Morgunblaðið - 05.11.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 05.11.2002, Síða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 15 SAMTÖK iðnaðarins gerðu könnun í október á stöðu og horfum í starf- semi 80 meðalstórra og stórra fyr- irtækja. Könnunin leiddi í ljós að velta í iðnaði í ár dregst saman um rúm tvö prósent. Að raunvirði (að frádregnum verðbreytingum) verð- ur samdrátturinn mun meiri, eða um sjö prósent. Í frétt frá SI segir að mestur hafi samdrátturinn orðið í bygging- arstarfsemi, jarðvinnu og upplýs- ingatækni, en nokkur uppsveifla hafi verið í matvæla- og drykkja- iðnaði. „Á árinu er áætlað að fjár- festing iðnfyrirtækja dragist sam- an um tíu prósent, sem er nær 15 prósent að raunvirði. Nú er ljóst að samdráttur í iðnaði hefur verið verulegur í ár. Fjöldi starfsfólks hjá þessum fyr- irtækjum var að meðaltali sá sami frá byrjun ársins fram í október. Þó var árstíðabundin aukning í starfsemi fyrirtækja í jarðvinnu, en fyrirtæki í upplýsingatækni minnk- uðu við sig vegna samdráttar. Nú, þegar vetur er genginn í garð, ráð- gera fyrirtæki í jarðvinnu að fækka starfsfólki töluvert og stöðn- un í byggingastarfsemi útskýrir meiri fækkun þar. Nokkru minni samdráttur er í mannahaldi hjá fyrirtækjum í matar- og drykkjar- iðnaði og í málm- og skipasmíðum. Samanlagt er ráðgert að fækka starfsfólki hjá meðalstórum og stórum iðnfyrirtækjum um þrjú og hálft prósent fram að áramótum. Veltuaukning á næsta ári Á næsta ári er spáð að velta iðn- fyrirtækja aukist um fjögur og hálft prósent, eða um tvö prósent að raunvirði. Bjartastar eru horf- urnar í upplýsingatækni og prenti. Þá er lítilsháttar samdráttar að vænta í byggingastarfsemi og jarð- vinnu á komandi ári. Taka ber fram að þessi spá gerir ekki ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum. Ef af þeim verður munu horfur í þessum greinum, ásamt málm- og skipa- smíðum batna hvað mest. Miðað við að mörg fyrirtæki eru að ljúka ýmsum aðgerðum til að hagræða í rekstri og að samdráttur hefur verið í fjárfestingum í ár er því spáð að fjárfestingar aukist á komandi ári um fjörutíu og sex prósent,“ segir í frétt frá Sam- tökum iðnaðarins. Könnun Samtaka iðnaðarins á stöðu íslensks iðnaðar Samdráttur í ár en bjartari horfur VERÐBRÉFAMIÐSTÖÐ Ís- lands (VS) og Verðbréfamiðstöð Danmerkur (VP) hafa gert samn- ing um gagnkvæma útgáfu verð- bréfa. Samningurinn mun lækka viðskiptakostnað milli landanna jafnframt því að auðvelda aðgang fjárfesta að dönskum og íslensk- um verðbréfum með því að gera þeim kleift að flytja verðbréf milli landanna, segir í tilkynn- ingu. Þannig geta íslensk verð- bréf verið skráð hjá VP í Dan- mörku og dönsk verðbréf hér- lendis. Danskir fjárfestar geta því átt viðskipti með íslensk verðbréf á sama hátt og með dönsk, sem ætti að auka áhuga þeirra á því að fjárfesta í íslensk- um verðbréfum. Það sama gildir um íslenska fjárfesta sem vilja eiga viðskipti með dönsk bréf. Fjármálaeftirlit beggja landa hefur samþykkt samninginn sem tók gildi 24. október sl. Í honum felst einnig að VP og VS annast greiðslur á vöxtum og arði fyrir hönd útgefanda verðbréfa. Verðbréfamiðstöð Ís- lands semur við Dani VÍSINDADAGAR 1. – 11. nóvember 2002 – kíktu á dagskrá Vísindadaga á www.visindadagar.is VÍSINDI UM BORG OG BÝ – dagskrá Vísindadaga þriðjudaginn 5. nóvember Ráðhús – fyrirlestrar Kl. 14:30 Leikur að ljósi. Ari Ólafsson eðlisfræðingur. Háskóli Íslands. kl. 15:00 Koma óveðrin frá Grænlandi? Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Veðurstofa Íslands. kl. 15:30 Hvað er loft og lofttæmi? Ragnhildur Þórarinsdóttir. Tækni- háskólinn – efnafræði. Kl. 16:00 Verndun og virkjanir – ný aðferðafræði. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Kl. 16:30 Olíuleit á landgrunni Norðurlands. Steinar Þór Guðlaugsson jarðeðlis- fræðingur. Orkustofnun. Kl. 17:00 Ræktunarland – vannýtt auðlind. Jónatan Hermannsson og Áslaug Helgadóttir. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Kl. 17:30 Endurlífgun sem almenningseign: Vísindalegur grunnur fyrir að hringja og hnoða. Jón Baldursson, yfirlæknir slysa- og bráðadeildar. Landspítali – háskólasjúkrahús. Kl. 18:00 Geta kennarar og foreldrar áttað sig á dyslexíu/ lesblindu hjá unglingum út frá algengum skólaverkefnum? Rannveig G. Lund, sérfræðingur í læsi og læsiserfiðleikum. ReykjavíkurAkademían. Kl. 18:30 Leitin að Jóni Sigurðssyni forseta. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. ReykjavíkurAkademían. Ráðhús – sýning Sjáðu grasið anda. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. …bleikir akrar… Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Hvaðan kemur heita vatnið? Orkustofnun. Borun og könnun ískjarna. Orkustofnun. Spáðu í veður og vá. Veðurstofa Íslands. Fagur fiskur í sjó. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Beinar útsendingar á Internetinu. Háskólinn í Reykjavík. Ómsjá til að meta vöðvaþykkt. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Fuglarnir á Tjörninni. Náttúrufræðistofnun Íslands. Verðlítið hráefni umbreytist í umhverfisvænar nýjungar. Iðntæknistofnun. Frá akri í fatnað og íhluti bifreiða. Iðntæknistofnun. Veðurstöð, handfærarúlla og þrekmælir. Tækniháskóli Íslands. Geitungar (steindauðir!) til sýnis. Náttúrufræðistofnun Íslands. Mælimerki á stærð við pennahettu. Hafrannsóknastofnun. Sjálfvirkt eftirlit með villtum fiski í ám. Veiðimálastofnun. Gruflað í fortíðina með hjálp hreisturs. Veiðimálastofnun. Nemendur í raunvísindadeild og verkfræðideild H.Í. sýna: Brúarbrot. Umhverfis- og byggingaverk- fræðiskor. Eldfjallasýningin ógurlega – gos í Eldbrók...! Jarð- og landfræðiskor. Lifter. Rafmagns- og töluverkfræðiskor. Stærðfræðigaldur. Stærðfræðiskor. Vélmennið. Véla- og iðnaðarverkfræðiskor. Undur eðlisfræðinnar. Eðlisfræðiskor. Tæknidagar, verkefni jafnréttis- átaks H.Í. og Jafnréttisstofu, eru hluti af Vísindahlaðborðinu. Þar gefst nemendum í 9. og 10. bekkjum á höfuðborgar- svæðinu tækifæri til að kynnast vísindum og tækni á gagnvirkan og fræðandi hátt. Háskóli Íslands Kl. 12–13 Úr hádegisfyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags Íslands í samstarfi við Borgarfræða- setur í Norræna húsinu: Reykjavík – frá götum til bílastæða. Fyrirlesari: Ágústa Kristófersdóttir, sagn- og listfræðingur. Kl. 17–19 Málstofa í hátíðarsal, Aðalbyggingu. Samstarfsverkefni Orkustofnunar og Háskóla Íslands. Orkumál og orkurannsóknir, staða og framtíðarsýn. Þar verð- ur m.a. rætt um hlutverk ríkisins í orkuiðnaði, grunnrannsóknir, um- hverfismál og nýsköpun í orkuiðn- aði. Framsögumaður er Þorkell Helgason orkumálastjóri. Ævar Kjartansson útvarpsmaður stjórnar umræðum. Kennaraháskóli Íslands Kl. 20–21:30 Málstofa – Ungt fólk og frásagnir. Baldur Hafstað prófessor og Þórður Helgason dósent eru í sambandi við allmarga skóla sem vinna að því að styrkja munnlega frásögn í 8. bekk. Þeir fjalla um þróunar- verkefni sem þeir vinna að í Hafn- arfirði ásamt Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar. – Bókaormar á Netinu Torfi Hjartarson lektor og Þorbjörg Þorsteinsdóttir verkefna- stjóri kynna verkefni á Netinu sem ætlað er að hvetja unga nemendur til lesturs. Fyrirspurnir og umræður á eftir framsöguerindum. Vísindahlaðborð í Ráðhúsi Reykjavíkur Á Vísindahlaðborðinu getur fólk á öllum aldri fengið að skoða, snerta, fræðast og njóta þegar vísinda- og fræðimenn úr ýmsum greinum bjóða til veislu. Boðið verður upp á sýningu frá skólum og stofnunum og troða vísindamenn og sérfræðingar upp með vísindaspjall (10–15 mín.) á hálftíma fresti. Tryggðu þér síðustu sætin í haust til Prag sem er vinsælasti áfangastað- ur Íslendinga í haustferðum, enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúms- loft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum farar- stjórum Heimsferða. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 18. nóv, heim 21. nóv. 31.400/2 = 15.700 + 3.550 kr. skattar. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 2.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Parkhotel, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 21. nóv. – 3 nætur. Flug, hótel og skattar. Verð á mann í tveggja manna herbergi m. morgunmat. Hótel Corinthia Panorama, glæsilegt 4 stjörnu hótel. Flug fimmtudaga og mánudaga í nóvember Síðustu sætin í haust til Prag frá kr. 19.250 Hvenær er laust ? 4. nóv. - 11 sæti 7. nóv. - Uppselt 11. nóv. - Uppselt 14. nóv. - Uppselt 18. nóv. - 25 sæti 21. nóv. - 19 sæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.