Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIR yfirskini skipulagsbreytinga hefur bæjarstjórnarmeirihluti Blönduóss sagt umhverfis- og íþróttafulltrúa bæjarins upp störfum. Í sjálfu sér er ekkert út á slíka stjórn- sýslu að setja nema fyrir þá sök að starfsmaðurinn sem hér um ræðir er bæjarfulltrúi og oddviti minnihlutans í bæjarstjórn. Með uppsögninni er bæjarfulltrúi flæmdur úr starfi, hann og fjölskylda hans svipt framfærslu- möguleika sínum og væntanlega hrekjast þau burtu. Er það bara til- viljun að bæjarfulltrúi var í umræddu starfi og pólitískur andstæðingur meirihlutans? Má einu skipta hvort hér liggi að baki skipulagsbreyting- ar, pólitískar hvatir, eða eitthvað annað. Þetta eru fordæmanlegar að- farir sem bitna á lýðræðislegum rétti minnihlutans til að starfa. Í sjálfu sér skiptir engu máli hvaða stjórnmálaflokkar eiga hlut að máli, hvorki sem þolendur eða gerendur. Í stjórnmálum er vegið með rökum, en menn leggja ekki hendur á andstæð- inga sína. Enginn viti borinn maður ræðst að heimili pólitísks andstæð- ings, grýtir hús hans eða leggur fjöl- skyldu hans í einelti. Slíkt myndi án efa teljast lögbrot. Á sama hátt hlýt- ur það að flokkast undir níðingshátt að svipta pólitískan andstæðing starfinu. Slíkt er eflaust löglegt en ber vitni um siðleysi. Það er einnig al- varlegt að um leið er vegið að starfi stjórnmálaflokks og reynt að lama starf hans í bæjarstjórn. Árið 1991 var auglýst laust starf á Blönduósi og Ágúst Þór Bragason garðyrkjufræðingur sótti um og fékk. Síðar var starfssviði hans breytt og hann fékk titilinn umhverf- is- og íþróttafulltrúi. Ágúst hefur alla tíð sinnt starfi sínu af trúmennsku og dugnaði og án nokkurra ávirðinga. Árið 1994 var Ágúst kjörinn í bæj- arstjórn fyrir hönd D-listans og hef- ur setið þar síðan, síðustu fjögur árin sem oddviti flokksins og jafnframt forseti bæjarstjórnar. Þrátt fyrir 9% fylgisaukningu flokksins í sveitar- stjórnarkosningunum í vor urðu lykt- ir mála að D-listinn er nú í stjórn- arandstöðu. Við því er ekkert að segja, þannig er lýðræðið. Meirihlutinn í bæjarstjórn Blöndu- óss, H-listinn, vinstrimenn og óháðir og Á-listi Bæjarmálafélagsins Hjúka, hefur samið nýtt skipurit fyrir bæ- inn, eflaust þarft verk og nauðsyn- legt. Af skarpskyggni sinni fattaði meirhlutinn skyndilega að starf um- hverfis- og íþróttafulltrúa var óþarft og þess vegna var Ágústi Þór sagt upp störfum. Í litlu bæjarfélagi er lít- il von til að Ágúst Þór fái annað starf við hæfi og þarf hann að flytjast burtu. Það er mikil blóðtaka fyrir lít- ið sveitarfélag þegar fimm manna fjölskylda með börn á aldrinum fimm til ellefu ára, flyst í burtu. Slíkar fjöl- skyldur eru burðarásinn, framtíðar- vonin. Svo talar meirihlutinn fjálg- lega um að fjölga þurfi íbúum á Blönduósi og fá unga fólkið til að setj- ast þar að. Á Blönduósi er kjörinn bæjar- fulltrúi sviptur lífsviðurværi sínu og getur þar með ekki sinnt þeim lýð- ræðislegu skyldum sem hann var kjörinn til. Um leið er höggi komið á minnihlutaflokkinn. Fátt er svo með öllu illt. Meirihlutinn losnar við kröft- ugan mann úr bæjarmálunum, erf- iðan andstæðing og getur andað létt- ar. Þessu má einna helst líkja við uppsögn trúnaðarmanns stéttar- félags á vinnustað, sem tíðkast víst ekki lengur. Í ljósi þessa má spyrja hvort stjórnmál á Íslandi hafi breyst. Vilj- um við að meirihluti komist upp með að klekkja á pólitískum andstæðingi með því að hafa af honum starf og bú- setu? Er ný Sturlungaöld runnin upp þar sem drenglyndi er fyrir borð bor- ið og hoggið hvar og hvenær sem lag gefst? Helgar nú tilgangurinn með- alið? Meirihluti vinstrimanna í bæjar- stjórn Blönduóss reynir ugglaust endalaust að verja gerðir sínar með því að fela sig á bak við skipulags- breytingar eða skipurit sem bendir bara til þess að þeir skilji ekki málið. Fjölmargir Blönduósbúar fordæma þetta og skiptir engu hvar í flokki menn standa. Þeir sem á annað borð hafa skilning á eðli lýðræðisins hljóta að mótmæla. Bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hefur gerst sekur um vald- níðslu, pólitískar ofsóknir gagnvart minnihlutanum og komist hann upp með þetta, hvers er þá næst að vænta? SIGURÐUR SIGURÐARSON, atvinnuráðgjafi og íbúi á Blönduósi. Pólitískar ofsóknir á Blönduósi Frá Sigurði Sigurðarsyni: KÆRI Moggi: Simpson kemur víða við veldur breyttum högum. Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum. Mér verður hugsað til þessarar vísu sem var á hvers manns vörum um miðja síðustu öld, seinnipart- urinn mun vera eftir Jóhannes Kjarval. Nú leyfi ég mér að stæla vísuna og segja sem svo: Simpson, hún kom víða við olli breyttum högum. Morgunblaðið kemur ekki enn, út á mánudögum. Nú stendur yfir auglýsingaher- ferð ykkar á Mogganum undir yf- irskriftinni; minn staður, mín stund. Málið er hins vegar það að minn staður, mín stund er líka á mánudögum, það ert bara þú sem ennþá tekur þér frí eins og ungling- ur sem skrópar í skólanum á mánu- dögum. Hvenær ætlar þú að verða stór og haga þér eins og alvöru dagblað? Ég hef tvisvar áður kvartað við þig yfir þessu slugsi, en engin við- brögð fengið. MARTA RAGNARSDÓTTIR, Miklubraut 5, 105 Reykjavík. Frá tryggum áskrifanda Marta Ragnarsdóttir skrifar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.