Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 41
inguna frá morgni til kvölds. Það er
mikill auður fólginn í slíkum mönn-
um fyrir félag eins og Útivist.
Dverghagur dugnaðarforkur, sem
allt vildi fyrir alla gera – þannig var
hann og þannig minnumst við góðs
félaga og vinar sem skilur eftir sig
stórt skarð en ótal góðar minningar.
Árni Jóhannsson,
formaður Útivistar.
Í upphafi áttunda áratugarins
sótti ungur maður um starf vél-
stjórnanda við stjórn gagnavinnslu-
véla þeirra tíma, undanfara tölva nú-
tímans. Hann hafði þá nýlega lokið
prófi sem rafvélavirki og hafði áhuga
á þessu starfi. Hann kom mjög vel
fyrir við fyrstu kynni. Í samtali um
væntanlegt starf var hann einlægur
og afdráttarlaus, hreinskilinn og
ákveðinn, hafði fastmótaðar skoðan-
ir og lét þær ófeiminn í ljós. Þessum
unga, skarpleita og staðfasta manni
virtist vera óhætt að treysta fyrir
vaxandi verkefnum og fela aukna
ábyrgð.
Þetta reyndist vera rétt mat.
Daníel Lárusson uppfyllti ekki að-
eins með prýði þær væntingar sem
til góðs starfsmanns má gera. Hann
reyndist að auki vera gull af manni,
þjónustulipur og greiðvikinn, dreng-
lyndur, dugandi og réttsýnn, ráð-
hollur og ráðagóður, umburðarlynd-
ur en samt ákveðinn, kröfuharður en
samt sanngjarn. Daníel fékk því
fljótlega aukna ábyrgð í starfi, sem
hann sinnti með stakri prýði. Mörg
stórfyrirtæki sóttu þjónustu sína til
IBM útibúsins á þessum tíma og í
smiðju til Daníels Lárussonar. Tölv-
ur og þjónusta við þær var og veru-
legur hluti starfsvettvangs hans allt
þar til er hann féll frá í blóma lífsins
langt um aldur fram.
Það er ljúft að minnast Daníels
Lárussonar á fögrum haustdegi, er
þessi orð eru sett niður. Mér er heið-
ur að hafa kynnst þessum góða
dreng og staka heiðursmanni í ár-
daga tölvuvæðingar hjá IBM úti-
búinu á Íslandi, þar sem við Daníel
áttum samstarf um árabil.
Minningin um hann mun jafnan
lifa.
Sverrir Ólafsson.
Það er með miklum söknuði sem
við vinirnir í spilaklúbbnum kveðjum
nú félaga okkar Daníel S. Lárusson.
Þegar við byrjuðum í spilaklúbbi
saman fyrir rúmlega 20 árum áttum
við það allir sameigilegt að starfa hjá
IBM á Íslandi.
Daníel hóf störf í tölvuþjónustu-
deild IBM árið 1970, fljótlega eftir
að hann lauk námi í rafvélavirkjun. Á
þeim tíma voru fá fyrirtæki með eig-
in tölvur, en tölvuþjónustudeildin,
sem var fjölmennasta deild fyrirtæk-
isins á þeim tíma, annaðist tölvu-
vinnslu fyrir mörg af stærstu fyrir-
tækjum landsins. Það sýnir best
hæfileika og dugnað Daníels að hon-
um var falin stjórnun deildarinnar
eftir stutt starf.
Hann reyndist mjög farsæll og
traustur stjórnandi og var vel liðinn
af öllum, bæði samstarfsmönnum og
viðskiptavinum.
Um 1980 stofnuðum við sex vinnu-
félagar spilaklúbb. Við höfum haldið
hópinn æ síðan og komið saman
hálfsmánaðarlega til að spila bridge
og spjalla saman.
Út frá þessu myndaðist mjög
traustur vinskapur milli okkar allra
og fjölskyldna okkar og höfum við
gert meira en að spila, því við höfum
ferðast mikið saman bæði innan-
lands og utan og höfum farið saman,
með mökum okkar, í sjö utanlands-
ferðir. Daníel var mikið náttúrubarn
og hafði gaman af því að ferðast um
landið og er okkur sérstaklega minn-
isstæð ferðin í Breiðafjarðareyjar í
sumar sem leið. Það er vart hægt að
hugsa sér traustari og betri félaga
en Daníel og söknum við hans sárt.
Daníel hafði mikinn áhuga á ljós-
myndun og sá hann ætíð um þann
þátt í ferðalögum og öðrum sam-
skiptum okkar og sá þannig til þess
að minningarnar um samveru okkar
geymast.
Dóróthea og aðrir aðstandendur,
við vottum ykkur okkar innilegustu
samúð.
Spilafélagar.
Nú er komið að kveðjustund, alltof
fljótt og margt eftir ósagt og ógert.
Daníel kom inn í líf okkar, þessi ró-
legi og yfirvegaði maður. Alltaf flott-
ur, alltaf með bros á vör og geislaði
af gleði og hjartahlýju. Alltaf tilbú-
inn að rétta hjálparhönd og vera til
staðar þegar eitthvað bjátaði á. Jafn
traustur og góður maður er vand-
fundinn.
Margar góðar samverustundir
koma upp í hugann þegar kveðja
þarf góðan vin. Þær eru geymdar en
ekki gleymdar og eru okkur mikils-
verðar nú þegar þessi góði vinur er
horfinn á braut.
Kæri vinur, við munum ætíð
sakna þín og alltaf minnast þín.
Elsku Addý, Brynja og fjölskylda
og aðrir aðstandendur, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hildur og Halldór.
Mánudaginn 7. október kom
skokkarahópurinn í Laugardalshöll-
inni til fataskipta, en menn setti
hljóða, er upplýst var, að Daníel Lár-
usson hefði fengið heilablóðfall á
ferðalagi og væri rúmliggjandi á
sjúkrahúsi í Búdapest. Hann lézt 14.
október.
Í byrjun níunda áratugarins tóku
nokkrir kyrrsetumenn úr ýmsum
stéttum að stunda hlaup í hádeginu
þrjá daga í viku, og fljótlega bættust
tveir starfsmenn Morgunblaðsins í
þennan hóp og var Daníel annar
þeirra. Með tímanum myndaðist
samstilltur kjarni, þótt sumir minnk-
uðu hlaupin og breyttu yfir í hraða
göngu, en aðrir stefndu á skemmti-
skokk eða hálf-maraþon. Daníel var
hluti af síðastnefnda hópnum.
Hópurinn lét sér ekki nægja há-
degishlaupin og varð Daníel forystu-
maður í samvistum hópsins enda var
hann mikill útivistarmaður. Á sumr-
in dreif hann félagana með í langar
gönguferðir, eina helgina var gengið
yfir Fimmvörðuháls, eitt sumarið
var ekið inn á Fjallabaksleið og vest-
ari helmingur Laugavegarins geng-
inn, eitt árið var farin bátsferð niður
Hvítá, þá var eitt sinn gengið á Þrí-
hyrning. Þá dvaldi hópurinn stund-
um um helgar í sumarbústöðum
sumra félaganna og að vetrinum var
um langt árabil venja að njóta saman
jólahlaðborðs á Aðventunni og blóta
Þorrann í febrúar. Þá bauð Daníel til
móttöku og kynningar á starfsemi
Morgunblaðsins öllum til mikillar
ánægju og fróðleiks, og hann skipu-
lagði för hópsins á heimaleik Crystal
Palace með Hermann innanborðs og
á Highbury, þar sem Manchester
Utd var í heimsókn. Síðasta ferðin
var farin um miðjan september s.l.
og var þá farið um Njáluslóðir undir
leiðsögn heimamanns og var það öll-
um eftirminnilegur dagur. Í öllu
þessu var Daníel drifkrafturinn og
skipuleggjarinn og að leiðarlokum
þakkar skokkarahópurinn áratuga
vináttu og félagsskap og sendir ætt-
ingjum Daníels einlægar samúðar-
kveðjur.
Skokkarahópurnn í Laugardals-
höll
Sigurgeir Guðmannsson.
Daníel Lárusson vinur minn er
látinn. Hugurinn reikar til baka og
ég verð þess áþreifanlega áskynja
hversu lánsamur ég var að eiga
Daníel sem vin. Fyrstu kynnin voru í
gegnum vinnuna er ég vann verk
fyrir Morgunblaðið. Kunningsskap-
urinn þróaðist í vináttu og upp frá
því leit ég fyrst og fremst á Daníel
sem vin minn. Vin sem ég gat treyst
og vildi mér allt hið besta. Daníel var
gæddur þeim ómetanlegu hæfileik-
um að geta samglaðst öðrum og
hafði enga þörf fyrir að upphefja
sjálfan sig með baktali um náung-
ann. Áhugamál Daníels voru fjöl-
mörg, svo sem stangaveiði, ljós-
myndun, smíðar, útivist, bridge,
málverkasöfnun og ferðalög jafnt
innanlands sem utan. Vægi áhuga-
málanna í lífi hans jókst eftir að sjúk-
dómurinn lét til sín taka í fyrsta sinn.
Hann var þó alltaf vakinn og sofinn
yfir vinnu sinni hjá Morgunblaðinu
og gætti þar gagnkvæms trausts.
Eftir að hann veiktist var honum
ekki eingöngu umhugað um sína eig-
in heilsu heldur hvatti hann sem
flesta til að kaupa sér blóðþrýstings-
mæli til þess að geta fylgst með
heilsufari sínu.
Á lífsleiðinni opnar maður margar
skeljar í leit að perlum sem veita
hamingju og öðru sem gefur lífinu
gildi. Það eru perlur eins og Daníel
sem skilja mest eftir sig hvað varðar
vináttu og kærleik. Ég kveð nú minn
perluvin og votta fjölskyldu hans,
vinum og samstarfsmönnum mína
innilegustu samúð.
Jón Níels Gíslason.
Einhver spekingurinn í nútíman-
um sagði einhverju sinni að ef maður
vildi kynnast hinu rétta eðli manns
þá væri ráð að fara í veiði með við-
komandi. Það var það sem ég gerði
með Daníel Lárussyni. Við unnum
saman á Morgunblaðinu vel á annan
áratug, en sáumst svo sem ekki oft,
enda hvor á sinni hæðinni á stórum
vinnustað.
En fyrir 14 árum eða svo tóku
nokkrir Morgunblaðsmenn, áhuga-
menn um stangaveiði, sig til og fóru
saman í haustveiðitúr austur í
Tungufljót. Komið var fram í októ-
ber og veiðin afgerandi léleg. Samt
var ferðin mögnuð en hér verður
ekki tíundað hvernig á því stóð. Þessi
veiðiferð varð til þess að umræddur
hópur tók upp þann sið að loka
hverri veiðivertíð með haustferð eft-
ir að hafa verið að veiðum vítt og
breitt um landið með öðrum fé-
lögum. Oftast vorum við í Tungu-
fljóti í Vestur-Skaftafellssýslu, en
einnig í Svartá, Vatnsá og Grenlæk.
Mörgum ævintýrum deildi hópurinn
á bökkum vatnanna og það þjappaði
okkur saman.
Þá kem ég aftur að inngangsorð-
um mínum. Ég kynntist einmitt hinu
rétta eðli Daníels í þessum veiðiferð-
um. Hann var einn „stofnfélaga“
veiðihópsins og manna duglegastur
að mæta í gegnum árin. Daníel var
allt sem maður hefði óskað sjálfum
sér, kurteis, hógvær, greiðvikinn,
fróður, hjálpsamur, yfirvegaður. Ég
gæti haldið lengi áfram.
Ég er þakklátur fyrir að fá að
kynnast Daníel og á eftir að sakna
hans, alltaf þegar ég hugsa til hans,
og alveg sérstaklega á komandi
haustum þegar hópurinn fer að tygja
sig í lokatúrinn. Hér fylgir einnig
kveðja frá Herdísi konu minni sem
var í flestum veiðiferðunum. Við
vottum konu Daníels, Dórótheu,
dætrum hans, Árnýju og Brynju, og
barnabörnunum innilega samúð okk-
ar.
Guðmundur Guðjónsson.
Kæri Daníel. Kveðjustundin kom
alltof fljótt. Mig langar með örfáum
orðum að þakka þér kynnin sem hóf-
ust fyrir um 10 árum. Þú varst öð-
lingur og einstakt góðmenni, þó að
slíkt mætti aldrei nefna við þig. Hver
sem kynntist þér skynjaði að þar var
einstakur maður, ætíð reiðubúinn og
viljugur að hjálpa og athafnir fylgdu
orðum. Þú varst lítillátur, stundum
um of, og vildir aldrei vera mið-
punktur athyglinnar. Þú varst ótrú-
lega hraustur og hreyfing og útivera
var þér nauðsynleg. Þú reyndist mér
mjög vel og alltaf var gott að vera í
návist þinni og margt gott gat ég
lært af þér.
Kæri Daníel, þó að samskipti okk-
ar hafi ekki verið mikil upp á síðkast-
ið þá vitum við það eitt að heimurinn
stendur aðeins fátækari eftir brott-
hvarf þitt. Góða ferð á áfangastað.
Við vottum dætrum þínum og öðrum
aðstandendum samúð okkar.
Kveðja
Ingibjörg Dungal
og fjölskylda.
Ég kynntist vini mínum Daníel
Lárussyni, Dalla, í gegnum sameig-
inlega kunningja þegar hann var 16
ára og ég 18 ára. Hann var þá nýlega
fluttur til Reykjavíkur ásamt for-
eldrum sínum. Bjó fjölskyldan í
Hlíðunum og var Dalli enn í föður-
garði. Dalli tók mig inn í vinahóp
sinn sem í var einkum ungt, hresst
og skemmtilegt fólk af Akranesi.
Örlagadísirnar hófu að vefa sína
vefi. Árin liðu áhyggjulaust við störf
og leik og við tókum öll út okkar
þroska. Dalli kynntist stúlku úr
Kópavogi, ættaðri frá Borgarfirði
eystra, Kolbrúnu Hilmarsdóttur,
kvæntist henni og átti með henni
tvær mannvænlegar dætur Árnýju
og Brynju. Örlögi höguðu því þannig
að Dalli og Kolla skildu síðar.
Vinskapur okkar og trúnaður
hélst til hinstu stundar. Samband
okkar var náið og stöðugt þótt við
tækjum æ minni þátt í daglegu
amstri hvor annars. Daníel var vina-
margur og umgekkst ýmsa sem ég
þekki ekki persónulega en veit samt
góð deili á af lýsingum vinar míns.
Tryggð og trúnaður og ræktarsemi
við vini sína var aðalsmerki hans.
Daginn áður en vinur minn fór í
sína hinstu ferð áttum við langt sam-
tal.
Dalli sagði mér stoltur frá afa-
strákunum sínum fjórum, dætrunum
Addý og Brynju og tengdasyninum
Herði. Einnig sagði hann mér frá
heimili sínu og Dórótheu og áætlun-
um um að breyta þar og bæta. Kom
það skýrt fram að Dóróthea og henn-
ar fjölskylda áttu sér stórt pláss í
hjarta vinar míns.
Að leiðarlokum er mér efst í huga
þakklæti til forsjónarinnar fyrir að
hafa átt Daníel Lárusson að trún-
aðarvini.
Við Erla færum öllum sem nú
standa hnípnir og syrgja góðan
dreng innilegar samúðarkveðjur og
biðjum þeim guðs blessunar.
Erling Ásgeirsson.
Daníel á þakkir skildar fyrir þau
góðu áhrif sem hann hafði á til-
veruna og systrahóp Dórótheu. Við
samþykktum allar sem ein ráðahag-
inn þegar amor skaut þau örvum sín-
um, svo vel áttu þau saman, bæði at-
hafnasöm, kát og félagslynd.
Útivistaráhugi Daníels smitaðist
gegnum Dórótheu til okkar og úr
varð gönguhópurinn „Kiddi“ sem
heitir í höfuðið á karlaklúbbnum í
„Stellu í orlofi“ og þrammaði upp og
niður Öskjuhlíðina einu sinni í viku
og endaði alltaf við kertaljós í Naut-
hól, þar sem málin voru rædd, bæði
þessa heims og annars. Þegar Daníel
leiddi gönguhópinn í sína árlegu
grillferð á Reykjanes var hann fyrst-
ur allra upp fjallið og blés ekki úr nös
þegar upp var komið og kom þá í ljós
að hann hafði borið bæði bjór og
óáfengt, allt eftir þörfum hvers og
eins, og úthlutaði á fjallstindinum
svo allir máttu vel við una eftir erf-
iðið og skoppuðu kampakátir niður
hlíðarnar á eftir.
Ekki leið á löngu þar til bridge-
áhugi Daníels örvaði gamalt spilagen
í Dórótheu og hún hóaði okkur sam-
an til að æfa okkur í bridge fyrir efri
árin. Oft má heyra setningar eins og
„Daníel segir,“ eða „hvað heldur þú
að Daníel segi um þetta.“ Áður en
bridgeklúbburinn byrjaði var Daníel
búinn að kaupa skínandi grasgrænt
filtteppi og strengja yfir gamla
bridgeborðið handa hjartadrottning-
unni sinni.
Við minnumst hans með stóru
grillsvuntuna og matarilminn í
kringum sig á svölunum á Óðinsgöt-
unni og biðjum guð að blessa minn-
ingu hans og ástvini.
Gönguhópur og bridge-
klúbbur Dórótheu.
Náinn samstarfsmaður og góð-
ur félagi er óvænt fallinn frá fyrir
aldur fram.
Daníel Lárusson gegndi þýð-
ingarmikilli trúnaðarstöðu á skrif-
stofu Árvakurs hf., útgáfufélags
Morgunblaðsins, þar sem hann
var yfirmaður bókhaldsdeildar
þess.
Daníel réðst til Morgunblaðsins
1. mars 1985 og hafði því starfað
þar rúm 17 ár þegar hann lést.
Daníel var ljúfmenni og rækti
störf sín af alúð, kostgæfni og
trúnaði bæði við Morgunblaðið og
samstarfsfólk sitt.
Nú þegar Daníels nýtur ekki
lengur við verður okkur sam-
starfsmönnum hans enn betur
ljóst hvað við áttum og misstum
bæði að vini og starfsfélaga og
ekki síst hversu mikilvægu hlut-
verki hann þjónaði í þágu Morg-
unblaðsins.
Fyrir hönd Morgunblaðsins og
samstarfsfólks flyt ég fjölskyldu
Daníels okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Hallgrímur B. Geirsson,
framkvæmdastjóri.
Ég var bara lítill pjakkur þegar
ég kynntist Daníel. Mér til mik-
illar gæfu varð hann stór hluti af
lífi mínu í langan tíma. Við áttum
margar góðar samverustundir
hvort sem var á ferðalögum er-
lendis eða bara heimavið og þakka
ég fyrir það í dag. Þetta var einn
traustasti og besti maður sem ég
hef kynnst. Hann var sannur fé-
lagi og góð fyrirmynd.
Hann fór alltof fljótt, það var
margt sem við áttum eftir að
spjalla saman um. En það er víst
ekki spurt að því þegar kallið
kemur. Ég verð bara að vera
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast honum. Hans verður sárt
saknað.
Fjölskyldu og aðstandendum
sendi ég mínar samúðarkveðjur,
Níels Páll.
Er, þegar öflgir,
ungir falla,
sem sígi í ægi
sól á dagmálum.
(Bjarni Thor.)
Almættið spyr ekki um stund
né stað, því hefur Daníel sam-
starfsmaður og veiðifélagi minn
komist að raun um. Ég þakka þér
samfylgdina og vináttuna í gegn-
um árin á Morgunblaðinu og ekki
síst veiðiferðirnar sem eru
greyptar í minningunni um góðan
dreng sem nú hefur kvatt allt of
fljótt.
Sambýliskonu, börnum, ætt-
ingjum og vinum sendi ég hug-
heilar samúðarkveðjur á þessari
erfiðu stundu.
Rúnar Antonsson.
HINSTA KVEÐJA
Kveðja frá
Morgunblaðinu
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
ÞÓRHALLUR HELGASON,
Aðalgötu 1,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu-
daginn 31. október. Jarðarförin auglýst síðar.
Ingibjörg Þórhallsdóttir, Gunnsteinn Agnar Jakobsson,
Ragnar Þórhallsson,
Ásmundur Þórhallsson,
Helga Þuríður Þórhallsdóttir, Jóhann Bergur Hlynsson,
barnabörn og
Hermann Helgason.