Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FUNDUR í Safnaðarfélagi
Digraneskirkju verður haldinn
fimmtudaginn 7. nóvember kl.
20.30 í safnaðarsal kirkjunnar.
Gestur kvöldsins og ræðumaður
er Þorsteinn Haukur Þorsteins-
son tollfulltrúi. Hann flytur er-
indi um forvarnir og fíkniefni og
hefur hundinn Bassa meðferðis.
Bassi er mörgum að góðu kunn-
ur því hann heimsækir ferming-
arbörnin á hverju ári.
Eftir umræður og kaffi tökum
við lagið saman við undirleik
Þorsteins Hauks. Stundinni lýk-
ur með helgistund í umsjá prests
í kirkjuskipinu.
Trú og bókmenntir
NÁMSKEIÐ um trú og bók-
menntir hefst í Leikmannaskól-
anum miðvikudaginn 6. nóv-
ember. Kennarar á námskeiðinu
eru dr. Hjalti Hugason prófessor
og Ásdís Egilsdóttir dósent.
Á námskeiðinu verða skoðaðir
bókmenntatextar í ljósi kirkju-
legra og trúarlegra aðstæðna á
ritunartíma og í tengslum við
samtímann.
Námskeiðið er í fjögur skipti,
á miðvikudögum kl. 20–22, 6.–27.
nóvember og er kennt í stofu 5 í
Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Hægt er að skrá sig og fá frek-
ari upplýsingar á vef Leik-
mannaskólans www.kirkjan.is/
leikmannaskoli <http://
www.kirkjan.is/leikmanna-
skoli> eða í síma 535 1500.
Digraneskirkja
Fundur í Safn-
aðarfélagi
Digraneskirkju
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrj-
að á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á
skemmtigöngu um Laugardalinn eða upp-
lestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki
treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í
sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrð-
arstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má
koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni
bænastund gefst þátttakendum kostur á
léttum hádegisverði. Tólfsporafundur í
kvöld kl. 19.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir
10–12 ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að
samverustund lokinni. 10–12 ára starf
KFUM&K kl. 17.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laug-
arneskirkju kl. 20. Sr. Jón Bjarman, fyrrum
sjúkrahúsprestur, fjallar um hlutverk og
líðan aðstandenda þess sem er sjúkur.
Engin skráning. Þægilegt að vera með.
Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar.
Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörð-
arstund þar sem Þorvaldur Halldórsson
leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunn-
arssonar, en sóknarprestur flytur guðs orð
og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í
umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns
og bænahóps kirkjunnar. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi.)
Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara
kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All-
ir velkomnir. Foreldramorgnar miðvikudag
kl. 10–12. Mataræði ungbarna. Hjúkrun-
arfræðingur frá heilsugæslunni á Seltjarn-
arnesi sér um efnið. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl.
10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16.
Kirkjustarf TTT (10–12 ára) kl. 17.30.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn-
umst, fræðumst. STN – Starf fyrir 7–9 ára
börn kl. 16.15–17.15.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst
kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Helgistund í
umsjá Kjartans Sigurjónssonar organista.
Samverustund. Kaffiveitingar. KFUM-
&KFUK í Digraneskirkju fyrir 10–12 ára
krakka kl. 17–18.15. Fræðslusalur opinn
fyrir leiki frá 16.30. Unglingakór Digranes-
kirkju kl. 17–19. Alfa-námskeið kl. 19.
Kvöldverður, fræðsla, umræðuhópar.
Kennari Halldór Konráðsson. (Sjá nánar:
www.digraneskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund í
safnaðarheimili á þriðjudagsmorgun kl.
10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur
djákna. Kristín Axelsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur og djáknanemi, svarar fyrirspurnum
foreldra. Kaffi og notalegheit þar sem
heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um-
hverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára
stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16. Helgistund, handa-
vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf
eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag
fyrir unglinga í 8. bekk Rimaskóla kl. 20–
22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og
10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í
Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sig-
urjón Árni Eyjólfsson.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag
kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æsku-
lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferming-
arbörn) kl. 20.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara
í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á
vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað.
Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs-
starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheim-
ilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón
KFUK.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8.
og 9. bekkur kl. 20–22.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg-
unn.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6–8 ára
krakka. Furðufatadagur. Um að gera að
mæta í furðulegum fötum. Barnafræðar-
arnir. Kl. 20 fundur um sorg og missi í
Safnaðarheimilinu. Stutt erindi um sorg-
arviðbrögð og spjall í umsjá sóknarprests.
Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur
í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10, 8.B í Holta-
skóla & 8. I.M. í Myllubakka. Kl. 15.15–
15.55, 8.A í Holtaskóla & 8. B í Myllu-
bakkaskóla. Áfallahjálp og sorgarvinna í
minni sal Kirkjulundar kl. 20.30.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg-
unn. Þórður Birgisson tannlæknir ræðir
um tannvernd barna.
Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf
alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í
kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl.
20.30. Allir velkomnir.
Aðaldeild KFUK, Holtavegi 28. Fundur í
kvöld kl. 20. Sr. Helga Soffía Konráðsdótt-
ir fjallar um spekina. Allar konur velkomn-
ar.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15.30 í safnaðar-
heimili. Hópur 2: 8.B Brekkuskóla og 8.
bekkur Oddeyrarskóla.
Safnaðarstarf
MINNINGAR
Kæri frændi, mig langar bara að
kveðja þig með einum litlum pistli
um viðburðaríkt líf þitt.
Gísli Gíslason var einn af fjórtán
systkinum, númer tólf í röðinni og
missti móður sína snemma, bara
sautján ára gamall. Ungur fór hann
út á vinnumarkaðinn, í fiskvinnu í
landi og til sjós. Hann sagði mér
margar sögurnar um hörkuna í þá
daga. Seinna vann hann líka á Kefla-
víkurflugvelli um tíma áður en stóru
breytingarnar urðu.
Hann var alltaf mikill ævintýra-
maður og nítján ára gamall kvaddi
hann systkini sín og föður og réð sig
á færeyska skútu sem sigldi til Nor-
egs þar sem hann munstraði sig á
norskan fraktara og þannig sigldi
hann um öll heimsins höf. Fyrst sem
„messagut“, svo sem „motorman“ og
aðstoðarvélstjóri. Í rúm fimm ár
sigldi hann um heiminn en átti ekk-
ert fast heimili nema skipin sem
hann sigldi á. Stoppaði vanalega
frekar stutt í hverri höfn nema
kannski þegar skipt var um skips-
GÍSLI
GÍSLASON
✝ Gísli Gíslasonfæddist á Akra-
nesi 22. september
1930. Hann lést á
sjúkrahúsinu í Stav-
anger í Noregi 24.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Gísli Einarsson og
Halldóra Þorsteins-
dóttir frá Akranesi.
Gísli var þriðji yngst-
ur í syskinahópi af
fjórtán og eru fjögur
enn á lífi.
Hinn 3. september
1955 kvæntist Gísli,
Åse Hjørdis Skeie, f. 8 janúar
1935, d. 2000, og bjuggu þau í
Stavanger í Noregi alla sína hjú-
skapartíð. Þau eignuðust fjögur
börn sem eru Geir, f. 9 apríl 1956,
Laila, f. 26. apríl 1957, Ståle, f. 10.
desember 1962. og Tor Gísli, f. 9.
apríl 1968. Þau búa öll í Noregi.
Útför Gísla fer fram frá Eiga-
nes- kapellu í Stavanger í dag.
pláss. Þetta hefur
örugglega verið sann-
kallað ævintýri.
Árið 1955 kom hann í
land í Stavangri einn
sólríkan vordag og hitti
þar unga norska konu,
Åse, sem hann varð
ástfanginn af og þau
giftu sig sama ár. Það
var svo ári seinna sem
fyrsta barnið, Geir,
kom og Gísli þá ennþá í
siglingum. En eftir að
annað barnið fæddist
ákvað hann að nú væri
tími til kominn að
hætta þessum löngu útiverum sem
voru vanalega sex mánuðir í burtu
og einn mánuður í fríi.
Þegar hann fór loksins að vinna í
landi gegndi hann ýmsum störfum
sem til féllu. Seinna fór hann í skóla
til að fá réttindi sem „maskinist“ við
Stavanger Maritim Skole. Í þá daga
var það ekki auðvelt þegar maður
hafði fjölskyldu á framfæri.
Þegar olíuævintýrið í Noregi var
að byrja fékk Gísli vinnu á birgða-
bát í Norðursjónum. Um 1968 setti
hann ásamt öðrum á stofn fyrirtækið
Wetherford/lamb sem sérhæfði sig í
þjónustu við olíuiðnaðinn. Hætti
störfum þar 1978. Stofnsetti síðan
annað alnorskt fyrirtæki, Stavanger
Casing, sem einnig sérhæfði sig í
þjónustu við olíuiðnaðinn. Hætti
störfum þar 1983 þegar fyrirtækið
var keypt upp af enskum aðilum.
Eftir það vann hann sem ráðgjafi
fyrir Statoil þar til fyrrverandi sam-
starfsmenn hans réðu hann til að
leiða fyrirtækið Nor Casing 1985–
1990. Eftir það vann hann hjá fyr-
irtækinu Trans Ocean þar til hann
varð að láta af störfum eftir vinnu-
slys 1992.
Kæri frændi, ég þakka þér fyrir
allt það sem þú gerðir fyrir mig þeg-
ar ég kom til Noregs 1979. Sú hjálp
var ómetanleg.
Megi guð blessa þig og fjölskyldu
þína.
Þinn frændi
Örn Guðsteinsson, Noregi.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is.Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með
langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Síðumúla 24 • Sími 568 0606
Heimaskrifstofa
166.000,-
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjöl-
mörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför systur okkar,
SIGRÍÐAR INGIBJÖRNSDÓTTUR
fyrrv. aðstoðarskólastjóra
Njarðvíkurskóla,
frá Flankastöðum,
Sandgerði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra Ingibjörnsdóttir, Ólafur Ingibjörnsson.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR PÉTURSDÓTTUR,
Efstalandi 6,
Reykjavík.
Jón Þorsteinsson,
Þorsteinn Jónsson, Elva Andrésdóttir,
Elínborg Jónsdóttir, Franklín Georgsson,
Erna Jónsdóttir, Sveinn Sveinsson,
Pétur Jónsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Jón Ragnar Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir minn,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR VALDIMARSSON,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala við Hringbraut fimmtu-
daginn 24. október, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskapellu í dag, þriðjudaginn 5. nóvember,
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Sverrir Örn Valdimarsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNAR GUÐMUNDSSON,
Köldukinn 23,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins eða líknardeild Landspítalans Kópavogi.
Ólafía Albertsdóttir,
Viðar Gunnarsson, Þuríður Jónsdóttir,
María Gunnarsdóttir, Friðbert Guðmundsson,
Sævar Björn Gunnarsson,
Halla, Hanna, Kristín Lóa, Sigrún,
Hildur Ýr, Helena og Eyþór.