Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þórður Guð-mundur Valdi-
marsson fæddist í
Reykjavík 17. janúar
1922. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut 24. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Vil-
borg Björg Þórðar-
dóttir húsmóðir, f. á
Gerðhömrum við
Dýrafjörð 16. apríl
1889, d. í Reykjavík
9. júní 1968, og
Valdimar Kristján
Guðmundsson setjari, f. á Hnit-
björgum í Jökulsárhlíð 12. apríl
1898 d. í Reykjavík 25. október
1975. Bróðir Þórðar er Sverrir
Örn Valdimarsson, prentari í
Hafnarfirði, f. 16. desember 1923,
kona hans var Málfríður Lára Jó-
hannsdóttir, f. á Hellissandi 17.
maí 1923, d. 8. ágúst 1999. Þórður
var ókvæntur og barnlaus.
Þórður hélt árið 1944 til
Bandaríkjanna til
náms við Columbia-
háskóla í New York,
en flutti síðan til Los
Angeles þar sem
hann stundaði nám í
alþjóðalögum við
Háskólann í Suður-
Kaliforníu um fimm
ára skeið. Að loknu
námi þar dvaldi
hann um hríð á Ís-
landi en fór síðan til
framhaldsnáms í
Frakklandi, fyrst til
Nice en var síðan við
Sorbonne-háskóla í
París. Þórður lagði alla tíð stund
á fræðistörf og ritaði greinar í
blöð og tímarit, auk þess sem
hann lagði stund á myndlist undir
listamannsnafninu Kíkó Korriró.
Hann hélt nokkrar einkasýningar
og tók þátt í ýmsum samsýning-
um.
Útför Þórðar verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Látinn er í Reykjavík Þórður Guð-
mundur Valdimarsson, sem ýmsir
þekkja betur undir listamannsnafn-
inu Kíko Korriró. Hann var einn
þeirra einstaklinga sem ekki batt
sína bagga með sömu hnútum og
samferðamennirnir, og fór sína eigin
leið í gegnum lífið og tilveruna, eins
og listhneigðra manna er oft háttur.
Þórður, eða Doddi eins og hann
var kallaður, ólst upp í vesturbænum
í Reykjavík. Hann stundaði nám í al-
þjóðalögum í Bandaríkjunum og
Frakklandi, og fékk á námsárum
sínum einnig mikinn áhuga á mynd-
list. Eftir að Doddi kom heim frá
námi stundaði hann fræðistörf og
greinaskrif. Hann bjó lengst af á
heimili foreldra sinna. Þangað var
gaman að koma fyrir litla frændur
og frænkur, og detta inn í ákafar um-
ræður um stjórnmál, skáldskap eða
dægurmál sem Dodda voru hugleik-
in þá og þá stundina, og ef allar stað-
reyndir umræðuefnis lágu ekki fyrir
þá átti hann létt með að taka sér
skáldaleyfi til að fylla út í myndina
þannig að hún yrði litríkar og áhuga-
verðari.
Litríkastar voru þó myndirnar
sem að hann skóp úr eigin hugar-
heimi, málaði og teiknaði. Doddi
skapaði sína myndlist um áratuga-
skeið áður hans fyrsta sýning var
haldin í Listmunahúsinu við Lækj-
argötu árið 1983. Myndir naívistans
Kíko Korriró þóttu óvanalegar og
djarfar fantasíur, og vöktu athygli
og ánægjutilfinningar. List Kíko
Korriró voru síðar gerð ágæt skil í
góðri bók Aðalsteins Ingólfssonar
listfræðings um íslenska naívista.
Doddi hélt fleiri einkasýningar, og
tók auk þess þátt í samsýningum
hérlendis og erlendis Doddi var alla
tíð heilsuhraustur með afbrigðum og
leitaði varla til lækna fyrr en hann
var fluttur á sjúkrahús meðvitund-
arlaus eftir hjartaáfall síðla október,
og lá þar aðeins í fáeina daga áður en
hann lést. Hann var mikill reglumað-
ur á vín og tóbak, hófsemdarmaður í
mat og stundaði göngu og lík-
amsrækt fram í andlátið. Hann var
glaðlyndur, ræðinn og víðlesinn og
hafði þekkingu á ótrúlegustu mál-
efnum. Hans lífshlaup var óvanalegt,
hann beitti sinni skörpu greind í
eigin hugarheimi þar sem ævintýrin
og skáldskapurinn flæktust fyrir
raunveruleikanum þannig að
fantasíurnar urðu stórbrotnari en
samfélagið taldi eðilegt. Hann fyllti
því þann hóp kynlegra kvista sem
krydda svo mjög okkar tilveru, en
eru því miður að verða æ sjaldséðari
í samfélaginu.
Þórður átti trausta félaga og vina-
fjölskyldur, og með þeim fékk hann
notið sinna listrænu hæfileika. Hann
trúði á sinn guð í alheiminum og
náttúrunni, eins og víða má sjá í
myndum hans. Megi sá Guð blessa
minningu Þórðar G. Valdimarsson-
ar.
Þórður Sverrisson.
Jæja frændi, þá skilur leiðir að
sinni. Það var feiminn átta ára strák-
ur sem kom með ömmu sinni í heim-
sókn til þín á heimili foreldra þinna á
Ásvallagötu. Þú sýndir mér ein-
hverjar skrítnar myndir sem amma
sagði mér síðar að hún væri ekki al-
veg viss hvort væru alvöru myndlist.
Ekki gat ég vitað, átta ára snáðinn,
hvað var myndlist og hvað var ekki
myndlist. Það var svo ekki fyrr en 26
árum síðar að ég sá þessar myndir
aftur. Þá höfðum við umgengist hvor
annan nánast daglega í nokkur ár, en
þú með allan þinn myndlistaráhuga
nefndir aldrei með einu orði eigin
framleiðslu. Þar sem ég stend á önd-
inni af hrifningu frammi fyrir þess-
um myndum sem þú hafðir verið að
skapa öll þessi ár segir þú þessa
stórgóðu setningu: „Þú sást þessar
myndir þegar þú komst átta ára í
heimsókn með ömmu þinni og þú
varst ekkert hrifinn.“ Þannig varst
þú sérstakur í alla staði, kæri
frændi.
Margar af þessum myndum sáust
á þinni fyrstu einkasýningu í List-
munahúsinu í Lækjargötu 1983. Í
gagnrýni var sagt að þær brytu blað
í íslenskri myndlistarsögu.
Góða tvo áratugi áttir þú með
listagyðjunni eftir þetta. Þín sérein-
kenni birtust í myndum þínum eins
og í þínu daglega lífi. Hugarheimur
þinn var einstök veröld, engum öðr-
um líkur. Þinn myndheimur, sem
þekkti engin takmörk, þar sem allt
var hægt og allt gat gerst. Óður til
lífsins, maður og náttúra voru eitt í
hjartans einlægni. Kíkó Korríró á
þöndum vængjum.
Við fengum þann heiður að sýna
myndir þínar á opnunarsýningu í
Galleríi Kambi. Oft dvaldir þú hjá
okkur í sveitinni, og margar góðar
stundir áttum við á vinnustofu minni
þar sem hvor um sig vann að sínum
hlutum og spjallað var um lífið og til-
veruna. Á sama tíma sem þú vannst
ötullega að myndum þínum hafðir þú
þörf fyrir að tala um heima og geima,
ekkert var þér óviðkomandi og
landamæri ekki til.
Margar ferðir fórum við saman út
í náttúruna og gaman var að sjá
hvernig öll mótíf breyttust og urðu
að þínum sérstaka heimi. Þú sagðist
frekar vilja fanga andrúmsloft stað-
arins en að endurgera það sem þú
sæir.
Elsku Doddi minn, þá verða sam-
verustundir okkar ekki fleiri að
sinni, þú býrð um ókomna tíð í hjarta
okkar allra hér í Kambi þar sem við
munum varðveita minningarnar um
margar góðar og skrítnar samveru-
stundir okkar. Blessuð sé minning
þín.
Gunnar Örn,
Kambi.
Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til
þegar Doddi frændi var að koma í
heimsókn. Það voru sögur úr fjar-
lægum löndum, mikið nammi og alls-
konar kökur og náttúrulega mikið af
ís. Þrátt fyrir að vera mikill sælkeri
þá hef ég ekki kynnst hraustari
manni.
Doddi var alltaf að hvetja mig til
að teikna og sagði að það væri nauð-
synlegt að halda áfram að teikna
eins og þegar maður væri lítill. Þá
væri hugmyndaflugið svo mikið og
það væri svo margt sem maður vildi
segja og túlka og það væri hæfileiki
sem mætti ekki glatast.
Doddi átti aldrei í vandræðum
með að finna sér myndefni, hann
spann upp heilu undraheimana þar
sem ég var oft höfð sem hinar ýmsu
persónur eins og frjósemisgyðjur og
drottning hestanna. Hann var mikill
húmoristi, samt með pólitísku ívafi.
Það er ekki amalegt að alast upp við
svona innblástur.
ÞÓRÐUR GUÐMUND-
UR VALDIMARSSON
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef-
ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru
á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist
formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki
vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með
bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk-
sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
www.solsteinar.is sími 564 4566
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
áður til heimilis í Smáratúni 5,
Selfossi,
andaðist á Landspítala Fossvogi sunnudaginn
3. nóvember. Útförin auglýst síðar.
Ólöf Guðmundsdóttir, Kristján Gíslason,
Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugsson,
Helgi Guðmundsson, Susan Faull,
Guðmundur Guðmundsson, Katrín Bjarnadóttir,
Edda Guðmundsdóttir, Karl H. Hillers,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir mín, systir okkar, mágkona og
frænka,
SIGRÚN ERLA INGÓLFSDÓTTIR WOOD,
lést í Los Angeles, Kaliforníu, sunnudaginn
3. nóvember.
Hún verður jarðsett í Los Angeles.
Svava Sigurðardóttir,
Jean Jensen, Guðrún Ingibjörg Hlíðar,
Rudolf Sævar Ingólfsson, Rut Jóhanna Arelíusardóttir,
Unnur Herdís Ingólfsdóttir,Gunnar Hlöðver Tyrfingsson
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir og mágur,
ÞORSTEINN GÍSLASON,
Svíþjóð,
er látinn.
Susanne Anne Marie Gíslason,
Ingi Þór Þorsteinsson, Emanúela Lind Þorsteinsdóttir,
Aron Freyr Þorsteinsson,
Gísli Þorsteinsson, Malee Suwannatha,
Ingibjörg Sæmundsdóttir, Sigurður Sigurþórsson,
Úlfar Gíslason, Fanney Gunnarsdóttir,
Marta Sonja Gísladóttir, Brynjar S. Sigurðsson.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ANDRÉS H. VALBERG,
Langagerði 16,
Reykjavík,
andaðist á öldrunardeild Landspítalans í Foss-
vogi föstudaginn 1. nóvember.
Jóhanna Þuríður Jónsdóttir,
Gunnar V. Andrésson,
Guðný A. Valberg,
Gústaf A. Valberg,
Hallgrímur A. Valberg.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
SIGURÐUR SIGURGEIRSSON
húsasmíðameistari,
Hverfisgötu 42,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 3. nóvember.
Jenný Karla Jensdóttir,
Elísabet Sigurðardóttir, Guðjón Guðmundsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Gunnar Baldursson,
Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, Stein Simonsen,
Sigurður Guðjónsson,
Guðrún Kamilla Sigurðardóttir,
Selma Jónsdóttir,
Magnús Jónsson.