Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGKONAN Emilíana Torrini hefur verið valin til að syngja að- allagið í Turnunum tveimur, ann- arri myndinni sem gerð er eftir Hringadróttinssögu-þríleiknum eft- ir J.R.R. Tolkien. Lagið kallast „Gollum’s Song“ og mun hljóma í lok myndarinnar. „Það var haft samband við marg- ar söngkonur varðandi það að syngja lagið. Það var mjög mikil óvissa um hvort ég gæti gert þetta því ég er alveg óþekkt,“ sagði Emil- íana hæversklega í samtali við Morgunblaðið í gær og bætti við að það hefði komið sér mjög á óvart að vera valin. Írska söngkonan Enya söng aðallag fyrstu mynd- arinnar, Föruneyti hringsins, en Emil- íana kom þá einnig til álita. Hún var fyrst kölluð í prufu eftir að aðstand- endur mynd- arinnar heyrðu og hrifust af plötu hennar, Love In The Time Of Science. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég var varla búin að læra lagið þegar ég þurfti að fara í hljóðver og syngja það,“ segir hún. Emilíana var kölluð aftur í hljóð- ver og í síðustu viku kom svo í ljós að hún var sú útvalda. Ekki var það minna ævintýri fyr- ir Emilíönu að taka upp lagið því það gerði hún í hljóðverinu sögu- fræga Abbey Road Studios í Lond- on, en Emilíana býr þar í borg. „Það var líka rosa gaman því Bítl- arnir voru svo mikið þar. Ég var voða montin af því og er búin að vera í hálfgerðu hláturskasti síð- an,“ segir hún. Lesið bækurnar fjórum sinnum Emilíana sagðist sjálf vera mikill aðdáandi bóka Tolkiens. „Ég er bú- in að lesa bækurnar svona fjórum sinnum. Ég er rosalegur aðdáandi. Þess vegna er þetta allt svona æð- islegt. Þegar ég sá myndina í fyrra hugsaði ég hvað ég vildi að ég gæti tekið þátt í þessu. Þetta er eig- inlega ósk, sem ég óskaði mér í bíó á síðasta ári,“ segir Emilíana en í stíl ævintýramyndarinnar, þar sem allt er mögulegt, hefur óskin nú ræst. Lagið samið af óskarshöfundi Howard Shore gerir tónlistina fyrir Turnana tvo líkt og Föruneyti hringsins en hann hlaut Ósk- arsverðlaun fyrir tónlistina í fyrstu myndinni í þríleik leikstjórans Pet- ers Jacksons. Emilíana segir „Gollum’s Song“ dramatískt lag og í hrárri stíl en hefur einkennt tónlist myndarinnar hingað til. „Ég held þeir hafi fengið mig því ég syng eins og frekja,“ segir hún. Föruneyti hringsins, fyrsta myndin í þríleiknum, hlaut mjög góðar viðtökur er hún var frum- sýnd hér á landi fyrir síðustu jól en alls sáu 86 þúsund manns myndina, sem orðin er meðal vinsælustu mynda sögunnar. Önnur myndin, Turnarnir tveir, verður frumsýnd hérlendis 26. des- ember og sagðist Emilíana bíða hennar með mikilli eftirvæntingu líkt og svo margir aðrir. Emilíana Torrini verður með í ævintýraheimi næstu myndarinnar um Fróða og félaga en hún syngur aðallag Turnanna tveggja. Ósk í bíó sem rættist Emilíana Torrini syngur aðallagið í Hringadróttinssögu Morgunblaðið/Golli SALURINN í Kópavogi var þéttset- inn á útgáfutónleikum Valgeirs Guð- jónssonar sl. sunnudagskvöld. Áheyrendur virtust skemmta sér hið besta, en tónleikarnir voru haldnir í tilefni af útgáfu nýrrar plötu Val- geirs, Skellir og smellir, sem geyma á bestu og „best gleymdu“ lög tón- skáldsins, er náði þeim merka áfanga að verða fimmtugur fyrr á árinu. Tveir góðir gestir, þau Helgi Björnsson og Diddú, tóku lagið með Valgeiri í Salnum og var ekki annað að heyra en að áheyrendur kynnu vel að meta framtakið. Söngkonan fékk að minnsta kosti dúndrandi lófatak að launum er hún rifjaði upp gamla takta frá dögum Spilverks þjóðanna í laginu „Nei sko“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nei sko, sungu þau Valgeir og Diddú í Salnum í Kópavogi um helgina. Fleiri smellir en skellir í Salnum GÍSLI Helgason blokkflautuleikari slær tvær flugur í einu höggi með tón- leikum í Salnum í Kópavogi í kvöld en tónleikarnir eru bæði útgáfu- og af- mælistónleikar. Á tónleikunum verð- ur kynnt efni af geisladiski Gísla, sem kallast Flautað fyrir horn. „Ég átti afmæli í vor en gat ekki haldið upp á það. Ég ákvað þá að halda upp á afmælið með því að gefa út þennan disk og halda tónleika í leiðinni. Mér finnst skárra að halda tónleika heldur en að halda einhverja veislu,“ segir Gísli, sem varð fimm- tugur á árinu. „Á disknum eru bæði nýjar og eldri hljóðritanir,“ segir Gísli en diskurinn gerir blokkflautuferli hans góð skil. Vel á þriðja tug tónlistarmanna kom að gerð disksins. Auk Gísla koma fram á tónleikunum í kvöld belgíski hörpuleikarinn Sophie Marie Schoonjans, bassaleikari Stuðmanna, Tómas Tómasson, og hinn þekkti tón- listarmaður og píanóleikari Þórir Baldursson. Gísli hefur starfað að margvísleg- um verkefnum sem tónlistarmaður en hann leikur m.a. með þjóðlagasveit- inni Islandica. Einnig hefur hann stjórnað upptökum á „einni og einni plötu“ eins og hann orðar það. „Svo hef ég spilað þegar einhver hefur nennt að hlusta á mig,“ segir hann. „Síðan er ég væntanlega að fara með norrænum kvæðahópi að spila á hinum Norðurlöndunum og líklega hér líka,“ segir Gísli. Hann er einnig þátttakandi í verkefni á vegum Evr- ópusambandsins varðandi kynningu á tónlist blindra og sjónskertra þannig að nóg er að gera hjá Gísla. Gísli tekur virkan þátt í störfum að málefnum blindra en hann er formað- ur Blindrafélagsins. Því ætti ekki að koma á óvart að allur ágóði af tónleik- unum renni í sjóðinn Blind börn á Ís- landi en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 í kvöld. Morgunblaðið/Jim Smart Gísli Helgason blokkflautuleikari heldur afmælis- og útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld til styrktar blindum börnum. Betra en að halda upp á afmælið Gísli Helgason blokkflautuleikari með styrktartónleika í Salnum Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá. FYRSTI OG SKELFILEG- ASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES Sýnd kl. 8. B. i. 16. Gott popp styrkir gott málefni 1/2 Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl DV RadíóX Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Brid- get Jones’s Diary.“ Gam- anmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi.  SK RadíóX Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B. i. 16.  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.50 og 10.20. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  HL Mbl Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá 5, 7.30 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8, 9 og 10.30.B. i. 16. Gott popp styrkir gott málefni Sýnd kl. 3.50. með ísl. tali. 1/2Kvikmyndir.comUSA Today SV Mbl DV RadíóX 1/2Kvikmyndir.is „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Sýnd kl. 3.50 og 6. Búðu þig undir nýja til- raun í hrylling. Það geta allir séð þig og það heyra allir í þér. En það getur enginn hjálpað þér! Mögnuð hryllingsmynd. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Stórskemmtileg grínmynd frá framleiðendum The Truman Show með Óskarsverð- launahafanum Al Pacino í sínu besta formi.  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  &'                      " 10 $   % #          !" #  ! ()* +() 5$     (   0$ % "   3   " 6   ($ 0$ % /    3 ! ( 0  0 0 3$   1   0  " 3 "   (# 10 0 " (#     ( #$  (#% &'!  ()* +()  # $ " 2$ (% - ( VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.