Morgunblaðið - 05.11.2002, Side 16

Morgunblaðið - 05.11.2002, Side 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI upp- sjávaraflans gæti orðið um 36 millj- arðar króna eftir áratug með vaxandi manneldisvinnslu. Verðmæti þessa afla var í fyrra um 21 milljarður króna og 14 milljarðar árið áður. Þetta er mat Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns Samherja og SR mjöls, og kom fram í erindi hans á að- alfundi LÍÚ sem fram fór í síðustu viku. Finnbogi fjallaði á fundinum um þróun í nýtingu á uppsjávarfiski. Hann sagðist sjá fyrir sér aukna sjó- frystingu á síld og loðnu næsta ára- tug, enda hafi skipum fjölgað sem geti fryst um borð mikið magn af fiski. Hann benti meðal annars á að afla- verðmæti nóta- og togveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA er orðið um 2,5 milljarðar króna á þeim tveim- ur árum sem liðin eru frá því skipið hóf veiðar. Finnbogi spáði því að árið 2011 yrðu um 90% aflans úr íslenska síld- arstofninum unninn til manneldis, um 80% norsk-íslensku síldarinnar og um 10% loðnuaflans. Þá taldi Finnbogi fyrirsjáanlegt að vaxandi hlutfall kol- munnaaflans fari til manneldisvinnslu ef hægt verði að þróa vinnsluaðferðir fyrir hann, enda væri kolmunni góð hvítfiskafurð en hingað til þótt erfiður í vinnslu. Ennfremur taldi Finnbogi að fiskeldi myndi aukast og því færi hærra hlutfall mjöl- og lýsisfram- leiðslunnar í framleiðslu eldisfóðurs og þannig fengist fyrir hana hærra verð. Jafnframt mætti gera ráð fyrir að tilraunaveiðar á vannýttum teg- undum myndu skila auknum verð- mætum. Spáði Finnbogi því að miðað við um 1,2 milljóna tonna uppsjávarafla mætti gera ráð fyrir að útflutnings- verðmæti hans yrði um 36 milljarðar króna árið 2011 en verðmætið var um 21 milljarður króna á síðasta ári og um 14 milljarðar króna árið 2000. Bræðslum mun fækka um helming Finnbogi sagði að ef afli Íslendinga í síld, loðnu og kolmunna héldist um 1,2 milljónir tonna og sífellt meira af aflanum færi til manneldisvinnslu, myndi hlutur fiskimjölsverksmiðj- anna vitanlega minnka. Ætla mætti að eftir 10 ár fái verksmiðjurnar und- ir einni milljón tonna til vinnslu. Hér á landi eru nú reknar um 20 verksmiðj- ur og sagði Finnbogi að hver verk- smiðja þyrfti að vinna úr að minnsta kosti 100 þúsund tonnum á ári til að standa undir rekstri. Því væri ljóst að þeim myndi fækka um að minnsta kosti helming á næstu 10 árum. Verðmæti upp- sjávaraflans mun aukast Gæti orðið 36 milljarðar eftir áratug Morgunblaðið/Kristinn Útflutningsverðmæti uppsjávarfisks gæti orðið 36 milljarðar eftir 10 ár ef spá Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns Samherja, rætist. KOLMUNNAVEIÐI Síldarvinnsl- unnar á þessu ári er nú lokið, en Börkur NK 122 kom til heimahafn- ar í Neskaupstað í vikunni úr síð- asta túrnum á árinu. Börkur hefur veitt tæp 40 þúsund tonn af kolmunna á árinu og er aflahæsta íslenska kolmunna- veiðiskipið. Þeir á Berki hófu kol- munnaveiðar í lok apríl sl. og hafa verið nánast stanslaust á kolmunna síðan, ef frá er talinn tæpur mán- uður við síldveiðar í sumar. „Kolmunnaveiðin hefur gengið prýðisvel,“ segir Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri út- gerðar hjá Síldarvinnslunni, á heimasíðu SVN. „Bróðurparturinn af þessum afla er veiddur í íslensku landhelginni, en lítilsháttar hefur veiðst í færeyskri landhelgi.“ Börkur heldur fljótlega til síld- veiða. Með 40.000 tonn af kolmunna SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað hlaut umhverf- isverðlaun LÍÚ árið 2002 sem af- hent voru á aðalfundi sambandsins í gær. Verðlaunin hlaut fyrirtækið fyrir að hafa með umhverfisstefnu sinni hug- að markvisst að umhverf- ismálum um langan tíma. Var það álit matsnefndar að innan fyrirtækisins væri gott yfirlit um þá þætti starfseminnar sem hugsanlega geta valdið neikvæð- um áhrifum á umhverfið. Fyr- irtækið hefði m.a. markvisst unnið að því að taka upp kæli- miðla sem hafa lítil umhverfis- áhrif, gripið hefði verið til elds- neytissparandi aðgerða á skipum félagsins og umhverf- isstjórnunarkerfi verið tekið upp að hluta til. Eins hefði félagið tekið þátt í þróun á valvirkum veiðarfærum og nýtti vel auka- afurðir og annað sem fellur til við veiðar og vinnslu sjáv- arfangs. Þá uppfyllti félagið all- ar lögboðnar skyldur tengdar umhverfismálum og hefði unnið að umhverfisfræðslu fyrir starfs- fólk með markvissum hætti á undanförnum árum. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síld- arvinnslunnar, tók við verðlaun- unum úr hendi Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra. SVN hlaut umhverf- isverð- laun LÍÚ Morgunblaðið/Jim Smart Þeir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri SVN, og Björgólfur Jóhannsson forstjóri voru að vonum ánægðir með umhverfisverðlaunin. FRAMBOÐ af pillaðri kaldsjávar- rækju á helstu mörkuðum í Evrópu hefur aukist til muna og verð hríð- fallið á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem fram kom á samráðsfundi framleiðenda og kaupenda kaldsjávarrækju, Cold- water Prawn Forum, sem haldinn var í London fyrir skömmu. Gísli Gíslason hjá Barry Group á Íslandi segir að fundurinn hafi stað- fest erfitt ástand greinarinnar. Heildarframboð af pillaðri rækju hafi á undanförnum fimm árum aukist úr 60 þúsund tonnum í um 85 þúsund tonn. „Aukningin er að stórum hluta til komin vegna vax- andi rækjuveiða íbúa Nýfundna- lands. Þessi rækja fer inn á hefð- bundna markaði með tilheyrandi verðlækkunum.“ Barry Group á Íslandi er sölu- skrifstofa sem selur rækju og aðrar sjávarafurðir til Evrópu fyrir Barry Group í Kanada. Einnig kaupir skrifstofan og selur nokkuð af rækju og fiski frá ýmsum íslenskum framleiðendum og selur til Evrópu. Nýverið hóf Gísli Gíslason störf þar en hann hafði áður starfað samtals 6 ár hjá SH, síðustu 3 árin í Eng- landi. Gísli mun annast sölu að- allega á breska markaðinn en Hall- dór Árnason sem einnig starfar hjá Barry mun sjá um sölu til Skandin- avíu og meginlands Evrópu. Hækkun ekki fyrirsjáanleg Gísli segir fátt benda til þess að verð á rækju hækki á allra næstu misserum. Reyndar hækki oft verð á einstökum stærðarflokkum þegar sala eykst fyrir jól og páska. Hins vegar sé ekki fyrirsjáanleg viðvar- andi verðhækkun, enda sjái menn ekki fram á að eftirspurn verði meiri en framboð. „Kanadamenn hafa gert töluvert markaðsátak fyrir kaldsjávarrækju í Bandaríkjunum. Þar er rík hefð fyrir rækjuneyslu en hingað til hef- ur þar einkum verið um að ræða hlýsjávarrækju. Kanadamenn eru orðnir mjög stórtækir í rækjunni, framleiða ríflega 20 þúsund tonn á ári. Þeir greiða hins vegar innflutn- ingstolla á rækju til Evrópu og ef þeir myndu selja stærri hlut af sinni framleiðslu til Bandaríkjanna myndi það vissulega létta á mark- aðnum í Evrópu.“ Á fundinum í London var farið yfir átak sem gert var til markaðs- setningar á kaldsjávarrækju í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Jafnframt fjölluðu Norðmenn um útflutningsráð sitt á fundinum og fulltrúar kanadíska sjávarútvegs- fyrirtækisins Fishery Product Int- ernational sögðu frá átaki sínu með að selja kaldsjávarrækju undir merkinu ICE Shrimp. Gísli segir hins vegar skiptar skoðanir um hvernig best sé að stuðla að land- vinningum á nýja markaði. „Það má reyndar segja að hinir hefðbundnu markaðir hafi í sjálfu sér verið að stækka. Þegar varan verður stöð- ugt ódýrari eru fleiri sem kaupa hana. En það myndi vissulega vera gott ef nýir markaðir myndu vaxa og verða til á einhvern hátt,“ segir Gísli. Framboð af pillaðri rækju eykst og verð lækkar stöðugt Aukningin að hluta til komin vegna vaxandi rækjuveiða Nýfundnalands Morgunblaðið/Jim Smart Gísli Gíslason og Halldór Árnason, starfsmenn Barry Group á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.