Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ myndasögunum,“ bætir Simmons við. Þegar ferill Simmons er skoðaður vekur það athygli að í flestum sín- um hlutverkum hefur hann brugðið sér í gervi skúrka, lögreglumanna og annarra hörkutóla. Hann er því inntur eftir því hvort hann líkist sjálfur þessum persónum eða hvort hlutverkavalið sé hrein tilviljun. „Já, það er mjög athyglisvert hvað ég hef leikið mikið af hörðum nöglum og mönnum með völd, sér- staklega í ljósi þess að ég var alltaf algert blómabarn sem þráði frið á jörðu og var fremur uppsigað við hvers konar yfirvöld. Ætli þetta sé ekki bara mín leið til að ná mér niðri á þeim,“ segir Simmons og skellihlær. – Er Jameson eitthvað líkur þér í raunveruleikanum? „Nei, í rauninni ekki,“ svarar Simmons. „Ég öskra eiginlega aldr- ei á neinn. Einu skiptin sem ég brýni raustina er þegar ég er einn heima hjá mér og finn hvergi bíl- lyklana, en það er í einu skiptin sem ég æpi, og það er á sjálfan mig.“ – Hvernig stóð á því að þér bauðst starfið? „Ég hafði unnið með Sam Raimi, leikstjóranum, að síðustu myndum hans tveimur, For the Love of the Game og The Gift. Við vorum ágæt- ir félagar og þegar hann tók að sér Köngulóarmanninn og fór að velta fyrir sér hlutverkaskipan kom ég til greina sem Jameson. Ég fór svo á fund með Sam og framleiðendunum og hlutverkið var mitt,“ upplýsir Simmons. Með fullan munn af tönnum Aðspurður hvort hann líkist hin- um upprunalega Jameson í útliti svarar Simmons neitandi og segir útliti sínu hafa verið breytt mikið fyrir tökur myndarinnar. „Ég er sköllóttur sjálfur en Jameson er með þessa fríkuðu flötu hárgreiðslu og svo safnaði ég yf- irvaraskeggi. Ég veit ekki hvort ég ætti að vera að segja frá því, en ég lét líka gera falskar tennur uppí mig til að líkjast upprunalegu per- sónunni sem mest. Það var fremur EFTIR kurteislegar kynningar á báða bóga þýðir ekkert annað en að koma sér að efninu, enda Simmons upptekinn maður. Hann er því beð- inn að lýsa í nokkrum orðum per- sónu sinni, herra Jameson. „Já, hann er skvetta og mjög há- vær maður. Hann er harður í horn að taka en samt alls ekki vondur maður. Hann er svona dæmigerður harðstjóri sem vill að hlutirnir fari eftir hans höfði,“ segir Simmons. Hann tekur heilshugar undir þá lýsingu að Jameson sé stöðluð ímynd ritstjóra stórra dagblaða. „Hann vísar einnig til fyrri tíma, hann er þessi ágjarni og harðsvír- aði ritstjóri sem gjarnan eru tengd- ir sjötta og sjöunda áratugnum. Það er auðvitað tíminn þegar hann er skapaður upphaflega í teikni- fyndin lífsreynsla að leika með munninn fullan af þessum geysi- stóru, skjannahvítu tönnum,“ rifjar Simmons upp hlæjandi. „Bún- ingadeildin hannaði líka á mig kynstur af fínum fötum svo að ég held að án alls þessa líkist ég Jameson lítið sem ekkert fyrir utan að við höfum báðir blá augu.“ – Telurðu að þú verðir framvegis ímynd herra Jamesons í augum aðdáenda? „Það vona ég,“ svarar Simmons að bragði. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við myndinni hér í Bandaríkjunum, frá fjölmiðlum og einnig almenningi. Ég held að við höfum náð til mjög margra, líka þeirra sem ekki voru aðdáendur Köngulóarmannsins fyrir.“ – Varst þú sjálfur einn þeirra aðdáenda þegar þú varst yngri? „Ja, svona aðeins,“ svarar Simm- ons en játar að hafa verið talsvert meira gefinn fyrir hafnabolta á sín- um yngri árum. „En þegar ég las teiknimyndablöð voru það Ofur- mennið, Leðurblökumaðurinn og að sjálfsögðu Köngulóarmaðurinn,“ sem ég hélt mest upp á. Skúrkarnir alltaf drepnir – Er eitthvert annað hlutverk í myndinni sem þú hefðir frekar vilj- að leika? „Þegar Raimi fékk þetta verkefni vorum við að vinna saman að The Gift. Ég hafði ekki hugmynd um þá hver af þeim fjölmörgu skúrkum, sem Köngulóarmaðurinn hefur bar- ist við, myndi koma fram í mynd- inni. Ég gekk til Raimis og bað hann að leyfa mér að leika vonda kallinn í myndinni,“ rifjar Simmons upp. „Og ég geri það nú kannski að einhverju leyti því Jameson er mik- ið hörkutól. Kosturinn við hlut- verkið mitt er líka sá að aðal- skúrkarnir eru alltaf drepnir. Mín persóna fær að lifa áfram og þar af leiðandi að koma fram í framhalds- myndunum.“ – Mun Jameson þá koma fram í framhaldsmyndinni? „Já, það er ég nokkuð viss um án þess að ég geti gefið upp meira um það mál að svo stöddu. Það eina sem ég get sagt er að framhaldið verður frumsýnt í maí árið 2004.“ Eins og kunnugt er fara þeir Tobey Maguire og Willem Dafoe með hlutverk erkióvinanna Köngulóarmannsins og Græna púkans. Simmons segir það hafa verið frábæra reynslu að vinna með þeim félögum. „Við Tobey höfðum unnið stutt- lega saman áður að The Ciderhouse Rules og hann er mjög fínn og snið- ugur strákur. Hann er ekki ólíkur persónu sinni í myndinni. Willem er líka mjög fínn, hann er alger orku- bolti. Það var sífellt verið að reyna að fá fyrir hann áhættuleikara í at- riðinu þegar hann ræðst inn á skrif- stofuna mína gegnum gluggann. Við vildum gera öll okkar áhættu- atriði sjálfir og skemmtum okkur mjög vel yfir því,“ segir Simmons hvergi banginn. – Svo þú framkvæmir öll þín áhættuatriði sjálfur?“ „Já, öll nema eitt. Aðstandendur myndarinnar heimtuðu að láta áhættuleikara sitja inni á skrifstof- unni þegar glerrúðan splundrast inn og yfir Jameson allan. En allt annað var ég.“ – Nú fékk myndin fádæma góðar viðtökur um allan heim þegar hún kom út. Var það eitthvað sem þú bjóst við? „Ég vissi að myndin yrði góð og að henni myndi ganga vel en aldrei bjóst ég við að viðtökurnar yrðu með þessu móti.“ Morðingi, sálfræðingur og m&m – Hefur líf þitt breyst að ein- hverju leyti síðan myndin var frum- sýnd? „Ég vildi að ég gæti svarað þess- ari spurningu játandi,“ svarar Sim- mons. „Ég vildi að ég gæti sagt að atvinnutilboðin streymdu inn. Þó að ég sé kannski kominn með örlítið þekktara andlit er ég enn bara skapgerðarleikari sem þarf að fara í áheyrnarpróf til að fá hlutverk. – Ertu að vinna að einhverjum myndum í augnablikinu? „Já, ég er með fast hlutverk í sjónvarpsþáttunum OZ (sem sýndir eru á Stöð 2). Þar fer ég með hlut- verk fanga, illskeytts morðingja, sem situr í hámarksöryggisgærslu. Ég fer einnig með hlutverk sál- fræðingsins í sjónvarpsþáttunum Law and Order (sem eru á Skjá einum). Já og svo er ég með eitt annað fast starf og það er röddin í gula m&m-namminu í auglýsing- unum fyrir sælgætið. Veit ekki hvort þær eru sýndar á Íslandi. Hann er mjög skemmtilegur,“ segir Simmons og innir blaðamann eftir því hvort sjónvarpsauglýsingar séu sýndar á ensku á Íslandi. Þegar hann er upplýstur um að þær séu velflestar talsettar segir hann upplýsingarnar um gula m&m-ið þá harla ónauðsynlegar fyrir landsmenn og þakkar pent fyrir spjallið. Fornir fjendur: Unnendur Könguló- armannsins geta notið myndar- innar á ný á mynddiski og -bandi. Ritstjórinn harðskeytti er kröftuglega túlkaður af J.K. Simmons. Skapgerðarleikar- inn og skúrkarnir Fyrir helgi kom út á mynddiski og -bandi ein vinsælasta mynd ársins, Köngulóarmaðurinn. Einhver litríkasta persóna myndarinnar er ritstjórinn harðsvíraði J. Jonah Jameson, sem er leikinn af J.K. nokkrum Simmons. Birta Björnsdóttir komst að því að þar fer hinn indælasti náungi er hún sló á þráðinn til hans og ræddi um velgengni myndarinnar, skúrkana og gult m&m. J.K. Simmons leikur ritstjórann í Köngulóarmanninum sem kom út í gær á mynddiski og -bandi 02.11. 2002 11 7 6 9 7 5 2 6 1 7 2 15 21 22 33 3 30.10. 2002 5 6 8 23 34 38 16 35 Sexfaldur 1. vinningur næsta laugardag Tvöfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. B.i. 12. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14. Sýnd kl. 5.45 með enskum texta, 8 og 10.15. B.i. 12. Sýnd kl. 10.15. B.i. 16.  Kvikmyndir.com    Mbl Sýnd kl. 6. Yfir 45.000 áhorfendur 12 Tilnefningar til Eddu verðlaunanna. Tilnefnd í öllum flokkum12 WITH ENGLISHSUBTITLESAT 5.45 FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER.  Kvikmyndir.com  HK DV  SV Mbl  SK RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 16. anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES LOKSINS - LOKSINS - LOKSINS Loksins færðu að kíkja bak við tjöldin og sjá það sem enginn má sjá. Sjáðu eina umtöluðustu og einu bönnuðu kvikmynd Íslandssögunnar. 1/2 HJ. MBL "Frábær heimildarmynd, tvímælalaust í hópi þess áhugaverðasta sem gert hefur verið á þessu sviðI á Íslandi"  SG DV „Vel gerð og bráðskemmtileg“ TILNEFND TIL EDDU VERÐLAUNANNA SEM BESTA HEIMILDARMYND ÁRSINS Sýnd kl. 6, 8 og 10. Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 5 og 7. Vit 460  SK RadíóX Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 448 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 9 og 10.10. Vit 461 Yfir 43.000 Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs. Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  SV. MBL DV Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 453 Stundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. ÞriðjudagsTilboð kr. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.