Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  GUNNAR Andrésson komst ekki á blað þegar lið hans Kadetten Schaffhausen lagði Endingen, 32:22, í fyrstu umferð svissnesku úr- valsdeildarinnar í handknattleik sem hófst á ný um helgina eftir hlé frá áramótum. Bjartur Máni Sig- urðsson komst heldur ekki á blað fyrir Endingen. Kadetten Schaff- hausen er í fjórða sæti í deildarinn- ar en Endingen er í næst neðsta sæti.  HEIMSMETHAFINN í 100 m hlaupi karla, Bandaríkjamaðurinn Tim Montgomery, hefur afboðað komu sína á innanhússmót sem fram fer í Birmingham á Englandi hinn 21. þessa mánaðar. Skipuleggj- endur mótsins höfðu krafist þess að Montgomery útskýrði hvers vegna hann og unnusta hans Marion Jones hefðu ráðið hinn umdeilda þjálfara Charlie Francis til starfa á dög- unum en hann er á bannlista á al- þjóðavettvangi eftir að Ben Johnson féll á lyfjaprófi árið 1988 á ÓL undir hans stjórn. Montgomery og Jones sögðu síðan Francis upp störfum eftir að einn af styrktaraðilum Jon- es, Nike, hafði sett sig á móti því að hún starfaði með Francis sem hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni að ekki ætti að lyfjaprófa í íþróttum.  FORRÁÐAMENN enska úrvals- deildarliðsins Fulham gera sér von- ir um að geta leikið heimaleiki sína á Stamford Bridge heimavelli Chelsea. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvað gera eigi við nú- verandi heimavöll Fulham, Craven Cottage, en byggingaverktakar hafa boðið um 6,5 milljarða ísl. kr. fyrir byggingalóðir á svæðinu sem völlurinn stendur á og hafa nú þeg- ar skipulagt lúsuxíbúðahverfi þar sem Craven Cottage stendur í dag.  FULHAM hefur leikið heimaleiki sína í vetur á Loftus Road heima- velli Queens Park Rangers og greiða QPR um 130 millj. ísl. kr. í leigu. Forráðamenn Fulham og Chelsea hafa verið í viðræðum að undanförnu um að samnýta Stam- ford Bridge á næstu leiktíð. FÓLK HELENA Ólafsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Helena verður áfram þjálfari kvennaliðs Vals, hún tók við liðinu í fyrra en áður hafði hún þjálf- að yngri flokka hjá KR en hún lék í mörg ár með félaginu áður en hún tók við þjálfun Vals. Helena, sem á átta landsleiki að baki, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að það hefði komið sér á óvart að fá boð um að gerast landsliðsþjálfari. „Þetta kom mér virkilega á óvart og ég hafði ekkert hugleitt þennan möguleika fyrr en mér var boðið starfið. Eftir nokkurra daga umhugsun og við- ræður við fjölskylduna, ættingja og vini ákvað ég að slá til. Valsmenn tóku þessu líka vel og ég tek þetta starf að mér í fullri sátt við þá,“ sagði nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna. Helena tekur við starfinu af Jör- undi Áka Sveinssyni sem stjórnar liðinu í síðasta sinn á sunnudaginn þegar liðið mætir Bandaríkjunum í vináttuleik. Helena fer með landslið- inu vestur um haf til að fylgjast með þeim leik. „Það er gott að geta farið með og fylgst með hvernig Jörundur hefur unnið þetta með stelpunum. Ég á ekki von á neinum stökkbreyt- ingum hjá mér en auðvitað kem ég með mínar áherslur,“ sagði Helena sem er ráðin fram yfir Evrópumótið en íslenska liðið leikur einn leik í júní, annan í ágúst og þrjá í sept- ember eftir að Íslandsmótinu lýkur. „Þetta stangast ekki mikið á við deildina hér heima og starf mitt hjá Val,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Helena tekur við lands- liðinu KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna KR – Njarðvík .......................................68:58 Stigahæstar hjá KR: Jessica Stomski 21, Hanna Kjartansdóttir 16. Stigahæstar hjá Njarðvík: Krystal Scott 29 Staðan: Keflavík 15 13 2 1183:788 26 KR 16 9 7 986:1025 18 Grindavík 15 8 7 1063:1102 16 Njarðvík 16 7 9 1055:1123 14 Haukar 15 5 10 879:1013 10 ÍS 15 4 11 889:1004 8 1. deild karla Höttur – Ármann/Þróttur ................... 85:92 Selfoss/Laugdælir - Þór Þ ................... 61:73 Staðan: KFÍ 13 11 2 1185:1031 22 Reynir S. 11 10 1 976:820 20 Þór Þorl. 13 9 4 998:941 18 Ármann/Þrótt. 13 8 5 1132:1081 16 Fjölnir 13 6 7 1058:1072 12 Stjarnan 12 4 8 880:891 8 Höttur 13 4 9 892:1089 8 ÍS 13 3 10 971:1052 6 Selfoss/Laugd. 13 2 11 967:1082 4 KNATTSPYRNA England 1. deild: Reading – Gillingham ...............................2:1 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Essodeild: Seltjarnarnes: Grótta/KR – Fylkir/ÍR.....20 Vestmannaeyjar: ÍBV – FH.................19.30 Í KVÖLD Aðalfundur hjá ÍA Aukaaðalfundur Knattspyrnufélagsins ÍA fer fram í kvöld í Íþróttamiðstöðinni Jað- arsbökkum kl. 20. Ólafur Þórðarson, þjálf- ari meistaraflokks, Ingibjörg H. Ólafsdótt- ir kvennaþjálfari og Þór Hinriksson, yfirþjálfari yngri flokka, mæta á fundinn og segja frá stöðu mála. FÉLAGSLÍF Geir Þorsteinsson, framkvæmda-stjóri KSÍ, sagði í samtalið við Morgunblaðið að samþykkt leyfis- kerfisins væri einhver stærsta og metnaðarfyllsta breyting í sögu knattspyrnunnar hér á landi. „Framvegis verður ekki nóg að vinna sér sæti í deildinni á íþrótta- legum forsendum – aðrir hlutir þurfa einnig að vera í lagi, svo sem vall- araðstæður, fjármál, stjórn og skipu- lag félagsins og réttindi þjálfara. Í stuttu máli sagt eru gerðar stór- auknar kröfur á hendur félögunum um umgjörð, fjármál og faglega stjórnun.“ Þá var tillaga milliþinganefndar um breytingar á reglugerðum um fé- lagaskipti og samninga leikmanna samþykkt. Nú eru félagaskipti á milli Íslands og annarra landa ein- ungis leyfð frá 15. nóvember til 31. maí og frá 15.–31. júlí. „Við ákváðum að reglur um félagaskipti milli ís- lenskra liða yrðu óbreyttar fyrst í stað, enda þótt Alþjóðaknattspyrnu- sambandið geri ráð fyrir að þær fari í sama farveg. Við teljum hinsvegar að það sé nokkur óvissa um fram- haldið í þeim efnum og vildum því að- eins taka eitt skref í einu og sjá hver þróunin verður,“ sagði Geir. Í þess- um lið var ennfremur samþykkt að íslensk félög mættu gera samninga við leikmenn á því ári sem þeir verða 16 ára, í staðinn fyrir 17 ára sem ver- ið hefur til þessa. Tillaga um að komið yrði á fót jöfnunarsjóði vegna ferðakostnaðar í deildakeppninni var samþykkt, að því gefnu að kostnaðurinn yrði greiddur af ríkissjóði. „Þetta er í raun byggðamál og tengist þings- ályktunartillögu sem hefur verið í gangi og snýst um byggðastyrk til íþróttasambanda til að jafna kostnað vegna þátttöku liða af landsbyggð- inni. Með þessari samþykkt hefur knattspyrnuhreyfingin sett þrýsting á stjórnvöld um að jafna aðstæður keppnisliða í íþróttum,“ sagði Geir. Tillaga um breytingar á bikar- keppni karla var felld en þar var gert ráð fyrir að átta efstu lið deilda- keppninnar kæmu ekki til leiks fyrr en í 16 liða úrslitum. Um leið féll breytingartillaga um að undanúrslit keppninnar yrðu leikin samkvæmt drætti en ekki á Laugardalsvelli eins og á síðasta ári. Hinsvegar var sam- þykkt að KSÍ myndi leggja fram til- lögu á næsta ársþingi um að breyta undanúrslitunum til fyrra horfs frá og með 2004. Tillaga um að heimila varaliðum í meistaraflokki karla þátttöku í deildakeppninni var vísað til milli- þinganefndar. Hún mun meta kosti þess og galla fyrir næsta þing og hvort rétt sé að varaliðin fái inn- göngu í deildakeppnina eða hvort betra sé að reyna að efla keppni í 1. flokki. Morgunblaðið/Jóhann G. Kristinsson Nýkjörin stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Þriðja röð frá hægri: Jóhannes Ólafsson, Lúðvík Georgsson, Jón Gunnlaugsson, Þórarinn Gunnarsson, Guðmundur Ingvarsson og Ómar Bragi Stefánsson. Önnur röð: Einar Friðþjófsson, Björn Friðþjófsson, Jakob Skúlason, Ástráður Gunn- arsson, Ágúst Ingi Jónsson og Kjartan Daníelsson. Fremsta röð: Eggert Steingrímsson, Halldór B. Jónsson, Eggert Magnússon, formaður, Geir Þorsteinsson og Ingibjörg Hinriksdóttir. Leyfiskerfið komið á í knattspyrnunni á Íslandi „Ein stærsta breytingin í sögunni“ REGLUGERÐ um leyfiskerfi í efstu deild karla var samþykkt á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðasta laugardag. Þar með er ekki lengur öruggt að lið sem hafnar í öðru af tveimur efstu sætum 1. deildar karla leiki í efstu deild árið á eftir. Til að það megi verða þarf það að uppfylla ýmis skilyrði.  JÓHANN Ólafsson frá Vest- mannaeyjum lét af störfum sem stjórnarmaður Knatt- spyrnusambands Íslands á árs- þingi sambandsins um sl. helgi. Jóhann hefur lengst allra verið í stjórn KSÍ eða í 27 ár – frá 1977.  Rafn Hjaltalín var í stjórn KSÍ í 26 ár, 1976–2001. Aðrir sem hafa verið yfir 20 ár í stjórn sambandsins, eru: Jón Magnússon í 23 ár (1953– 1975), Björgvin Schram í 22 ár (1947–1954, 1955–1968), Ragnar Lárusson í 21 ár (1950–1970) og Guðmundur Sveinbjörnsson í 21 ár (1947– 1967). Jóhann í stjórn í 27 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.