Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 29
HLJÓMBURÐUR Nýja sviðs
Borgarleikhússins er að vonum að-
allega miðaður við þarfir mælts
máls, enda hefði manni varla að
fyrra bragði þótt staðurinn hinn
heppilegasti fyrir strengjakvartett.
En í staðinn fyrir takmarkaðan
enduróm fæst hins vegar skýrleiki,
sem oft verður útundan í „renn-
blautustu“ salarkynnum. Þá verkar
staðsetning flytjenda undir ljósa-
keilu inni á miðju stóru gólfi í bik-
svörtu umhverfi óneitanlega örv-
andi fyrir einbeitingu meðtakenda
og minnir dálítið á uppljómaða
helgistund í dimmum dal. Skýrleik-
inn er flytjendum um leið verulegt
aðhald, því aðstæður þar sem
minnstu feilspor heyrast miskunn-
arlaust útheimta vitanlega ýtrustu
nákvæmni.
Skv. vetrarskrá „15:15“-tónleika-
raðarinnar átti m.a. að leika nánar
ótilgreindan kvartett eftir Jón
Leifs, en af óvissum ástæðum komu
tveir þættir eftir Sjostakovistj í
hans stað. Byrjað var á Strengja-
kvartett nr. 2 eftir Jón Ásgeirsson
sem undirritaður heyrði hópinn
frumflytja í Siglufjarðarkirkju 13.
júlí s.l., ásamt nr. 1 og 3 eftir sama
höfund. Í samanburði við örlátari
ómvist kirkjunnar hlauzt að vísu
ekki alveg sama nautn af safaríkum
samhljómi strengjanna í Borgar-
leikhúsinu, en hrynskerpan og
hraðasta víravirkið skilaði sér aftur
á móti betur. Aukin reynsla flytj-
enda af endurteknum flutningi síð-
an þá kom einnig fram í þéttari
samleik og öruggari og tilþrifameiri
túlkun, enda ekki laust við að hröðu
þættirnir hefðu nú verið leiknir ívið
örar. Sömuleiðis bar tónmyndun
þeirra félaga nú minni vott um eft-
irreigingu – talandi tákn um aukið
öryggi og sjálfstæðari nálgun, jafn-
vel þótt frumflutningurinn hefði
verið mjög góður. En umfram allt
batnaði verkið sjálft við endur-
heyrn. Þrátt fyrir hlutfallslega
hefðbundinn og aðgengilegan stíl
lumaði kvartettinn enn á ýmsu und-
ir yfirborðinu sem hvatti til frekari
kynna; eitt af tiltölulega fáum ís-
lenzkum kammerverkum seinni ára
sem vænlegt virðist til tíðrar og
notalegrar heimahlustunar af
hljómdiski.
Sama var síður hægt að segja um
Kvartett nr. 2 eftir Þórð Magn-
ússon, og kannski ekki nema von
um smíð eftir tveim kynslóðum
yngri og að sama skapi reynslu-
minni höfund sem enn hlýtur að
vera að þreifa fyrir sér um stíl og
tónmál. Ósagt skal látið hvort frum-
leikakvöð framsækinnar nútímatón-
listar örvar frekar en sligar unga
tónhöfunda í dag þegar hreinrækt-
unarárátta fyrri ára er fyrir bí og
frjálslegri fjölstílahyggja tekin við,
enda eflaust einstaklingsbundið.
Það fór þó ekki hjá því framan af í
sex þátta verkinu að verið væri að
leita fyrir sér og prófa hitt og þetta
í oft brotakenndri mósaík, sem í al-
úðlegum flutningi Eþosinga gat
minnt á fágað „rifrildi“ ungra
menntamanna í stuttum fullyrðing-
um. Smám saman færðist þó meiri
festa yfir skoðanaskiptin, og í
seinni hluta – frá og með n.k.
hvössu scherzói og ekki sízt þökk sé
greinanlegri púlshrynjandi – jókst
tónskáldinu mælskan og verkið
komst á þónokkuð flug, sem að vísu
fataðist svolítið með frekar bragð-
daufu og endasleppu niðurlagi.
Samt gáfu hápunktar hins undan-
gengna tilefni til eftirvæntingar eft-
ir næsta kvartetti Þórðar, þ.e.a.s. ef
honum endist áfram áhugi í garð
þessarar mjög svo virtu en kröfu-
hörðu tóngreinar.
Að lokum léku þeir fjórmenning-
ar áðurgetna tvo þætti eftir Sjost-
akovitsj sem fyrst voru gefnir út
1984, níu árum eftir andlát sovézka
snillingsins. Það fylgdi ekki sögu
hvort þættirnir hefðu verið hugs-
aðir sem hlutar af ófullgerðum
strengjakvartett. En e.t.v. fólst
partur af skýringunni á útgáfu-
drættinum í því að Adagióið var
unnið upp úr aríu Katarínu í óp-
erunni „Lafði Macbeth frá
Mstensk“ er Stalín lét banna sem
frægt er orðið. Sá þáttur var að
mestu leikinn með dempara, dún-
mjúkt en af djúpum ástríðuhita í
bráðfallegri túlkun. Ásamt mein-
hæðnum Allegretto-þættinum, sem
soðinn var upp úr Sirkuspolka höf-
undar frá æskuárum úr ádeiluball-
ettinum „Gullöldin“, undirstrikuðu
þessar litlu perlur í frábærri með-
ferð Eþosliða á fjölsóttum tónleik-
um þeirra á sunnudaginn svo ekki
varð um villzt að Íslendingar hafa
loks eignazt skapmikinn strengja-
kvartett sem stendur undir nafni og
vert er að hlúa að.
Strengjakvart-
ett sem stendur
undir nafni
TÓNLIST
Borgarleikhúsið
Strengjakvartettar nr. 2 eftir Jón Ás-
geirsson og Þórð Magnússon; Adagio –
Allegretto eftir Sjostakovitsj. Eþos-
kvartettinn: Auður Hafsteinsdóttir fiðla,
Greta Guðnadóttir fiðla, Guðmundur
Kristmundsson víóla, Bryndís Halla Gylfa-
dóttir selló. Laugardaginn 2. nóvember
kl. 15:15.
KAMMERTÓNLEIKAR
Jón
Ásgeirsson
Þórður
Magnússon
Ríkarður Ö. Pálsson
Heimis Jóns Bergssonar) við því
að hann sé falur fyrir aðeins fjög-
urhundruð krónur. Mýgrútur
slíkra skemmtilegra hugmynda
fylla sýninguna, gefa henni stærð
og uppskera ófáar hláturrokur.
Af öðrum leikurum er rétt að
nefna fyrsta ræningjana, þá Berg-
stein Ingólfsson, Sölva Rafn Sverr-
isson og Óskar Ingimar Gunnars-
son og þeirra óvenju atkvæðamikla
ljón, Margréti Andersdóttur. Þau
standa sig öll með mikilli prýði. Þá
er Bastían í öruggum höndum hjá
Valdimar Mássyni, sem er bestur
þegar honum tekst með herkjum
að halda virðingu sinni við vand-
ræðalegar aðstæður í ræningja-
bælinu þegar bjarga á ungfrú
Soffíu.
Skarexin sú er ágætlega leikin
og sungin af Tinnu Hrönn Smára-
dóttur. Fleiri mætti nefna til sög-
unnar en einhversstaðar verður að
láta staðar numið. Tónlist er veiga-
mikill hluti verksins, og áttu marg-
ir leikaranna í nokkrum erfiðleik-
um við að fylgja undirleiknum, sem
var af bandi og því lítið svigrúm til
að stilla saman strengi. Annað sem
gerði leikurum erfitt fyrir var sú
sviðslausn að láta ræningjana búa í
gryfju fremst á sviðinu sem varð
til þess að lítið sást af aftari bekkj-
um til heimilislífsins þar á bæ. Að
öðru leyti var sviðið vel nýtt og góð
hugmynd að stækka það með palli
til hliðar við áhorfendur.
Að lokum er rétt að hvetja Fá-
skrúðsfirðinga og nágranna þeirra
til að bregða sér í bæjarferð í
Kardemommu. Þar er ósvikin og
smitandi kátína á boðstólum fyrir
börn á öllum aldri.
Þorgeir Tryggvason
NOKKRAR breytingar hafa orðið á
hlutverkaskipan á sýningu Þjóðleik-
hússins á Veislunni; Nanna Kristín
Magnúsdóttir tekur við hlutverki
Evu og Þórunn Lárusdóttir leikur
Michelle.
Brynhildur Guðjónsdóttir, sem
leikið hefur Evu, verður frá að
hverfa um sinn vegna anna í öðrum
sýningum og mun Nanna Kristín
Magnúsdóttir leysa hana af hólmi.
Þá mun Þórunn Lárusdóttir taka við
hlutverki Michelle. Frumraun
Nönnu Kristínar og Þórunnar í þess-
um nýju hlutverkum verður á
fimmtudagskvöld.
Þórunn
Lárusdóttir
í Veislunni
♦ ♦ ♦
TAXI-101 saga úr
heimi leigubíl-
stjóra hefur að
geyma 101 sögu
úr sagnabrunni
31 leigubílstjóra.
Ævar Örn Jós-
epsson tók sam-
an. Hér segir
meðal annars af
dópsölum með borvél, manni sem
vildi leggja sig fyrir fimmþúsundkall,
nakinni konu við blokk í Breiðholti,
laumufarþega sem dvaldi heila viku í
bílnum, þremur Hollywoodleikkonum
í feluleik og leigubílstjóra sem spark-
aði reglulega í gamlan mann.
Ævar Örn sat tímunum saman
með leigubílstjórum af öllu tagi og á
öllum aldri sem voru sammála um
eitt: Það gerist allur andskotinn í
leigubílum. Það eru engin takmörk.
Útgefandi er Almenna bóka-
félagið. Kápu hannaði Ragnar Helgi
Ólafsson. Bókin er 239 bls., prentuð
í Prentsmiðjunni Odda. Verð: 4.490
kr.
Leigubílasögur
Þóra og Björn heitir ný geislaplata þar
sem hjónin Þóra Einarsdóttir sópr-
ansöngkona og Björn Jónsson ten-
órsöngvari flytja
24 söngperlur.
Undirleikari á pí-
anó er Helga
Bryndís Magn-
úsdóttir. M.a. eru
lög eftir Schu-
mann, Richard
Strauss, Grieg og Sibelius. Eftir ferða-
lag um Þýskaland, Frakkland og Norð-
urlöndin enda þau á Íslandi með lög-
um eftir tónskáldin Sigfús Einarsson,
Pál Ísólfsson og Bjarna Böðvarsson.
Þau Þóra og Björn eru lærðir óp-
erusöngvarar. Undanfarin ár hafa þau
m.a. sungið í óperuhúsum á Norð-
urlöndum, í Englandi og á meginlandi
Evrópu. Þau eru nú búsett í Wiesbad-
en í Þýskalandi.
Þóra hefur meðal annars sungið á
geisladiskum með verkum Jórunnar
Viðar og Jóns Nordals. Bæði sungu
þau á diskunum Íslenska einsöngs-
lagið.
Útgefandi er Útgáfufélagið Heimur.
Hljóðritun fór fram í Salnum í nóv-
ember 2001. Upptökustjóri og hljóð-
vinnsla: Halldór Víkingsson, Fermata
hljóðritun.
Sönglög
Í JAPIS á Laugavegi stendur nú yfir
sýning Jóns Sæmundar Auðarsonar
á handmáluðum kindakjálkum.
Kjálkarnir eru málaðir vinnuvéla-
lakki og höfundur kallar verkin „Ís-
lensk málbein“. Jón útskrifaðist með
meistaragráðu í myndlist frá Glas-
gow School of Art á síðastliðnu ári.
Í texta með sýningunni segir lista-
maðurinn m.a.: „Hér eru á ferðinni
handmálaðir kindakjálkar sem ég
byrjaði að safna fyrir nokkrum miss-
erum. Titillinn vísar bæði í hin fjöl-
breyttu blæbrigði kindajarmsins en
líka í þá þjóðtrú að eina nótt á hverju
ári mæli íslensku dýrin á mannamáli.
Þetta er eins konar óður eða hljóm-
kviða í leikfangalitum æskunnar.“
Kindakjálkar
í Japis
♦ ♦ ♦
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Þessi fagra eyja á
sér fjölmarga að-
dáendur enda ríkir
hér andrúmsloft
sem er einstakt í
heiminum og náttúrufegurð sem á engan
sinn líka. Glæsileg hótel við ströndina
eða í hjarta Havana og hér getur þú valið
um spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum Heimsferða sem eru hér á
heimavelli.
Val um:
- Dvöl í Varadero
7 nætur
- Varadero og
Havana
- Havana 7 nætur
Sérflug Heimsferða
Verð kr. 98.650
M.v. MasterCardávísun að upphæð
kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar
kr. 103.650.
Hótel Arenas Doradas ****
Glæsilegt 4 stjörnu hótel við
ströndina með frábærum aðbúnaði.
Verð kr. 94.750
M.v. MasterCardávísun að upphæð
kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar
kr. 99.750.
Hótel Villa Tortuga ***
Fallegt 3ja stjörnu hótel við
ströndina með góðum aðbúnaði.
Kúba
25. febrúar
frá kr. 94.750
7 nætur
Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862
10 ÁR Á ÍSLANDI