Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ (Bíldudalur) Vetraráætlun Íslandsflugs 1. nóv. 2002 til 29. mars 2003 Vestmannaeyjar Til Frá Brottför Koma Brottför Koma mán-fös 07:30 08:00 08:15 08:45 þri-sun 12:00 12:30 12:45 13:15 daglega 16:45 17:15 17:30 18:00 Bókað hjá umboðsmanni í síma 481 3300 eða á www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Sauðárkrókur Til Frá Brottför Koma Brottför Koma mán/mið/fös 09:15 09:55 10:15 10:55 mán-fös/sun 18:30 19:10 19:30 20:10 Rútuferðir til Siglufjarðar í tengslum við flugið. Bókað hjá Íslandsflugi í síma 453 6888 eða á www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Vesturbyggð Til Frá Brottför Koma Brottför Koma þri/fim 09:45 10:25 10:50 11:30 mán/mið/fös 11:30 12:10 12:35 13:15 sun 14:15 14:55 15:20 16:00 Rútuferðir til Patreksfjarðar og Tálknafjarðar í tengslum við flugið. Bókað hjá Íslandsflugi í síma 456 2152 eða á www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Gjögur Til Frá Brottför Koma Brottför Koma mán/fim 14:00 14:50 15:15 16:05 Bókað hjá Íslandsflugi í síma 453 6888 eða www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Hornafjörður Til Frá Brottför Koma Brottför Koma Mán/mið-fim 08:15 09:15 09:45 10:45 Fös/sun 13:45 14:45 15:15 16:15 Mán/mið-fim 17:15 18:15 18:45 19:45 Bókað hjá umboðsmanni í síma 478 1250 eða á www.islandsflug.is og/eða hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030. Farþega- og vöruafgreiðsla í Reykjavík er hjá Flugfélagi Íslands. RÉGIS Boyer, prófessor em- erítus við Sorbonne-háskóla í París, heldur fyrirlestur í Þjóð- arbókhlöðu kl. 16.30 í dag, í boði heimspekideildar Háskóla Ís- lands og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Í fyrirlestrinum fjallar hann um byggingarlist Halldórs Laxness í Sjálfstæðu fólki, en Boyer hefur nýlokið við að þýða bókina. Boyer les fyrir á frönsku; íslensku ágripi af fyr- irlestrinum verður dreift til áheyrenda, en umræður veða þýddar jafnóðum á íslensku. „Í fyrirlestrinum ætla ég að tala um uppbyggingu skáldsög- unnar Sjálfstæðs fólks og hvern- ig hún lýsir sérkennum Laxness sem höfundar,“ segir Régis Boy- er. „Ég ætla að gera tæknilega og nákvæma stúdíu á því hvernig Laxness byggir þessa óvenjulegu sögu.“ Aðspurður um það hvort þau einkenni í uppbyggingu sem hann finnur í Sjálfstæðu fólki eigi við um þær aðrar sögur Laxness sem hann hefur þýtt segir Boyer svo vera. Hann ætli þó að ein- beita sér að greiningunni á Sjálf- stæðu fólki, en gera einnig sam- anburð, til dæmis við Heimsljós og Íslandsklukkuna. En hvert hefur þessi rannsókn leitt hann? „Ég kemst að þeirri niðurstöðu að aðferð Laxness við að byggja söguna upp sé músíkölsk, ef svo má segja. Hann byggir hana upp eins og tónskáld byggir upp sin- fóníu, eða það sem við Frakkar köllum symphonie concertante. Það eru tvö eða þrjú höfuðstef sem Laxness þróar á þann hátt sem tónskáld gerir í klassískri sinfóníu.“ Régis Boyer var sendikennari á Íslandi á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Að sögn Torfa Tul- inius, dósents í frönsku við Há- skóla Íslands, hreifst Boyer strax af landinu og bókmenntunum og nam hér við fótskör Einars Ólafs Sveinssonar og Sigurðar Nordal. Boyer skrifaði doktorsritgerð sína um Sturlungu og trúarlíf á Íslandi á 12. og 13. öld. Árið 1970 hóf hann störf við Sorbonne- háskóla í París og byggði þar upp öfluga norrænudeild. Að auki hefur hann verið afkastamikill þýðandi, hefur þýtt stóran hluta fornsagnanna, auk Landnáma- bókar og flestra Eddukvæða, og hefur skrifað fjöldann allan af bókum um íslenskar miðaldabók- menntir. Þá hefur Régis Boyer þýtt fjölda skáldverka sam- tímaskálda: Halldórs Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Sigurðar Pálssonar, Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur, Steinunnar Sigurð- ardóttur, Stefáns Harðar Gríms- sonar, Thors Vilhjálmssonar, Einars Braga, Péturs Gunn- arssonar, Svövu Jakobsdóttur og fleiri. Af bókum Laxness hefur hann þýtt Íslandsklukkuna, Kristnihald undir Jökli, Heims- ljós, Gerplu og nú síðast Sjálf- stætt fólk, sem verður til umfjöll- unar á fyrirlestri hans í dag, en sú þýðing kemur út í Frakklandi á næstunni. Torfi Tulinius segir að Régis Boyer hafi komið ís- lenskum skáldskap á kortið hjá frönskum bókmenntaunnendum og verið ötull við að koma honum á framfæri. Sinfónískt Sjálfstætt fólk Morgunblaðið/KristinnRégis Boyer ÚR fórum lands nefnist sýning Gunnsteins Gíslasonar á lágmyndum úr viði og járni sem þessa dagana stendur yfir í Listhúsi Ófeigs. En Gunnsteinn, sem nam frjálsa mynd- list við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands á sjöunda áratugnum og síðar veggmyndagerð við Listaháskóla Ed- inborgar, vinnur aðallega á sviði veggskreytinga í múrristu og járn. Í verkum þeim sem Gunnsteinn sýnir nú í Listhúsi Ófeigs er það járn- ið sem orðið hefur fyrir valinu sem efniviður listamannsins, er beygir það og sveigir að vild. En auk þess má einnig sjá slípaða og unna viðarfláka í nokkrum verkanna. Gunnsteinn stillir stærð flestra verka sinna í hóf á sýningunni og hentar það vel rýminu, þar sem litlar, einfaldar lágmyndir listamannsins ná að njóta sín öðrum verkum fremur. Það eru líka þessi smæstu verk, sem og veggmyndirnar Uppblástur I, II og Fjallið eina, sem búa yfir hvað mestum styrk, en í þessum verkum lætur listamaðurinn járnið eitt um fígúratíva mótun landslagsins og það er einmitt sá einfaldleiki sem styrkur verkanna byggist á. Stærri verkin myndu vissulega að ósekju njóta sín betur í stærra rými, en Uppblástur I nær engu að síður að kalla fram víð- áttumikinn sjóndeildarhring þar sem strá og strá á stangli á sér litla von gegn miskunnarleysi vindsins, líkt og einfaldar og stílíseraðar línur kalla fram blómum vaxna hlíð í Blóma- brekku. Þótt þessi einfalda formmyndun sé almennt ríkjandi í verkum Gunn- steins skilar hún sér ekki jafn vel í þeim verkum þar sem viðurinn er not- aður jafnhliða járninu. Slípaðir, unnir viðarflekarnir í verkum á borð við Bungu og Dranga ná þar einfaldlega ekki að skila myndtúlkun sinni jafn vel og mjúkt og flæðandi járnið þótt tilraunin sé óneitanlega skemmtileg. Morgunblaðið/Jim Smart Uppblástur I eftir Gunnstein Gíslason í Listhúsi Ófeigs. Landið í lágmynd MYNDLIST Listhús Ófeigs Sýningin er opin á afgreiðslutíma versl- unarinnar, frá kl. 10–18 mánudaga til föstudaga og frá kl. 10–16 laugardaga. Henni lýkur 6. nóvember. GUNNSTEINN GÍSLASON – ÚR FÓRUM LANDS Anna Sigríður Einarsdóttir Handritin er rit- gerðasafn gefið út í tilefni af sam- nefndri sýningu sem nýlega var opnuð í Þjóð- menningarhúsinu. Ritstjórar eru Gísli Sigurðsson og Vé- steinn Ólason. Þar eru prentaðar sextán ritgerðir eftir fjórtán höfunda um þau efni sem fjallað er um á sýningunni. Ritgerð- irnar eru þó sjálfstæðar og hægt að njóta þeirra án tillits til þess hvort menn hafa séð sýninguna. Bókin er alþýðlega samin og grein- arnar fjalla á aðgengilegan hátt um rit- menningu Íslendinga og sögu ís- lenskra handrita. Bókin er prýdd fjölda litmynda, flestar eru úr handritum en allar varpa ljósi á þá sögu sem sögð er í bókinni. Útgefendur eru höfundar greina og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Dreifingu annast Háskólaútgáfan. Bókin er 200 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.500 kr. Fornrit Á lífsins leið V er gefin út til styrktar Barnaspítala Hringsins og for- varnastarfi IOGT meðal barna. Fjöldi kunnra Ís- lendinga segir frá minnisstæðum at- vikum og fólki sem ekki gleymist. Meðal sagna eru Björgun úr sjávarháska, Furðulegir draumar, Gamli maðurinn á kvist- inum, Landlaus á brúnni, Senjóra Val- ero, skáksnillingur og góður drengur. Útgefandi er Stoð og styrkur. Bókin er 208 bls., prentuð í Odda. Dreifing: Æskan ehf. Verð: 4.180 kr. Frásagnir Íslensk fjallasala & fleiri sögur nefnist fyrsta bók Arnar Bárðar Jónssonar og kemur út í kjölfar smásögunnar Ís- lensk fjallasala hf. Bókin inniheldur smásögur sem mynda þó eina heild og eru því ígildi skáldsögu. Sögurnar eru dæmisögur sem ger- ast í heimi sem er líkur okkar um margt en þar hefur þó ýmislegt farið á annan veg. Hér er fjallað um sölu Esj- unnar til útlanda, fyrirtækið Tárabót sem uppgötvar áður óþekkta auðlind í tárum Íslendinga og æviferil hins klónaða klækjarefs Adólfs Hilm- arssonar. Rithöfundurinn Einar Kárason segir m.a. um söguna Íslensk fjallasala: „Ég vil óska þessum höfundi til ham- ingju með það að hafa slegið okkur öllum hinum við sem erum að þræla við þetta daga og nætur með þessum stórkostlegu viðbrögðum … það ger- ist ekki oft að bæði veraldleg og and- leg máttarvöld landsins þurfi að láta hendur skipta þegar ein smásaga er birt.“ Örn Bárður er pestur við Neskirkju. Útgefandi er Bókaútgáfan Ormur. Bókin er 113 bls., prentuð í Odda. Smásagnasafn Sagan af furðu- fugli er eftir Sjón með myndskreyt- ingum Daða Guð- björnssonar. Í kynningu segir m.a.: „Hvað er það sem gerir furðu- fuglinn svona furðulegan? Er það goggurinn, fæt- urnir eða stélið? Hausinn eða kannski augun? Nú er um að gera að fylgjast vel með, því fyrr en varir ger- ast undur og stórmerki.“ Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 24 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.990 kr. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.