Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 11 Full búð af nýjum og fallegum vörum Vinsælu sængurverasettin komin aftur Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur Skólavörðustíg 19, sími 551 6088.  MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Landssíma Íslands hf.: „Í umræðunni undanfarið hefur verið gerð tortryggileg sú ákvörðun stjórnar Símans að birta ekki erindi frá endurskoðanda félagsins, Ríkis- endurskoðun, sem barst stjórninni sl. sumar. Erindið, sem er um 3 bls., fjallar um fjárhagsleg málefni fyrr- verandi forstjóra Símans. Annað er- indi frá endurskoðanda, sem er 1 bls., fjallar um sama efni, milli Sím- ans og fyrrverandi stjórnarfor- manns Símans. Í erindum Ríkisend- urskoðunar kemur fram að skýringar á þeim atriðum sem skoð- uð voru, hafi með einni undantekn- ingu verið fullnægjandi og að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna þeirra. Það atriði sem gerð er athuga- semd við varðar flutninga á trjá- plöntum að sumarhúsi fyrrverandi forstjóra að upphæð kr. 202.417. Tel- ur Ríkisendurskoðandi að fyrrver- andi forstjóra beri að endurgreiða félaginu þá upphæð, en lætur þess jafnframt getið að fyrrverandi for- stjóri fallist ekki á þetta álit Ríkis- endurskoðunar enda telji hann að öll óuppgerð mál hafi verið gerð upp í starfslokasamningi á milli aðila. Stjórn Símans telur, að fengnu lögfræðiáliti, að heildarhagsmunum Símans yrði best borgið með því að aðhafast ekki í málinu. Vó þar þyngst að í starfslokasamningi milli Símans og Þórarins V. Þórarinsson- ar var ákvæði um fullnaðaruppgjör. Stjórnin er jafnframt sammála um að erindi endurskoðanda félagsins, Ríkisendurskoðunar, bréfaskriftir og skýringar vegna einstakra þátta rannsóknarinnar verði meðhöndluð eins og önnur vinnugögn sem lúta að stjórnun hlutfélagsins. Hvorki Símanum né öðrum hluta- félögum er skylt að birta skýrslur og álitsgerðir endurskoðenda sinna op- inberlega. Endurskoðendur fyrir- tækja vinna árlega margháttaðar álitsgerðir fyrir stjórnendur félaga, slík gögn eru vinnugögn stjórnar og eru eðli málsins samkvæmt ekki birt. Flestir munu sammála um að mik- ilvægt sé að umfjöllun um eldri ágreininingsmál úr tíð fyrrverandi stjórnar og fyrrverandi forstjóra ljúki sem allra fyrst. Frá upphafi hefur verið ljóst að ný stjórn og forstjóri Símans gengu til liðs við félagið og tókust á herðar ábyrgð á rekstri þess á grundvelli hlutafélagalaga. Ákvörðun um að birta ekki álitsgerð Ríkisendurskoð- unar er í anda þeirra laga og þeirra vinnubragða sem viðhöfð eru í ís- lensku viðskiptalífi, auk þess sem stjórn Símans er sannfærð um að þannig sé framtíðarhagsmuna fé- lagsins best gætt.“ Yfirlýsing frá stjórn Landssímans Skýringar fullnægj- andi með einni undantekningu ANDRÉS H. Val- berg, forstjóri, hag- yrðingur og kvæða- maður, andaðist á öldrunardeild Land- spítalans í Fossvogi föstudaginn 1. nóv- ember. Andrés fæddist 15. október 1919 á Sauð- árkróki. Foreldrar hans voru hjónin Hallgrímur A. Val- berg frá Reykjavöll- um og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. Andrés bjó uppvaxtarár sín á Sauðárkróki. Stundaði hann þar barnaskólanám og var síðan verkamaður, loðdýra- bóndi og sjómaður. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1946 og stundaði leigubílaakstur en hóf síðar eigin at- vinnurekstur við smíði gripa úr járni og tré og rak um tíma heildsölu. Andrés var landsþekktur kvæða- og vísnahöfundur og með hraðkvæð- ustu mönnum. Hann var heiðurs- félagi í Kvæðamannafélaginu Ið- unni. Andrés gaf út fyrstu ljóðabók sína Stuðlastrengi árið 1949, og hefur sú bók tvisvar verið endurútgefin. Með- al annarra bóka eftir Andrés eru Hreyfilsljóð sem kom út 1953, Hundrað skagfirskar hringhendur og Hundr- að dýrt rímaðar lausavís- ur. Árið 2000 kom út rit með æviminningum Andrésar, sagnaþáttum og ljóðum. Andrés var einnig þekktur safnari en hann lagði alla tíð mikla stund á söfnun fornmuna og náttúrugripa, sem hann færði Byggðasafni Sauðár- króks og Skógasafni til varðveislu. Eftirlifandi eiginkona Andrésar er Þuríður Jónsdóttir frá Fagurhóls- mýri. Börn þeirra eru Guðný, bóndi og kennari á Þorvaldseyri, Gústaf verslunarmaður og Hallgrímur raf- verktaki. Sonur Andrésar frá því fyrir hjónaband er Gunnar V. Andr- ésson fréttaljósmyndari. Andlát ANDRÉS H. VALBERG JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur í dag opinbera heimsókn til Kína. Heimsóknin stendur til 12. nóvember og mun ráðherra m.a. ræða við kínverskan starfsbróður sinn. Meðal umræðuefna eru þættir er varða samskipti þjóðanna á sviði heilbrigðisþjónustu, en í ráði er að skiptast á fagfólki og efla samskiptin milli landanna, að því er segir í fréttatilkynningu heilbrigðisráðu- neytisins. Með ráðherra í för eru ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðu- neytisins og lækningaforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík. Val- gerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra gegnir embætti heilbrigðis- ráðherra í fjarveru Jóns Krist- jánssonar. Heilbrigðisráð- herra til Kína HNEFALEIKANEFND Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) kemur saman í dag til að fara í saumana á væntanlegri sýningu áhugamanna í hnefaleikum frá Reykjanesbæ og Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Sýningin, sem fram á að fara í Laugardalshöll 16. nóvember, hefur verið auglýst sem landskeppni milli Íslands og Bandaríkjanna í hnefaleikum sem er brot á reglum ÍSÍ, sem aðeins hefur heimilað sýningarhald í hnefaleikum enn sem komið er. Þá hefur auglýst 18 ára aldurs- takmark að sýningunni einnig vakið athygli. Að sögn Ágústs Ásgeirssonar, formanns hnefaleikanefndar ÍSÍ, er alveg útilokað að um keppni verði að ræða og enn síður lands- keppni. „Ég held að fyrirtækið sem sér um kynningu á sýningunni hafi gengið of langt og tekið það upp hjá sér að kynna sýninguna sem keppni. Þar liggi mistökin,“ segir Ágúst. Aldurstakmark að sýningunni hefur vakið athygli hnefaleika- nefndarinnar og forvígismanna ÍSÍ. „Okkur hefur borist til eyrna að það eigi að selja áfengi. Reyn- ist það raunin þá hlýtur það að verða stöðvað,“ segir Ágúst. Að sögn Ágústs standa félagar í Hnefaleikafélagi Reykjanes- bæjar fyrir sýningunni ásamt áhugahnefaleikamönnum frá bænum Duluth í Minnesota. Með komu sinni eru bandarísku áhugamennirnir að endurgjalda heimsókn suðurnesjamanna. „Hnefaleikar eru ný íþrótt hér á landi og ég tel að þarna sé um að ræða mistök hjá mönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref inn- an íþróttahreyfingarinnar. Þegar þetta var kynnt fyrir nefndinni þá var tekið fram að þarna yrði um sýningu að ræða og ekkert annað. Keppni kemur ekki til greina þar sem hún er ekki heimil,“ seg- ir Ágúst. Þess skal getið að nokkur mun- ur er á sýningu og keppni í hnefaleikum og m.a. er sjaldnast úrskurðað um sigur í sýningar- hnefaleikum. Sýning skal það vera, ekki hnefaleikakeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.