Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  GUNNAR Andrésson komst ekki á blað þegar lið hans Kadetten Schaffhausen lagði Endingen, 32:22, í fyrstu umferð svissnesku úr- valsdeildarinnar í handknattleik sem hófst á ný um helgina eftir hlé frá áramótum. Bjartur Máni Sig- urðsson komst heldur ekki á blað fyrir Endingen. Kadetten Schaff- hausen er í fjórða sæti í deildarinn- ar en Endingen er í næst neðsta sæti.  HEIMSMETHAFINN í 100 m hlaupi karla, Bandaríkjamaðurinn Tim Montgomery, hefur afboðað komu sína á innanhússmót sem fram fer í Birmingham á Englandi hinn 21. þessa mánaðar. Skipuleggj- endur mótsins höfðu krafist þess að Montgomery útskýrði hvers vegna hann og unnusta hans Marion Jones hefðu ráðið hinn umdeilda þjálfara Charlie Francis til starfa á dög- unum en hann er á bannlista á al- þjóðavettvangi eftir að Ben Johnson féll á lyfjaprófi árið 1988 á ÓL undir hans stjórn. Montgomery og Jones sögðu síðan Francis upp störfum eftir að einn af styrktaraðilum Jon- es, Nike, hafði sett sig á móti því að hún starfaði með Francis sem hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni að ekki ætti að lyfjaprófa í íþróttum.  FORRÁÐAMENN enska úrvals- deildarliðsins Fulham gera sér von- ir um að geta leikið heimaleiki sína á Stamford Bridge heimavelli Chelsea. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvað gera eigi við nú- verandi heimavöll Fulham, Craven Cottage, en byggingaverktakar hafa boðið um 6,5 milljarða ísl. kr. fyrir byggingalóðir á svæðinu sem völlurinn stendur á og hafa nú þeg- ar skipulagt lúsuxíbúðahverfi þar sem Craven Cottage stendur í dag.  FULHAM hefur leikið heimaleiki sína í vetur á Loftus Road heima- velli Queens Park Rangers og greiða QPR um 130 millj. ísl. kr. í leigu. Forráðamenn Fulham og Chelsea hafa verið í viðræðum að undanförnu um að samnýta Stam- ford Bridge á næstu leiktíð. FÓLK HELENA Ólafsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Helena verður áfram þjálfari kvennaliðs Vals, hún tók við liðinu í fyrra en áður hafði hún þjálf- að yngri flokka hjá KR en hún lék í mörg ár með félaginu áður en hún tók við þjálfun Vals. Helena, sem á átta landsleiki að baki, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að það hefði komið sér á óvart að fá boð um að gerast landsliðsþjálfari. „Þetta kom mér virkilega á óvart og ég hafði ekkert hugleitt þennan möguleika fyrr en mér var boðið starfið. Eftir nokkurra daga umhugsun og við- ræður við fjölskylduna, ættingja og vini ákvað ég að slá til. Valsmenn tóku þessu líka vel og ég tek þetta starf að mér í fullri sátt við þá,“ sagði nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna. Helena tekur við starfinu af Jör- undi Áka Sveinssyni sem stjórnar liðinu í síðasta sinn á sunnudaginn þegar liðið mætir Bandaríkjunum í vináttuleik. Helena fer með landslið- inu vestur um haf til að fylgjast með þeim leik. „Það er gott að geta farið með og fylgst með hvernig Jörundur hefur unnið þetta með stelpunum. Ég á ekki von á neinum stökkbreyt- ingum hjá mér en auðvitað kem ég með mínar áherslur,“ sagði Helena sem er ráðin fram yfir Evrópumótið en íslenska liðið leikur einn leik í júní, annan í ágúst og þrjá í sept- ember eftir að Íslandsmótinu lýkur. „Þetta stangast ekki mikið á við deildina hér heima og starf mitt hjá Val,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Helena tekur við lands- liðinu KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna KR – Njarðvík .......................................68:58 Stigahæstar hjá KR: Jessica Stomski 21, Hanna Kjartansdóttir 16. Stigahæstar hjá Njarðvík: Krystal Scott 29 Staðan: Keflavík 15 13 2 1183:788 26 KR 16 9 7 986:1025 18 Grindavík 15 8 7 1063:1102 16 Njarðvík 16 7 9 1055:1123 14 Haukar 15 5 10 879:1013 10 ÍS 15 4 11 889:1004 8 1. deild karla Höttur – Ármann/Þróttur ................... 85:92 Selfoss/Laugdælir - Þór Þ ................... 61:73 Staðan: KFÍ 13 11 2 1185:1031 22 Reynir S. 11 10 1 976:820 20 Þór Þorl. 13 9 4 998:941 18 Ármann/Þrótt. 13 8 5 1132:1081 16 Fjölnir 13 6 7 1058:1072 12 Stjarnan 12 4 8 880:891 8 Höttur 13 4 9 892:1089 8 ÍS 13 3 10 971:1052 6 Selfoss/Laugd. 13 2 11 967:1082 4 KNATTSPYRNA England 1. deild: Reading – Gillingham ...............................2:1 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Essodeild: Seltjarnarnes: Grótta/KR – Fylkir/ÍR.....20 Vestmannaeyjar: ÍBV – FH.................19.30 Í KVÖLD Aðalfundur hjá ÍA Aukaaðalfundur Knattspyrnufélagsins ÍA fer fram í kvöld í Íþróttamiðstöðinni Jað- arsbökkum kl. 20. Ólafur Þórðarson, þjálf- ari meistaraflokks, Ingibjörg H. Ólafsdótt- ir kvennaþjálfari og Þór Hinriksson, yfirþjálfari yngri flokka, mæta á fundinn og segja frá stöðu mála. FÉLAGSLÍF Geir Þorsteinsson, framkvæmda-stjóri KSÍ, sagði í samtalið við Morgunblaðið að samþykkt leyfis- kerfisins væri einhver stærsta og metnaðarfyllsta breyting í sögu knattspyrnunnar hér á landi. „Framvegis verður ekki nóg að vinna sér sæti í deildinni á íþrótta- legum forsendum – aðrir hlutir þurfa einnig að vera í lagi, svo sem vall- araðstæður, fjármál, stjórn og skipu- lag félagsins og réttindi þjálfara. Í stuttu máli sagt eru gerðar stór- auknar kröfur á hendur félögunum um umgjörð, fjármál og faglega stjórnun.“ Þá var tillaga milliþinganefndar um breytingar á reglugerðum um fé- lagaskipti og samninga leikmanna samþykkt. Nú eru félagaskipti á milli Íslands og annarra landa ein- ungis leyfð frá 15. nóvember til 31. maí og frá 15.–31. júlí. „Við ákváðum að reglur um félagaskipti milli ís- lenskra liða yrðu óbreyttar fyrst í stað, enda þótt Alþjóðaknattspyrnu- sambandið geri ráð fyrir að þær fari í sama farveg. Við teljum hinsvegar að það sé nokkur óvissa um fram- haldið í þeim efnum og vildum því að- eins taka eitt skref í einu og sjá hver þróunin verður,“ sagði Geir. Í þess- um lið var ennfremur samþykkt að íslensk félög mættu gera samninga við leikmenn á því ári sem þeir verða 16 ára, í staðinn fyrir 17 ára sem ver- ið hefur til þessa. Tillaga um að komið yrði á fót jöfnunarsjóði vegna ferðakostnaðar í deildakeppninni var samþykkt, að því gefnu að kostnaðurinn yrði greiddur af ríkissjóði. „Þetta er í raun byggðamál og tengist þings- ályktunartillögu sem hefur verið í gangi og snýst um byggðastyrk til íþróttasambanda til að jafna kostnað vegna þátttöku liða af landsbyggð- inni. Með þessari samþykkt hefur knattspyrnuhreyfingin sett þrýsting á stjórnvöld um að jafna aðstæður keppnisliða í íþróttum,“ sagði Geir. Tillaga um breytingar á bikar- keppni karla var felld en þar var gert ráð fyrir að átta efstu lið deilda- keppninnar kæmu ekki til leiks fyrr en í 16 liða úrslitum. Um leið féll breytingartillaga um að undanúrslit keppninnar yrðu leikin samkvæmt drætti en ekki á Laugardalsvelli eins og á síðasta ári. Hinsvegar var sam- þykkt að KSÍ myndi leggja fram til- lögu á næsta ársþingi um að breyta undanúrslitunum til fyrra horfs frá og með 2004. Tillaga um að heimila varaliðum í meistaraflokki karla þátttöku í deildakeppninni var vísað til milli- þinganefndar. Hún mun meta kosti þess og galla fyrir næsta þing og hvort rétt sé að varaliðin fái inn- göngu í deildakeppnina eða hvort betra sé að reyna að efla keppni í 1. flokki. Morgunblaðið/Jóhann G. Kristinsson Nýkjörin stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Þriðja röð frá hægri: Jóhannes Ólafsson, Lúðvík Georgsson, Jón Gunnlaugsson, Þórarinn Gunnarsson, Guðmundur Ingvarsson og Ómar Bragi Stefánsson. Önnur röð: Einar Friðþjófsson, Björn Friðþjófsson, Jakob Skúlason, Ástráður Gunn- arsson, Ágúst Ingi Jónsson og Kjartan Daníelsson. Fremsta röð: Eggert Steingrímsson, Halldór B. Jónsson, Eggert Magnússon, formaður, Geir Þorsteinsson og Ingibjörg Hinriksdóttir. Leyfiskerfið komið á í knattspyrnunni á Íslandi „Ein stærsta breytingin í sögunni“ REGLUGERÐ um leyfiskerfi í efstu deild karla var samþykkt á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðasta laugardag. Þar með er ekki lengur öruggt að lið sem hafnar í öðru af tveimur efstu sætum 1. deildar karla leiki í efstu deild árið á eftir. Til að það megi verða þarf það að uppfylla ýmis skilyrði.  JÓHANN Ólafsson frá Vest- mannaeyjum lét af störfum sem stjórnarmaður Knatt- spyrnusambands Íslands á árs- þingi sambandsins um sl. helgi. Jóhann hefur lengst allra verið í stjórn KSÍ eða í 27 ár – frá 1977.  Rafn Hjaltalín var í stjórn KSÍ í 26 ár, 1976–2001. Aðrir sem hafa verið yfir 20 ár í stjórn sambandsins, eru: Jón Magnússon í 23 ár (1953– 1975), Björgvin Schram í 22 ár (1947–1954, 1955–1968), Ragnar Lárusson í 21 ár (1950–1970) og Guðmundur Sveinbjörnsson í 21 ár (1947– 1967). Jóhann í stjórn í 27 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.