Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 19 TÉTSENSKIR uppreisnarmenn skutu á sunnudaginn niður rússn- eska þyrlu skammt fyrir utan Grosní, höfuðborg Tétsníu í Suður- Rússlandi, og fórust allir sem um borð voru, níu hermenn. Rússnesk stjórnvöld hafa breytt fyrirætlun- um sínum um hernaðinn í Tétsníu og eru nú tekin að auka umfang herfararinnar gegn aðskilnaðar- sinnum í héraðinu. Þyrlan sem skotin var niður varð fyrir loftvarnarflaug sem skotið var úr húsi í útjaðri Grosní, hafði Interfax-fréttastofan eftir Borís Podoprígora, aðstoðaryfir- manni rússneska hersins í Tétsníu. Herþyrlur eru uppáhaldsskotmörk tétsensku uppreisnarmannanna, en þeir skutu aðra niður sl. þriðjudag og féllu þá fjórir. Í ágúst skutu þeir niður herflutningaþyrlu Rússa í Tétsníu og féll þá 121. Fregnirnar af árásinni á þyrluna á sunnudaginn bárust skömmu eft- ir að Rússar höfðu ákveðið að breyta áætlunum sínum um hern- aðinn gegn uppreisnarmönnunum og herða sókn sína í stað þess að kalla heim hluta herliðs síns, eins og fyrirhugað hafði verið á föstu- daginn. „Undanfarna daga hafa okkur borist upplýsingar um að skæru- liðar, sem hafa bækistöðvar í Tétsníu – og ekki einvörðungu í Tétsníu – séu að undirbúa frekari hryðjuverk,“ sagði Sergei Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, við Interfax, og skírskotaði til gíslatökunnar í leikhúsinu í Moskvu í októbermánuði. Ívanov hafði sagt á föstudaginn að hluti 80 þúsund manna herliðs Rússa í Tétsníu yrði dreginn til baka eins og fyrirhugað hafði ver- ið, þrátt fyrir gíslatökuna í Moskvu. Tala þeirra gísla sem lét- ust í kjölfar þess að tétsenskir hryðjuverkamenn tóku á áttunda hundrað manns í gíslingu í leikhús- inu er nú komin í 120. Tétsenski stríðsherrann Shamil Basajev hef- ur lýst sig ábyrgan fyrir gíslatök- unni og skömmu áður en Ívanov tilkynnti um breytinguna á áætl- unum Rússa hafði Basajev gefið yfirlýsingu um að hann væri að undirbúa að „færa stríðið aftur heim“ til Rússlands. Rússar ætla að herða sókn sína gegn aðskilnaðarsinnum í Tétsníu Rússnesk herþyrla skotin niður     3          4 5 3 6 .  6            7 2 8*  !! 9 .  !     !  =++B    ! "  # $ " % & & ' $ ( ) 9  +  Moskvu. AFP. ÞÓTT einn af hverjum þremur Norðmönnum styðji Framfara- flokkinn, ef marka má skoðana- kannanir, sýnir önnur könnun fram á, að einungis eitt prósent fólks er hefur völd og áhrif styð- ur flokkinn, að því er Aftenpost- en greinir frá. Fylgi flokksins mældist 33,4% í síðasta mánuði, sem er sjö prósentum meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír í Noregi njóta til samans, sam- kvæmt sömu könnun. Athugun er gerð var á við- horfum 1.500 áhrifa- og stjórn- unarmanna leiddi í ljós að ein- ungis einn af hverjum hundrað studdi Framfaraflokkinn, að því er Dagbladet upplýsti. „Bilið á milli „elítunnar“ og venjulegs fólks hefur breikkað,“ sögðu höfundar athugunarinnar, Frank Aarebrot og Bernt Aar- dal. Viðhorf almennings sé eitt, en frammámenn í þjóðfélaginu kjósi enn hina hefðbundnu verkamanna- og íhaldsflokka. Könnunin var byggð á viðtöl- um er norska hagstofan tók við fólk í stjórnunarstöðum á ýms- um sviðum, meðal lögfræðinga, kaupsýslumanna, í hernum, inn- an kirkjunnar, í stjórnmálalífi, menningarlífi og í fjölmiðlum. Einnig kom í ljós bil milli kynjanna í könnuninni, og hafa konur „vinstri slagsíðu“, þar sem 45% þeirra kusu Verka- mannaflokkinn og 25% Sósíal- íska vinstriflokkinn. Hægri- flokkurinn nýtur mests fylgis meðal karla með völd og áhrif. Carl I. Hagen, leiðtogi Fram- faraflokksins, sagði í samtali við Aftenposten að hverfandi stuðn- ingur valdaelítunnar við flokk- inn mætti einu gilda. „Það er vandamál elítunnar, ekki Fram- faraflokksins,“ sagði Hagen. Fylgi Framfara- flokksins eykst enn Ekki vin- sæll með- al áhrifa- manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.