Morgunblaðið - 05.11.2002, Síða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 19
TÉTSENSKIR uppreisnarmenn
skutu á sunnudaginn niður rússn-
eska þyrlu skammt fyrir utan
Grosní, höfuðborg Tétsníu í Suður-
Rússlandi, og fórust allir sem um
borð voru, níu hermenn. Rússnesk
stjórnvöld hafa breytt fyrirætlun-
um sínum um hernaðinn í Tétsníu
og eru nú tekin að auka umfang
herfararinnar gegn aðskilnaðar-
sinnum í héraðinu.
Þyrlan sem skotin var niður
varð fyrir loftvarnarflaug sem
skotið var úr húsi í útjaðri Grosní,
hafði Interfax-fréttastofan eftir
Borís Podoprígora, aðstoðaryfir-
manni rússneska hersins í Tétsníu.
Herþyrlur eru uppáhaldsskotmörk
tétsensku uppreisnarmannanna, en
þeir skutu aðra niður sl. þriðjudag
og féllu þá fjórir. Í ágúst skutu
þeir niður herflutningaþyrlu Rússa
í Tétsníu og féll þá 121.
Fregnirnar af árásinni á þyrluna
á sunnudaginn bárust skömmu eft-
ir að Rússar höfðu ákveðið að
breyta áætlunum sínum um hern-
aðinn gegn uppreisnarmönnunum
og herða sókn sína í stað þess að
kalla heim hluta herliðs síns, eins
og fyrirhugað hafði verið á föstu-
daginn.
„Undanfarna daga hafa okkur
borist upplýsingar um að skæru-
liðar, sem hafa bækistöðvar í
Tétsníu – og ekki einvörðungu í
Tétsníu – séu að undirbúa frekari
hryðjuverk,“ sagði Sergei Ívanov,
varnarmálaráðherra Rússlands,
við Interfax, og skírskotaði til
gíslatökunnar í leikhúsinu í
Moskvu í októbermánuði.
Ívanov hafði sagt á föstudaginn
að hluti 80 þúsund manna herliðs
Rússa í Tétsníu yrði dreginn til
baka eins og fyrirhugað hafði ver-
ið, þrátt fyrir gíslatökuna í
Moskvu. Tala þeirra gísla sem lét-
ust í kjölfar þess að tétsenskir
hryðjuverkamenn tóku á áttunda
hundrað manns í gíslingu í leikhús-
inu er nú komin í 120. Tétsenski
stríðsherrann Shamil Basajev hef-
ur lýst sig ábyrgan fyrir gíslatök-
unni og skömmu áður en Ívanov
tilkynnti um breytinguna á áætl-
unum Rússa hafði Basajev gefið
yfirlýsingu um að hann væri að
undirbúa að „færa stríðið aftur
heim“ til Rússlands.
Rússar ætla að herða sókn sína gegn
aðskilnaðarsinnum í Tétsníu
Rússnesk
herþyrla
skotin niður
3
4
5 3 6. 6
7 28*
!!
9 .
!
! =++B ! " # $
" % & & ' $ ( ) 9 +
Moskvu. AFP.
ÞÓTT einn af hverjum þremur
Norðmönnum styðji Framfara-
flokkinn, ef marka má skoðana-
kannanir, sýnir önnur könnun
fram á, að einungis eitt prósent
fólks er hefur völd og áhrif styð-
ur flokkinn, að því er Aftenpost-
en greinir frá. Fylgi flokksins
mældist 33,4% í síðasta mánuði,
sem er sjö prósentum meira
fylgi en stjórnarflokkarnir þrír í
Noregi njóta til samans, sam-
kvæmt sömu könnun.
Athugun er gerð var á við-
horfum 1.500 áhrifa- og stjórn-
unarmanna leiddi í ljós að ein-
ungis einn af hverjum hundrað
studdi Framfaraflokkinn, að því
er Dagbladet upplýsti. „Bilið á
milli „elítunnar“ og venjulegs
fólks hefur breikkað,“ sögðu
höfundar athugunarinnar,
Frank Aarebrot og Bernt Aar-
dal. Viðhorf almennings sé eitt,
en frammámenn í þjóðfélaginu
kjósi enn hina hefðbundnu
verkamanna- og íhaldsflokka.
Könnunin var byggð á viðtöl-
um er norska hagstofan tók við
fólk í stjórnunarstöðum á ýms-
um sviðum, meðal lögfræðinga,
kaupsýslumanna, í hernum, inn-
an kirkjunnar, í stjórnmálalífi,
menningarlífi og í fjölmiðlum.
Einnig kom í ljós bil milli
kynjanna í könnuninni, og hafa
konur „vinstri slagsíðu“, þar
sem 45% þeirra kusu Verka-
mannaflokkinn og 25% Sósíal-
íska vinstriflokkinn. Hægri-
flokkurinn nýtur mests fylgis
meðal karla með völd og áhrif.
Carl I. Hagen, leiðtogi Fram-
faraflokksins, sagði í samtali við
Aftenposten að hverfandi stuðn-
ingur valdaelítunnar við flokk-
inn mætti einu gilda. „Það er
vandamál elítunnar, ekki Fram-
faraflokksins,“ sagði Hagen.
Fylgi Framfara-
flokksins eykst enn
Ekki vin-
sæll með-
al áhrifa-
manna