Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 15 SAMTÖK iðnaðarins gerðu könnun í október á stöðu og horfum í starf- semi 80 meðalstórra og stórra fyr- irtækja. Könnunin leiddi í ljós að velta í iðnaði í ár dregst saman um rúm tvö prósent. Að raunvirði (að frádregnum verðbreytingum) verð- ur samdrátturinn mun meiri, eða um sjö prósent. Í frétt frá SI segir að mestur hafi samdrátturinn orðið í bygging- arstarfsemi, jarðvinnu og upplýs- ingatækni, en nokkur uppsveifla hafi verið í matvæla- og drykkja- iðnaði. „Á árinu er áætlað að fjár- festing iðnfyrirtækja dragist sam- an um tíu prósent, sem er nær 15 prósent að raunvirði. Nú er ljóst að samdráttur í iðnaði hefur verið verulegur í ár. Fjöldi starfsfólks hjá þessum fyr- irtækjum var að meðaltali sá sami frá byrjun ársins fram í október. Þó var árstíðabundin aukning í starfsemi fyrirtækja í jarðvinnu, en fyrirtæki í upplýsingatækni minnk- uðu við sig vegna samdráttar. Nú, þegar vetur er genginn í garð, ráð- gera fyrirtæki í jarðvinnu að fækka starfsfólki töluvert og stöðn- un í byggingastarfsemi útskýrir meiri fækkun þar. Nokkru minni samdráttur er í mannahaldi hjá fyrirtækjum í matar- og drykkjar- iðnaði og í málm- og skipasmíðum. Samanlagt er ráðgert að fækka starfsfólki hjá meðalstórum og stórum iðnfyrirtækjum um þrjú og hálft prósent fram að áramótum. Veltuaukning á næsta ári Á næsta ári er spáð að velta iðn- fyrirtækja aukist um fjögur og hálft prósent, eða um tvö prósent að raunvirði. Bjartastar eru horf- urnar í upplýsingatækni og prenti. Þá er lítilsháttar samdráttar að vænta í byggingastarfsemi og jarð- vinnu á komandi ári. Taka ber fram að þessi spá gerir ekki ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum. Ef af þeim verður munu horfur í þessum greinum, ásamt málm- og skipa- smíðum batna hvað mest. Miðað við að mörg fyrirtæki eru að ljúka ýmsum aðgerðum til að hagræða í rekstri og að samdráttur hefur verið í fjárfestingum í ár er því spáð að fjárfestingar aukist á komandi ári um fjörutíu og sex prósent,“ segir í frétt frá Sam- tökum iðnaðarins. Könnun Samtaka iðnaðarins á stöðu íslensks iðnaðar Samdráttur í ár en bjartari horfur VERÐBRÉFAMIÐSTÖÐ Ís- lands (VS) og Verðbréfamiðstöð Danmerkur (VP) hafa gert samn- ing um gagnkvæma útgáfu verð- bréfa. Samningurinn mun lækka viðskiptakostnað milli landanna jafnframt því að auðvelda aðgang fjárfesta að dönskum og íslensk- um verðbréfum með því að gera þeim kleift að flytja verðbréf milli landanna, segir í tilkynn- ingu. Þannig geta íslensk verð- bréf verið skráð hjá VP í Dan- mörku og dönsk verðbréf hér- lendis. Danskir fjárfestar geta því átt viðskipti með íslensk verðbréf á sama hátt og með dönsk, sem ætti að auka áhuga þeirra á því að fjárfesta í íslensk- um verðbréfum. Það sama gildir um íslenska fjárfesta sem vilja eiga viðskipti með dönsk bréf. Fjármálaeftirlit beggja landa hefur samþykkt samninginn sem tók gildi 24. október sl. Í honum felst einnig að VP og VS annast greiðslur á vöxtum og arði fyrir hönd útgefanda verðbréfa. Verðbréfamiðstöð Ís- lands semur við Dani VÍSINDADAGAR 1. – 11. nóvember 2002 – kíktu á dagskrá Vísindadaga á www.visindadagar.is VÍSINDI UM BORG OG BÝ – dagskrá Vísindadaga þriðjudaginn 5. nóvember Ráðhús – fyrirlestrar Kl. 14:30 Leikur að ljósi. Ari Ólafsson eðlisfræðingur. Háskóli Íslands. kl. 15:00 Koma óveðrin frá Grænlandi? Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Veðurstofa Íslands. kl. 15:30 Hvað er loft og lofttæmi? Ragnhildur Þórarinsdóttir. Tækni- háskólinn – efnafræði. Kl. 16:00 Verndun og virkjanir – ný aðferðafræði. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Kl. 16:30 Olíuleit á landgrunni Norðurlands. Steinar Þór Guðlaugsson jarðeðlis- fræðingur. Orkustofnun. Kl. 17:00 Ræktunarland – vannýtt auðlind. Jónatan Hermannsson og Áslaug Helgadóttir. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Kl. 17:30 Endurlífgun sem almenningseign: Vísindalegur grunnur fyrir að hringja og hnoða. Jón Baldursson, yfirlæknir slysa- og bráðadeildar. Landspítali – háskólasjúkrahús. Kl. 18:00 Geta kennarar og foreldrar áttað sig á dyslexíu/ lesblindu hjá unglingum út frá algengum skólaverkefnum? Rannveig G. Lund, sérfræðingur í læsi og læsiserfiðleikum. ReykjavíkurAkademían. Kl. 18:30 Leitin að Jóni Sigurðssyni forseta. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. ReykjavíkurAkademían. Ráðhús – sýning Sjáðu grasið anda. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. …bleikir akrar… Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Hvaðan kemur heita vatnið? Orkustofnun. Borun og könnun ískjarna. Orkustofnun. Spáðu í veður og vá. Veðurstofa Íslands. Fagur fiskur í sjó. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Beinar útsendingar á Internetinu. Háskólinn í Reykjavík. Ómsjá til að meta vöðvaþykkt. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Fuglarnir á Tjörninni. Náttúrufræðistofnun Íslands. Verðlítið hráefni umbreytist í umhverfisvænar nýjungar. Iðntæknistofnun. Frá akri í fatnað og íhluti bifreiða. Iðntæknistofnun. Veðurstöð, handfærarúlla og þrekmælir. Tækniháskóli Íslands. Geitungar (steindauðir!) til sýnis. Náttúrufræðistofnun Íslands. Mælimerki á stærð við pennahettu. Hafrannsóknastofnun. Sjálfvirkt eftirlit með villtum fiski í ám. Veiðimálastofnun. Gruflað í fortíðina með hjálp hreisturs. Veiðimálastofnun. Nemendur í raunvísindadeild og verkfræðideild H.Í. sýna: Brúarbrot. Umhverfis- og byggingaverk- fræðiskor. Eldfjallasýningin ógurlega – gos í Eldbrók...! Jarð- og landfræðiskor. Lifter. Rafmagns- og töluverkfræðiskor. Stærðfræðigaldur. Stærðfræðiskor. Vélmennið. Véla- og iðnaðarverkfræðiskor. Undur eðlisfræðinnar. Eðlisfræðiskor. Tæknidagar, verkefni jafnréttis- átaks H.Í. og Jafnréttisstofu, eru hluti af Vísindahlaðborðinu. Þar gefst nemendum í 9. og 10. bekkjum á höfuðborgar- svæðinu tækifæri til að kynnast vísindum og tækni á gagnvirkan og fræðandi hátt. Háskóli Íslands Kl. 12–13 Úr hádegisfyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags Íslands í samstarfi við Borgarfræða- setur í Norræna húsinu: Reykjavík – frá götum til bílastæða. Fyrirlesari: Ágústa Kristófersdóttir, sagn- og listfræðingur. Kl. 17–19 Málstofa í hátíðarsal, Aðalbyggingu. Samstarfsverkefni Orkustofnunar og Háskóla Íslands. Orkumál og orkurannsóknir, staða og framtíðarsýn. Þar verð- ur m.a. rætt um hlutverk ríkisins í orkuiðnaði, grunnrannsóknir, um- hverfismál og nýsköpun í orkuiðn- aði. Framsögumaður er Þorkell Helgason orkumálastjóri. Ævar Kjartansson útvarpsmaður stjórnar umræðum. Kennaraháskóli Íslands Kl. 20–21:30 Málstofa – Ungt fólk og frásagnir. Baldur Hafstað prófessor og Þórður Helgason dósent eru í sambandi við allmarga skóla sem vinna að því að styrkja munnlega frásögn í 8. bekk. Þeir fjalla um þróunar- verkefni sem þeir vinna að í Hafn- arfirði ásamt Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar. – Bókaormar á Netinu Torfi Hjartarson lektor og Þorbjörg Þorsteinsdóttir verkefna- stjóri kynna verkefni á Netinu sem ætlað er að hvetja unga nemendur til lesturs. Fyrirspurnir og umræður á eftir framsöguerindum. Vísindahlaðborð í Ráðhúsi Reykjavíkur Á Vísindahlaðborðinu getur fólk á öllum aldri fengið að skoða, snerta, fræðast og njóta þegar vísinda- og fræðimenn úr ýmsum greinum bjóða til veislu. Boðið verður upp á sýningu frá skólum og stofnunum og troða vísindamenn og sérfræðingar upp með vísindaspjall (10–15 mín.) á hálftíma fresti. Tryggðu þér síðustu sætin í haust til Prag sem er vinsælasti áfangastað- ur Íslendinga í haustferðum, enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúms- loft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum farar- stjórum Heimsferða. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 18. nóv, heim 21. nóv. 31.400/2 = 15.700 + 3.550 kr. skattar. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 2.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Parkhotel, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 21. nóv. – 3 nætur. Flug, hótel og skattar. Verð á mann í tveggja manna herbergi m. morgunmat. Hótel Corinthia Panorama, glæsilegt 4 stjörnu hótel. Flug fimmtudaga og mánudaga í nóvember Síðustu sætin í haust til Prag frá kr. 19.250 Hvenær er laust ? 4. nóv. - 11 sæti 7. nóv. - Uppselt 11. nóv. - Uppselt 14. nóv. - Uppselt 18. nóv. - 25 sæti 21. nóv. - 19 sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.