Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI upp- sjávaraflans gæti orðið um 36 millj- arðar króna eftir áratug með vaxandi manneldisvinnslu. Verðmæti þessa afla var í fyrra um 21 milljarður króna og 14 milljarðar árið áður. Þetta er mat Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns Samherja og SR mjöls, og kom fram í erindi hans á að- alfundi LÍÚ sem fram fór í síðustu viku. Finnbogi fjallaði á fundinum um þróun í nýtingu á uppsjávarfiski. Hann sagðist sjá fyrir sér aukna sjó- frystingu á síld og loðnu næsta ára- tug, enda hafi skipum fjölgað sem geti fryst um borð mikið magn af fiski. Hann benti meðal annars á að afla- verðmæti nóta- og togveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA er orðið um 2,5 milljarðar króna á þeim tveim- ur árum sem liðin eru frá því skipið hóf veiðar. Finnbogi spáði því að árið 2011 yrðu um 90% aflans úr íslenska síld- arstofninum unninn til manneldis, um 80% norsk-íslensku síldarinnar og um 10% loðnuaflans. Þá taldi Finnbogi fyrirsjáanlegt að vaxandi hlutfall kol- munnaaflans fari til manneldisvinnslu ef hægt verði að þróa vinnsluaðferðir fyrir hann, enda væri kolmunni góð hvítfiskafurð en hingað til þótt erfiður í vinnslu. Ennfremur taldi Finnbogi að fiskeldi myndi aukast og því færi hærra hlutfall mjöl- og lýsisfram- leiðslunnar í framleiðslu eldisfóðurs og þannig fengist fyrir hana hærra verð. Jafnframt mætti gera ráð fyrir að tilraunaveiðar á vannýttum teg- undum myndu skila auknum verð- mætum. Spáði Finnbogi því að miðað við um 1,2 milljóna tonna uppsjávarafla mætti gera ráð fyrir að útflutnings- verðmæti hans yrði um 36 milljarðar króna árið 2011 en verðmætið var um 21 milljarður króna á síðasta ári og um 14 milljarðar króna árið 2000. Bræðslum mun fækka um helming Finnbogi sagði að ef afli Íslendinga í síld, loðnu og kolmunna héldist um 1,2 milljónir tonna og sífellt meira af aflanum færi til manneldisvinnslu, myndi hlutur fiskimjölsverksmiðj- anna vitanlega minnka. Ætla mætti að eftir 10 ár fái verksmiðjurnar und- ir einni milljón tonna til vinnslu. Hér á landi eru nú reknar um 20 verksmiðj- ur og sagði Finnbogi að hver verk- smiðja þyrfti að vinna úr að minnsta kosti 100 þúsund tonnum á ári til að standa undir rekstri. Því væri ljóst að þeim myndi fækka um að minnsta kosti helming á næstu 10 árum. Verðmæti upp- sjávaraflans mun aukast Gæti orðið 36 milljarðar eftir áratug Morgunblaðið/Kristinn Útflutningsverðmæti uppsjávarfisks gæti orðið 36 milljarðar eftir 10 ár ef spá Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns Samherja, rætist. KOLMUNNAVEIÐI Síldarvinnsl- unnar á þessu ári er nú lokið, en Börkur NK 122 kom til heimahafn- ar í Neskaupstað í vikunni úr síð- asta túrnum á árinu. Börkur hefur veitt tæp 40 þúsund tonn af kolmunna á árinu og er aflahæsta íslenska kolmunna- veiðiskipið. Þeir á Berki hófu kol- munnaveiðar í lok apríl sl. og hafa verið nánast stanslaust á kolmunna síðan, ef frá er talinn tæpur mán- uður við síldveiðar í sumar. „Kolmunnaveiðin hefur gengið prýðisvel,“ segir Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri út- gerðar hjá Síldarvinnslunni, á heimasíðu SVN. „Bróðurparturinn af þessum afla er veiddur í íslensku landhelginni, en lítilsháttar hefur veiðst í færeyskri landhelgi.“ Börkur heldur fljótlega til síld- veiða. Með 40.000 tonn af kolmunna SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað hlaut umhverf- isverðlaun LÍÚ árið 2002 sem af- hent voru á aðalfundi sambandsins í gær. Verðlaunin hlaut fyrirtækið fyrir að hafa með umhverfisstefnu sinni hug- að markvisst að umhverf- ismálum um langan tíma. Var það álit matsnefndar að innan fyrirtækisins væri gott yfirlit um þá þætti starfseminnar sem hugsanlega geta valdið neikvæð- um áhrifum á umhverfið. Fyr- irtækið hefði m.a. markvisst unnið að því að taka upp kæli- miðla sem hafa lítil umhverfis- áhrif, gripið hefði verið til elds- neytissparandi aðgerða á skipum félagsins og umhverf- isstjórnunarkerfi verið tekið upp að hluta til. Eins hefði félagið tekið þátt í þróun á valvirkum veiðarfærum og nýtti vel auka- afurðir og annað sem fellur til við veiðar og vinnslu sjáv- arfangs. Þá uppfyllti félagið all- ar lögboðnar skyldur tengdar umhverfismálum og hefði unnið að umhverfisfræðslu fyrir starfs- fólk með markvissum hætti á undanförnum árum. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síld- arvinnslunnar, tók við verðlaun- unum úr hendi Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra. SVN hlaut umhverf- isverð- laun LÍÚ Morgunblaðið/Jim Smart Þeir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri SVN, og Björgólfur Jóhannsson forstjóri voru að vonum ánægðir með umhverfisverðlaunin. FRAMBOÐ af pillaðri kaldsjávar- rækju á helstu mörkuðum í Evrópu hefur aukist til muna og verð hríð- fallið á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem fram kom á samráðsfundi framleiðenda og kaupenda kaldsjávarrækju, Cold- water Prawn Forum, sem haldinn var í London fyrir skömmu. Gísli Gíslason hjá Barry Group á Íslandi segir að fundurinn hafi stað- fest erfitt ástand greinarinnar. Heildarframboð af pillaðri rækju hafi á undanförnum fimm árum aukist úr 60 þúsund tonnum í um 85 þúsund tonn. „Aukningin er að stórum hluta til komin vegna vax- andi rækjuveiða íbúa Nýfundna- lands. Þessi rækja fer inn á hefð- bundna markaði með tilheyrandi verðlækkunum.“ Barry Group á Íslandi er sölu- skrifstofa sem selur rækju og aðrar sjávarafurðir til Evrópu fyrir Barry Group í Kanada. Einnig kaupir skrifstofan og selur nokkuð af rækju og fiski frá ýmsum íslenskum framleiðendum og selur til Evrópu. Nýverið hóf Gísli Gíslason störf þar en hann hafði áður starfað samtals 6 ár hjá SH, síðustu 3 árin í Eng- landi. Gísli mun annast sölu að- allega á breska markaðinn en Hall- dór Árnason sem einnig starfar hjá Barry mun sjá um sölu til Skandin- avíu og meginlands Evrópu. Hækkun ekki fyrirsjáanleg Gísli segir fátt benda til þess að verð á rækju hækki á allra næstu misserum. Reyndar hækki oft verð á einstökum stærðarflokkum þegar sala eykst fyrir jól og páska. Hins vegar sé ekki fyrirsjáanleg viðvar- andi verðhækkun, enda sjái menn ekki fram á að eftirspurn verði meiri en framboð. „Kanadamenn hafa gert töluvert markaðsátak fyrir kaldsjávarrækju í Bandaríkjunum. Þar er rík hefð fyrir rækjuneyslu en hingað til hef- ur þar einkum verið um að ræða hlýsjávarrækju. Kanadamenn eru orðnir mjög stórtækir í rækjunni, framleiða ríflega 20 þúsund tonn á ári. Þeir greiða hins vegar innflutn- ingstolla á rækju til Evrópu og ef þeir myndu selja stærri hlut af sinni framleiðslu til Bandaríkjanna myndi það vissulega létta á mark- aðnum í Evrópu.“ Á fundinum í London var farið yfir átak sem gert var til markaðs- setningar á kaldsjávarrækju í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Jafnframt fjölluðu Norðmenn um útflutningsráð sitt á fundinum og fulltrúar kanadíska sjávarútvegs- fyrirtækisins Fishery Product Int- ernational sögðu frá átaki sínu með að selja kaldsjávarrækju undir merkinu ICE Shrimp. Gísli segir hins vegar skiptar skoðanir um hvernig best sé að stuðla að land- vinningum á nýja markaði. „Það má reyndar segja að hinir hefðbundnu markaðir hafi í sjálfu sér verið að stækka. Þegar varan verður stöð- ugt ódýrari eru fleiri sem kaupa hana. En það myndi vissulega vera gott ef nýir markaðir myndu vaxa og verða til á einhvern hátt,“ segir Gísli. Framboð af pillaðri rækju eykst og verð lækkar stöðugt Aukningin að hluta til komin vegna vaxandi rækjuveiða Nýfundnalands Morgunblaðið/Jim Smart Gísli Gíslason og Halldór Árnason, starfsmenn Barry Group á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.