Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. ÞAÐ er engin ástæða til þess að heimila erlendar fjárfestingar í ís- lenskum sjávarútvegi og þess vegna tilefni til þess að andmæla því sjónarmiði sem kemur fram í leiðara Morgunblaðsins sl. föstu- dag um þau mál. Það er ekkert sem knýr á um slíka heimild og augljóst að erlend fjárfesting væri hrein ávísun á það að útlendingar fengju afnotarétt í íslenskri fisk- veiðilandhelgi. Gegn slíku verður hins vegar að snúast af fullri hörku. Við þurfum ekki erlenda sérþekkingu Menn segja að það knýi á um heimild útlendinga til fjárfestingar í sjávarútvegi okkar að íslensk sjávarútvegsyrirtæki séu að fjár- festa í erlendum sjávarútvegsfyr- irtækjum. Þetta er ekki sambæri- legt. Menn eru að kalla eftir okkar fjárfestingu, vegna þeirrar sér- þekkingar sem við höfum. Enginn lætur sér detta það í hug að okkur skorti erlenda sér- þekkingu inn í okkar sjávarútveg. Við erum með sjávarútveg í fremstu röð. Þessar gagnkvæmn- isröksemdir eiga því einfaldlega ekki við. Eru fjárfestar áhugalausir um sjávarútveginn? Því er líka haldið fram að ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki sitji ekki við sama borð og önnur fyr- irtæki á íslenskum markaði, vegna þess arna, séu ef til vill annars flokks kostur á hlutabréfamark- aðnum. En er þetta svona í raun- veruleikanum? Finnst mönnum að hræringar síðustu mánaða í ís- lenskum sjávarútvegi bendi til þess að skortur sé á fjárfestum inn í öflug og góð íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki? Varla. Heimildir til erlendrar fjárfestingar Fyrir nú utan það að heimildir útlendinga til óbeinna fjárfestinga eru all nokkrar og líklega rýmri en menn gera sér almennt grein fyrir. Á það benti til dæmis Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra fyrir nokkru. Svo má líka vekja at- hygli á að stóru sölufyrirtækin okkar SÍF og SH sem eru skráð á markaði eru þannig í sveit sett að þar geta útlendingar fjárfest. Spyrja má af hverju það hafi ekki gerst í ríkari mæli. Þeir þurfa á okkur að halda Sjávarútvegur á Íslandi hefur mikla sérstöðu. Þetta er alvöru at- vinnugrein, tæknivædd, framfara- sinnuð og án ríkisstyrkja sem hef- ur verið og er enn burðarás þeirrar lífskjarasóknar sem hér hefur staðið í heila öld a.m.k. Sjáv- arútvegsauðlindin er okkur ómet- anleg og ekkert getur komið í staðinn ef við missum á henni tök. Það er eðlilegt að þjóðir með veikan sjávarútveg kalli eftir fjár- magni og sérþekkingu frá okkur. En það þýðir ekki að við eigum að kalla yfir okkur Unilever og aðra þá erlendu auðhringi sem gætu með auðveldum hætti tekið okkar sjávarútveg í nefið án þess að finna fyrir því. Erlendar fjárfest- ingar í sjávarút- vegi? – Nei, takk! Eftir Einar K. Guðfinnsson Höfundur er formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis. „Okkur skortir ekki erlenda sér- þekkingu inn í okkar sjávarútveg.“ BJÖRN Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra kom á fjár- mögnunarkerfi fyrir háskólastigið í landinu, sem er óviðunandi fyrir rík- isskólana og ávísun á verulegt for- skot fyrir einkaskólana. Ríkis- og einkaháskólar fá sömu fjárupphæð fyrir hvern nemanda. Einkaskólarnir bæta síðan við skóla- gjöldum, Háskólinn í Reykjavík um 180 þúsund krónum á ári, sem eru um 50% af framlagi ríkisins í laga- og viðskiptadeild, en framlag ríkisins til tölvunarfræði er hærra og nema skólagjöld þar um 30% af framlagi ríkisins. Háskóla Íslands og öðrum ríkishá- skólum er ekki heimilt að taka skóla- gjöld samkvæmt ákvörðun Alþingis. Auk þess verða fjölmennar deildir Háskóla Íslands s.s. lagadeild og við- skiptadeild að greiða af því ríkis- framlagi sínu um þriðjung til fá- mennra kennslugreina sem ekki standa undir sér samkvæmt reikni- líkani menntamálaráðuneytis. Þetta eru námsgreinar sem nauðsynlegt er talið að bjóða kennslu í, svo sem er- lend tungumál sem kennd eru í Há- skólanum. Þessi samkeppnis- og aðstöðu- munur milli einka- og ríkisháskóla gengur ekki. Ég þekki dæmi um kennara sem hafa verið keyptir frá Háskóla Íslands til Háskólans í Reykjavík, laun þeirra tvöfölduð en kennsluskylda minnkuð verulega. Á háskólafundi Háskóla Íslands var eftirfarandi samþykkt: „Nokkr- ar námsgreinar og deildir Háskóla Íslands, einkum lagadeild og við- skipta- og hagfræðideild, horfast í augu við samkeppni við innlenda skóla sem njóta framlaga úr ríkis- sjóði. Háskólafundur fer þess á leit við menntamála- og fjármálaráðu- neyti að Háskólanum verði gert kleift að mæta þessari samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Vilji stjórnvöld að áfram verði boðið upp á nám í ýmsum fámennum greinum við Há- skóla Íslands er eina leiðin að auka fjárveitingar til skólans.“ Menntamálaráðherra hefur ný- verið heimilað Háskólanum á Akur- eyri að koma á laganámi. Þar er fyrir viðskipta- og tölvunarfræðinám, sem á í mjög ójafnri samkeppni við einkaháskólana. Ætlar ráðherra Há- skólanum á Akureyri og Háskóla Ís- lands að keppa á þessum forsend- um? Vill hann að ríkisháskólarnir visni meðan einkaháskólar dafna? Það verður að koma á réttlátari sam- keppni, þar sem keppt er á grund- velli gæða menntunar en ekki mis- munandi fjárhagsstöðu. Stöndum vörð um Háskóla Íslands Eftir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur Höfundur er alþingismaður og sæk- ist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. „Þessi sam- keppnis- og aðstöðu- munur milli einkahá- skóla og ríkisháskóla gengur ekki.“ ÉG trúði ekki mínum eigin aug- um þegar ég las Moggann sl. föstudag og sá þar hvatningar- grein eftir formann framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar, Stef- án Jón Hafstein, en þar hvetur hann flokksfólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Margréti Frímanns- dóttur í 1. sæti í komandi próf- kjöri. Er það virkilega svo í þess- um flokki, að þeir sem kosnir hafa verið til að stýra flokknum nú um stundir, séu þar til að þjóna hver öðrum? Er það þeirra pólitík? Getur það verið, að formaður framkvæmdastjórnar telji sig eiga allan sinn pólitíska frama undir núverandi flokksforystu? Illa finnst mér komið fyrir þessum flokki mínum. Um leið og Stefán Jón Hafstein hvetur kjósendur Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi til að setja Margréti Frí- mannsdóttur í fyrsta sæti segir hann, að þeir aðrir frambjóðendur sem eru í kjöri séu ekki jafn góðir þegar til framtíðar flokksins er lit- ið, eða hvað? Stefán telur að flokksmenn eigi að kjósa Margréti af því að hún er varaformaður, ekki vegna þess að hún sé öflugur þingmaður. Nei, vegna þess að hún er varaformaður, það eitt skiptir máli að mati Stefáns Jóns. Auðvitað er þessi samtrygging flokksforystu Samfylkingarinnar með öllu óþolandi og flokksfólki ekki bjóðandi. Samfylkingin í hinu nýja Suðurkjördæmi þarf að fá nýtt og kraftmikið fólk til forystu og sem betur fer eru þar margir í boði. Guðmundur Oddsson Stefán, svona gera menn ekki! Höfundur er fyrrverandi formað- ur framkvæmdastjórnar Alþýðu- flokksins. ÞEGAR stjórnvöld höfðu svikið öll loforð sín um sættir í sjávarútvegs- málum og sett á málamynda auð- lindagjald, lýsti fyrrverandi formað- ur framkvæmdaráðs Samfylkingar- innar, Ágúst Einarsson kvótagreifi, yfir því, að ríkisstjórnin væri búin að taka deilumálið um fiskveiðistjórn- ina út af dagskrá. Sem sagt: Málinu lokið og grip- deild hans og annarra lénsherra á þjóðarauðlindinni fullkomnuð. Í beinu framhaldi af því tekur Samfylkingin á dagskrá sína inn- göngu Íslands í Evrópusambandið, og lýsir því yfir að það sé brýnast mála til úrlausnar. Stefndi málinu síðan til allherjaratkvæðagreiðslu í flokki sínum svo sem eins og til end- anlegrar afgreiðslu. Um öll efnisatriði, sem varðar að- ild að ESB, verður ekki fjallað í þessu greinarkorni, enda ástæðu- laust. Sá, sem hér heldur á penna, er Evrópusinni, en hann sér ekki ástæðu til að eyða tíma sínum í að gaumgæfa mál, sem er með öllu óumræðuhæft eins og sakir standa. Það er óþarft í því sambandi að nefna nema eitt atriði, sem útilokar aðild Íslands að ESB, en þau kunna að vera miklu fleiri, sem kæmu þá til athugunar síðar. Þetta úrslitaatriði er reglur ESB í sjávarútvegsmálum. Með inngöngu Íslands í ESB myndi yfirstjórn fiskveiðimála landsins flytjast til Brüssel. Um ein- hverjar undanþágur okkur til handa í því efni er marglýst yfir að ekki komi til greina af þeim, sem fremstir fara með völdin í ESB. Allt annað er óráðstal og óleyfilegur málatilbúnað- ur. Inngöngunni fylgir athafnafrelsi fjárfesta í Evrópu á íslenzkum fjár- málamarkaði. Um það eru allir sam- mála, einnig þeir, sem á inngöngu klifa. Til hvers myndi það leiða þegar í stað? Ýmsar stórþjóðir innan ESB, og gamalgrónar fiskveiðiþjóðir, myndu óðar í bili kaupa upp öll fiskveiðirétt- indin á Íslandsmiðum. Kynni enda að vera að þeir hittu fyrir gíruga sölumenn, sem hafa slegið eign sinni á aðalauðlind Íslands í skjóli ríkis- valds, og vildu koma þeim verðmæt- um í lög áður en þau verða af þeim tekin. Það eru meinleg örlög Samfylk- ingarinnar að vera að kalla þríklofin í afstöðu til fjölmargra mikilvægra þjóðmála. Eitt af þeim er fiskveiði- stjórnin. Undir álit auðlindanefndar skrifuðu þrír þingmenn Samfylking- ar fyrirvaralaust. Var þó önnur aðal- niðurstaða nefndarinnar kjörleið stjórnvalda, sem fulltrúar lénsherr- anna í nefndinni kusu sér að sjálf- sögðu. Þjóðvakamenn í Samfylkingu hafa fylgt fjárhaldsmanni sínum ótrauðir. Jóhann Ársælsson, ásamt sam- þingmanni sínum Gísla Einarssyni eru þeir einu sem frá öndverðu hafa beitt sér af einurð og hörku gegn óstjórn fiskveiðanna og orðið drjúg- um ágengt. Verður að telja að meiri- hluti þingmanna Samfylkingarinnar fylgi þeim nú að málum og ber að fagna því. Á það mun reyna, ef Sam- fylking sezt að samningaborði við núverandi ríkisstjórnarflokka um stjórn landsins hvort hún setur fisk- veiðistjórnina á dagskrá og heldur henni þar. Ömurlegasta málið, sem tveir þriðju hlutar þingmanna Samfylk- ingar tóku á dagskrá sína, var hjá- seta við ótrúleg þingsafglöp fólgin í tuttuguþúsundmilljónakróna ríkis- ábyrgð til handa deCODE, og tóku þar með ábyrgð á málatilbúnaðinum. Spurning: Er það fráleita mál enn á dagskrá þeirra? Dagskráin Eftir Sverri Hermannsson „Ömurleg- asta málið, sem tveir þriðju hlutar þingmanna Samfylkingar tóku á dagskrá sína, var hjá- seta við ótrúleg þings- afglöp.“ Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. GUÐMUNDUR Árni er enginn nýgræðingur í stjórnmálum. Hann hefur margsýnt það og sannað, að hann er einhver öfl- ugasti talsmaður jafnaðarstefnunnar hér á landi. Hann á glæsilegan feril að baki sem bæj- arstjóri í Hafn- arfirði og síðar sem alþingismaður. Guðmundur Árni hefur sýnt það, að hann eflist í mótlæti og er ávallt tilbúinn að taka slaginn þar sem hann er harðastur. Hann er hugsjónamaður, kjörinn til for- ystu í flokki félagshyggju og jafn- aðar. Ég hef orðið þeirrar ánægju að- njótandi um árabil að vera sam- verkamaður Guðmundur Árna. Við sátum saman í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar um árabil ásamt mörgu góðu fólki. Eftir glæsilegan sigur jafnaðarmanna árið 1986 leiddi Guðmundur Árni glæsilegt upp- byggingar- og framfaraskeið í Hafnarfirði. Ég efa ekki að við öll sem komum að því verki minn- umst þess tíma með allnokkru stolti og ánægju. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar frá því að Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði vann glæsta sigra á árunum 1986–94. Samfylkingin hefur orðið til og að henni stendur breiðfylking jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks. Samfylkingin er í bullandi sókn í íslensku samfélagi. Hún hefur á að skipa öflugu fólki og vaskri forystusveit. Þrátt fyrir að ég sé fluttur burt af suðvest- urhorninu vil ég hvetja alla mína gömlu félaga til að veita Guð- mundi Árna gott brautargengi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæminu hinn 9. nóv- ember nk. og styðja Guðmund Árna í fyrsta sætið. Bestu kveðjur að austan. Guðmund Árna í 1. sætið Tryggvi Harðarson skrifar: PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 MORTEL Marmara- mortel hvít/græn Verð frá kr. 1.600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.