Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐHERRANEFND um einka- væðingu hefur ákveðið að gengið verði til viðræðna við S-hópinn svo- nefnda, auk einnar eða fleiri erlendra fjármálastofnana, um kaup á umtals- verðum hlut í Búnaðarbanka Íslands hf. Ólafur Davíðsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að þetta sé í samræmi við til- lögur breska bankans HSBC, sem var nefndinni til ráðgjafar. Fyrsti fundur aðila verður í dag. S-hópurinn samanstendur af Eign- arhaldsfélaginu Andvöku, Eignar- haldsfélaginu Samvinnutryggingum, Vátryggingafélagi Íslands hf., Kaup- félagi Skagfirðinga svf., Keri hf. og Samvinnulífeyrissjóðnum. Í tilkynn- ingu frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá því í gær segir að ákvörðunin byggist á forsendum framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu og mati breska bankans HSBC á þeim gögnum sem borist hafi frá þeim tveimur aðilum sem nefndin hafi átt í viðræðum við að undanförnu. Þá segir í tilkynningunni að áform um að ljúka við sölu hlutabréfanna á þessu ári séu óbreytt. Auk S-hópsins hefur framkvæmda- nefnd um einkavæðingu átt í viðræð- um við Fjárfestingafélagið Kaldbak hf. um hugsanleg kaup á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbankanum. Kald- bakur er að mestu í eigu KEA, Sam- herja á Akureyri og Lífeyrissjóðs Norðurlands. Þessir tveir hópar, þ.e. S-hópurinn og Kaldbakur, skiluðu framkvæmdanefnd um einkavæðinug svörum við þeim spurningum sem hún hafði beint til þessara tveggja fjárfestahópa í lok október síðastlið- ins. Hóparnir voru spurðir um fjár- hagsstöðu, þekkingu og reynslu á fjármálamarkaði, eignarhlut sem við- komandi óskaði eftir að kaupa, hug- myndir um staðgreiðsluverð og áform varðandi rekstur Búnaðarbankans. Kristinn Hallgrímsson, lögfræð- ingur og talsmaður S-hópsins, segir niðurstöðu ráðherranefndarinnar ánægjulega. Nú taki hins vegar hinar eiginlegu samningaviðræður við og því sé rétt að spyrja að leikslokum. Stefnt sé að því að vinna hratt í mál- inu og vonandi skýrist innan skamms hvort af kaupunum verður eða ekki, með fyrirvara um niðurstöðu kost- gæfnisathugunar. Hann segist að öðru leyti ekki hafa meira um málið að segja á þessu stigi. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að nið- urstöðurnar komi ekki á óvart. Kald- bakur hafi lagt fram gott bréf með svörum við spurningum fram- kvæmdanefndarinnar en hann hafi ekkert í höndunum til að tjá sig frekar um málið fyrr en hann hefur fengið að sjá rökstuðning fyrir því hvers vegna félagið varð ekki fyrir valinu. Reynsla frá Landsbankanum Ólafur Davíðsson segir að við val á hópi fjárfesta til viðræðna um kaup á hlutabréfum í Búnaðarbankanum hafi verið unnið eftir sömu aðferðum og gert hafi verið varðandi söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum. Þeir tveir hópar sem rætt hafi verið við hafi verið beðnir um að gera grein fyrir þeim atriðum sem meginmáli skipta og þau atriði hafi verið vegin og metin. HSBC bankinn hafi og verið fenginn til að meta báða aðila út frá svörum þeirra. Bankinn hafi lagt til að gengið yrði til viðræðna við þann hóp sem ráðherranefndin hefur nú ákveðið að rætt verði við. Fram- kvæmdanefndin hafi verið sammála ráðherranefndinni að taka því ráði. Um það hvaða þættir það hafi verið sem hafi ráðið því að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir segist Ólafur ekki geta tjáð sig. Ólafur segir að ákveðin reynsla frá viðræðum um sölu á hlutabréfum í Landsbankanum auðveldi þá vinnu sem framundan sé og því verði von- andi hægt að vinna hratt. Einkavæðing Búnaðarbanka Íslands hf. Viðræður við S-hópinn ÓINNLEYST tap Raufarhafnar- hrepps vegna hlutabréfakaupa á ár- unum 1999 og 2000 nam um mitt þetta ár tæpum 45 milljónum króna og er mesta tapið vegna hlutabréfa í OZ, tæpar 12 milljónir króna. Þessu til viðbótar hefur hreppurinn tapað 27 milljónum króna vegna fjárfest- inga í Íslenskri miðlun og Netveri, en bæði fyrirtækin hafa verið lýst gjaldþrota. Tapið vegna hlutabréfa- kaupanna og þessara tveggja fyr- irtækja er því alls tæplega 72 millj- ónir króna. Óinnleyst tap vegna deCODE 8,4 milljónir króna Meðal þess sem fjárfest var í voru átta erlendir tækni- og vaxtarsjóðir, deCODE, OZ, Íslandssími, Arthur Treacher’s og Flugleiðir. Eignir Raufarhafnar í sjö af þessum sjóð- um hafa verið seldar og óinnleyst tap um mitt ár hefur því verið inn- leyst að hluta til að létta á lausa- fjárstöðu hreppsins, en hún hefur verið erfið að undanförnu. Skýringin á því er meðal annars sú að skatt- tekjur Raufarhafnar hafa síðustu ár verið mun lægri en rekstrarkostn- aður hreppsins. Sem dæmi má nefna að árið 2000 námu skatttekjur 77 milljónum króna en kostnaður við rekstur málaflokka 119 milljónum króna. Keypt var í deCODE fyrir tæpar 20 milljónir króna á árinu 1999 og árið 2000 var helmingur bréfanna seldur með 11,7 milljóna króna hagnaði. Síðan hafa bréfin lækkað mikið og bréf sem enn eru í eigu Raufarhafnar og voru keypt á tæpar 10 milljónir króna voru um mitt ár 1,5 milljóna króna virði. Óinnleyst tap vegna hlutabréfanna í deCODE var því 8,4 milljónir króna um mitt ár og mestur hluti hagnaðarins frá árinu 2000 er því upp urinn. Á árinu 1999 var einnig keypt í sjö tækni- og vaxtarsjóðum fyrir 20 milljónir króna. Þessir sjóðir eru China Opportunity Fund, European Growth Fund, International Global Growth Fund, International Asia Pacific Fund, International Japan Growth Fund, Technology Fund og UK Equity Income Fund. Bréf í þessum sjóðum hafa nú öll verið seld, að stærstum hluta eftir mitt þetta ár, og samanlagt hafa fengist rúmar 10 milljónir króna fyrir. Það þýðir að tapið vegna sjóðanna er ná- lægt 10 milljónum króna á þessum þremur árum. Mesta einstaka tapið vegna fjár- festinga Raufarhafnar í hlutabréfum hefur orðið vegna kaupa í fyrirtæk- inu OZ, en keypt voru hlutabréf í því fyrir 11,9 milljónir króna á árinu 2000. Þau bréf voru um mitt ár inn- an við 12 þúsund króna virði. Keypt var í Íslandssíma árið 2000 fyrir rúmar 10 milljónir króna og um mitt þetta ár var sú eign 750.000 króna virði og óinnleyst tap því yfir 9 milljónir króna. Sama ár var keypt í Arthur Treacher’s fyrir rúmar 1.100 þúsund krónur, en þau bréf eru lítils virði í dag og óinnleyst tap er yfir ein milljón króna. Loks var keypt í Aberdeen Global Tech Fund árið 2000 fyrir 10 milljónir króna og óinnleyst tap vegna þeirra viðskipta var um mitt ár 7,8 milljónir króna. Félagsmálaráðuneytið með fjármál Raufarhafnar til skoðunar Fulltrúi félagsmálaráðuneytisins, Garðar Jónsson, var á Raufarhöfn um helgina til að fara yfir fjármál hreppsins og þær áætlanir sem gerðar hafa verið. Í dag mun eft- irlitsnefnd sveitarfélaga fara yfir fjárhagsstöðuna. Garðar sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin hefði heimildir til að hvetja sveit- arstjórn til aðgerða en málin séu ekki komin á það stig og að sveit- arstjórnin virðist vera að taka á mál- inu. Raufarhöfn tapaði mestu á bréfum í OZ Tap vegna sjö erlendra tækni- sjóða um 10 milljónir króna bregðast við því. Á því hafi orðið nokkur bið og Íslandsbanki hafi því boðið lægstu verðtryggðu vextina þar til nýlega að aðrir hafi lækkað vexti sína. Jón segir að Íslandsbanki hafi fylgst náið með þróun vaxta á mark- aði og hafi beðið eftir tækifæri til að lækka vexti frekar og að það verði gert áfram, en að engin ákvörðun hafi verið tekin um að lækka vexti. Hann nefnir að ávöxtunarkrafa hús- bréfa hafi farið lækkandi, en það sé alltaf spurning hversu varanleg lækkunin sé. Með þessu fylgist bankinn gaumgæfilega, en innlán séu í grimmri samkeppni við hús- bréf og ríkispappíra sem sparnaðar- form. Ávöxtunarkrafan hafi verið það há að ekki hafi verið færi á að lækka vexti umfram það sem gert hafi verið, enda þurfi bankinn á inn- lánum að halda til að fjármagna starfsemi sína. Mikið framboð skuldabréfa hefur áhrif á markaðsvexti Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að óverðtryggðir vextir Búnaðarbankans hafi að fullu fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Búnaðarbankinn hafi einnig verið fyrstur bankanna til að bregðast við síðustu vaxtalækkun Seðlabankans VEXTIR viðskiptabankanna voru ræddir á Alþingi í gær og sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra að það væri umhugsunarefni fyrir bankana að huga að breytingum á verðtryggðum innláns- og útláns- vöxtum, í kjölfar þess að Seðlabank- inn hefði lækkað stýrivexti sína um samtals 4,5% á síðustu 18 mánuðum. Þá var haft eftir aðalhagfræðingi Seðlabankans, Má Guðmundssyni, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að óverðtryggðir vextir viðskiptabank- anna hefðu fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans frekar vel en verð- tryggðu vextirnir síður. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að það hafi almennt verið afstaða Lands- bankans að áfram sé svigrúm til lækkunar verðtryggðra og óverð- tryggðra vaxta í landinu. Bankinn hafi sett fram þá skoðun að með lækkandi verðbólgu sé svigrúm til allt að 0,5% lækkunar stýrivaxta til áramóta. Ávöxtunarkrafa á skulda- bréfamarkaði hafi farið lækkandi með meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar þar og að Landsbank- inn hafi hafið lækkun verðtryggðra vaxta. Bankinn hafi í tvígang lækk- að vertryggða útlánsvexti, síðast fyrsta þessa mánaðar um 0,3%, og bjóði nú lægstu verðtryggðu útláns- vextina. Halldór segist geta tekið undir með forsætisráðherra að huga þurfi að frekari vaxtalækkunum og að það mat bankans megi meðal annars sjá í vaxtalækkuninni í byrjun þessa mánaðar. Vaxtaþróun banka í samræmi við þróun á markaði Jón Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, tekur undir að verðtryggðir vextir bankanna hafi lækkað hægar en óverðtryggðir, en segir að það sé í samræmi við verð- tryggða vexti á markaði, því fyrst í stað hafi vaxtalækkanir Seðlabank- ans lítil áhrif haft á verðtryggða markaðsvexti. Íslandsbanki hafi hins vegar riðið á vaðið í júní og lækkað verðtryggða vexti og hafi búist við að keppinautarnir myndu með lækkun verðtryggðra vaxta, en þá hafi Búnaðarbankinn lækkað verðtryggða vexti um 0,2%. Hann segir að bankinn hafi metið það svo að nú sé bilið á milli verðtryggðra og óvertryggðra vaxta orðið það lítið að frekari vaxtalækkanir hljóti að fara að hafa áhrif á verðtryggðu vextina, eins og hafi endurspeglast í síðustu vaxtalækkunum Búnaðarbankans. Árni segir að það sem geti tafið tímabundið að verðtryggðir vextir séu í samræmi við óverðtryggða vexti, að teknu tilliti til verðbólgu, sé ef einhver sé að selja mikið af verð- tryggðum bréfum. Hann nefnir sem dæmi að ef útgáfa hjá Íbúðalána- sjóði sé mikil geti það valdið tíma- bundinni töf á lækkun vaxtanna. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Sparisjóðabankans, segir að sparisjóðirnir hafi lækkað verð- tryggða vexti í tvígang, í ágúst og nú í nóvember. Hann segir að fylgst sé mjög náið með vaxtaþróuninni til að ekki myndist mikið misræmi á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta og vöxtum sé breytt þegar að- stæður gefi tilefni til þess. Stutt sé í næsta vaxtaákvörðunardag og þá komi í ljós hvert framhaldið verði, en hefð er fyrir því að vaxtaákvarð- anir séu teknar 1., 11. og 21. hvers mánaðar.         "''& "''"         "''& "''"                                         Landsbankinn telur svig- rúm til vaxtalækkunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.