Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá félags- málaráðuneytinu. Millifyrirsagnir eru blaðsins. „Í frétt sem birtist í Morgun- blaðinu laugardaginn 2. nóvember sl. er fjallað um erfiða fjárhags- stöðu Raufarhafnarhrepps og rætt við oddvita sveitarfélagsins um or- sakir þess vanda og aðkomu félags- málaráðuneytisins að málinu. Í um- mælum sem höfð eru eftir oddvita er að finna nokkrar rangfærslur sem ráðuneytinu þykir ástæða til að leiðrétta. Það er rétt sem fram kemur í fréttinni að eftir sölu á eign Rauf- arhafnarhrepps á hlutafé í Jökli hf. í maí 1999 átti sveitarfélagið um- talsverða fjármuni til ráðstöfunar og var einungis hluti þeirra nýttur til framkvæmda í sveitarfélaginu. Til að ávaxta fjármunina keypti sveitarstjórn innlend og erlend hlutabréf á árunum 1999 og 2000 og mun sú ákvörðun hafa verið byggð á ráðgjöf frá verðbréfafyr- irtæki. Ráðuneytið hafði fyrst afskipti af ráðstöfun fjármuna Raufarhafnar- hrepps eftir að erindi barst frá fulltrúum minnihluta sveitarstjórn- ar, dags. 15. október 2000, varðandi lögmæti þess að sveitarstjórn ákvað hinn 9. október 2000 að veita fyrirtækinu Netveri ehf. 10 milljóna króna skilyrt lán, en umrætt fyr- irtæki var í eigu þáverandi sveit- arstjóra Raufarhafnarhrepps. Rétt er að taka fram að í erindinu var í engu minnst á aðrar ráðstafanir á fjármunum Raufarhafnarhrepps. Með bréfi dags. 16. október 2000 óskaði ráðuneytið skýringa sveit- arstjóra á málinu. Í svari sveit- arstjóra, dags. 18. október 2000, kom fram að umrædd lánveiting hefði verið afturkölluð. Þrátt fyrir að því máli sem beint var til ráðuneytisins hafi í raun lok- ið örfáum dögum eftir að erindi barst ráðuneytinu fylgdist ráðu- neytið áfram með fjármálum sveit- arfélagsins og í febrúar 2001 sendi ráðuneytið sveitarstjórn bréf þar sem óskað var skýringa á hlutafjár- kaupum í þremur fyrirtækjum, samtals að fjárhæð 10 milljónir króna. Jafnframt óskaði ráðuneytið upplýsinga um ráðstöfun fjármuna sem sveitarfélagið eignaðist við sölu á hlutafé í Jökli og bárust um- beðnar upplýsingar í mars 2001. Kom þar meðal annars fram að sveitarfélagið hafði á árinu 2000 tapað umtalsverðum fjármunum vegna kaupa á innlendum og er- lendum verðbréfum. Sveitarstjórnir gæti ábyrgðar í fjármálum Að fengnum skýringum sveitar- stjórnar lauk ráðuneytið afskiptum af málinu með bréfi dags. 4. apríl 2001. Þar áréttaði ráðuneytið mik- ilvægi þess að sveitarstjórnir gæti ábyrgðar í fjárstjórn sinni, hvort sem um er að ræða ákvarðanir um fjárfestingar eða ávöxtun fjármuna á borð við þá sem Raufarhafnar- hreppur eignaðist við sölu á eign- arhluta sínum í Jökli hf. Í bréfinu benti ráðuneytið jafn- framt á þá miklu ábyrgð sem sveit- arstjórnarmönnum er falin að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og að sveitarstjórn hljóti að verða að horfa til þess að tryggja örugga ávöxtun fjármuna sveitarfélagsins og sneiða eftir megni hjá áhættu- sömum fjárfestingum. Sama sjón- armið eigi einnig við um þátttöku í atvinnufyrirtækjum í heimabyggð. Þar verði því að gera þá kröfu til sveitarstjórnarmanna að þeir kynni sér eftir föngum rekstrarhorfur viðkomandi atvinnufyrirtækja áður en ákvörðun er tekin um að leggja fram hlutafé. Samkvæmt 78. gr. stjórnarskrár- innar ráða sveitarfélög sjálf mál- efnum sínum eftir því sem lög ákveða. Í þessu felst að ríkisvaldinu er ekki heimilt að grípa inn í stjórnun sveitarfélags nema til þess sé lagaheimild. Í sveitarstjórnarlög- um er ekki að finna ákvæði sem takmarka heimildir sveitarstjórna til að velja leiðir til ávöxtunar fjár- muna sveitarfélagsins. Eftir ítar- lega athugun varð það niðurstaða ráðuneytisins varðandi Raufarhafn- arhrepp að ekki væri unnt að ganga lengra en gert var í fyrr- greindu bréfi, þ.e. að minna kjörna sveitarstjórnarmenn á skyldur þeirra til að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sneiða eftir megni hjá áhættusömum fjárfest- ingum. Ráðuneytið væntir þess að mál Raufarhafnarhrepps verði sveitar- stjórnarmönnum og öllum þeim sem fara með opinbert fé víti til varnaðar. Málefni Raufarhafnar- hrepps hafa að undanförnu verið til skoðunar hjá eftirlitsnefnd um fjár- mál sveitarfélaga og mun ráðuneyt- ið leita leiða til að aðstoða nýkjörna sveitarstjórn við að komast út úr þeim fjárhagsvanda sem sveitarfé- lagið glímir nú við. Einnig hefur ráðuneytið í hyggju að skoða, í samráði við Samband ís- lenskra sveitarfélaga, hvort tilefni sé til lagabreytinga þannig að kveð- ið verði skýrt á um hvaða heimildir sveitarstjórnir hafa við meðferð fjármuna. Virðist rík ástæða til að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir að mál af þessu tagi end- urtaki sig. Rétt er að fram komi að sam- kvæmt þeim gögnum sem ráðu- neytið hefur undir höndum virðist sveitarstjórn Raufarhafnarhrepps hafa tekið fullt tillit til athuga- semda ráðuneytisins og er ekki að sjá að sveitarfélagið hafi fjárfest í hlutabréfum á árunum 2001–2002.“ Athugasemd frá félagsmálaráðuneytinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barna- verndarstofu: „Reglulega birtast greinar og viðtöl í fjölmiðlum sem hafa að geyma reynslusögur foreldra barna sem ánetjast hafa vímuefnum. Oft lýsa þær stigvaxandi stjórnleysi barnanna samhliða örvæntingu þessara foreldra og vanmætti til að stemma stigu við vandanum. Um- fjöllun um þetta efni getur verið bæði þroskandi og upplýsandi og til þess fallin að hvetja menn og sam- félag til dáða í þessum efnum. Á hinn bóginn er þetta viðfangsefni afar viðkvæmt og vandmeðfarið, sérstaklega ef reiðin nær yfirhönd- inni í umræðunni. Þá er gjarna gripið til alhæfinga, fordæminga og jafnvel leitað allra leiða til þess að finna sökudólga og koma á þá höggi. Slíkar frásagnir eru ekki þroskandi, heldur meiðandi, ekki upplýsandi heldur villandi og ekki hvetjandi heldur lamandi. Í sunnudagsútgáfu Morgunblaðs- ins er viðtal við ónefndan föður stúlku sem að sögn er í lífshættu vegna fíkniefnaneyslu. Saga stúlk- unnar er rakin, m.a. skólaganga og íhlutun barnaverndaryfirvalda, þ.m.t. meðferðarsaga að hluta. Ýmsir aðilar fá þar á baukinn, þar á meðal hverfaskóli stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld. Barnaverndarstofa er að sjálf- sögðu vel kunnug málefnum þess barns sem faðirinn gerir að umtals- efni, hefur lagt sig fram um að sinna málum þess af alúð og mun halda því áfram. Barnaverndarstofa telur að frásögn föðurins gefi mjög takmarkaða og raunar villandi mynd af þeirri þjónustu sem veitt hefur verið í þessu tilviki. Stofan telur hins vegar ekki rétt að fjalla um mál einstakra barna á opinber- um vettvangi og er auk þess bundin trúnaði í þeim efnum. Barnaverndarstofa telur aftur á móti óhjákvæmilegt að leiðrétta það atriði sem faðirinn segist einna ósáttastur við. Haft er eftir honum: „Ég er í þrígang búinn að fá loforð frá forstjóra Barnaverndarstofu um ákveðin úrræði, en þegar að því kemur að efna þau stendur ekki steinn yfir steini.“ Í útdreginni fyr- irsögn með viðtalinu kemur fram að það sé þekkt í félagslega kerfinu að menn séu að lofa upp í ermina á sér. Af þessu tilefni tel ég rétt og skylt að upplýsa lesendur blaðsins um að ég hef aldrei átt nein sam- skipti við foreldra umræddrar stúlku, hvorki hitt þau né séð, rætt við þau símleiðis né átt nokkur samskipti við þau yfirleitt. Augljóst ætti því að vera að ég hef ekki gefið föður stúlkunnar loforð af neinu tagi, hvað þá svikið þau.“ Athugasemd frá forstjóra Barnaverndarstofu Að lofa upp í ermina á sér GUÐLAUGUR Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar, segir að það sé dómstólanna að fá niðurstöðu í deilu Sigurbjörns Hjaltasonar við MS og telji bóndinn á sér brotið sé eðlilegt að hann leiti réttar síns. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, telur sig eiga rétt á tífalt hærri greiðslum úr séreign- arsjóði Mjólkursamsölunnar en honum var úthlutað í sumar og er að kanna rétt sinn, eins og fram kemur í viðtali við hann í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Þar seg- ir hann m.a. að breyting á 11. grein samþykkta félagsins sé marklaus og gerir athugasemd við að stjórn MS geti tekið þá ákvörðun einhliða að víkja einstökum bændum úr félag- inu án athugasemda eða tilkynn- inga. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að lög- fræðingur Sigurbjörns hafi kallað eftir ákveðnum gögnum og þau hafi verið send til hans, en það væri dómstóla að skera úr ágreiningnum. Teldi Sigurbjörn á sér brotið væri sjálfsagt að hann leitaði réttar síns, en eins og fram hefði komið hefðu bændur í mjólkurframleiðslu, sem sætu í fulltrúaráði, samþykkt breyt- ingar á umræddum samþykktum með 17 atkvæðum af 21 og það væri mjög óverðskuldað að draga stjórn MS inn í málið. Rangt væri að stjórn Mjólkursamsölunnar hefði úthýst Sigurbirni eða öðrum, því menn úthýstu sér sjálfir með því að hætta að framleiða mjólk. Guðlaug- ur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Einstakt mál Sigurbjörn Magnússon, lögfræð- ingur Sigurbjörns Hjaltasonar, seg- ir að málið sé einstakt og eigi sér ekki fyrirmynd í dómsmálum. Hann hafi fengið umbeðin gögn fyrir helgi og eigi eftir að líta á þau, en í kjöl- farið verði tekin ákvörðun um fram- haldið. Forstjóri MS um mál Sigurbjörns Hjaltasonar Dómstóla að skera úr ágreiningnum Á FJÓRÐA þúsund manns heim- sótti Laugardalshöllina á laug- ardag til að fagna 90 ára afmæli skátastarfs á Íslandi. Gátu gestir m.a. lært skyndihjálp og að hnýta hnúta, prófað að síga og klifra með aðstoð skáta. „Þarna buðum við skátum, fjöl- skyldum og landsmönnum öllum að koma og upplifa með okkur skemmtilegan dag,“ segir Þor- steinn Fr. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. „Þetta var afskaplega skemmtilegur dagur og mikið um að vera, náttúrulega fyrst og fremst fyrir krakkana. Þau voru í ýmsum leikjum fram eftir degi og um kvöldið var kvöldvaka. Fyrst fyrir yngri krakkana klukkan 17 og fyrir eldri skáta um kvöldið.“ Segir Þorsteinn að mikið hafi verið sung- ið á kvöldvökunni, t.d. svokölluð hreyfilög. Eftir að skyggja tók var flugeldum skotið á loft, að skáta sið. Þorsteinn segir að samtals séu virkir skátar á landinu öllu á fjórða þúsund. „Skátahreyfingin á enn mikið erindi til barna og unglinga, það er ekki spurning. Skátahreyf- ingin hefur, eins og annað æsku- lýðsstarf, gífurlegt forvarnargildi. Á meðan hægt er að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum í heil- brigðu æskulýðsstarfi gera þau ekki eitthvað annað miður æski- legt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að skátastarfið hafi þróast í tímanna rás. Nú noti skátar GPS staðsetningartæki til viðbótar við áttavitann og sofi í dún- svefnpokum en skátar hafi áður sofið undir teppum uppi á jöklum. „Það er þetta sem hefur breyst, úti- vist er orðin almenningseign. Áður stunduðu bara skátar útivist en nú gera það allir. Við stundum samt öðruvísi útivist en fjölskyldan gerir í dag. Við kennum krökkunum að bjarga sér í náttúrunni.“ Þorsteinn segir að þó starfið hafi breyst á síðustu níu áratugum séu sömu gildin þó enn við lýði. „Jafn- ingjafræðslan hefur verið við lýði frá upphafi og flokkakerfið sem er skipt niður í litlar einingar. Það eru engir áhorfendur eða vara- mannabekkir hjá okkur. Það eru allir í starfi,“ segir Þorsteinn. Fjölmenni fagnaði með skátunum Engir varamanna- bekkir hjá okkur Morgunblaðið/Jim Smart Þær Hulda Lárusdóttir og Ása Dröfn Guðbrandsdóttir skemmtu sér konunglega á afmælishátíðinni á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.