Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Magnþrungin spennusaga! 30% afsláttur í verslunum Pennans og Eymundsson Þegar glæsilegasta flugvél Íslendinga, Geysir, skilar sér ekki á tilsettum tíma í Reykjavík, í septembermánuði 1950, setur ótta að fólki. Síðast spurðist til vélarinnar yfir Færeyjum. Þegar liðnir eru rúmir fjórir sólarhringar telja flestir landsmenn fólkið af. Þá berst ógreinilegt neyðarkall: „Staðarákvörðun ókunn ... allir á lífi“. Við tekur atburðarás sem á sér enga hliðstæðu. Óttar Sveinsson, mest seldi höfundur síðustu ára, skrifar raunverulegar spennusögur sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en sagan er öll. Í bókinni koma fram upplýsingar, myndir og frásagnir sem ekki hafa birst áður opinberlega. BENEDIKT Ingi Ármannsson og Ari James eru góðir vinir. Þeir bralla ýmislegt saman, fara t.d. í sund eða tala um lífið og tilveruna. Þeir hafa þekkst síðan í haust og reyna að hittast einu sinni í viku og gera þá eitthvað skemmtilegt sem þeim dettur í hug. Þessi lýsing á eflaust við um fleiri vini, en það sem er óvenjulegt við vináttu Benedikts og Ara er að sá fyrrnefndi er háskólanemi en Ari er átta ára nemandi í Austurbæj- arskóla. Þeir eru þátttakendur í Mentor-verkefninu Vináttu sem Vel- ferðarsjóður barna vinnur að í sam- starfi við Háskóla Íslands og Kenn- araháskóla Íslands, en í gær undirrituðu fulltrúar þessara aðila samstarfssamning um verkefnið til ársins 2004. Mjög gefandi verkefni „Ég er þakklátur fyrir að fá tæki- færi til að taka þátt í þessu verkefni og kynnast Ara,“ segir Benedikt. „Með verkefninu er verið að brúa kynslóðabilið. Það sem stendur upp úr er hvað þetta er gefandi. Sá tími sem við eyðum saman er ofboðslega gefandi. Þá gerum við eitthvað skemmtilegt sem okkur dettur í hug, förum í sund, sitjum og ræðum um daginn og veginn og komumst að skemmtilegum niðurstöðum um framtíð mína og hans. Verkefnið gefur manni sjálfum tíma til að njóta þess að vera til.“ Ari tekur í sama streng og segist ánægður með verkefnið og að sam- an geri þeir Benedikt ýmislegt. Tilraun sem lofar góðu Mentor-verkefnið er tilrauna- verkefni sem hóf göngu sína á síð- asta ári hér á landi en er upprunnið í Ísrael þar sem það er mjög útbreitt. Verkefnið Vinátta byggist á þeirri hugmyndafræði að tryggt samband milli barns og fullorðins ein- staklings, í lengri eða skemmri tíma, byggi upp sjálfsmynd barnsins og auki lífsleikni þess og veiti á sama tíma háskólastúdentum mikilvæga og þroskandi reynslu þar sem þeir fá innsýn í líf barna á aldrinum 6–12 ára. Ennfremur er áhersla lögð á hagsmuni samfélagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hvert annars. Mið- að er við að mentorar, þ.e. stúdent- arnir, eyði þremur klukkustundum með barninu í viku hverri. Á síðasta ári tóku tveir grunnskólar þátt í verkefninu en í ár eru þeir fimm. Þátttakendur eru alls 144, 72 mentorar og jafnmörg börn. Ingibjörg Pálmadóttir, fram- kvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, sagði framtíðarsýn sjóðsins vera þá að verkefnið verði tekið upp í öllum skólum á landinu og að skólarnir taki við því af sjóðnum. Glaðari börn og öruggari í fasi Samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem Rannsóknir og greining gerði meðal þátttakenda síðasta vetrar og Þórólfur Þórlindsson, pró- fessor í félagsfræði, kynnti við und- irritun samningsins í gær, kom fram að mentorar, börn, kennarar og for- eldrar barnanna eru sammála um að verkefnið hafi tekist vel og hafi skil- að góðum árangri. Jákvæðar breyt- ingar urðu t.d. í þá veru að barnið hefði orðið glaðara, jákvæðara og öruggara í framkomu. Verkefnið er þroskandi fyrir báða aðila, það eykur sjálfstraust barns- ins sem finnst það fá persónulegan stuðning frá sínum mentor. Með verkefninu öðlast barnið nýja sýn á lífið og börn nýbúa auka við ís- lenskukunnáttu sína, svo eitthvað sé nefnt. „Við mættum byggja meira á þeirri aðferðafræði sem hér er not- uð,“ sagði Þórólfur. „Til að efla og bæta okkar samfélag mættum við hlúa enn meira að frjálsu félaga- starfi, það ætti í það minnsta að vera valmöguleiki við þær aðferðir sem við nú beitum.“ Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, lýsti ánægju sinni með Mentor-verkefnið og sagði það vera íslenska menntakerfinu til góðs. Hann talaði um gildi þess að börn hefðu góðar fyrirmyndir og í sama streng tók Páll Magnússon, upplýs- ingafulltrúi Íslenskrar erfðagrein- ingar, sem lagt hefur fé í Velferð- arsjóð barna. Bjarni Ármannsson, formaður sjóðsins, sagði Mentor- verkefnið það stærsta sem sjóðurinn hefði ráðist í til þessa og væru mikl- ar væntingar til þess gerðar í fram- tíðinni. Samstarfssamningur um Mentor-verkefnið Vináttu undirritaður í Háskóla Íslands í gær Morgunblaðið/Sverrir Ari James og Benedikt Ingi Ármannsson tala stundum saman um lífið og framtíðaráformin. Þeir taka þátt í Mentor-verkefninu Vináttu. Vinátta hefur upp- byggileg áhrif og brúar kynslóðabilið ÆTLI jarðhitinn og rafmagnið sé ekki það sem átta Íslendingar, sem starfa á vegum Íslensku friðargæsl- unnar á Pristina-flugvelli í Kosovo, sakni einna mest frá Íslandi, að vinum þeirra og vandamönnum frátöldum. Íslendingarnir fóru utan fyrir þremur vikum, en stefnt er að því að þeir taki við stjórn flugvallarins, úr höndum ítalska hersins, í desember næstkom- andi. Ætlunin er að Sameinuðu þjóð- irnar taki í framhaldinu við vellinum og að starfsmennirnir verði allir heimamenn. „Vandamálið hér í Kos- ovo er rafmagnsleysi, rafmagnið er alltaf að detta út. Við erum með vara- rafstöð á flugvellinum sem við kveikj- um á til að hafa ljós þegar rafmagnið fer. Stundum fer vatnið líka, en það hefur verið á svona nokkurn veginn frá því við komum,“ segir Egill Már Markússon, tilvonandi yfirflugum- ferðarstjóri á Pristina-flugvelli. Egill Már segir að aðstaða til að stjórna flugumferð sé nokkuð frum- stæð á vellinum, radarflugumferðar- stjórn fari t.d. fram í gámi. „Plássið er ekki mikið og þetta er vinnuaðstaða sem maður myndi ekki kjósa sér á Ís- landi, en þetta virkar fínt og búnaður- inn er ágætur. Eftir að Sameinuðu þjóðirnar taka við þessu verður keyptur nýr búnaður og byggður nýr flugturn. Turninn er of lágur í dag, hann er byggður úr gámakössum, en þyrfti að vera hærri svo menn sjái betur yfir.“ Utanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir því að flugumferðarstjórarnir verði fyrst um sinn í sex mánuði í Kosovo, en sá tími verður hugsanlega fram- lengdur. Ætlunin er að breyta flugvellinum úr herflugvelli í borgaralegan flugvöll og verða heimamenn þjálfaðir í öll störf, en Sameinuðu þjóðirnar munu hafa yfirumsjón með vellinum, a.m.k. fyrst um sinn. Segir Egill að þeir heimamenn sem verði þjálfaðir hafi lært flugumferðarstjórn, en þar sem Ítalir hafi stjórnað vellinum síðustu ár hafi þeir ekki komist í þjálfun þar. Einhverjir þeirra hafi sömuleiðis starfað við flugumferðarstjórn áður en stríðið skall á. Þrjár gerðir af ofnum Íslendingarnir átta hafa fjögur hús á leigu í þorpi skammt frá Pristina. „Húsin eru svo illa einangruð, við er- um með gasofna, viðarofna og raf- magnsofna í húsunum sem við notum til skiptis, allt eftir því hvort það er rafmagn eða ekki.“ Egill Már segir að veðrið hafi verið mjög gott, alltaf heiðskírt á daginn, en þar af leiðandi mjög kalt á nóttunni, hitastigið hafi farið undir frostmark. „Þeir sem hafa verið hérna lengi segja að þetta eigi eftir að versna í vetur, rafmagnið fari oftar og það verði kaldara,“ segir Egill. Íslendingarnir sem starfa á flugvellinum í Kosovo fyrir utan gáminn þaðan sem flugumferð er stjórnað. Frá vinstri: Erna Mjöll Grétarsdóttir, Kristján Torfason, Davíð Heiðar Hansson, Steinunn Helga Snæland, Hallgrímur N. Sigurðsson, Friðrik Már Jónsson, Egill Már Markússon og Þórður Eggert Viðarsson. Átta íslenskir flugumferðarstjórar við friðargæslustörf Stjórna flugumferð úr gámi í Kosovo HINN svokallaði 2000-vandi gæti hafa valdið því að allar upplýsingar um ökuleyfissviptingu karlmanns féllu niður í ökuskírteinaskrá lög- reglunnar í Reykjavík með þeim af- leiðingum að hann fékk útgefið sam- rit skírteinis þrátt fyrir að vera sviptur ævilangt. Hann tilkynnti ökuskírteini sitt stolið eða týnt þegar hann sótti um samrit í ágúst 1999, þegar hið rétta var að lögreglan hafði tekið það af honum fyrir lífstíð vegna ítrekaðra umferðarlagabrota. Hæstiréttur hefur dæmt hann í þriggja mánaða fangelsi fyrir akstur án réttinda í fyrra. Sólmundur Már Jónsson, fram- kvæmdastjóri þjónustu- og rekstrar- sviðs lögreglunnar í Reykjavík, segir að tölvukerfi lögreglunnar gæti hafa sýnt að sviptingartími mannsins væri liðinn þegar hann sótti um sam- rit, þar sem talan 2000 var ekki til í tölvukerfinu. Allar dagsetningar sem náðu fram yfir árið 2000, gætu þannig hafa verið skráðar sem 1900. Önnur sennileg skýring sé sú að of djúpt hafi verið á upplýsingum um ökuleyfissviptingar í gamla kerfinu til að starfsfólk áttaði sig á hlutunum þegar sótt væri um samrit og um- sækjandi segðist vera með réttindi. Með samriti er átt við að gildandi ökuskírteini sé gott og gilt. „Okkur grunar að menn hafi þurft að kafa djúpt í kerfið til að athuga með svipt- ingar,“ segir hann. „Núna kemur upp á fyrstu valmynd hvort menn eru sviptir réttindum, ólíkt því sem áður var. Menn eiga alltaf að leita að sviptingum og það er hugsanlegt að það hafi ekki verið gert í þessu til- felli. Það getur verið að manninum hafi einfaldlega verið trúað, þegar hann kom á lögreglustöðina og sagð- ist hafa týnt ökuskírteininu sínu.“ Sólmundur segir ekki fleiri þekkt dæmi um það sem að ofan var lýst. Sviptur ökuskírteini en fékk samrit „2000-vandinn“ gæti hafa orsak- að vitleysuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.