaðurinn beindi því næst þeirri fyrirspurn til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hefði látið kanna ástæður þess að fjárnám- um og gjaldþrotum í landinu hefði fjölgað. Einnig spurði hann ráðherra að því hvort hann vissi hve margir Íslendingar væru nú þegar orðnir gjaldþrota. Davíð Oddsson svaraði því í fyrstu til að hann hefði ekki þær tölur á hraðbergi sem þingmað- urinn hefði spurt um. „En ég skal gjarnan reyna að láta vinna að því að fá þær tölur,“ sagði hann. Ráðherra sagði að á und- anförnum áratug eða svo hefði aðgangur að fjármagni aukist sem og þátttaka einstaklinga á hlutabréfamarkaði og annarri umsýslu á opinberum vettvangi. „Og það kann að vera einn þátt- ur í skýringum í þessum efn- um.“ Forsætisráðherra bætti því við að hlutverk ríkisins fælist í því að reyna að tryggja að hagur alls almennings í landinu væri sem traustastur. „Ríkið getur aldrei komið í veg fyrir, hvorki fyrr né síðar, að ráðagerðir ein- staklinga fari ekki út um þúfur, þótt þær hafi verið vel meintar og sæmilega undirbúnar. Það verður alltaf á forræði hvers og eins.“ 236 einstakling- ar gjaldþrota það sem af er ári Um 400 fyrirtæki gjaldþrota á árinu STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri ekki á sínu valdi að gera opinbera skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um fjárhagsleg málefni Þórarins V. Þórarinssonar, fyrrverandi for- stjóra Landssíma Íslands hf. „Það liggur ljóst fyrir að það er í höndum stjórnar Símans að fara með þetta mál,“ sagði hann. Tilefni þessara orða var fyrir- spurn Guðmundar Árna Stefánsson- ar, þingmanns Samfylkingarinnar, um skýrslu Ríkisendurskoðunar og ósk þingmannsins um að hún yrði gerð opinber. „Ég hef í einkasam- tölum við hæstvirtan ráðherra farið fram á að fá þessu skýrslu og að hún verði gerð opinber en hann hefur ekki enn þá orðið við þeirri eðlilegu ósk minni,“ sagði Guðmundur Árni. Þingmaðurinn kvaðst álykta sem svo að ástæðan fyrir því að skýrslan yrði ekki birt væri sú að „enn frek- ari maðkar væru í mysunni,“ eins og hann orðaði það. Ákvörðun tryggi framtíðarhagsmuni Sturla Böðvarsson vísaði í yfirlýs- ingu stjórnar Landssíma Íslands frá í gær og sagði að ákvarðanir stjórn- arinnar snerust eingöngu um að tryggja framtíðarhagsmuni Símans og skapa frið um fyrirtækið. „Mér finnst það heldur ósanngjarnt að láta að því liggja að stjórn Símans sé að breiða yfir óþægileg mál með þeirri ákvörðun sinni,“ sagði Sturla og vísaði til þeirra orða Guðmundar Árna að fleiri maðkar gætu verið í mysunni. Síðan sagði ráðherra: „Stjórnar- formaður (Rannveig Rist) hefur gert mér grein fyrir þessari ákvörð- un stjórnarinnar og farið yfir þær forsendur sem stjórnin byggir þessa ákvörðun sína á. Mín niðurstaða er ótvírætt sú að treysta stjórninni fyr- ir niðurstöðu þessa máls.“ Ekki sáttur við niðurstöðuna Í máli Guðmundar Árna kom fram að hann væri ekki sáttur við þessa niðurstöðu. „Mín fyrirspurn helgast einmitt af því að hagsmunir Símans og eigendanna – þjóðarinnar allrar –verði hér hafðir í fyrirrúmi. Það er þess vegna sem ég fer fram á það að þessar upplýsingar verði hér birtar.“ Guðmundur Árni sagði ennfremur að hann myndi ekki láta þetta mál kyrrt liggja. „Ég mun í kjölfarið fara þess á leit formlega við Rík- isendurskoðun að hún taki saman sambærilega skýrslu fyrir mig, sem alþingismann. Ef það gengur ekki mun ég leggja hér fram þingsálykt- unartillögu.“ Síðan sagði Guðmund- ur Árni: „Ég vænti þess að hæstvirt- ur forsætisráðherra, oddviti þess- arar ríkistjórnar, kippi í hæstvirtan samgönguráðherra og málinu í lið- inn.“ Samgönguráðherra ítrekaði í lok- in að það væri ekki á hans valdi að birta umrædda skýrslu. „Og það er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt að háttvirtur þingmaður leiti eftir þeim upplýsingum sem þingmenn geta fengið í gegnum Ríkisendurskoðun og eðlilegt er. Að sjálfsögðu er ekki gerð nokkur minnsta athugasemd við það. Ég hvet háttvirtan þing- mann að fara þær leiðir sem eðlilegt er að fara. En stjórn Símans fer með þetta mál. Það er í hennar höndum og ég treysti henni til að fara með það. Hún hefur ekkert að fela.“ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Styður ákvörðun stjórn- ar Landssímans um að birta ekki skýrsluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.