Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 22
EFNT var til mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun við tröppur Akureyrarkirkju á sunnudag. Þar safnaðist saman nokkur hópur fólks, um 30 manns og var lesið og sungið úr Sóleyjarkvæði, spjallað og hugað að framtíðinni. Nokkur hópur fólks hefur um skeið verið að ræða leiðir til að vekja fólk til umhugsunar um umhverfisleg, samfélagsleg og efnahagsleg áhrif stórvirkjana og stóriðju að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, en að hennar sögn finnst mörgum um- ræðan einsleit. Ákveðið var að efna til mótmæla á þessum sama stað í hádeginu á föstudögum, kl. 12.05. Ólafur Valsson sagðist hafa átt þess kost að skoða það svæði sem færi undir vatn og að sínu mati væri þar um að ræða eitt stórkost- legasta landsvæði hér á landi. „Ég hugsa til þess með hryllingi ef þessu landi verður fórnað,“ sagði Ólafur sem fór í skoðunarferð þarna um fyrr í haust. „Ég hafði ekki mikla hugmynd um hvernig þetta svæði liti út, en komst að raun um að það er stórfenglegt og þykir því mikið glapræði verði því fórnað,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Kristján Mótmæltu Kára- hnjúkavirkjun VALDÍS Hallgrímsdóttir endurtók leikinn frá því í fyrra og sigraði með glæsibrag í kvennaflokki í keppni um Þrekmeistara Íslands 2002. Hún gerði gott betur og varð líka Þrekmeistari í flokki 39 ára og eldri og hún sigraði einnig í liðakeppni kvenna ásamt félögum sínum í Ljónynjunum. Lárus Mik- ael frá Ísafirði sigraði í karla- flokki og Þorsteinn Hjaltason frá Akureyri í flokki 39 ára og eldri. Í liðakeppni karla sigraði liðið Word Class Austurstræti. Keppnin fór fram í Íþróttahöll- inni á Akureyri sl. laugardag og til leiks mættu tæplega 100 kepp- endur víðs vegar af landinu. Val- dís sigurvegari kom þó alla leið frá Noregi en hún hefur verið bú- sett þar undanfarin ár. Alls var keppt í 10 greinum og eru keppn- isgreinarnar vel kunnar því fólki sem stundar æfingar sínar í lík- amsræktarstöðvum landsins og reyna mikið á styrk og úthald. Guðrún Ragnarsdóttir frá Vest- mannaeyjum hafnaði í öðru sæti í kvennaflokki og Hrönn Ein- arsdóttir frá Akureyri í því þriðja. Fyrstu þrjár konurnar voru einnig gjaldgengar í eldri flokkinn og fóru því heim með þau verðlaun líka. Pálmar Hreinsson frá Kópa- vogi varð í öðru sæti í karlaflokki og Þorsteinn Hjaltason frá Ak- ureyri í því þriðja. Klappstýrurnar frá Akureyri sigruðu í liðakeppni kvenna 39 ára og eldri og Tannlæknarnir og endajaxlarnir frá Akureyri í liða- keppni karla 39 ára og eldri. Fjöldi fólks fylgdist með spenn- andi keppni í Höllinni á laugardag. Bræðurnir Þorsteinn og Jón Hjaltasynir etja kappi. Lárus Mikael sigraði í karlaflokki. Þrefaldur sigur Valdísar Morgunblaðið/Kristján Valdís Hallgrímsdóttir á hlaupabrettinu í liðakeppninni. Félagar hennar í Ljónynjunum hvetja hana til dáða, Bryndís Jóhannesdóttir, Birgitta Guð- jónsdóttir, Ruth Viðarsdóttir og Þórhalla Andrésdóttir. AKUREYRI 22 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á síðasta fundi sínum til- lögu Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra þess efnis að fela jafn- réttis- og fjölskyldunefnd að fylgj- ast skipulega og faglega með þró- un grunnlauna og aukagreiðslna til karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ. Tillaga Oktavíu Jó- hannesdóttur bæjarfulltrúa sem lögð var fram á sama fundi, um að bæjarstjórn láti gera allsherjar- könnun á launamun kynjanna hjá bænum, náði ekki fram að ganga. Í tillögu bæjarstjóra kemur fram að ekki verði að svo stöddu ráðist í framkvæmd nýrrar heild- arrannsóknar á launum starfs- manna Akureyrarbæjar en þess í stað vinni jafnréttis- og fjölskyldu- nefnd að þessu verkefni. Nefndinni er ætlað að bera skipulega saman grunnlaun og aukagreiðslur til karla og kvenna á einstökum vinnustöðum hjá Akureyrarbæ, nefndin leiti skýringa á óeðlilegum launamun, ef hann kemur í ljós innan eða milli vinnustaða bæj- arins hjá starfsfólki í sambæri- legum störfum. Einnig er nefnd- inni ætlað að gera tillögur til bæjarráðs um úrbætur ef niður- stöður athugana leiða í ljós að fag- legra sjónarmiða sé ekki gætt við ákvörðun launakjara eða ef yfir- vinnumagn á einstökum vinnustöð- um er meira en samrýmist fjöl- skyldustefnu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn felur jafnréttis- og fjölskyldunefnd verkefni Fylgst verði með launaþróun starfsmanna Skarðshlíð fjöl- mennasta gatan SKARÐSHLÍÐ er sem fyrr fjöl- mennasta gatan á Akureyri en á síðasta ári bjuggu þar 520 manns. Snægil er næstfjölmennasta gatan líkt og undanfarin þrjú ár en í fyrra bjuggu 385 manns við göt- una. Við Vestursíðu bjuggu 355 manns, við Tjarnarlund um 330 manns og við Hjallalund um 300 manns. Síðuhverfi er fjölmennasta hverfi bæjarins með rúmlega 2.760 íbúa á síðasta ári. Í Lundarhverfi bjuggu rúmlega 2.200 manns í fyrra, rúmlega 2.000 manns í Hlíð- arhverfi og á Norðurbrekku, um 1.380 manns á Oddeyri og um 1.280 manns á Suðurbrekku. Í Giljahverfi bjuggu um 1.390 manns á síðasta ári en þar hefur orðið mesta fjölgunin á undanförnum ár- um, enda hverfið enn að byggjast upp. Árið 1995 voru íbúar Gilja- hverfis aðeins um 500. Íbúar á Akureyri í lok síðasta árs voru 15.635. Fyrir sunnan Glerá bjuggu 8.784 en norðan við ána 6.851. Þessar tölur er að finna í ritinu Staðreyndir í tölum 2002, sem Akureyrarbær gefur út. EIGENDUR fyrirtækjanna Sjafn- ar, Mjallar og Hörpu-Sjafnar ætla að leggja hálfa milljón króna í söfn- unarsjóð til stuðnings Sigrúnu Maríu Óskarsdóttir og fjölskyldu. Hún lenti sem kunnugt er í um- ferðarslysi í Danmörku á liðnu sumri og varð Sigrún María, 8 ára, fyrir alvarlegum áverkum í slysinu og er nú bundin hjólastól. Ákveðið hefur verið að tvo næstu mánuði, nóvember og des- ember, renni ákveðin upphæð af hverjum seldum lítra af málningu frá Hörpu-Sjöfn í verslun fyrirtæk- isins á Austursíðu til fjölskyldunn- ar sem og andvirði 5% af stað- greiðsluviðskiptum í þvottahúsi og fatahreinsun Mjallar til áramóta. Slysið í sumar hafði mikil og ófyrirséð fjárútlát í för með sér fyr- ir fjölskylduna, m.a. vegna kaupa á bíl og hentugra húsnæði og vilja fyrirtækin með þessum hætti leggja sitt af mörkum til að styðja við bak fjölskyldunnar. Sjöfn, Mjöll og Harpa-Sjöfn Styðja fjölskyldu um hálfa milljón Morgunblaðið/Kristján Ingi Pétursson, Valtýr Hreiðars- son, Björgúlfur Þórðarson, Þráinn Guðjónsson og Gunnar Helgason skiptast á gömlum skátasögum. SKÁTAR á Akureyri héldu tvöfalda afmælisveislu sl. laugardag, í tilefni þess að skátastarf á Íslandi á 90 ára afmæli og að á þessu ári eru liðin 70 ár frá því að skátaskálinn Fálkafell ofan Akureyrar var reistur. Að Hömrum, útilífs- og umhverfis- miðstöð skáta, var haldinn fjöl- skyldudagur, þar sem m.a. var farið í létta leiki. Einnig komu yngri og eldri skátar saman í Fálkafelli, þar sem var opið hús um miðjan daginn í tilefni afmælisins. Boðið var upp á kakó og kringlur og þar voru rifj- aðar upp gamlar og nýjar sögur úr skátastarfinu. Um kvöldið fór svo hin árlega Fálkafellsveisla fram. Sögur úr skátastarf- inu rifjaðar upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.