Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 55
STÓR STUND rann upp á sunnudag
í huga milljóna barna á öllum aldri
um gervallan heim er Harry Potter
var heimsfrumsýnd á sérstakri há-
tíðarsýningu í Lundúnum. Allar
stjörnur myndarinnar, með Daniel
Radcliffe, sjálfan Harry Potter, í
broddi fylkingar, voru mættar til að
sjá afraksturinn, að undanskildum
Richard Harris sem lést á dögunum.
Þótt ekki væri nema af múgæs-
ingnum utan við Empire-kvik-
myndahúsið á Leicester Square að
dæma er eftirvæntingin gífurleg.
Ungar stúlkur voru í meirihluta og
kölluðu „Daniel! Daniel! Daniel!“
þegar aðalleikarinn gekk upp rauða
dregilinn að kvikmyndahúsinu í
fylgd með öðrum leikurum.
Spurningin sem brennur á vörum
allra er hvernig til hefur tekist. Og ef
marka má blaðamenn og gagnrýn-
endur breskra dagblaða er stysta
svarið við því: Vel.
Flestum virðist nefnilega bera
saman um að dæmið hafi gengið upp,
að nýja myndin gefi hinni fyrstu lítið
eða ekkert eftir og sumir segja hana
allt í senn beittari, skemmtilegri og
meira spennandi. Þannig telur gagn-
rýnandi The Telegraph að viturlegt
hafi verið af Chris Columbus leik-
stjóra að endurnota formúluna sem
gat af sér eina af allra tekjuhæstu
myndum sögunnar. Söguþræði ann-
arrar bókarinnar sé aftur fylgt mjög
rækilega en greinilegt sé að að þessu
sinni séu allir sem að myndinni koma
mun öruggari í sínu hlutverki, ekki
einasta Columbus og handritshöf-
undurinn Steve Kloves, heldur einn-
ig krakkarnir þrír sem leika Harry,
Rupert og Hermione.
Stærsti munurinn á myndunum
tveimur er að á meðan fyrri myndin
fór tiltölulega rólega af stað og hófst
á því að kynna sögupersónurnar og
töfraveröld Harrys til sögunnar þá
byrjar hamagangurinn og spennan
strax í upphafi nýju myndarinnar.
Að vísu hafa margir Potter-
fylgjendur lýst yfir að önnur bókin í
röðinni sé sú slakasta af þeim sem
komnar eru en ekki virðist það ætla
að koma niður á myndinni.
Í ljósi meiri húmors, betri tækni-
brellna og óhugnanlegri furðufyrir-
bæra telur gagnrýnandi The Tele-
graph því ljóst að myndin verði
stórsmellur líkt og forverinn. Undir
þetta tekur Lizzie Rushbridger í The
Guardian sem segir myndina „myrk-
ari, fyndnari og betri en forverinn“.
Kenneth Branagh, nýi leikarinn í
myndinni, þykir líka vera senuþjófur
hinn mesti í hlutverki hins smeðju-
lega Gilderoys Lockharts.
Tim Dams sérfræðingur hjá fag-
ritinu Screen International varar þó
við of mikilli bjartsýni, bæði í ljósi
þess að almenningur hljóti að vera að
þreytast á öllum þessum framhalds-
myndum og einnig vegna þess að svo
margir hafi séð fyrstu myndina fyrir
forvitni sakir fyrst og fremst, og
sumir orðið fyrir vonbrigðum. Enn-
fremur telja sumir að lengd mynd-
arinnar eigi eftir að fæla einhverja
frá en hún er 162 mínútur að lengd.
Höfundur Potter-bókanna J.K.
Rowling var að sjálfsögðu viðstödd
frumsýningu myndarinnar og sagð-
ist að henni lokinni hæstánægð með
útkomuna og hældi sérstaklega hin-
um unga Radcliffe fyrir túlkun hans
á Potter.
Og svo virðist sem flestir séu á
einu máli um að Radcliffe geri Potter
enn þá betri skil en í fyrstu mynd-
inni. Þó eru uppi efasemdaraddir um
hversu lengi hann muni passa í hlut-
verkið. Virðast Englendingar reynd-
ar hafa svo þungar áhyggjur af
þessu að virðuleg dagblöð á við The
Sunday Times hafa séð ástæðu til að
fjalla um þetta hugsanlega vandamál
í leiðara. Eru því uppi æ háværari
raddir um að næsta mynd verði hans
síðasta og hefur leikstjórinn Chris
Columbus meira að segja skorað op-
inberlega á Radcliffe að sjá til að svo
verði, en Columbus sjálfur mun ekki
leikstýra fleiri Potter-myndum, að
eigin ósk.
En hvað sem því líður mun Harry
Potter-æðið sem hófst fyrir alvöru
fyrir jólin síðustu í algleymingi á ný
á næstu dögum og vikum. Harry
Potter og leyniklefinn verður frum-
sýnd 15. nóvember í Bretlandi en
viku síðar hérlendis eða 22. nóv-
ember. Forsala miða á frumsýning-
arhelgina hófst á sunnudaginn var
og að sögn Róberts Wesleys hjá
Sambíóunum hafa nú þegar selst um
3500 miðar af þeim 36 þúsund sem í
boði eru.
Harry Potter og leyniklefinn var heimsfrumsýnd í Lundúnum um helgina
Reuters
Leikhópurinn mætti til sýningarinnar ásamt leikstjóranum Chris Columbus og J.K. Rowling höfundi.
Þykir myrkari
og kröftugri en
fyrsta myndin
Hverfisgötu 551 9000
Gott popp styrkir
gott málefni
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.20, 7.40 og 10. B. i. 16.
1/2Kvikmyndir.com
USA Today
SV Mbl
DV
RadíóX
Stórskemmtileg
grínmynd frá
framleiðendum
The Truman
Show með
Óskarsverð-
launahafanum
Al Pacino í sínu
besta formi.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 10.30.
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.30 og 8. B. i. 16.
1/2RadíóX
www.laugarasbio.is
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
SK RadíóX
SV Mbl
ÓHT Rás 2
Í Sweetwater fangelsinu er að finna dæmda morðingja
og glæpamenn sem svífast einskis. Nú stefnir í blóðugt
uppgjör tveggja manna í hrikalegum bardaga!!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B. i. 16. .
SV Mbl
SK. RADIO-X