Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÉLÖGUM í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi gefst kostur á að velja sér fólk til forystu á næsta kjörtímabili í flokks- vali sem fram fer laugardaginn 9. nóv- ember nk. Meðal þeirra sem þar bjóða fram krafta sína til starfa er Rannveig Guðmundsdóttir þingmaður. Rannveig hefur langa reynslu af forystu í stjórnmálum og hefur sýnt það og sannað að hún er leiðtogi og til forystu fallin. Farsæl störf hennar í bæjarstjórn Kópavogs bera vott um það, þar sem hún bæði gegndi stöðu forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs og á Alþingi var hún um árabil formaður þing- flokksins auk þess sem hún hefur leitt lista jafnaðarmanna í kjördæm- inu. Með störfum sínum og fram- göngu hefur hún áunnið sér traust og trúnað samflokksmanna sinna og -kvenna. Rannveig hefur beitt sér fyrir samfélagsumræðu á þingi og verið öflugur málsvari fjölskyldna í landinu. Félagsmál, málefni aldr- aðra og öryrkja eru meðal þeirra málefna sem hún hefur gert að sín- um baráttumálum. Ég skora á fólk að ganga til liðs við Samfylkinguna, taka þátt í flokksvalinu og setja hæfa konu í fyrsta sæti. Konu sem við treystum til góðra verka. Veljum Rannveigu Guðmundsdóttur í fyrsta sæti. Það er mitt val, láttu það einnig verða þitt val. Rannveigu í fyrsta sæti Birna Sigurjónsdóttir grunnskólakennari skrifar: PRÓFKJÖR, með öllum sínum kostum og göllum, er eina leið al- mennings til að hafa áhrif á sam- setningu framboðslista fyrir þing- kosningarnar á næsta ári. Mig langar að vekja sérstaka at- hygli á framboði Einars Karls Har- aldssonar ráðgjafa, um leið og ég hvet kjósendur í prófkjöri Samfyking- arinnar til að veita honum hraustleg- an stuðning 9. nóvember. Einar Karl hefur á undanförnum árum gegnt sérstöku og mikilvægu hlutverki í hreyfingu jafnaðar- manna, bæði sem hugmyndafræð- ingur við stefnumótun og hern- aðarsérfræðingur í kosningabaráttu. Hann býr þannig yfir viðamikilli reynslu af stjórnmálum, sem komið hefur mörgum til góða. Enn má nefna að Einar Karl hefur verið formaður Hjálparstarfs kirkj- unnar og unnið þar að mann- úðarmálum og hjálparstarfi þar sem þörfin er brýnust. Þótt Einar Karl hafi lagt mikið af mörkum í ýmsum sögulegum kosn- ingum er þetta í fyrsta sinn sem hann fer í framboð sjálfur. Ég veit að hann verður góður alþing- ismaður. Einar Karl á Alþingi Hrafn Jökulsson rithöfundur skrifar: SAMFYLKINGIN er ungur flokkur með arfleifð jafnaðarstefn- unnar í fyrirrúmi. Í vor fer Sam- fylkingin í sínar aðrar kosningar. Skiptir því öllu máli að vel takist til við val á forystumönn- um flokksins til að bera fram hugsjón flokksins um frelsi, jöfnuð og bræðra- lag. Verðugur boð- beri þessarar stefnu er Bryndís Hlöðversdóttir. Bryndís hefur vaxið gífurlega sem stjórnmálamaður með störfum sínum. Hún veit að stór jafnaðarmannaflokkur er lyk- illinn að réttlátu samfélagi jafnra tækifæra. Bryndís hefur verið þingflokks- formaður Samfylkingarinnar frá í mars 2001 og hefur lagt fram sinn skerf við að skerpa rödd og ásýnd hins unga flokks. Bryndís vill for- dómalausa umræðu og nálgun við Evrópusambandið, því hún er ekki hlaðin minnimáttarkennd eða hræðslu við sambandið gerist Ís- land aðili að því. Mér er heiður að styðja Bryndísi til áframhaldandi góðra verka á Al- þingi. Bryndísi í 2. sætið Gunnar Alexander Ólafsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra jafn- aðarmanna, skrifar: ENGINN einn stjórnmálamaður hefur lagt jafn mikið af mörkum til að bæta kjör og aðbúnað einstæðra foreldra og Jóhanna Sigurðardóttir. Sem félagsmálaráðherra var komið á fót miklum fjölda kaupleiguíbúða og leiguíbúða á hóf- legum kjörum sem hafa stórbætt lífs- kjör einstæðra for- eldra. Húsa- leigubótakerfið er líka verk Jóhönnu og hún hefur á Alþingi beitt sér fyrir því að einstæðir for- eldrar geti fengið að nýta sér ónýtt- an persónuafslátt barna sinna. Margir einstæðir foreldrar með börn á framfæri sínu treysta líka á Jóhönnu, sem nú er að beita sér fyr- ir endurskoðun á barnabótakerfinu og að afnema skattlagningu á öllum meðlagsgreiðslum. Tillögur hennar um endurskipulagningu á leigu- markaðnum munu líka gjörbreyta húsnæðisaðstöðu einstæðra for- eldra. Ég skora á fólk, ekki síst ein- stæða foreldra, að styðja Jóhönnu til forystu í öðru Reykjavíkurkjördæm- anna í prófkjöri Samfylkingarinnar 9. nóvember. Kjósum Jóhönnu Þóra Guðmundsdóttir, fyrrv. form. Félags einstæðra foreldra, skrifar: Á ÍSLANDI býr fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og ýmsu litarafti. Ætla mætti að Alþingi end- urspeglaði þann fjöl- breytileika, en svo er sannarlega ekki. Á þingi er mikil þörf fyrir endurnýjun, bæði hugmynda og fólks. Ég hef unnið lengi með Ágústi Ólafi Ágústssyni. Fyrst kynntist ég honum í MR, þar sem hann var for- seti Framtíðarinnar, síðan unnum við saman í HÍ, þar sem ég sat með honum í stjórn Röskvu og síðar í stjórn Ungra jafnaðarmanna. Ágúst Ólafur er sérlega duglegur og kraft- mikill ungur maður og ábyrgur í sínu starfi. Hann er einn af þeim sjald- gæfu einstaklingum sem búa ekki bara yfir gáfum og hugsjónum held- ur einnig mikilli framkvæmdagleði. Gott dæmi um það er að undir hans stjórn stefnir í að aðildarfélögum UJ fjölgi úr þremur í ellefu. Þess vegna kýs ég Ágúst Ólaf í fjórða sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík. Ágúst Ólaf í fjórða sætið! Bryndís Nielsen, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, skrifar: ÉG HEF átt þess kost að starfa með Guðmundi Árna Stefánssyni á margvíslegum vettvangi. Í stjórn- málum og ekki síður innan íþrótta- hreyfingarinnar. Færri vita hins vegar, að samhliða þingmennsku og hér áður sem bæj- arstjóri hefur Guð- mundur Árni lagt sitt af mörkum fyrir íþróttamál í Hafnarfirði. Hann hefur gegnt formennsku í stjórn knatt- spyrnudeildar FH síðastliðin þrjú ár og látið þar duglega til sín taka. Það er ástæða til að vekja á því at- hygli sem vel er gert. Eftir gott og náið samstarf við Guðmund Árna hika ég ekki andartak, þegar ég lýsi yfir eindregnum stuðningi við hann í flokksvali Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi, sem fram fer 9. nóvember. Ég hvet alla, ekki síst áhugamenn um íþróttir, til að veita honum brautargengi í prófkjörinu og kjósa hann í 1. sæti listans. Atorkusemi og kraftur Þórir Jónsson skrifar: NÚ ÞEGAR aldraðir og öryrkjar eiga undir högg að sækja og virðast oft ekki eiga sér marga málsvara á þingi er lag að kjósa Ástu Ragnheiði í þriðja sætið. Hún hefur barist ötullega fyrir velferð þeirra sem minna mega sín í samfélaginu um árabil og er best treystandi til að halda þeirri baráttu áfram. Ég skora á alla sem láta sig þessi málefni varða að kjósa Ástu Ragn- heiði í 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ástu Ragnheiði í þriðja sætið! Sigríður Ólafsdóttir sérkennari skrifar: ÁSGEIR Friðgeirsson ritstjóri gefur kost á sér í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi hinn 9. nóvember nk. Ásgeir býr yfir víð- tækri stjórn- málaþekkingu sem hann hefur öðlast í gegnum störf sín í gegnum tíðina. Hann er framtaks- samur og drífandi einstaklingur sem hikar ekki við að taka frumkvæði. Ásgeir hefur t.d. verið forystumaður í netmiðlun á Íslandi, stofnaði visir.is á sínum tíma og síðar Strikið. Ég hef þekkt Ásgeir frá því á ung- lingsárum og snemma komu hæfi- leikar hans og mannkostir í ljós. Hann hefur oftlega verið valinn til forystustarfa, fyrst meðal nemenda MK, síðar í einu stærsta íþrótta- félagi landsins – Breiðabliki, svo eitthvað sé nefnt. Ásgeir er réttlátur jafnaðarmaður, dugandi frum- kvöðull sem mun láta til sín taka á Alþingi. Hann verður öflugur fulltrúi í framvarðasveit Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi og góður þingmaður. Styðjum Ásgeir Friðgeirsson Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, skrifar: ÞEGAR rætt er um einstaka al- þingismenn er viðkvæðið oft að það sé sama hver eigi í hlut; þessir þing- menn séu allir eins. Sú staðhæfing á frá- leitt við Ástu Ragn- heiði Jóhann- esdóttur sem nú stefnir að því að ná kjöri í þriðja sæti á lista Samfylking- arinnar í Reykjavík. Með öruggu kjöri Ástu er víst að Reykvíkingar eignast góðan málsvara meðal þing- manna; málsvara sem fer ekki í manngreinarálit þegar til hennar er leitað. Ásta Ragnheiður hefur alltaf leitast við að rétta hlut þeirra sem minna mega sín í samfélaginu og berst hetjulega fyrir málstað þeirra. Ásta Ragnheiður hefur ríka réttlæt- iskennd sem sýnir sig berlega í bar- áttu hennar fyrir réttlátu heil- brigðis- og velferðarkerfi svo allir þegnar þessa lands geti notið – án tillits til efnahags og stöðu. Vegna þessara einstöku mannkosta hefur Ásta áunnið sér virðingu og vináttu fjölda Reykvíkinga sem treysta henni til að halda baráttunni áfram – því enn er miklu verki ólokið til að baráttumál Ástu Ragnheiðar nái fram að ganga. Sem vinkona Ástu og samstarfskona til margra ára mæli ég óhikað með henni í þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar til næstu al- þingiskosninga. Ég hvet um leið alla þá sem vilja bæta velferðar- og heil- brigðiskerfið, þannig að það þjóni fólkinu í landinu sem best, til að fylkja sér um þessa mætu þingkonu til áframhaldandi setu á Alþingi. Ástu Ragnheiði til áframhaldandi góðra verka Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir skrifar: ÉG VIL hvetja alla félaga í Sam- fylkingunni að kjósa Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur í þriðja sætið í Reykjavík- urkjördæmi í kom- andi prófkjöri flokksins hinn 9. nóvember. Ásta Ragnheiður hefur sinnt hugsjónum jafnaðarmennsku óbilgjarnan og einlægan trúnað með dyggri barátttu sinni á þingi fyrir málefnum þeirra sem minna mega sín. Hún hefur lagt fram yfir 200 þingmál sem leitast hafa við að bæta stöðu hinna bágstöddu í samfélag- inu. Enginn jafnaðarflokkur sem vill standa undir nafni og berjast fyrir grundvallarhugsjónum sínum hefur efni á að missa slíkan þingmann fyr- ir borð. Heiðarleiki Ástu og ósér- hlífni hennar fyrir réttlátara sam- félagi er einnig þekkt. Við þurfum þingmenn eins og Ástu Ragnheiði. Tryggjum henni öruggt þingsæti áfram! Ástu Ragnheiði í 3ja sætið Ingólfur Margeirsson, blaðamaður og rit- höfundur, skrifar: MÉR varð fljótt ljóst þegar ég kynntist Rannveigu Guðmunds- dóttur að þar fór hæfileikakona. Hún er sanngjörn og heiðarleg við sam- starfsmenn og póli- tíska andstæðinga. Þannig hefur hún áunnið sér traust. Rannveig hefur brennandi áhuga á félagsmálum, jafnt málum launa- fólks sem fjölskyldna, barna og þeirra sem höllum fæti standa. Hún sinnti sem dæmi málefnum fatlaðra af alúð meðan hún var félagsmála- ráðherra. Í pólitískri orrahríð stend- ur Rannveig ætíð fyrir sínu. Það er því ekki tilviljun að hún hefur tvívegis leitt lista jafn- aðarmanna í öðru stærsta kjördæmi landsins. Þann sess hefur hún öðlast fyrir verðleika. Samfylkingin er ungur flokkur. Þar á eftir að móta góðar hefðir. Ég ber þá von í brjósti að flokksfólkið standi þétt að baki forystumönnum. Ég hef ákveðið að styðja Rannveigu í 1. sæti listans. Það geri ég á grundvelli reynslu hennar, þekkingar og trúverð- ugleika. Hún hefur hæfileika til að sam- eina, byggja brýr milli flokka og fólks. Þannig stjórnmálamann þurf- um við til forystu. Rannveigu áfram í forystu Þráinn Hallgrímsson skrifstofustjóri skrifar: Í UPPSTILLINGARNEFND Al- þýðubandalagsins 1995 þurftum við að finna nýjan frambjóðanda í annað sæti listans. Unga konu sem nyti trausts, væri tryggur málsvari launamanna og þeirra sem minna máttu sín, ætti auðvelt með að út- skýra meiningar sín- ar. Væri frjálslynd og víðsýn á þessum nýju tímum. Valið á frambjóðandanum var auðvelt, Bryndís Hlöðversdóttir, lög- fræðingur hjá ASÍ, hafði alla þá kosti til að bera sem við óskuðum eftir. Bryndís hefur sann- arlega ekki brugðist vonun neinna. Við höfum séð hvernig hún hefur vaxið sem stjórnmálamaður ár hvert og einkum hefur hún notið sín eftir að sá breiði flokkur, Samfylkingin, leysti nokkra gamla flokka af hólmi. Ég efast um að nokkur þingmaður þess flokks skírskoti til jafn margra og hún. Jafnt til gamalla „eðal- krata“, ungra Evrópusinna, „gam- algróinna sósíalista“, verkalýðssinna af öllum gerðum. Óvinalaus en skel- egg þegar á þarf að halda enda alltaf málefnaleg. Veitum Bryndísi glæsi- legan stuðning í prófkjöri Samfylk- ingarinnar. Kjósum Bryndísi Gísli Gunnarsson prófessor skrifar: ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir þingkona gefur kost á sér í flokks- vali Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. Ég er einn af fjölmörg- um sem meta mikils störf Þórunnar á Al- þingi og tel nauðsyn- leg að hún verði áfram fulltrúi í þingsveit Samfylk- ingarinnar. Þórunn hefur reynslu og þekkingu á málefnum þróunarlanda og er talsmaður þess að Ísland standi við gefin fyrirheit um þróunaraðstoð. Þórunn hefur góða yfirsýn yfir alþjóðleg öryggis- mál og hefur stuðlað að upplýsandi umræðum um þau mál á und- anförnum árum. Síðast en ekki síst hefur Þórunn haldið vel á lofti sjón- armiðum náttúru- og umhverf- isverndar og varpað ljósi á mik- ilvægi þess að stuðla að sjálfbærri þróun í íslensku samfélagi. Þórunn leggur mikla alúð við þingstörfin og setur mál sín fram með skýrum og skiljanlegum hætti. Hún tekur skýra afstöðu til mála og afstaða hennar einkennist af rétt- sýni. Ég hvet því til að Þórunn fái stuðning til áframhaldandi þingsetu í forvali Samfylkingarinnar laug- ardaginn 9. nóvember nk. Þórunn áfram á þingi Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri skrifar: ÞAÐ er mjög mikilvægt fyrir verkalýðshreyfinguna að eiga sér öfluga bandamenn. Ég hef hvatt fólk í hreyfingunni til að taka þátt í stjórnmálum því í reynd eru þau greinar af sama meiði. Ég hef lengi fylgst með Rann- veigu Guðmunds- dóttur. Hún hefur verið okkur dyggur bakhjarl. Vel undirbúin athugun hennar á matvöruverði hefur skapað um- ræðu sem skiptir gríðarlega miklu fyrir launafólk. Ég hef einnig fylgst með afstöðu Rannveigar til Evrópumála og annarra stórmála. Þar fylgir hún varfærinni jafnaðarstefnu. Hún á mikla sannfæringu en um leið hæfileika til að leita sameiginlegra lausna. Slíkt fólk er ómetanlegt. Þegar Samfylkingin varð til veit ég að Rannveig lagði mikið af mörkum. Sjálfur þekki ég vel hve vandasöm þau verkefni eru. Þar reynir á bestu hæfileika, sveigj- anleika, umburðarlyndi og sann- girni en síðast en ekki síst hug- rekki til að taka ákvarðanir. Ég vil hvetja flokksfólk til að styðja Rannveigu til forystu áfram. Sjálfur styð ég hana í 1. sæti. Styðjum Rann- veigu í 1. sæti Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, skrifar: Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.