Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 35
„bás“ hlið við hlið. Það myndaðist fljótt góður vinskapur með okkur og afbragðs samvinna, er stóð óslitið um nokkurra ára skeið. Vil ég nú minn- ast góðra minninga. Hafði Magnús eignast góða íbúð í Hvassaleiti 56 (VR). Var ég þar oft gestkomandi eftir að hann lauk störfum að mestu. Hann var oft gestkomandi á heimili mínu á Skothúsvegi 15, en honum þótti kært að eiga spjall við mig og móður mína. Var einkar kært með þeim og síðar er hún var orðin öldruð kona hittust þau oft. Á ég góðar minningar þar um. Svo líða stundir. Ég var svo heppinn að eignast íbúð hér í sömu blokk. Það var árið 1997, en þar hófust okkar raunverulegu kynni. Kunningsskapur er aldrei mun gleymast. Báðir höfðum við brennandi áhuga á knattspyrnu og skiptumst á íbúðum til að njóta bolt- ans. Ógleymanlegar stundir. Magn- ús var léttur í lund og fuku brand- ararnir á milli. Söngelskur var hann, enda einn af bestu tenórum Karla- kórs Reykjavíkur. Á fögrum sumar- dögum er hann leit við hjá mér á 4. hæðinni var lagið tekið og nutu margir. Magnús var afar hjálpsamur ef á aðstoð þurfti að halda og hand- verksmaður góður. Og ekki stóð á brosinu. En í lífsins ólgusjó var ekki alltaf dans á rósum. Hans yndislega eiginkona veiktist af illvígum sjúk- dómi er setti sár sín. Það tók á. Hin síðari ár fór heilsu vinar míns að hraka, en alla tíð hélt hann sinni ein- stæðu gleði þó leynt færi. Alltaf kurteis í fasi og hvers manns hugljúfi hér á 56 og 58. Nú er komið er að leiðarlokum kveð ég vin minn með trega. Sannur og góður vinur gleym- ist ei. Votta ég ættingjum og öðrum vandamönnum innilega samúð. Í Guðs friði. Magnús J. Tulinius. Í dag kveðjum við Magnús B. Gíslason bifreiðasmíðameistara, en við áttum heima í sama húsi við Nes- veg í Reykjavík til fjölda ára, en fjöl- skyldur okkar endurbyggðu húsið og stækkuðu, sem tókst með miklum ágætum, enda Magnús mikill hag- leiksmaður og vandvirkur í alla staði. Í mörg ár hafði Magnús manna- forráð í bifreiðaverkstæðinu hjá „Kristni vagnasmið“ við Frakkastíg og þar tók hann við verkstjórn af föð- ur sínum, en á verkstæðinu höfðu Magnús og Hrafnkell bróðir hans lært sína iðn og unnið í mörg ár. Það var oft glatt á hjalla á heimili þeirra Magnúsar og Dúnu, þegar t.d. nem- ar Magnúsar höfðu lokið sveinsprófi í iðn sinni, enda margir góðir fag- menn, sem lærðu sín fyrstu handtök undir handleiðslu Magnúsar. Dúna eiginkona Magnúsar hafði ávallt gaman af fjölmenni og glaðværð. Magnús var einkar dagfarsprúður maður og sanngjarn í öllum viðskipt- um og ekki var hávaðanum fyrir að fara, nema þegar lagið var tekið, enda var hann geysilega góður söng- maður, svo unun var á að hlusta. Magnús var mjög virkur í félagsmál- um bifreiðasmiða og formaður fé- lagsins í nokkur ár. Magnús var einkar greiðvikinn og hann lét sig ekki muna um að aka frændsystkinunum í skólann áður en hann fór til vinnu á Frakkastíginn. Tímarnir breyttust og ekki þótti lengur hagstætt að byggja yfir bíla hjá Kristni vagnasmið, en fjöldi rús- sajeppa og annarra bifreiða var yf- irbyggður á verkstæðinu, þá voru þar framleiddir eftirsóttir vélsleðar og byggt var yfir flutningabíla flestra stórfyrirtækja bæjarins. Seinna söðlaði Magnús um og gerð- ist tjónaskoðunarmaður hjá VÍS, þar til hann hætti störfum sökum aldurs. Margs er að minnast, en rúmlega 45 ár eru síðan Magnús flutti á Nes- veginn ásamt fjölskyldunni og allan þann tíma bar engan skugga á sam- býlið og það var sérstaklega gaman að vinna með Magnúsi við endurbæt- ur á húsinu, en á þeim tíma var allt unnið með höndum, allur uppgröftur o.fl. Magnús stóð eins og klettur í veikindum Guðrúnar eiginkonu sinn- ar, svo eftir var tekið. Á þessari stundu viljum við þakka Magnúsi fyrir samfylgdina. Hildur Ísfold Steingríms- dóttir og Hilmar Viktorsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 35 Eiginmaður minn, faðir og fósturfaðir, ÞÓRÐUR ÁRNASON, áður Stórholti 31, sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Halldóra Kristinsdóttir, Árni Þórðarson, Hulda Ólafsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍN ÞÓRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, frá Sveinsstöðum í Grímsey, er látin. Minningarathöfn verður frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 19. febrúar kl. 14.00. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og aðrir afkomendur. Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR STEINÞÓR MAGNÚSSON, Langholtsvegi 60, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 15. febrúar. Börn og tengdabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, KRISTJÁN G. MAGNÚSSON málarameistari, Hrísateigi 10, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 15. febrúar. Kristín Þórðardóttir, Sævar Örn Kristjánsson, Magnús J. Kristjánsson, Hrafnhildur Hlíðberg, Árni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og amma, ÁGÚSTA ÞORKELSDÓTTIR BRINCK-CLAUSSEN, Kaupmannahöfn, andaðist á dvalarheimilinu Bystævneparken föstudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Bellahøjkirkju í Kaupmanna- höfn föstudaginn 21. febrúar kl. 11.30. Bjørn og Annie Brinck-Claussen, Ursula, Marie og Jennifer. Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og lang- amma, REBEKKA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR hjúkrunarkona, andaðist á Landpítala Fossvogi miðvikudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Jóhannes Kr. Magnússon, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Rebekka Sigurðardóttir, Stefán Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir og barnabarnabörn. Farinn er Rúrik, ná- granni minn, til fundar við eiginkonu sína Önnu Sæbjörnsdóttur á himnum. Við Anna og Rúrik vorum nágrannar í nærri þrjá áratugi. Hann gladdist alltaf þegar hann hitti mig, gamla nágrannann, á förn- um vegi. Leiðir okkar lágu oft saman þessi síðustu ár, enda við bæði trygg- lynd gagnvart því sem við einu sinni höfðum átt, bæði mannfólki og heima- slóðunum. Rúrik naut sín við að tala um góðu, gömlu dagana, og allt hans fas yngd- ist um mörg ár við þessa upprifjun. Fyrstu gömlu dagarnir eru frá 1963, en þá sá ég, nýflutt til landsins, Rúrik leika prófessor Higgins í My fair Lady, og mér fannst mikið til þessa heimsvana leikara koma, stórmynd- arlegur og geislaði af visku. Tveimur árum seinna fluttum við fjölskyldan á Nesið, á næsta götuhorn við Bakka, heimili þeirra Rúriks og Önnu. Aðeins nokkrir tugir metra skildu á milli heimila okkar, Unnarbraut 1 og Bakkavör 1. Á báðum stöðum voru húsdyrnar alltaf opnar fyrir börn beggja heimila. Þau nutu sín í fjör- unni við Bakkavörina, og þar höfðu þau sitt bú og veiddu í sílapollunum. Stundum fór Rúrik niður í Bakkavör- ina að anda að sér sjávarlofti, og hreinsa hugann af öllum rullunum sem hann þurfti að læra fyrir starf sitt. Alltaf var Rúrik jafn brosmildur og léttur í lund, þó svo að hann hefði setið allan daginn og lært utanbókar eintöl Lehars konungs, Stokkmanns, Feilans, Victors og hvað þær nú hétu allar þessar dramatísku hetjur sem hann lék svo listilega. RÚRIK HARALDSSON ✝ Rúrik TheodórHaraldsson fæddist í Vestmanna- eyjum 14. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 4. febr- úar. Í þá gömlu góðu daga okkar Önnu og Rúriks var barnauppeldi dálítið frábrugðið því sem nú er. Á sumrin voru börn- in sett út á morgnana og svengdin rak þau oftast heim aftur með kvöld- inu. Ef þau skiluðu sér ekki heim á Bakka, þá skiluðu þau sér heim á Unnarbrautina. Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég glöggt hversu gott og innilegt samband var milli fjölskyldnanna á Unnarbraut 1 og Bakkavör 1. Þannig urðu Bakkabörnin Bjössi, Steini og Naddý bæði leikfélagar og uppeldissystkini þeirra Sivjar, Ing- unnar, Árna og Leifs. Var mikið brall- að alla daga, ekki síst á björtum sum- arkvöldum. Steini Rúriks smíðaði sér vængi og flaug niður af þakinu á Bakka, litlu guttarnir Árni og Leifur ætluðu að leika þetta eftir en föður- ígildið hann Bjössi bannaði það sem betur fer. Naddý og vinkonan Ingunn syntu fram og aftur í öldurótinu í Bakkavörinni á meðan Rúrik hékk spekingslegur utan á húsi sínu og dyttaði að. Fylgdist með sjávarsund- inu á sinn hátt. Anna og ég börðumst við viljugan arfa undir vindbörðum brekkuvíði, kölluðum „matur“ út í loftið, og smælkið okkar kom hlaup- andi upp úr fjörukambinum. Þetta voru góðir dagar. Alltaf var Anna „grand lady“, með sitt ljósa englahár, í glæsilegum fötum sem hún sjálf hafði hannað. Rúrik háreist- ur, sjarmerandi og með glampa í aug- um. Saman voru þau flott par. Ég þakka nágrönnum mínum á Bakka, þeim Önnu Sæbjörnsdóttur og Rúrik Haraldssyni, samferðina í lífinu, þetta voru bestu ár ævinnar, þau munu aldrei gleymast. Að föður sínum gengnum hafa þau Björn, Haraldur Steinn og Ragnhild- ur misst báða foreldra sína og standa á erfiðum tímamótum. Megi góður Guð veita þeim og fjölskyldum þeirra styrk í sorginni. Björg Juhlin. Mig langar í örfáum orðum að minnast Olgu Guðrúnar Þorbjarnar- dóttur. Upphafið að kynnum fjölskyldu minnar við Olgu má rekja allt aftur til þess er faðir minn, Magnús Ís- leifsson, var ungur maður í vega- vinnu í Norðurárdal. Þar kynntist hann hjónunum á Hraunsnefi, Guð- nýju og Þorbirni, foreldrum Olgu. Hann minntist oft á það, að sjálfsagt hefði hann ekki lifað af vosbúðina í vegavinnunni ef ekki hefði hann not- ið góðs atlætis þeirra hjóna. Fyrir það var hann ævinlega þakklátur. Þetta var á fyrrihluta síðustu aldar og var þá Olga ung heimasæta á bænum. OLGA GUÐRÚN ÞOR- BJARNARDÓTTIR ✝ Olga GuðrúnÞorbjarnardóttir fæddist á Hraunsnefi í Norðurárdal 8. ágúst 1914. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness 12. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Borgarneskirkju 18. janúar. Vinskapur við Olgu og síðar eiginmann hennar Kristján, hélst allar götur síðan, eða þar til faðir minn lést árið 1985. Þótt hann væri farinn héldu móðir mín Bergþóra Þor- geirsdóttir og Olga áfram góðu sambandi, með heimsóknum ann- að slagið og símtölum. Gladdi það móður mína sérstaklega þegar Olga og Ásdís dóttir hennar komu í 85 ára afmælið hennar í apríl 1999. Eins og komið hefur fram í skrifum um Olgu voru þau hjón ákaflega gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Ég kom oft með foreldrum mínum á heimili þeirra og var kátt á hjalla þegar Olga og pabbi, sem bæði voru glettin og kát, minntust gamalla tíma. Það er fjársjóður ungu fólki að hafa fengið að kynnast konu eins og Olgu, og vil ég þakka fyrir það. Ég votta öllum aðstandendum hennar mína innilegustu samúð. Megi minning hennar lifa. Guðrún Erna Magnúsdóttir. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.